Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 53 -
legar, fræðilegar kröfur, þjálfi þá
í að fylgjast með nýjungum á við-
komandi fræðasviði sem og við að
hagnýta þekkingu sína á sviði sí-
breytilegs atvinnulífs. Af háskóla-
kennaranum er þess líka krafist
að hann stundi sjálfstæðar frum-
rannsóknir á fræðasviði sínu sem
bæta ekki aðeins einhverju við
þekkingu okkar hér úti á Islandi
heldur séu jafnframt skapandi inn-
legg í hina alþjóðlegu, fræðilegu
umræðu. Af háskólakennaranum
er þess loks krafist að hann sé til
ráðuneytis í hagnýtum efnum á
íjölmörgum sviðum atvinnuvega
og þjóðlífs. Oft er háskólakennar-
inn eini sérfræðingur þjóðarinnar
á viðkomandi sviði og getur því
hvorki skotið sér undan ábyrgð né
deilt henni með öðrum. Bregðist
hann skyldum sínum á einhveiju
þessara sviða er það ekki einka-
mál hans sjálfs heldur veit hann
að það kann að leiða til langvar-
andi stöðnunar á fræðasviðinu.
Hvaða sérfræðingur vill verða til
þess? Það hafa líka verið þróuð
margs konar viðmið og mæli-
kvarðar í þessu efni sem valda því
að háskólakennarinn merkir það
bæði á framgangi sínum í starfi
(þ. e. stöðuhækkunum) og í launa-
umslaginu ef afköst hans og gæði
þeirra verka sem hann vinnur eru
ekki í samræmi við það sem eðli-
legt er talið.
Stjórnvöld kölluð
till ábyrgðar
Við núverandi aðstæður er það
svo að kennarar í flestum greinum
við Háskóla íslands standast ekki
samanburð við fjölmarga nemend-
ur sína hvorki hvað varðar laun
þeirra við upphaf starfs né launa-
þróun til lengri tíma. í þeim kjara-
samningum sem nú standa yfir er
því brýnt að stjórnvöld hverfi frá
þeirri launastefnu sinni sem leitt
hefur til þessa óraunhæfa launam-
unar. Ella verða þau að færa fyrir
henni gild rök. Mundir þú vilja
vera í sporum þeirra í því efni,
lesandi góður?!
Höfundur er prófessor í guðfræði
og formaður Félags
háskólakennara.
Elsta tölvufyrirtæki á íslandi
pentium'
■ processor
Penflum133 Mlb
Verð aðeins:
129.900,
Motöld
Verð fra:
6.900,-
Einn frír mánuður
á INTERNETI
SKIPHOLT117 ■ 105 REYKJAVÍK
SÍMI: 562 7333 ■ FAX: 562 8622
■ 16 MB vinnsluminni
■ 1275 MB Seagate, harður diskur
(3ja ára ábyrgð)
■ 15" litaskjár
■ Windows '95
■105 hnappa Win'95 lyklaborð -l
■ 3ja hnappa mús
■ 8x geisladrif
■ Soundblaster hljóðkort
■ Hátalarar
Uiltu tryggja þér
s 5 40 50 60
Hringdu núna og tryggðu þér skattaafslátt með kaupum í Almenna hlutabréfasjóðnum.
Þér býðst að greiða aðeins 10% út og eftirstöövar á boðgreiðslum til 12 mánaða.
Við svörum (símann til kl. 23.30 alla virka daga til áramóta.
Þú getur einnig staðfest kaupin á heimasíðu Fjárvangs: www.fjarvangur.is
Almenni hlutabréfasjóðuriiui
W*
FJÁRVANGUR
ilssiu HiiiitiMiimmi
Laugavegi 170, sími 5 40 50 60
V
4