Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppboðsandvirði óskilamuna rennur í lögreglusjóði Styrkir vegiia náms, sjúkleika og söngs Stuðst við kansellíbréf frá 8. júní 1811 slysa, „RÍKISENDURSKOÐUN hefur gert athugasemdir við það áður, að uppboðsandvirði óskilamuna renni í lögreglusjóð og þá leitaði embætti sýslumannsins á Akureyri álits dómsmálaráðuneytisins, en það álit hefur enn ekki borist. Hér er ekki um háar upphæðir að ræða, ein- hverja tugi þúsunda á ári og pening- amir hafa verið notaðir í náms- styrki fyrir lögreglumenn embætt- isins," sagði Bjöm Jósef Amviðar- son, sýslumaður á Akureyri, í sam- tali við Morgunblaðið. í endurskoðunarskýrslu Ríkis- endurskoðunar fyrir árið 1995 er óskað eftir að embætti sýslumanns- ins á Akureyri sýni fram á heimild- ir fýrir þeirri meðferð uppboðsand- virðis, að það renni í sjóð sem lög- reglumenn geta sótt um framlög FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að setja árekstravara í þrjár þotur sínar á næsta ári. Eftir það verða aUar þotur félagsins með slíkan búnað. Leifur Magnússon, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Flug- leiða, segir að árekstravari verði ekki gerður að skyldu í Evrópu fyrr en um aldamót en félagið hafi ákveðið að taka hann upp strax af öryggisástæðum. Árekstravarar hafa undanfarin þijú ár verið skyldubúnaður í öll- um þotum sem fljúga inn í loft- rými Bandaríkjanna. Hafa því þot- ur Flugleiða sem þar hafa verið notaðar, allar fjórar Boeing 757-200 vélarnar og ein af fjóram B737-400, verið með þennan bún- að. Skylda í Evrópu um aldamót Á síðasta ári gáfu flugmálayfir- völd í Evrópu út þá stefnu sína að krefjast árekstravara frá og með 1. janúar árið 2000. Leifur segir að það hafi leitt til þess að tvö stærstu flutfélög Evrópu, Brit- ish Airways og Lufthansa, hafí úr. „Ég veit ekki betur en að þessi háttur sé hafður á hjá fleiri embætt- um,“ sagði sýslumaður. „Lögreglumenn hafa fengið námsstyrki, til dæmis til að sækja Lögregluskólann. Styrkirnir, sem ella yrðu sjálfsagt veittir úr ríkis- sjóði, era upp í þijá á ári og hver styrkur er um 20-30 þúsund krón- ur. Mest hefur verið veitt í einu lagi úr sjóðnum tæp þijú hundrað þúsund, sem fóra í endurbætur á aðstöðu starfsmanna í lögreglustöð- inni.“ Bjöm Jósef sagði að sjóðurinn hefði verið til mjög lengi og þar sem engin fyrirmæli hefðu borist frá dómsmálaráðuneytinu um hvort breyta ætti meðferð fjárins og þá tilkynnt þá ákvörðun sína að setja árekstravara í allar flugvélar sínar við næstu viðhaldsskoðun. „Við höfum verið að skoða þetta á þessu ári og höfum ákveðið í öryggis- skyni að fara að dæmi þessara tveggja félaga, þótt það verði ekki Iögboðið fyrr en eftir rúm þijú ár,“ segir Leifur. 10 milljónir á vél Tækin verða pöntuð strax og settir í þær þijár B737-400 þotur sem eftir era þegar þær fara í viðhaldsskoðun næsta haust. Kaup og ísetning búnaðarins kostar um 10 milljónir kr. fyrir hveija vél. Flugleiðir era væntan- lega þriðja flugfélag Evrópu sem ákveður að búa allar þotur sínar árekstravara. Árekstravari fylgist með flugi annarra flugvéla innan tiltekinnar fjarlægðar, að því tilskildu að þær séu búnar svokölluðum radarsvara sem flestar vélar hafa. Ef hætta er talin á árekstri gefur hann flug- mönnum aðvaranir og nánari leið- beiningar um hækkun eða lækkun flugs til að forða árekstri. hvernig, væri litið svo á að óbreytt- ar reglur giltu. Þórir Þorsteinsson, sem hefur umsjón með óskilamunadeild lög- reglunnar í Reykjavík, sagði að engar nýjar reglur væru í gildi og ættu því fomar reglur um fundna muni við. Hvergi væri staf að finna um að ríkissjóður ætti að fá upp- boðsandvirðið. „Peningamir, um 400-500 þúsund á ári, renna í sjúkra- og slysasjóð lögreglunnar og sjóðurinn hefur einnig veitt styrki til Lögreglukórsins." Þórir benti á að ýmsir óskilamun- ir, til dæmis reiðhjól, væra tryggðir og tryggingafélög bættu fólki skað- ann. Það væri því undarlegt ef rík- ið ætti kröfu til uppboðsandvirðis HROGN og lifur eru farin að sjást í fiskbúðum, að minnsta kosti Fiskbúðinni okkar við Smiðjuveg í Kópavogi. Þar sýndi Friðrik Pálmason Jjósmyndar- RJÚPNASKYTTA, sem var að veið- um úti á svonefndum Almenningum í Skagafirði í nóvember, kærði aðra ijúpnaskyttu fyrir að hafa skotið að sér. Síðari skyttan neitar því, en segir að fyrri skyttan hafi ekk- ert erindi átt á svæðinu, sem hafi verið sitt veiðiland. Mennimir tveir era frá Siglufirði og stendur staðhæfing gegn stað- hæfingu í málinu. Sá sem kærði kvaðst hafa verið að veiðum þegar hinn hafi skotið og ef til vill nær að tryggingafélög- in gerðu kröfur til þess. Kansellíbréf frá 1811 Lögregluembættin vísa m.a. til opins kansellíbréfs frá 8. júní 1811 um meðferð á fundnu fé í kaupstöð- um. Bréf þetta er enn í gildi og tíund- að í Lagasafni íslands. Þar segir, að ef eigandi fundins munar „kem- ur eigi innan árs og dags, skuli selja hið fundna handa lögreglu- sjóðnum, og finnandi þá fá þriðjung þess í fundarlaun." í bréfinu segir jafnframt, að fundna muni eigi að auglýsa. í þeim kaupstöðum, þar sem engin blöð koma út, skuli hinum fundnu mun- um lýst með uppfestum auglýsing- um og bumbuslætti. anum falleg hrogn og lifur. Starfsmenn í fiskbúðinni töldu að hlýindin í sjónum hefðu þau áhrif á fiskinn að hann gæfi þess- ar afurðir svona snemma af sér. að sér á 100 metra færi, án þess að hæfa. Við yfirheyrslur neitaði sá kærði að hafa skotið að hinum manninum; kvaðst hafa beint haglabyssu sinni að ijúpu og 400 metrar hafí verið á milli sín og hinnar skyttunnar, sem ekkert erindi hafi átt á sínu veiðilandi. Að sögn Guðgeirs Eyjólfssonar sýslumanns hafa mennimir verið yfirheyrðir en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald málsins. Lauga- vegi ekki lokað EKKI er gert ráð fyrir að grípa til lokana á Laugavegi, í miðborginni eða annars stað- ar, nema þess gerist sérstak- lega þörf fyrir þessi jól, sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Að sögn lögreglu verður meginviðfangsefni hennar fyrir hátíðarnar að reyna að halda umferðaræðum opnum og greiða fyrir umferð eftir því sem kostur er. Eins og kunnugt er eykst umferð á verslunargötum og í nágrenni við verslanir og verslunarmið- stöðvar þegar líður að jólum. Sérstaklega er hvatt til þess að ökumenn leggi ökutækjum sínum reglum samkvæmt og notfæri sér stærri bifreiða- stæði og bifreiðageymsluhús. Einnig eru ökumenn og aðrir vegfarendur hvattir til að sýna tillitssemi og gæta þolinmæði í jólaumferðinni. Viðræður um innanlandsfiug Væntir nið- urstöðu eft- ir áramót SIGURÐUR Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, kveðst gera ráð fyrir að niðurstaða fáist í við- ræður þær sem hafa farið fram að undanfömu við Flug- leiðir um framtíð innanlands- flugs hérlendis skömmu eftir áramót. „Áður en við ljúkum við- ræðum er torvelt að segja hver útkoman verður, og ég þori ekki að spá neinu. Hins vegar er við því að búast að fljótlega eftir áramót dragi til tíðinda í þessu máli,“ segir Sigurður. Þörf fyrir ráðstafanir Hann kveðst ekki sjá fyrir sér sem raunhæfan möguleika að Flugfélag Norðurlands færi út kvíarnar og axli lungann af innanlandsflugi, en hins vegar sé horft til samvinnu á markaðinum. „Við þurfum allir að gera ákveðnar ráðstafanir og raun- ar óháð því hvemig þetta fer og hvort sem sameining, sam- vinna eða einhveijar leiðir aðrar verða ofaná,“ segir hann. Breytingar hjá orðu- nefnd FORSETI íslands hefur að til- lögu forsætisráðherra skipað Indriða G. Þorsteinsson rithöf- und til að vera aðalmaður í orðunefnd. Jafnframt hefur Ásgeir Pétursson fyrrverandi bæjarfógeti, sem fyrir á sæti í nefndinni, verið skipaður for- maður hennar. Aðrir aðalmenn í orðunefnd eru Baldvin Tryggvason fyrr- verandi sparisjóðsstjóri og Hulda Valtýsdóttir blaðamað- ur, en varamaður er Sigmund- ur Guðbjarnason prófessor. Orðuritari er Kornelíus Sig- mundsson forsetaritari. Op ið í dag 10-18:30 Sumar verslanir opnar lengur KRINGMN frá morgni til hvölds Flugleiðir auka öryggið Allar þotur fé- lagsins bunar árekstravara Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrogn og lifur á aðventu Skotið á rjúpu eða skyttu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.