Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 B 5 in jusu upp drullunni, svo að him- inn og jörð hurfu okkur sjónum um stund. Bíllinn hentist nokkrum sinnum utan í 2,5 m háa moldar- veggina en í gegn braust hann, kvartandi hástöfum undan illri meðferð frá húsbóndanum sem kreisti hendurnar um stýrið og gnísti tönnum í hvert sinn sem Subbinn rakst utan í sundlaugar- barmana. Hermenn Seinnipart dags komum við að bænum Komanda. Við vorum stöðvuð við vegartálma af nokkr- um hermönnum. Þeir heimtuðu 50 dollara fyrir að hieypa okkur í gegn. Eftir töluvert þóf voru þeir komnir niður í 25 dollara, en við vildum ekki greiða meira en 10. Drukkinn bæjarbúi, sem talaði ágæta ensku, fór að abbast upp á okkur. Hann vildi að við gæfum honum eitthvað. Þegar hann komst að því að við myndum ekki láta neitt af hendi rakna til þess að gera honum lífið bærilegra hreytti hann útúr sér: „Hey þið Kanar, þið gefið mér engar sígar- ettur, engan pening, þið gefið mér ekki neitt. Snáfið til baka til ísra- el.“ Geðvondur hermaður barði drykkjurútinn hraustlega með svipu. Þá ákváðum við snarlega að borga 25 dollarana án þess að mögla. Bifvélavirkjar Eftir 3 daga baráttu komumst við til Bunia sem er stór bær stutt frá Lake Albert. Leituðum uppi verkstæði sökum þess að átök undanfarinna daga höfðu tekið sinn toll: hrunin vatnsdæla, brotin demparafesting og bolti á fjaðra- hengsli. Á verkstæðinu voru 10 starfsmenn, en ég þurfti að lána þeim öll verkfæri sökum þess að þeir höfðu engin. Birna bakaði skonsur á verkstæðislóðinni á meðan við unnum við bílinn. Þegar við vorum að leggja síð- ustu hönd á viðgerðirnar opnuðust flóðgáttir himinsins og vatnið belj- aði niður með ógnar krafti. Starfs- menn hentu frá sér verkfærunum og hlupu í skjól. Verkstjórinn sagði að klára yrði verkið daginn eftir. Þegar ég hafði samið við þá um bónus og lánað 5 regnkápur, drött- uðust þeir aftur til vinnu. Þegar við vorum loks tilbúin að halda áfram var komið myrkur og leituð- um við að gististað í bænum. Við fundum eitt sóðalegt hótel. Máln- ingin var flögnuð af veggjum her- bergjanna, salernisskálin var ryðguð fata og 10 cm langir kakk- alakkar skokkuðu eftir gólfinu. Fyrir þetta vildi hótelhaldarinn fá 70 dollara. Við afþökkuðum kurt- eislega og sváfum í bílnum á bíla- stæði hótelsins. Austur Hálöndin Frá Bunia var haldið út úr regn- skóginum og upp á fjallahéruð NA-Zaire. Vegurinn var nú þokka- legur og náði ég einstaka sinnum að setja skiptinguna í „drive“. Vegurinn hlykkjaðist upp og niður fjöll og ása. Þetta er mjög fijósemt svæði og er ræktað þarna kaffi, te, tóbak og allskyns ávextir. Landssvæðið er ólýsanlega fagurt og lætur engan ósnortinn sem þar fer um; og nú brá svo við að glaða sólskin hafði tekið við af rigning- unni. Mikið er af þorpum á leið- inni og má segja að sum þeirra beinlínis hangi utan í fjallshlíðun- um. Við reistum tjaldbúðir okkar í einu slíku við mikinn fögnuð íbú- anna. Þeir hópuðust í kringum okkur á meðan við snæddum kvöldverð og greinilegt var á lát- bragði þeirra að þeir töldu pasta varla mannamat. Nokkrir af þeim hugaðri báðu um sígarettur sem ég og gaf þeim. Brá nú svo við að allt þorpið reykti. Fjórum pökk- um seinna voru þeir orðnir veikir af reykingunum og stauluðust inn. Morguninn eftir kom til okkar kona sem talaði góða ensku. Hún hafði komið frá Uganda 15 ára gömul og saknaði ennþá þorpsins síns, sem hún hafði ekki séð í 20 ár. Hún gaf okkur myndarlegan hana að skilnaði. Við gátum ekki afþakkað þessa höfðinglegu gjöf og keyrðum á braut með kvikindið í bílnum. Þar undi hann hag sínum hið besta. Fékk prik til að^ sitja á og úðaði í sig kexi og pasta. Á 7. degi komum við til Aru en þar þurfti ég að láta gera við „altern- atorinn“ sem hafði gefið upp önd- ina á drullusvæðinu. Rafvirkinn bjó í strákofa og hafði engan að- gang að rafmafni. Hann virtist samt vita hvað hann var að gera og náði að koma lífi í rafalinn. í stað rafmagns notaði hann kolaeld til að hita upp lóðboltann. Ég borg- aði honum nokkra dollara og han- ann, sem nú var orðinn feitur og pattaralegur, fyrir vinnuna. Evrópskir ferðamenn og afrískir gítarleikarar Leiðin frá Aru til Faradje reynd- ist erfiðasti kafli ferðalagsins. Vegurinn var sem landslag maís- ins, nema hvað hér voru allir gíg- ar fullir af vatni. Krakkarnir óðu á undan til að kanna dýpið. Rann- veig fyrst og þegar vatnið var farið að ná henni í mitti var Andri sendur út í. Áfram hjökkuðum við þetta kílómetra fyrir kílómetra. Stundum með lagni, en oftast með þjösnaskap. Þegar allt var fast mjökuðumst við áfram á spilinu, komum fram á vörubíl sem var búinn að vera fastur í einni hol- unni í viku. Hann var með hruninn gírkassa og vildi bílstjórinn að við tækjum kassann, sem er nokkur hundruð kíló, til Faradje. Við báð- STEFÁN í góðum félagsskap. um hann vel að lifa og náðum að mjaka okkur framhjá honum. Skömmu seinna keyrðum við fram á Hilux sem sat pikkfastur í djúpri gryfju. Hann var með á annað tonn á pallinum, en svo hlaða Afríkumenn gjaman bíla sína. Við drógum hann upp úr pyttinum og gáfum honum síðan start, þar sem Toyotan neitaði að fara í gang. Af fögnuði yfir því að vera laus úr prísundinni gaf nú bílstjóri Hiluxins allt í botn og dengdi sér í næsta pytt hálfu verri en þann fyrri og sat þar kolfast- ur. Við nenntum ekki að taka þátt í þessari skemmtun og héldum áfram. Rétt fyrir sólsetur hittum við „overland" trukk frá Bretlandi. Hann var með 20 ferðamenn á pallinum og hafði verið 5 vikur að bijótast gegnum Zaire. Þreytu- legur bílstjórinn sagði okkur að brúin á veginum fyrir vestan Faradje væri hrunin, en möguleiki væri fyrir okkur að taka krók í gegnum Nagero þjóðgarðinn. Er skyggja tók, bjuggum við okkur náttstað við litla þorpskirkju. íbú- arnir færðu okkur vatn og eldivið. Við höfðum veislu þar sem við suður kartöflur í stað hins hefð- bundna pasta. Þarna áttum við fegursta kvöld ferðalagsins. Fullt tungl var og lýsti upp fjallahringinn umhverfis þorpið á meðan íbúarnir léku fyrir okkur á heimatilbúin strengja- hljóðfæri. Þetta voru síðustu kynni okkar af hinu vingjarnlega fólki Austur-Zaire; en héðan í frá myndi leið okkur liggja vestur á bóginn. Nagero og hrikalegar ferjur Við héldum áfram í vestur og norður; áfram nær lokatakmark- inu, Tröllaskaganum, en áður en .uáhlA 'Áiöi.a,, iílHo ieKaij ÍIH við næðum þangað voru nokkrar smáhindranir á veginum og ein þeirra var Nagero þjóðgarðurinn. Þangað náðum við á 11. degi þess- arar þolraunar. Garðvörður tjáði okkur að þungatakmarkanir fyrir ökutæki í garðinum væru 3 tonn. Við lugum til um 1.000 kg og fengum leyfi til að halda áfram næsta morgun. Við vöknuðum eldsnemma æst í að leggja í hann, en það kom upp úr kafinu að við þurftum að taka vopnaðan vörð með okkur í gegnum garðinn og einnig þurfti að koma saman 5 manna liði til að draga feijuna sem flytja átti bílinn yfir stóra á sem afmarkar byijun garðsins. Allt tók þetta umstang 4 tíma á meðan við svitn- uðum í hitanum. Feijan reyndist trédekk sem lagt hafði verið yfir nokkrar olíutunnur. Ég sá nú eftir því að hafa logið til um þyngd bílsins. Við náðum samt að möndla bílinn upp á flekann og sjá, hann flaut. Hermennirnir drógu okkur yfir fljótt og örugglega og áður en varði vorum við á leið í gegnum garðinn. Sökum þess að regntími var í fullu fjöri var grasið í garðinum of hátt til að við gætum notið dýralífsins þar. Við keyrðum þó fram á tvær fílahjarðir og einstaka antilópa skaust yfir veginn. Við hinn enda garðsins var önnur tunnufeija heldur minni en sú fyrri. Við tókum á það ráð að tæma allt úr bílnum og flytja far- angurinn yfir sér. Þannig náðum við að fleyta subbanum yfir fljótið', en mér fannst ansi lítið fríborð á flekanum þegar við vorum á miðri ánni. Við fengum herbergi í aðal- stöðvum garðsins um kvöldið. Greinilegt var að þessi staður mátti muna fífil sinn fegri. Mat- sölustaðurinn og barinn höfðu orð- ið illgresi og köngulóarvefjum að bráð og ekkert rafmagn var í svefnskálunum. Við buðum verði okkar upp á pasta sem hann át með semingi. Dungu og kaþólskir trúboðar Daginn eftir náðum við til Dungu, sem er smábær fyrir aust- an bæinn Isiro. Mitt í allri eymd- inni og hrörnuninni í bænum trón- uðu reisulegar byggingar hinnar kaþólsku trúboðsstöðvar bæjarins. Myndarleg kirkja, heimavist og stór skóli. Þar fengum við gist- ingu. Prestur staðarins, faðir Will- iams, sagði að vegurinn til Isiro væri orðinn ófær. Hann teiknaði fyrir okkur hliðarveg á kortið og sagði að við gætum tekið hann, en ein mjög svo varasöm bjálkabrú væri á leiðinni. Við ákváðum að slá til og morg- uninn eftir lögðum við í hann. Þremur tímum seinna er við stóð- um við enda brúarinnar sáum við að Williams hafði ekki verið að ýkja. Brúin var 4 tijábolir sem lágu yfir 10 metra hátt gljúfur. Birna og krakkarnir gengu yfir, en síðan leiðbeindi Birna mér út á brúna. Okkur tókst að koma dekkjunum nokkurnveginn á tvo bjálka og svo mjakaðist bíllinn yfir. Ef bíllinn skrikaði til, eða ef einn bjálkinn brotnaði var ferða- lagið búið. Allt gekk að óskum og fögnuðum við ákaft þegar dekkin náðu föstu landi. Við vissum ekki þá að við ættum eftir að keyra yfir um 100 slíkar brýr áður en við hefðum sigrast á Zaire. Tvo daga vorum við að slást við þenn- an skógartroðning og til Isiro kom- umst við á 14. degi með brotinn hliðarspegil og nokkrar nýjar risp- ur á farartækinu. Okkur taldist til að við værum hálfnuð en von- andi var betri tíð framundan þar sem frá Isiro færum við norður og þar með út af trukkaleiðinni. Hvort við reyndumst sannspá kemur í ljós í næsta blaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.