Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 B 21 ATVIN N %MAUGL YSINGAR Háskóli íslands Deildarstjóri fasteignadeildar Laust er til umsóknar starf deildarstjóra fast- eignadeildar, sem skal annast rekstur fast- eigna Háskóla íslands. Fasteignadeild heyrir undir kennslusvið Háskólans. í starfinu felst m.a. að: • Stýra rekstri fasteigna Háskóla íslands, svo sem leigukaupum og útleigu húsnæðis, húsvörslu, öryggismálum og ræstingu. • Fylgjast með því að nýting húsnæðis sé í samræmi við ákvarðanir á hverjum tíma. • Skrá og hafa eftirlit með þeim búnaði sem í þyggingunum er. • Annað er lýtur að rekstri fasteigna og þeim tæknibúnaði sem í þeim er. Leitað er að starfsmanni með háskólamennt- un, s.s. tækni- og viðskiptafræðimenntun. Hann þarf að geta unnið sjálfstætt og eiga auðvelt með að vinna með öðrum, því að um er að ræða stjórnun á rekstri fjölmennr- ar deildar. Laun skv. kjarasamningum háskólamanna og fjármálaráðherra. Áætlað er að ráðið verði í starfið frá 1. janú- ar 1997. Umsóknarfrestur er til 16. desember 1996 og skal umsóknum skilað til starfsmanna- sviðs Háskóla íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá starfsmannasviði í síma 525 4390. Menntaskólinn á Egilsstöðum 700 Egilsstaðir, sími 471 2500 Á vorönn 1997 vantar kennara í eftirtaldar stöður framhaldsskólakennara við skólann: 1. Stærðfræði, 100% staða. Starfið felst í kennslu stærðfræðiáfanga á eðlisfræði- braut og náttúrufræðibraut ásamt deild- arstjórn í stærðfræði. 2. Eðlisfræði, 75% staða. Starfið felst í kennslu eðlisfræðiáfanga á eðlis- og nátt- úrufræðibraut. 3. Enska og spænska, 75% staða. Starfið felst í kennslu ensku sem aðalgreinar og spænsku sem aukagreinar. 4. Danska, 75-100% staða. Starfið felst í forfallakennslu í dönsku vegna fæðingar- orlofs frá 15. febrúar 1997. Laun samkvæmt kjarasamningi HÍK/KÍ og ríkisins. Starfsemi Menntaskólans fer fram á Egils- stöðum og Eiðum. Húsnæðishlunnindi í boði og flutningsstyrkur. Einnig er auglýst eftir stundakennurum til að kenna eftirtaldar greinar á vorönn 1997: Ferðaþjónusta FER103 (6 klst./viku), mark- aðsfræði MAR102 (4 klst./viku), þjónustus- amskipti SAM102 (4 klst./viku), verslunar- reikningur VER102 (4 klst./viku). Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skólameistara Mennta- skólans á Egilsstöðum, sem einnig veitir nánari upplýsingar í símum 471 2501 og 471 3820. Umsóknarfrestur er til 9. desember 1996. Skólameistari. Fangelsismálastofnun ríkisins Sálfræðingur Fangelsismálastofnun ríkisins auglýsir eftir sálfræðingi til starfa við fangelsið á Litla-Hrauni. Um er að ræða 75% til 100% stöðu frá 1. desember 1996. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og SSÍ. Umsóknum, ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil, ber að skila til fangelsismála- stofnunar ríkisins í Borgartúni 7, 150 Reykja- vík, fyrir 28. nóvember 1996. Nánari upplýsingar veitir Jón Friðrik Sigurðs- son, yfirsálfræðingur, í síma 562 3343. Rafvirkjar/rafeinda- virkjar/vélstjórar Borgey hf. hefur meðal annars þá sýn til framtíðar að þróa og nýta nýja tækni og aðferðir til að auka sjálfvirkni framleiðslunn- ar, gæði afurðanna, lækka kostnað og auka nýtingu afurða. í samræmi við framtíðarsýnina er meðal annars unnið að uppsetningu á sjálfvirku síld- ar- og loðnuvinnslukerfi. Vegna aukinnar tæknivæðingar hefur verið ákveðið að bæta við mönnum í viðhaldsdeild Borgeyjar, sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni og auka við þekkingu sína og reynslu. Æskileg þekking og reynsla er: Rafvirkjar/rafeindavikjar Iðnstýringarog almenn þekking á rafmagni. Vélstjórar Kæli- og frystikerfi, almenn vélstjórn og járnsmíði. Umsóknir skulu berast fyrir 8. desember 1996, merktar: Borgeyhf., Krossey, 780 Hornafirði. Tæknistjóri. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Elías- son í síma 478 2255. VÉIVIRKJAR Traust fyrirtæki óskar eftir vélvirkja til starfa. Starfssvið • Fjölbreytt verkefni á sviði járnsmíði og vélaviðgerða. Hæfniskröfur • Leitað er að réttindamanni sem er vanur fjölbreyttri vinnu. Einhver vélstjóramenntun kostur en ekki skilyrði. í boði er mikil vinna og góð kjör hjá traustu fyrirtæki. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon eða Jón Birgir Guðmundsson í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi fyrir 30. nóvember nk. RÁÐGARÐURhf stiórnunarogreksirarráeigjCf Furugsrtl S 108 Reyk]««ik Siml 533 1800 Fax: 533 1308 Netfang: rgmldlunOtreknet.U Nelmeeföe: http://enww.treknet.le/reduerdur Sálfræðingur Grunnskólinn íHveragerði Hveragerðisbær óskar eftir að ráða sálfræð- ing í verktöku til starfa við Grunnskólann í Hveragerði. Starfið felst í að þjónusta skólann skv. 43. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 og reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla nr. 386/1996. Umsækjandi þarf að hafa löggild réttindi. Umsóknarfrestur er til 6. desember nk. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 483 4195 og bæjarstjóri í síma 483 4000. Bæjarstjórinn í Hveragerði. . Fj ármálasvið Póstur og sími vill ráða í þrjár stöður á fjármálasviði. í boði eru stjórnunarstörf hjá einu af stærstu fyrirtækjum landsins sem verður breytt í hlutafélag um næstu áramót. Leitað er að hæfum einstaklingum sem eru vel menntaðir, hafa reynslu af stjórnunarstörfiim og vilja takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. □ Forstööumaöur hagdeildar Meðal verkefna hagdeildar er að vera yfirstjórn til aðstoðar við áætlanagerð fyrir fyrirtækið, skipuleggja fjárhagslega aðgreiningu, annast gjaldskrármál og arðsemis- og afkomuúcreikninga. Leitað er að einstaklingi með viðskipta- og/eða hagfræðimenntun. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi víðtæka reynslu af rekstri hlutafélaga. Forstööumaöur fjarstýringar Auk þess að annast fjárstýringu verður viðkomandi yfirmaður skrifstofu aðalféhirðis, hefur umsjón með banka- og tollamálum og innheimtumálum fyrirtækisins. Leitað er að einstaklingi með viðskipta- og/eða hagfræðimenntun ásamt reynslu úr fjármálafyrirtæki. d Yfirmaöur innkaupaskrifstofu Skrifstofan aðstoðar við öll stærri innkaup og annast framkvæmd útboða og fjárhagsiega úrvinnslu tilboða. Leitað er að einstaklingi með háskólapróf. Æskilegt er að hann hafi reynslu afhliðstæðum störfum. Gert er ráðfyrir að viðkomandi taki til starfa 1. janúar 1997. Nánari upplýsingar um störfin veitir Kristján Indriðason í sirna 550 6151. Umsóknum skal skilað fyrir 9. desember 1996 til starfsmannadeildar, Landssimabúsinu við Austurvöll, 150 REYKJAVÍK. r 5 { POSTUR OG SIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.