Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ bijóstin framan í andlitið á mér. Er við lögðum frá landi stóð hún á bryggjusporðinum og vældi ámátlega. Hrollur fór um mig, er mér fannst ég kenna í gráti henn- ar þjáningar og bijálsemi Amín- tímabilsins. Kampala Áður en við vissum af höfðu 3 vikur liðið í hangs og letilíf í Jinja og við höfðum engu fengið áork- að. Við höfðum nú ákveðið að fara upp austurströnd Afríku, vegna ástandsins í Zaire og Mið- Afríku-lýðveldinu. Við fórum því til höfuðborgarinnar Kampala til að reyna að fá vegabréfsaáritanir til Eþíópíu og Erítreu. í Eþíópíu- sendiráðinu fengum við þær upp- lýsingar að við gætum fengið vegabréfsáritanir fyrir 60 dollara á vegabréf, en þeir voru ekki ánægðir með pappírana sem fylgdu bílnum. Annað vandamál var að landamæri Sudans voru lokuð, sem þýddi að við þyrftum að taka skip frá Erítreu til Egyptalands sem kosta myndi okkur 2-3 þúsund dollara. Ráð- villt gengum við út á stræti Kampala. Borgin er iðandi af lífi og í örri uppbyggingu. Byggingar Sheraton- og Imperial-hótelanna gnæfa við himin, en við fengum inni í Backpacker’s-tjaldstæðinu. Þar hittum við suður-afrísk hjón, sem voru að koma Zaire-leið- ina. Þau höfðu heyrt frá Bang- assou (Mið-Afríku-lýðveldið) til Arna í Uganda án meiriháttar erf- iðleika. Þau höfðu þurft að borga 300 dollara í mútur (viðunandi?) og vegna ástandsins í norðurhluta Uganda þurftu þau að fara í her- fylgd yfir svæði Koni-skærulið- anna. Við ákváðum að láta slag standa og fara í gegnum Zaire, en í stað þess að fara um Arna, ráð- gerðum við að fara til Beni (Aust- ur-Zaire), þó að það þýddi 500 km krók í gegnum rengskóginn. I Kampala heyrðum við sögu- sagnir um að landamæri Mið-Afr- íkulýðveldisins væru lokuð og fór- um við í franska sendiráðið til að kanna málið. Frakkarnir vissu lítið í sinn haus og ráðfærðu sig við Ugandamann sem vann við dyra- vörslu í sendiráðinu. Fullvissaði sá okkur um að allt væri í himnalagi þar norðurfrá og öll landamæri opin. Okkur leist ekkert allt of vel á áreiðanleika þessarar yfirlýsing- ar dyravarðarins og leituðum til bandaríska sendiráðsins. Þar var okkur gefið samband við yfirmann öryggismála hjá sendiráðinu. Hann var mjög hjálplegur og hringdi í starfsbróður sinn í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýð- veldisins. Þar fengum við þær upplýsingar að landamæri ríkisins væri opin ferðamönnum og allt væri með kyrrum kjörum í land- inu. Við þökkuðum fyrir okkur og fórum í bæinn til að afla okkur vista fyrir mánaðarúthald í Zaire. Matareitrun og kolruglaður Ástrali Síðasta nóttin okkar í Kampala var nokkuð söguleg. Við gistum á Bakparcker’s-tjaldstæðinu, en það er rekið af Ástrala nokkrum, sem telja verður með leiðinlegri mann- legum fyrirbrigðum sem við höfð- um kynni af í ferðinni. Um kvöld- ið snæddum við kvöldverð hjá eld- húsi staðarins. Birna, Stefán og Rannveig voru svo heppin að velja grænmetisrétt, en Andri og ég gerðum þau afdrifaríku mistök að skófla í okkur kjúkling. Um mið- nættið vöknuðum við með þessa ægilegu magakveisu og rukum á salerni staðarins, hvar við máttum dúsa fram á morgun á meðan gusurnar gengu upp úr og niður úr okkur. Þegar við, um sólarupp- rás, skjögruðum reikulir í sppri á skrifstofuna, til að kvarta við Ástr- alann, var hann ekkert nema kjaft- urinn. Taldi hann að við hefðum nælt okkur í matareitrunina í bænum og sagðist hann ekki hlusta á svona atvinnuróg. Seinna hittum við afrískan flæking er haldið hafði til í 3 mánuði hjá Ástralanum. Sagði hann að magakveisur hefðu tíðum hijáð gesti staðarins á þessum tíma. Er kosningar voru í Uganda í maí var Ástralinn viss um að allt færi í bál og brand. Hann lét starfsmenn sína víggirða tjald- stæðið og útbúa bensínsprengjur. Á kosninganóttina fór rafmagn af Kampala og var þá vinurinn viss um að komið væri að dánar- dægri. Hann skipaði öllum gest- um tjaldstæðisins að taka saman tjöldin og hafa sig inn á skrifstof- una. Þar stjórnaði hinn ástralski Clint Eastwood vörnum staðarins, svartmálaður í framan, með skammbyssu dinglandi í beltinu og molotovkokkteil í hvorri hönd. Ástalanum til mikilla vonbrigða fóru kosningarnar friðsamlega fram og gat hann hellt úr bensín- sprengjunum á Landróverinn sinn án þess að hafa fengið tækifæri á að sýna hvað hann hafði lært í ástralska hernum. Er við höfðum náð okkur að mestu eftir kræsing- ar staðarins, héldum við út úr Kampala. Stefnan var sett í vest- ur, í átt að landamærum Zaire. Land leyndardómanna Við náðum að landamærastöð Uganda rétt fyrir myrkur og þurft- um við að tjalda fyrir utan lög- reglustöðina. I birtingu næsta morgun er við stóðum fyrir utan tjaldið og litum yfir til Zaire, mætti okkur sjón sem seint mun líða okkur úr minni. Þokumistur þakti láglendið og aðeins skógi- vaxin Ruwenzori-fjöllin stóðu upp úr hlulunni, ógnvekjandi og fögur í senn. Grafarþögn ríkti líkt og menn og málleysingjar væru undir álögum frá þeirri sýn er við okkur blasti. Ósjálfrátt hvísluðumst við á, að tala upphátt á þessari stundu virtist nánast helgispjöll. Sérhver fjölskyldumeðlimur var einn með hugsunum sínum á þessari stundu. Hvaða ævintýri biðu okkar í þessu leyndardómsfulla landi, vissum við ekki, en framundan var erfiðasti kafli leiðangursins og við vissum að næstu 2.000 km yrðu enginn dans á rósum. SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 B 3 eru í... símaskránni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.