Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 B 17 Morgunblaðið/Kristinn hersund er kennt við. Síðan á ég bréf til Elísabetar Sveinsdóttur, móð- ur Sveins Björnssonar, fprseta. Eitt bréfið í safninu er frá Ásgeiri Ey- þórssyni í Kóranesi á_ Mýrum, en hann var faðir Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta. Svo á ég bréf sem voru skrif- uð til Einars Jónssonar myndhöggv- ara, bæði þegar hann var við nám á Ítalíu og í Danmörku. Einnig bréf sem voru skrifuð til Helga Pjeturs, þegar hann var í Danmörku og bréf til Einars Benediktssonar, skálds. Það kennir ýmissa grasa, en safnið nær ekki lengra en fram yfir aldamót- in.“ íslensk póstþjónusta fram til 1902 Indriði byggir safn sitt á tímabil- inu 1836 til 1902, en það tímabil skiptist síðan í önnur tímabil. „Við getum byijað á því tímabili sem kallað hefur verið „fyrir frí- merkjatímabilið, það er að segja, þá voru bréf ekki frímerkt, heldur send eftir ákveðnum reglum,“ segir Indr- iði. „Það tímabil stóð frá 1776 til 1870. Það eru nokkur bréf í safni mínu frá 1836 til 1870. Næsta tíma- bil er „danska frímerkið," frá 1870 til 1872. Dönsk yfirvöld stofnuðu hér tvö pósthús, annað í Reykjavík, hitt á Seyðisfirði. Þá voru notuð dönsk frímerki hér á landi. I mínu safni eru tvö umslög frá þessu danska tímabili. Síðan tekur við það sem kallað er „skildingatímabilið“ 1873 til 1876, en fyrstu íslensku frímerkin eru skildingafrímerki. Þau voru prentuð í Danmörku en myntin sem notuð var á Islandi var á þeim. Árið 1873 var pósthús hér í Reykjavík og þá voru líka stofnuð sextán önnur pósthús á landinu. I mínu safni eru póststimplar frá öllum þessum pósthúsum. Svo var það 1876, að hér var far- ið að nota svokölluð „aurafrímerki." Þau voru notuð hér fram til 1902. Eftir þann tíma komu hér frímerki með myndum af dönskum konung- um, en þeim hef ég ekki safnað. Grundvallaratriðið hjá mér var að sýna þróun póstþjónustu hér á landi á síðustu öld og safnið er byggt upp með það í huga að vísa til þekktra atburða eða merkra manna. Ég hef haft það í huga frá upphafi, þótt þetta hafi ekki verið kerfisbundin söfnun frá upphafí. Ég á miklu meira af frímerkjum, umslögum og kortum en eru í þessu safni, sem minna mann á söguna á þessum tíma.“ Verðlaunasafn Indriða ber heitið „Iceland Postal Service," eða „ís- lensk póstþjónusta 1836-1902.“ En hvert er markmiðið með því? „Markmiðið með því að setja sam- an svona safn, er að vekja áhuga á mannlífi og sögu þessa tímabils. En það er ekki auðvelt að koma svona safni saman nú orðið.“ Safna ekki peningum — Hefurðu látið meta verðmæti safnsins? „Nei. Safnið er ekki til sölu og ég veit ekki hvers virði það er. Ég lít ekki á þetta sem peningaleg verð- mæti, heldur hefur það menningar- og minjagildi. Safnið hefur orðið til á löngum tíma. Það veitir mér ánægju ennþá, en ef það breytist, þá læt ég það frá mér; sel það - eða gef það. Peningurinn sem liggur í safninu skiptir mig litlu máli. Þess vegna hef ég ekki gert neinn reka í því að afla mér upplýsinga um þvers virði það er.“ Eins og Indriði sagði, var það ekki fyrr en árið 1990, þegar hann lét af aðalstarfi sínu sem forstjóri Skeljungs, að hann hafði tíma til að setja verðlaunasafnið sitt saman. Það er þó síður en svo að hann sé verk- efnalaus - og reyndar stórundarlegt að hann skuli yfirleitt hafa tíma til að vinna í frímerkjum sínum, með öllu því nostri sem til þarf. Hann er formaður stjórnar Eimskipafélags íslands, formaður stjórnar Skeljungs, stjórnarmaður í Flugleiðum og mörg- um öðrum smærri fyrirtækjum. „Já, já, ég hef í mörg horn að líta,“ segir Indriði, „en frímerkjasöfnunin er bara tómstundagaman." Hann er greinilega mjög skipulagður maður, því hann hefur verið í ótal stjórnum og félögum í gegnum tíðina, meðal annars í stjórn Vinnuveitendasam- bandsins og Verslunarráðsins, auk þess sem hann er æðsti maður Frí- múrarareglunnar á íslandi." Og allt byijaði þetta á Siglufirði, þar sem Indriði bjó til 15-16 ára ald- urs. Þá fór hann í skóla á Akureyri. „En ég var svo heppinn að eiga góða að, svo ég gat fengið vinnu í síldinni á Siglufirði á sumrin. Þannig gat ég unnið fyrir mér á meðan ég var í skóla.“ Hann lagði lögfræðina fyrir sig og eftir útskrift frá Háskóla ís- lands, byijaði hann að vinna á Kefla- víkurflugvelli. Fyrst hjá amerísku verktakafyrirtæki, síðan hjá Samein- uðum verktökum. Eftir það rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík, ásamt mörgu öðru og varð héraðsdómslög- maður árið 1957. „Það fannst mér ekki spennandi," segir hann, „því eins og margir ungir lögfræðingar, fékk ég aðallega innheimtu- og barnsfaðernismál. En auðvitað var ýmislegt skemmtilegt og á meðan ég var með lögfræðiskrifstofuna átti ég m.a. þátt í að stofna Meistarasam- band byggingarmanna - enda vann ég mikið fyrir iðnaðarmenn á þeim tím_a.“ Árið 1959 réðst Indriði til Skelj- ungs, sem fulltrúi forstjóra. Hann tók síðan við sem forstjóri árið 1971 og hætti því í júlí 1990. Þá varð hann formaður stjórnar félagsins. Hann hefur setið í stjórn Eimskips í 20 ár og verið formaður frá 1992, en var varaformaður í átta ár þar á undan. — Indriði, áttirðu þér þennan draum þegar þú varst gutti á Siglu- firði? Hann hlær góðlátlega. „Það held ég ekki. Þetta hefur bara runnið fram eins og svo margt í lífinu. Við strákarnir á Siglufirði þekkt- um fyrst og fremst síldina. Hún var okkar ær og kýr. Við fylgdumst með bátunum þegar þeir komu á vorin, hvað þeir véiddu á sumrin og þegar þeir fóru á haustin. Þennan heim þekktum við og lífið snerist um sild. Sigluljöt'ður varð stórborg á sumr- in. Við kynntumst fólki frá mörgum þjóðlöndum. Siglfirðingar voru opnir og fljótir að kynnast fólki. Það hefur hjálpað mér í gegnum tíðina. Ég á auðvelt með að ræða við fólk.“ — Þú hefur verið í tímafrekri vinnu og haft tímafrekt áhugamál. Tekurðu einhvern tímann frí? „Já, já, ég fer reglulega í frí. Ég er nýkominn úr fríi í Flórída. Mér finnst ágætt að geta gengið um í góðu veðri og þurfa ekki að gera neitt annað en að láta mér líða vel. Vissulega hefur vinna mín verið krefjandi, en ég vil ítreka það að frímerkin hafa verið mér tómstunda- áhugamál. Það má kannski segja að ég hafi ekki lesið eins mikið og ég vildi hafa gert af bókmenntum - en hins vegar hefur frímerkjasöfn- unin orðið til þess að ég hef lesið mér mikið til um okkar sögu. Það er nefnilega þannig með mig, að ef ég tek eitthvað að mér, vil ég gera það vel.“ Jólakort og merkispjöld ABC hjálparstarfs ABC hjálparstarf hefur til sölu jóla- kort og merkispjöld. Þau eru prentuð með þremur mismunandi myndum. Hægt er að fá tvær stærðir af jóla- kortunum. Myndirnar á kortunum eru málað- ar af Rannveigu Björgu Jónsdóttur. Söfnun stendur yfir til að fjár- magna lóðarkaup, heimili og skóla fyrir munaðarlaus börn á Indlandi. Viö skiptum við SPARISJOÐ VELSTJORA Jón Júlíusson er framkvæmdastjóri Nóatúnsverslananna. Hann er mmm Starf hans felst í daglegum rekstri einnar stærstu verslanakeðju landsins. Jón telur að vélfræðingsnámið hafi kennt honum þau sjálfstæðu, skipulögðu vinnubrögð sem þurfi til að standa í umsvifamiklum atvinnurekstri. ttnmitMnl Vanti ykkur traustan starfsmann med víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bædi bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Nánari upplýsingar veitir: /gdfei. Vélstjórafélag iSyp íslands Borgartúni 18,105 Reykjavík j Sími: 562-9062

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.