Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 32

Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 32
32 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HAG L 0 K S I \ S \ í S L \ \ I) I EG Skrifstofubúnaður ehf. Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901 HAG er stærsti framleiðandi skrifborðsstóla á Norðurlöndum og er leiðandi í hönnun og gerð þeirra. Stólarnir hafa farið sigurför um kröfuhörðustu markaði heimsins og unnið til verðlauna á stæstu sýningum á skrifstofubúnaði t.d. Neocon USA og Orgatec Pýskalandi. EG Skrifstofubúnaður heíúr bæst í hóp þeirra sem selja alvöru skrifborðsstóla Gaddafi nýr og betri maður París, Róm. Reuter. MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu, er nýr og betri maður að sögn Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, og sjálfur lofar Gaddafi þá Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, og Jacques Chirac, forseta Frakklands. Seg- ir hann Clinton „góðan mann“ og lofar Chirac fyrir „hug- rekki“. „Gaddafi er nú allt annar mað- ur en áður var og unnt að vinna með honum,“ sagði Mubarak í viðtali við ítalska dagblaðið La Repubblica og hvatti til, að látið yrði af efnahagslegum refsiað- gerðum gegn Líbýu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti þær 1992 í því skyni að neyða Líbýustjóm til að framselja tvo menn, sem grunaðir eru um að hafa komið sprengju fyrir í Pan Am-þotunni, sem hrapaði yfir Lockerbie í Skotlandi 1988. Þá fórust 270 manns. Þá var einnig lagt að Gaddafi að hafa samstarf við frönsku stjórnina vegna sprengingar í franskri flugvél 1989 en þá fómst 170. Tími Clintons kominn Gaddafi sagði í viðtali við franska blaðið Le Figaro, að Clinton væri „góður rnaður", sem hefði átt dálítið erfitt um vik á fyrra kjörtímabilinu vegna arf- leifðar repúblikana en nú væri það sem betur fer að baki. Hann væri líka laus við kverkatak síon- ista og nú myndi heimsbyggðin loksins komast að því hvaða mann hann hefði að geyma. Chirac hrósaði Gaddafi fyrir hugrekki og sagði hann ekki dansa eftir pípu Bandaríkja- manna eins og Francois heitinn Mitterrand hefði gert. Félag vell- ríkra bókaorma afhjúpað London. The Daily Telegraph. HULUNNI hefur verið svipt af „fínasta bókaklúbbi heims“, en hann er aðeins ætlaður fáum útvöldum aðalsmönnum, virtum stjórnmálamönnum og auðkýf- ingum. Mikil leynd hefur hvílt yfir Roxburghe-klúbbnum, sem her- toginn af Roxburghe stofnaði árið 1812. Klúbburinn hefur allt- af lagt áherslu á að forðast um- fjöllun fjölmiðla en breska tíma- ritið Country Life hefur nú birt Iista yfir félaga klúbbsins. Alls eiga 44 menn aðild að klúbbnum, þeirra á meðal auðkýfingurinn John Paul Getty, bandaríski iðnjöfurinn Paul Mell- on, William Waldegrave, fjár- lagaráðherra Bretlands, nokkrir breskir hertogar og lávarðar, auk jarla og greifa. Markgreifinn af Salisbury er formaður klúbbsins. Aðeins tvær konur eru í klúbbnum og þær eru báðar breskar aðalskonur. Skiptastá dýrum bókum Hópurinn kemur saman reglu- lega í bókasöfnum félaganna, snæðir kvöldverð, skiptist á upp- lýsingum um bókband og skoðar fágætar skinnbækur. Félagarnir ræða þó ekki að- eins bækur og bókmenntir og marga grunar að klúbburinn snúist ekki síður um völd og áhrif. Félagarnir verða allir að taka að sér endurútgáfu á einhverri fágætri bók til að gefa öðrum í klúbbnum. Slíkar einkaútgáfur geta verið mjög dýrar, t.a.m. gaf hertoginn af Buccleuch út bók með myndum af skjaldarmerkj- um fjölskvldu sinnar frá 15. öld og hvert eintak kostaði jafnvirði 75.000 króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.