Morgunblaðið - 08.12.1996, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Eg gat aldrei verið kyrr þegar
ég var í skóla og talaði stans-
laust,“ segir Margrét þegar
við setjumst niður til að taka
ósköp formlegt viðtal. Mig hafði
svo sem grunað það því þegar ég
sá hana fyrst, í Nemendaleikhúsi
fyrir þremur árum, var allt þetta
rauða hár á fleygiferð - meira að
segja þegar hún stóð grafkyrr.
Sem var hvorki oft né lengi. Aldr-
ei nógu lengi til að hárið næði að
stöðvast.
Svo byijar hún að tala og allt
lendir í einum graut. Æskan, nú-
tíminn, unglingsárin, leiklistar-
skólinn, fiðlan, ballettinn, þjóð-
dansarnir, vinirnir, leikhúsið, for-
eldrarnir.. . fram og til baka, til
baka og fram.
Guð, hún minnir mig á mömmu
sem segir fimm sögur í einu og
allar sögupersónumar heita
„hann“ og „hún.“
En hvað um það, á meðan Mar-
grét talar og hlær velti ég því fyr-
ir mér hvort þessi fjörkálfur sé
virkilega sama manneskjan og
leikur Annabellu í „Leitt hún skyldi
vera skækja," sem nú er verið að
sýna í Þjóðleikhúsinu og kemur til
með að leika aðalkvenhlutverkið í
„Köttur á heitu blikkþaki," í sama
húsi eftir áramótin. Augliti til aug-
litis er ekkert dramatískt við hana
- nema eitt:
Hún talar með öllu tilfinninga-
kerfinu. Það er allt í botni.
Ein af þessum fágætu leikkon-
um, sem geta leikið Línu langsokk
og kynþokkakvendi í sömu andrá,
festist ekki í barnahlutverkum þótt
hana muni ekkert um að leika
þau. Getur leikið gamanleiki,
harmleiki og söngleiki. Leikur
unglingsstelpu á útihátíð í Stone
Free og Annabellu í Skækjunni
þessa dagana. Annars frí. Ekkert
að æfa.
„Ég er í dekuraðstöðu núna,“
segir Margrét. „Ég er í krefjandi
hlutverki og fæ að einbeita mér í
botn.“ Hún hefur ekki átt frí frá
því hún útskrifaðist úr Leiklistar-
skóla Islands fyrir tveimur og hálfu
ári. „Mér finnst þetta vera forrétt-
indi, en í raun og veru ætti þetta
að vera eðlileg staða,“ heldur hún
áfram. „Ég fæ tíma til að vinna
úr því sem ég hef verið að gera
frá því að ég útskrifaðist, einbeita
mér að hlutverki Annabellu og
kynna mér næsta hlutverk, sem
ég byija að æfa eftir áramótin.
Það birtast svo spennandi fjöl-
skylduátök í verkinu. Allt slétt og
fellt á yfirborðinu, en undir niðri
er hrikaleg spenna sem tekur
stjórnina ...“ Og svo er talað um
Köttinn á heita blikkþakinu í dá-
góða stund, ljóst að Margrét er
búin að skoða hvern krók og kima
verksins, kann það utan að en ég
ákveð að sleppa frásögninni í við-
talinu og leyfa lesendum þess í
stað að sjá það á sviði, því hver
veit hvaða leiðir leikstjórinn,
Hallmar Sigurðsson, ákveður að
fara með það í uppsetningunni.
Ástin er það eina
sem er hreint og heilt
Eitt dramatískasta hlutverk sem
Margrét hefur tekist á við hingað
til er hlutverk Annabellu.
„Þetta finnst mér áhugaverð
persóna og skemmtilegt verk til
að takast á við,“ segir hún. „Það
var ákaflega mikil undirvinna í
þessu verki, sem var gefið út í
fyrsta sinn árið 1633, en skrifað
jafnvel enn fyrr. Það fjallar um
sifjaspell. Höfundurinn, John Ford,
gæti hafa virst vera með sifjaspell
á heilanum vegna þess að hann
skrifaði fimm verk um sifjaspell.
Og þú veist nú hvemig það er, þá
halda allir að hann hafí orðið fyrir
einhverju hroðalegu. Fólk heldur
svo oft að höfundar hafi orðið fyr-
ir því sem þeir skrifa um. En ég
held að þetta sé af og frá. Ég
held að hann hefði aldrei skrifað
um sifjaspell ef hann hefði orðið
fyrir þeim. Hann notar þau fremur
til að varpa ljósi á annað í samfé-
laginu, t.d. kirkjuvaldið sem var
mjög sterkt. Hann notar þá aðferð
að hneyksla til að ná til fólks; til
Ég hef alltaf verið svo mikill púrít-
ani. Það er blessunarlega að eldast
af mér. Það þýðir ekkert fyrir leik-
ara að vera púrítani. Ég varð að
endurskoða málin þegar ég fór að
æfa í Skækjunni.
Ég hef aldrei áður leikið svona
„sexúelt“ hlutverk. Ég hafði alltaf
sloppið við það í skólanum þar sem
ég lék alltaf púkana og villingana.
Ég slapp alveg við að kyssa ein-
hvern sem fór úr buxunum.
En þetta var ekki eins erfitt og
ég hélt að það myndi verða. Það
hefur hjálpað mikið að ég er að
vinna með fólki sem ég þekki mjög
vel, Hilmi Snæ sem var með mér
í bekk í leiklistarskólanum, og
Baltasar hélt mjög fallega utan
um þetta.
En, samt... ég er svo lítil
glenna. Nema svona í fötunum.“
En allsber karl í grasi
Púrítani, masgefmn fjörkálfur,
fiðluleikari, söngspíra og dansfrík.
Hvar byijaði þetta allt?
„í Reykjavík ..., nei, í Hafnar-
firði. Ég bjó þar fyrstu fjögur ár
ævinnar. Ég er því svolítill Gaflari
og held ég komist kannski smám
saman inn í Hafnarfjarðarleikhús-
ið, Hermóð og Háðvöru.
Svo átti ég ömmu og afa í
Skeijafirðinum og var mjög mikið
þar. Afi var með trillu og grá-
sleppuhafarí í kringum sig - og
amma var alltaf inni í eldhúsinu
að baka og elda. Umhverfið var
dásamlegt. Þarna hljóp maður villt-
ur um í grasinu og fjörunni og
einu sinni hljóp ég í gegnum gras-
ið, sem var jafn hátt og ég og allt
í einu hljóp ég frajn á mann sem
Iá þarna allsber. Ég held að það
hafi verið Þórbergur sem var alltaf
að gera Mullers-æfingar í fjörunni.
Ég stóð lengi og góndi á hann
en hann lét eins og ég væri ekki
þarna. Þetta var á meðan öðruvísi
fólk fékk að vera til hér í Reykja-
vík ... Ég veit eiginlega ekki hvað
hefur orðið af því öllu,“ segir Mar-
grét hugsi. „Þarna var til dæmis
hann Ebbi skúravörður. Hann
passaði alla skúrana fyrir grá-
sleppukarlana. Og stundum tældi
hann okkur krakkana inn í skúra
sem voru fullir af moldar- og fisk-
lykt og sýndi okkur kóngulær í
krukkum. Hann var mjög hrifinn
af kóngulóm. Og svo voru hænsni
og gæsir í fjörunni."
Dálítið seinþroska
Fjölskyldan flutti úr Hafnarfirð-
inu til Reykjavíkur, nánar tiltekið
á Háteigsveginn.
„Mamma og pabbi búa þar enn,“
segir Margrét, sem fór í ísaks-
skóla og segir að þar hafi sér liðið
vel. „Ég var með svo frábæran
kennara. Henni fannst við svo
skemmtileg. Hún hló að öllu sem
við gerðum." Síðan lá leiðin í
Æfingadeild Kennaraháskólans og
þaðan í Menntaskólann við Hamra-
hlíð.
„Já, þar var ég nú meira í félags-
lífínu en að sinna náminu. Kórinn
tók heilmikinn tíma. Ég var í hon-
um í fimm ár og það var ómetan-
legur skóli að fá að vera við fót-
skör Þorgerðar Ingólfsdóttur. Hún
er einstök persóna, mikill húmo-
risti og frábær tónlistarmaður. Það
var heldur ekki verra að kórinn fór
mikið í ferðalög til Evrópu og um
allar trissur. Menntaskólaárin voru
yndisleg. Þau tóku að vísu sinn
tíma en það er allt í lagi. ég hef
alltaf verið dálítið seinþroska. Það
kemur margt seinna hjá mér en
öðrum. Ég man til dæmis eftir því
hvað ég varð miður mín þegar mér
varð hugsað til þess að ég yrði
orðin kerling þegar ég útskrifað-
ist. En svo fannst mér það bara
allt í lagi því það var svo gaman
í félagslífinu."
Fórstu beint í leiklistarskólann
eftir stúdentspróf?
„Nei. Ég var lengi að átta mig
á því hvert ég stefndi. Mig langaði
svo margt og það var of erfitt að
velja. Ég var búin að vera í öllu
frá því ég var krakki; ballett, jass-
ballett, fimleikum, fiðlu, Þjóðdans-
aféjaginu.
Ég var alin þannig upp að mað-
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Margrét Vilhjálmsdóttir útskrifaðist frá Leiklist-
arskóla Islands fyrir tveimur og hálfu ári. En
nú þegar hefur hún skilið eftir sig eftirminnileg
spor á leiksviðinu, nú síðast í hlutverki Anna-
bellu í „Leitt hún skyldi vera skækja,“ sem
sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Súsanna Svavarsdótt-
ir ræddi við Margréti um leikhúsið, æskuna,
unglingsárin og krókaleiðir lífsins.
minningasiuk
að sprengja kýli. Þetta verk sló í
gegn á sínum tíma og hann náði
til fólksins. John Ford kom beint
í kjölfarið á Shakespeare og áhrifa
hans gætir enn. Það eru því
skemmtilega skarpir orðaleikir í
verkinu; það er í aðra röndina gá-
skafullt.
En sagan höfðaði strax mjög
mikið til mín ... Þessi ást.
Þessi endalausa, óeigingjarna
ást. Giovanni og Annabella eru til-
búin að deyja fyrir hana. Ástin er
það eina sem er heilt og hreint í
þessu verki, annað er spillt; kirkj-
an, prestarnir. Það er deilt á allt.
Systkinin eiga föður sem hefur
ekkert skipt sér af þeim. Þau eru
aðallega alin upp af fóstrum sem
eru mjög ólíkar fóstrunum sem við
sjáum í leikritum Shakespeares þar
sem þær eru mjúkar og ljúfar.
Ástin milli systkinanna er því ákaf-
lega sterk.
Þetta verk hefur verið sett upp
mjög víða og yfirleitt á þann hátt
að Annabella er tæld af bróður
sínum. Það er hins vegar ekki í
sýningunni hjá okkur og ég var
mjög ánægð með það. Ég veit ekki
hvort ég hefði verið hrifín af þeirri
túlkun að hún væri sakleysingi
samkvæmt hefðinni „konan er ekki
svona ljót inni í sér,“ vegna þess
að Annabella er enginn vitleysing-
ur. Reyndar eru konurnar hjá John
Ford öðruvísi en konur voru skrif-
aðar í leikverkum á þessum tíma.
Þær hafa vilja og dramatískan
kraft. Fóstran er hræðileg í kjaftin-
um og mjög sterk. Hippúta, sem
Edda Arnljóts leikur, mjög sterk,
mikill kvenskörungur. Sú hefur
drepið manninn sinn og er útskúf-
uð úr samfélaginu. En þessar kon-
ur hafa allar slagkraft, hafa allar
eitthvað að segja - en hljóta þau
örlög að karlmennimir rústa
þær...“
Slapp við að kyssa einhvern
sem fór úr buxunum
„Það var mjög gaman að skoða
þennan höfund og sjá hvað hann
hafði að segja á þessum tíma. Til-
finningalega fannst mér ég vera
að vinna með grískan harmleik.
Það eru svo stórar tilfinningar í
þessu verki.
Það var erfítt til að byija með.
I
i
I
I
>
[
>
!
»
l
í
fc
»
(
í
»
I
»
i