Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 B 7
með að geta dottað af og til meðan
á því verki stóð. Ég flýtti mér hvað
ég mátti því formaðurinn var mjög
reiður og hótaði veiðiþjófum öllu
illu. Sýslumaður tók okkur af ljúf-
mennsku eins og hans var vandi
og bar klæði á vopnin eftir föngum.
Hann kallaði til skrifara sinn og
setti rétt. Ég var látinn setja at-
burði næturinnar á svið en sleppti
að mestu orðaskiptunum. Ég var
spurður hvort ég gæti nafngreint
mennina. Ég gat það, en nú þótti
sýslumanni nóg komið, hann nærri
hrópaði upp: „Nei þetta getur ekki
staðist, þetta eru fínustu borgarar,
þeim hefði aldrei látið slíkt brot sér
til hugar koma.“ Ég vildi ekki gefa
mig því að ég hafði þekkt mennina
og ég greindi frá nafni og nr. á
bátnum sem ég hafði fest mér í
minni. Sýslumaður gekk að skáp,
tók þar fram nokkur skjöl og
gluggaði í þau nokkra stund. Hann
lét brúnir síga og ég sá ekki nema
í annað augað en hann sagði: „Hver
ijandinn, þetta passar allt. Þessi
mannfífl eru skráð fyrir bátnum."
Nú færðist formaður veiðimanna
allur í aukana, honum bauð í grun
að sýslumaður væri mildur dómari
þegna sinna og talaði tæpitungu-
laust við hann. Sagðist hann krefj-
ast tafarlausra aðgerða í máli
þessu, annars yrði þetta gert að
blaðamáli og ég vissi ekki hvað.
Sýslumaður reyndi að róa manninn,
kvað þetta fyrsta brot og ekki þung
viðurlög við því. Að loknum réttar-
höldum kvaddi sýslumaður mig al-
úðlega en formaðurinn og hann
skildust fullir tortryggni hvor í ann-
ars garð.
Þetta sumar og næstu tvö féllu
ýmsir fyrir þeirri freistingu að fá
sér þarna auðsóttan feng og þar
við sögu komu fleiri en bara sjó-
menn, en að því kom að menn sáu
að þessar veiðar var ekki hægt að
stunda og sáu sitt óvænna.
Fjórða sumarið lét enginn sjá sig
og eina nóttina fór ég heim á leið
með þá hugsun að nú væri þessari
aðgerð lokið af minni hálfu. Aðrir
myndu taka við. Ég gekk upp
Syðstaklif er liggur meðfram Háa-
fossi og upp að Mjósundi, og ofan
við Háafoss léku strengirnir sér og
skvettu vatni og mér heyrðust þeir
segja: „Þér tókst það, þér tókst
það,“ og svo létu þeir sig falla
áhyggjulaust fram af fossbrúninni.
Ég tók hólinu með blendnum tilfinn-
ingum, því ég var búinn að átta
mig á því, að i barnaskap mínum
hafði ég tekist á hendur hættulegt
starf, að standa menn að verki. Eg
hafði haustið áður sótt mannamót
á Húsavík. Umtalaðir aðilar voru
þar nokkrir. Ég fékk strax hrind-
ingar og pústra, og orð í eyra: „Fífl-
ið á Laxamýri, njósnarinn," o.s.frv.
Það þurfti ekki meira til. Ég sá að
ég hafði dæmt sjálfan mig i nokk-
urra ára umgengnisbann á þessum
slóðum sem var nokkuð strangur
dómur fyrir ungan pilt. Seinna á
ævinni hefi ég séð fullorðna hörku-
menn, lögregluþjóna og reynda
menn lenda í útistöðum við veiði-
þjófa og þeir hafa oft mátt taka á
öllu sínu. En ég barnið, þegar ég
rifja þetta upp sitjandi á bakkanum
við Mjósund, finn að innifyrir býr
djúpur sársauki, tárin taka að
streyma úr augunum og ég fæ verk
fyrir bijóstið. Ég seilist niður í
bijóstvasann og tek töflu í rökkr-
inu, en missi aðra niður. Það gerir
ekkert til, glasið er nærri fullt.
Tárin vilja halda áfram að renna
en verkurinn hverfur. Og ég segi
við sjálfan mig: „Heimski Björn,
alltaf jafn heimskur, tekur öll skít-
verk að þér án þess að hugsa hvað
það muni kosta þig.“ Ég dreg klút
uppúr vasanum og þurrka betur af
mér tárin. Ég er víst bara orðinn
svona meyr eftir að heilsan fór.
Þetta voru líka allt ljótar minning-
ar, því fátt er óskemmtilegra en
að standa fólk að verki. En látum
þessar minningar hverfa ofan í
sandinn. Enginn vissi hve hár her-
kostnaðurinn varð mér, enda ekki
verið tíundaður til þessa. Þakklæti?
Ég er lítið fyrir þakklæti, það snýst
svo oft upp í andhverfu sína.
0Bókitrlwiti: Rennt ihylinn —
Björn á Laxamýrí á tali við ána
sína, ‘204 bls. Útgefandi: Fjölvi.
Lcidbcinnndi verð 3480 kr.
SMÁATRIÐIN skipta máli; bandaríski spennusöguhöfundurinn Patricia Cornwell.
AF öllum þeim kvenrithöf-
undum sem fást við að
semja sakamálasögur
austan hafs og vestan
er bandaríski sakamáiahöfundur-
inn Patricia Cornwell ein sú
skemmtilegasta. Fyrsta bókin
hennar kom út árið 1990 og nú
þegar liggja eftir hana sjö bækur
um krufningar- og réttarlækninn
Kay Scarpetta frá Virginíu. Með
þeim hefur Cornwell markað sér
bás sem vandaður sakamálahöf-
undur, natin við smáatriði og bæk-
urnar hennar fara undantekning-
arlaust á metsölulistana vestra.
Hér heima selst hún einnig mjög
vel samkvæmt upplýsingum frá
bókabúð Máls og menningar og
bókabúð Eymundssonar en þær
hafa á boðstólunum tvær nýjustu
spennusögur hennar „From Pott-
er’s Field“, eða Af Pottersvöllum
sem komin er fyrir nokkru út í
vasabroti, og „Cause of Death",
eða Banamein er fæst aðeins inn-
bundin enn sem komið er. Er
óhætt að fullyrða að Cornwell
hafi verið einn af söluhæstu höf-
undunum í spennubókageiranum
hér á landi á undanförnum árum.
Hún varð fertug á þessu ári og
starfaði eitt sinn sem glæpafrétta-
ritari en fyrsta sakamálasaga
hennar hét „Post Mortem“. Sjö
bókaforlög höfnuðu henni áður en
Scribner forlagið tók áhættuna og
gaf hana út. Það varð fyrsta met-
sölubók Cornwell. í kjölfarið sigldu
bækurnar „Body of Evidence“,
„All That Remains“, „Cruel and
Unusual“, „The Body Farm“ og
loks „From Potter’s Field“ og
„Cause of Death". „Glæparann-
sóknir hafa, af ástæðum sem jafn-
vel ég sjálf skil ekki fullkomlega,
orðið að ástríðu hjá mér,“ sagði
Cornwell einu sinni. Til þess að
skapa trúverðuga persónu úr
lækninum Scarpetta, sem oftlega
er ráðgjafi FBI, kynnti hún sér
mjög til hlítar starfsaðferðir og
þankagang krufningalækna og
starfaði m.a. í líkhúsi til að koma
sér upp nauðsynlegum orðaforða
og kynnast umhverfinu. Hefur
henni enda oftlega verið hrósað
fyrir staðgóða þekkingu og
áherslu á upplýsandi smáatriði.
Kaldur
dauðinn
Bandaríski spennusöguhöfundurinn Patricia
Comwell hefur skapað kvenhetjuna Kay
Scarpetta sem eltist við flöldamorðingja að
sögn Arnalds Indriðasonar og er ekki þessi
skothelda ofurhetja sem við eigum að venj-
ast úr afþreyingarbókmenntunum.
Nýjasta sagan
hennar, „Cause of
Death“, hefur
fengið blendna
dóma en hún segir
af biluðum leiðtoga
sértrúarsafnaðar í
slagtogi við hryðju-
verkamenn frá
arabalöndunum og
Norður-Kóreu. Hyggst hann ráð-
ast til inngöngu í kjarnorkuverk
nokkurt og hafa á brott með sér
plútóníum. Þykir söguþráðurinn
fremur ólíkindalegur og mun
meira í ætt við sögur Tom Clancys
en nokkurtíman Patriciu Cornwell.
Hins vegar er bókin sem kom út
á undan henni, „From Potter’s
Field“, dæmigerð Cornwellsaga,
spennandi og óhugnanleg lesning
og það sem meira er, í henni
mætir Kay Scarpetta í síðasta sinn
erkióvini sínum í gegnum nokkur
skelfilegustu glæpamál hennar,
fjöldamorðingjanum Temple Bro-
oks Gault. (Annars er aldrei að
vita með Gault; hafa ber í huga
að morðingi þessi virðist eiga níu
líf.) Gault virkar á Scarpetta með
svipuðum hætti og
óþokkinn Moriarty
virkar á Sherlock
Holmes. Hún þarf
að beita ýtrustu
leikni sinni og
þekkingu í elting-
arleiknum við hann
og átökin þeirra á
milli eru á persónu-
legum nótum.
Helsti aðstoðarmaður Scarp-
etta, sem má þá kalla dr. Watson,
er rannsóknarmaðurinn Pete Mar-
ino í Richmondborg. Hann er hluti
af persónusafninu í bókum Cornw-
ell en sömu aðalpersónurnar koma
fram í þeim öllum. Líta má á sög-
urnar sem sjálfstætt framhald svo
kannski er nokkurrar þekkingar
krafist við lestur „From Potter’s
Field“ ef hún á að nýtist til fulls.
í þremur síðustu bókunum hefur
Scarpetta t.d. átt í ástarsambandi
við FBI-manninn Benton Wesley,
sem er kvæntur, og systurdóttir
hennar, Lucy, kæmur ætíð að
gagni við glæparannsóknirnar en
hún er lesbía og algjört séní hjá
FBI.
í „From Potter’s Field“ finnst
illa leikið lík af ungri stúlku í
Miðgarði í New York og ýmis
ummerki benda til þess að Gault
sé enn á ferðinni en hann hefur
nokkrum sinnum sloppið naum-
lega úr höndum Scarpetta; henni
tókst að snerta hann í einni sög-
unni áður en hann stökk út um
glugga og hvarf. Ekki er hægt
að bera kennsl á stúlkuna en brátt
finnast önnur lík og svo virðist sem
Gault, sem ofan á allt annað er
krakkfíkill, geti komist inn í innsta
kjarna tölvukerfis FBI þegar hon-
um sýnist.
Scarpetta er ekki þessi skot-
helda ofurhetja sem við eigum að
venjast í afþreyingarbókmenntun-
um þótt oft virðist sem hún sé
ofurmannlega greind. Á einum
stað í sögunni hefur eltingarleikur-
inn við Temple Brooks Gault geng-
ið svo nærri henni að hún er lögð
inn á spítala. Hún lendir einatt í
átökum við rótgróið karlaveldi
löggæslustofnananna og segist
löngu orðin þreytt á strákaveröld-
inni, kjaftæði um heiðursmanna-
samkomulag og óijúfanlega sam-
stöðu karla. Það er einmitt kven-
legt innsæi hennar sem eykur
skilning á morðingjanum og dríf-
ur rannsóknina áfram í óvæntar
áttir. Átök hennar og Gault eru
persónuleg og Cornwell sér til
þess að hvert einasta smáatriði
skiptir máli í eltingarleiknum við
morðingjann.
Höfundurinn veltir sér ekki upp
úr óhugnaði ofbeldisverkanna þótt
tilefni gefist til þess heldur ein-
kennast skrifin af hógværð, skyn-
senii og kunnáttu. Cornwell er
ekki sérlega skáldmælt eða andrík
eins og t.d. Thomas Harris, annar
fjöldamorðingjahöfundur, getur
verið en hún er sögumaður góður
vopnuð mikilli þekkingu á starfs-
aðferðum söguhetju sinnar og
kann að drífa frásögnina áfram
svo hún verður spennandi og
áhugaverð. Líkhúsið er starfsvett-
vangur Scarpetta. „Dauðinn getur
verið afar raunverulegur þegar
hann hefur verið kældur niður,“
var einhverntíman haft eftir
Cornwell. Kaldur dauðinn er í
smásjárgleri hennar.