Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þeim varð aldeilis á í messunni Út er komin bókin Þeim varð aldeilis á í messunni, eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hialtason, er hún sjálfstætt framhald bókarínnar Þeim varð á í mess- unni sem kom út í fyrra, og náði miklum vinsældum. Viðfangsefnið er það sama; gamansögur af íslenskum prestum sem svo sannarlega kitla hláturtaugarnar. HÉR eru nokkur dæmi úr hinni væntanlegu bók og er það séra Sigurður Haukur Guðjónsson, fyrrum prestur í Langholtskirkju, sem hefur leikinn: Það var við jarðarför í Lang- holtskirkju, komið að æviágripi. Kirkjan var yfirfull, og Kristján meðhjálpari hafði sest uppi á lofti, fylgdist vökull með. Þá er það að inn á hljóðkerfið kemur tal tveggja ungra manna, sem í galsa æskunn- ar ræddu fyrirætlanir sínar næstu helgi, og orð þeirra voru hreint ekki við hæfi í kirkju, allra síst við útför. Skelfing greip um sig, ég reyndi að hækka róminn, en mátti mín lítils í kappi við hávær- ar æskuraddir. Kristján hljóp nið- ur, ætlaði að loka rásinni, sem þeir höfðu komist inn á, en fór takkavillt, - skrúfaði fyrir mig! Strákpjakkarnir færðust nú í auk- ana, - auðvelt að gera sér í hugar- lund, hvernig okkur leið þann tíma er það tók Jón organista að kom- ast að hljóðkerfinu og loka spjall pjakkannna úti. Séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði gortaði eitt sinn af því við kunningja sinn, að það hefðu verið 180 manns við messu hjá honum í tiltekinni kirkju. „Nú, hvernig má það vera,“ stundi kunninginn, „ég hélt að kirkjan tæki bara 90 manns.“ „Ég taldi bæði út og inn, góði,“ svaraði séra Baldur um hæl. Jón, faðir séra Svavars prests á Akureyri, vann á sínum tíma í Akureyrar-Apóteki. Kom Svavar þar stundum við, sennilega til að betla smáaura eða sníkja hinn margfræga apótekaralakkrís. Á tíu ára afmælisdegi sínum birtist Svavar í apótekinu ásamt nokkrum félögum sínum og fékk strákur að skoða sig um fyrir inn- an afgreiðsluborðið í tilefni dags- ins. Þar gerðist hann fremur fingralangur og stakk í vasa sinn nokkrum áprentuðum límmiðum svo að lítið bar á. Þegar heimsókn Svavars í apó- tekið lauk, arkaði hann með félög- unum inn í Kjörbúð Bjarna og límdi einn miða á hvern pylsu- pakka er hann sá. Það var ekki fyrr en seinna um daginn, sem starfsmenn versl- unarinnar áttuðu sig á því, hvers vegna enginn pylsupakki hafði selst. Á miðunum stóð nefnilega skýrum stöfum: „Stingist í endaþarm." Hafði piltur þá stolið límmiðum sem ætlaðir voru á umbúðir enda- þarmsstíla. Séra Bragi Benediktsson, nú prestur á Reykhólum, var frí- kirkjuprestur í Hafnarfirði árin 1966-1971. Á Hafnarfjarðarárum séra Braga átti kona hans, Berg- ljót Sveinsdóttir, eitt sinn von á sendingu frá Völundi, þar sem var kista ein mikil er hún hafði erft eftir föðursystur sína, Júlíönu Sveinsdóttur, listmálara í Dan- mörku. Nú kemur bíll frá Völundi að heimili hjónanna. Þau voru ekki heima, en Soffía fjögurra ára dótt- ir þeirra, varð fyrir svörum þegar Guðsteinn bílstjóri spurði, hvar láta mætti kistuna. „Þú verður að fara með þetta aftur,“ svaraði sú stutta. „Það er ekki hægt að jarða þetta núna. Pabbi er ekki heima.“ Og þá að séra Vigfúsi Þór Árna- syni, presti í Grafarvogi: Það voru ekki stórvaxnir menn sem útskrifuðust úr guðfræði- deildinni 1975, en auk mín voru það séra Svavar Stefánsson, nú prestur í Þorlákshöfn, og séra Þorvaldur Karl Helgason, for- stöðumaður Pjölskylduþjónustu kirkjunnar. í brautskráningarboði, sem haldið var á heimili mínu, gerði séra Hjálmar Jónsson góðlátiegt grín að okkur þremur í vísukorni sem hann ritaði í gestabókina. Vísan er þannig: Vasaklútinn víst ég þráði, varla sútur flýr. Skrifast út með Ijúfu láði, labbakútar þrír. Kona séra Arnar Friðrikssonar á Skútustöðum hóf á miðjum aldri að læra á bíl. Þegar hún eitt sinn rennir kennslubifreiðinni í hlað prestsbústaðarins stendur séra Órn þar utandyra og spyr öku- kennarann, hvernig hafi nú gengið hjá frúnni. „Aiveg prýðilega," svaraði öku- kennarinn, „ég kenndi henni að bakka.“ Þá tautaði séra Örn: „Það getur nú varla hafa geng- Sigurður Haukur Baldur Bragi Guðjónsson Vilhelmsson Benediktsson Hjálmar Jónsson Sigurður Ægisson Pálmi Matthíasson ið vel. Við erum búin að vera gift í fjölda ára og ég man ekki eftir því að hún hafi bakkað með nokkurn skapaðan hlut í sam- búð okkar á þeim tíma.“ Séra Sighvatur Karlsson, sóknar- prestur á Húsavík, varð eitt sinn fyrir því í messu að kenna skyndilegs lasleika. Eftir að hafa harkað af sér um stund, fann prestur að hann gæti ekki komist fram úr athöfninni og mælti því: „Mér þykir það afar leitt, en ég get ekki haldið áfram vegna las- leika.“ Kórinn, sem var að sjálfsögðu tilbúinn með messusvörin, svaraði að bragði: „Guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilega boðskap.“ Þegar séra Arnald- ur Bárðarson, þá ný- vígður til Raufarhafn- ar, kom í fyrsta sinn í matvöruverslunina á staðnum voru þar staddir nokkrir loðn- usjómenn að taka kost fyrir skip sín, enda loðnuvertíð í fullum gangi. Voru úttektir þeirra skrifaðar í þar til gerða bók og skyldi reikningurinn sendur til útgerðarinnar síð- ar. Er sjómennirnir höfðu verið afgreiddir og röðin kom að presti, blaðaði afgreiðslu- konan lítið eitt í úttektarbókinni og fann þar auða síðu. Að því loknu leit hún á séra Arnald og sagði: „Jæja, og á hvaða loðnubáti ert þú, vinurinn?“ Örn Friðriksson ÍSLENDINGAR V Ö L D U KARLAR £RU fRÁMARS Konur eru frdVenus 19 9 5 I Vi’ims .sidai cTVIars ogVenm i svejnWWginu ‘fiófe sem ejlir uuað og rdnwmtík i somböiulum Gefðu þér og þínum nýju Mars & Venus bókina GtjyIdftlrokkut umUmlamxti(fttsuogiuriöu.svoununoii... Það «,usU! a{bókírml.-.kosiut hcmur (ebt {hrelivskHrú...' - Stgirtundur Emir Rúnarvson Dr. lohn Gvay í nýju Mars & Venus bókinni bendir John Gray á leiðir til að halda sambandinu fersku. Hann fjallar um ástina, rómantíkina, tryggðabönd, tjáskipti, erótík og kynlíf. John Qray lýkur bókinni svo: „Megið þið ætíð vaxa og þroskast í ást og ástríðu og njóta þessarar sérstöku gjafar Guðs. Þið eigið það skilið.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.