Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 B 19 AT VIN NUAUGIYSINGAR 0 Æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hveragerðisbær óskar eftir að ráða æskulýðs- og tómstundafulltrúa. Starfið felst í að annast alla starfsemi í félags- miðstöðinni Skjálftaskjóli í Hveragerði. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamennt- un og reynslu af störfum með unglinga. í boði er skemmtilegt og sjölbreytt starf við krefjandi verkefni. I Hveragerði búa um 1.700 manns og í grunn- skólanum eru u.þ.b. 350 nemendur. Lögð hefur verið áhersla á að byggja upp fjöl- breytt og gott unglingastarf í Hveragerði. Nánari upplýsingar veita skrifstofustjóri og bæjarstjóri í síma 483 4000. Umsóknarfrestur er til 6. desember nk. Bæjarstjórinn í Hveragerði. Forstöðumaður upplýsingatækni- deildar Olíufélagið hf. er alíslenskt olíufélag og eru hluthafar um 1300. Samstarfssamningur Olíufélagsins hf. við EXXON veitir því einkarétt á notkun vörumerkis ESSO á íslandi, án þess að um eignaraðild sé að ræða. Olíufélagið hf. er stærsta olíufélagið á íslandi með um 42% markaðshlut- deild. Höfuðstöðvar Olíufélagsins hf. eru á Suðurlands- braut 18 í Reykjavík en félagið rekur 130 bensín- og þjón- ustustöðvar vítt og breitt um landið. Á árinu 1996 voru starfsmenn Olíufélagsins hf. um 290. Olíufélagið hf. óskar eftir að ráða forstöðu- mann upplýsingatæknideildar. Deildin er stoðdeild á sviði tölvumála og heyrir bent undir forstjóra. Meginverksvið forstöðumanns upplýsinga- tæknideildar er yfirumsjón með öllum upplýs- inga- og tölvukerfum Olíufélagsins hf. Auk þess starfar forstöðumaður upplýsingatæk- nideildar m.a. að eftirfarandi verkefnum: • Samræming stefnu á sviði upplýsinga- tækninnar við heildarstefnu og markmið félagsins. •Tillögugerð að skráningu, úrvinnslu og framsetningu rekstrarupplýsinga og upp- byggingu og notkun tölvukerfa. •Stjórnun daglegs reksturs upplýsinga- tæknideildar og sér um verkaskiptingu innan hennar. • Endurgerð vinnuferla o.fl. Umsækjendur skulu hafa lokið háskóla- menntun, helst á sviði tölvunarfræði, verk- fræði og/eða viðskiptafræði, auk þess að hafa nokkurra ára starfsreynslu á sviði upp- lýsingatækninnar. Ef þú telur þig uppfylla ofangreina menntun og reynslu og ert metnaðarfullur einstakling- ur sem hefur áhuga á að starfa hjá fram- sæknu fyrirtæki, þá er þetta kannski rétta starfið fyrir þig. Upplýsingar veitir Ingvar Stefánsson, starfs- mannastjóri, milli klukkan 14 og 16 alla virka daga. Umsóknum með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 29 nóvember nk., merktum: Olíufélagið hf., bt. Ingvars Stefánssonar, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Matreiðslumaður Laust er til umsóknar starf matreiðslumanns i eldhúsi í félags- og þjónustumiðstöð aldr- aðra við Lindargötu 59, Vitatorg. Viðkomandi þarf að hafa full réttindi, en auk þess er krafist þekkingar á G.Á.M.E.S. kerfinu og matreiðslu sjúkrafæðis. Ráðningartími er eitt ár. Nánari upplýsingar gefur Bragi Guðmundsson, yfirmatreiðslumaður í síma 561 0300 frá kl. 14.00-16.00. Umsóknarfrestur er til 29. nóv. nk. og skal umsóknum skilað á Lindargötu 59. tækniskóli íslands Höfðabakki 9 -112 Reykjavik ■ Simi 577 1400 Bréfasimi 577 1401 • Internet heimasiða: http://www.ti.is/ auglýsir eftir umsóknum um 50% starf bóka- safnsfræðings á bókasafni skólans. Starfið felst í að sinna daglegri starfsemi bókasafnsins, skráningu og flokkun gagna og aðganga safnsins. Starfinu fylgja mikil samskipti við nemendur, kennara og aðra starfsmenn skólans. Einnig er gert ráð fyrir að sá/sú sem ráðin(n) verður til starfsins leysi bókasafnsstjóra af í allt að 12 mánuði vegna fæðingarorlofs. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í bóka- safns- og upplýsingafræði. Upphaf ráðningar miðast við 1. janúar 1997. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þóra Kristín Sigvaldadóttir, bókasafnsstjóri, í síma 577 1400 kl. 9-12 alla virka daga. Um laun og önnur starfskjör fer eftir kjara- samningum BHMR og gildandi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Eiginhandarumsóknir, ásamt afritum próf- skírteina og meðmæla, ef fyrir hendi eru, þurfa að berast eigi síðar en mánudaginn 9. desember 1996. Haft verður samband við alla umsækjendur. Rektor. Wúrth verslar með rekstrarvörur og verk- færi. Vörunúmer á lager skipta þúsundum. Tölvuskráning Við óskum að ráða starfsmann til tölvuskrán- ingar og til almennra afgreiðslu- og lager- starfa. Ábyrgð og verklýsing: Skráning og innsláttur á afgreiðsluseðlum og reikningum. Vinna við að taka til pantanir til viðskipta- vina. Almenn lagerstörf. Eiginleikar: Verslunarskólamenntun eða sambærileg. Þjálfun við tölvuskráningu æskileg. Samstarfsvilji og jákvæð viðhorf. Athugið: Reyklaus vinnustaður. Viljir þú vita meira um þetta starf, þá getur þú hringt í síma 587 74 70 á milli klukkan 12.30 og 17.00 og talað við Steinar eða Björn og fengið frekari upplýsingar um starfið. Ef þú hefur áhuga á slíku starfi, sendu þá skriflega umsókn fyrir 25. nóvember nk. til: Verkfræðingur Tækn'ifræðingur Háfell ehf óskar að ráða verkfræðing/ tæknifræðing til starfa sem fyrst til að annast eftirfarandi starfssvið: 1. Mælingar Háfell ehf er 17 ára 2. Tilboðsgerð gamalt fyrirtækisem 3. Samningagerð og samskipti við annast hvers konar verkkaupa jarðvegsframkvæmdir. 4. Stjórnun verklegra framkvæmda Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 20 manns. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, duglegur og drífandi. Stjórnunarreynsla er æskileg. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir Umsóknum um ofangreint starf skal skilaðtil Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Háfell ehf 584“ fyrir 4. desember n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang hagvang@tir.skyrr.is Heimasíöa httpV/www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARMÓNUSIA Rétt þekking á róttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki Staða yfirlæknis Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við sjúkrahúsið. Um er að ræða 75% stöðu. Æskileg sérgrein er almennar skurðlækningar. Hér er um að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og er vinnuaðstaða og tækjakostur á stofnuninni mjög góður. Á sjúkrahúsinu eru 76 rúm sem skiptast í 16 rúm á sjúkradeild, 4 rúm á fæðingardeild og 56 rúm á hjúkrunar- deildum. Þar fyrir utan er 10 rúma þjónustu- deild rekin í tengslum við sjúkrahúsið. Stofnunin hefur á að skipa góðu og sam- stilltu starfsfólki, sem leggur metnað sinn í að gera gott sjúkrahús betra, en á sjúkrahús- inu er rekin öflug og stöðugt vaxandi starf- semi. Heilsugæslustöð er rekin í starfstengslum við sjúkrahúsið, en alls starfa 6 læknar við stofnanirnar. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir framtaks- sama og metnaðarfulla einstaklinga. Stöðunni fylgir embættisbústaður. Hvernig væri að takast á við ný og spenn- andi verkefni og um leið kynnast Skagafirði og Skagfirðingum af eigin raun? Umsóknarfrestur um stöðuna ertil 1. desem- ber nk., en staðan veitist eftir nánara sam- komulagi. Umsóknir skulu sendast til Birgis Gunnars sonar, framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Upplýsingar veita yfirlæknir og/eða fram- kvæmdastjóri í síma 455 4000. I Skagafirði búa u.þ.b. 5.000 manns, þar af búa 2.800 manns á Sauðárkróki. Sauðórkrókur hefur verið í stöðugum vexti undanfarin ár og byggir á öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi og fjölbreytni i þjón- ustu við íbúa héraðsins. iþrótta- og félagslíf er hér í miklum blóma. i héraðinu eru tveir framhaldsskólar; á Sauðárkróki er Fjölbrauta- skóli Norðurlands vestra með tæplega 500 nemendur og á Hólum í Hjaltadal er rekinn bændaskóli. Sauðárkrókur liggur vel við sam- göngum og eru þær góðar bæði í lofti og á landi. Skagafjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð og má segja að þar séu merkir staðir og atburðir úr íslandssögunni við hvert fótmál. {3JCRA//K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.