Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LA UFEY ÁRNADÓTTIR + Laufey Árna- dóttir fæddist í Reykjavík 7. júní 1916. Hún lést í Landspítalanum í Reykjavík 6. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilborg Run- ólfsdóttir, fædd í Ásgarði í Landbroti 23. ágúst 1884, og Árni Eiríksson, leik- ari og kaupmaður í Reykjavík, fæddur 26. janúar 1868. Laufey giftist Val Gíslasyni, leikara, 8. október 1938. Hann fæddist 15. janúar 1902 en lést 13. október 1990. Þau eignuðust 3 börn, þau eru: Valgerður Valsdóttir, fædd 1939. Maður hennar er Ingi- mundur Sigfússon, sendiherra. Valur Valsson, banka- sljóri, fæddur 1944. Kona hans er Guð- rún Sigurjónsdóttir. Þriðja bamið, Áraa, misstu Laufey og Valur á fyrsta ald- ursári. Barnabörnin eru þijú: Valur Ingi- mundarson, sagn- fræðingur, kvæntur Ingu Reynisdóttur. Sigfús Ingimundar- son, viðskiptafræð- ingur, og Ragnar F. Valsson, nemi í Tækniskólanum, en sambýliskona hans er Helga Einarsdóttir. Utför Laufeyjar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er skammt stórra högga milli í ættboga Árna Eiríkssonar og Vil- borgar Runólfsdóttur. Fyrir sex vikum lést næstyngsta dóttir þeirra hjóna - Þóra - og nú hefir yngsta barn þeirra - Laufey - kvatt þennan heim. Svo voru þær systur samrýndar að manni kemur ekki á óvart að stutt yrði á milli þeirra. Eru nú öll fjögur börn þeirra Árna og Vilborgar látin. Er eftirsjá að þeim, þau höfðu öll mikið til brunns að bera og skiluðu góðu ævistarfi. Þau náðu öll háum aldri og systurnar þijár losuðu áttrætt. Ekkert þeirra haslaði sér völl í opinberu lífi og höfðu þó til þess alla burði. Faðir þeirra stóð framar- lega í menningarlífí Reykjavíkur á á sínum tíma, en dó langt um aldur fram 1917. Hann var af mörgum talinn einn besti leikari landsins, en hitt var meira um vert fyrir leik- listarlífíð í bænum að hann var for- göngumaður og má segja fram- kvæmdastjóri þeirra leikhópa sem vöktust upp um og eftir aldamótin síðustu og komust í list sinni langt fram úr því sem vænta mátti í fiski- þorpi við þær aðstæður og í því umhverfí, sem þeir bjuggu þá. Stendur leiklist landsins nú á herð- um þeirra. Ekkert barna Árna og Vilborgar lagði fyrir sig leiklist og hygg ég þó, af kynnum mínum við þau öll, að þau hefðu haft til þess getu ,k hefðu þau lagt á það hug; en Lauf- ey tengdist leiklistinni snemma, hún gekk að eiga Val Gíslason 1938. Eftir gagnfræðapróf í Reykjavík var hún um tíma á Þýskalandi og lagði stund á þýska tungu, en skömmu eftir haimkomuna tókust kynni með henni og Val, sem hafði byijað að starfa með Leikfélagi Reykjavíkur 1926 og var vaxandi leikari. Gengu þau í hjónaband og bjó hún honum heimili, sem var honum kastali og skjól í einu og börnum þeirra heimili sem best verður kosið meðan þau voru í föð- urgarði en eftir það staður, þar sem þau ætíð gátu leitað halds og trausts og uppörvunar. Laufey steig aldrei fæti sínum á leiksvið. Hún hefði þó að mínu viti verið hlutgeng þar, hefði hún lagt út á þá braut. En leiklist á íslandi á henni skuld að gjalda. Þegar Valur maður hennar féll frá hafði hann um langt skeið verið einn fremsti leikari landsins og hefði sómt sér á sviði hvaða leikhúss sem var. Til þess þarf hæfíleika, en hæfileikar nýtast misjafnlega. Stundum kelur þá í nöpru umhverfi eða verða úti á hijóstrum. Cherchez la femme, segja Gallar. Laufey var konan í lífí Vals. Hún bjó honum gott og friðsælt heimili, skjól í stormum lífsins. Henni var í blóð borinn næmur skilningur á leiklist og leikhúsvinnu. Ekki gat skilningsríkari gagnrýnanda né hollari ráðunaut. Hér var hæfileika- rík kona, sem lagði allt sitt fram til þess að styðja mann sinn og stuðla að frama hans. Hún var prúð í framkomu og veglát, en þó hún væri hlédræg duidist engum að þar fór sterk per- sóna. Hógværð og fórnarlund sótti hún til móður sinnar Vilborgar, sem var óvenjuleg kona á marga lund og ógleymanleg þeim sem kynntust henni. Var með ólíkindum hve mik- ið skaparinn hafði láti henni í té af góðum eiginleikum. Jóhannes Helgi segir í bók sinni • „Valur og leikhúsið": „Laufey Árnadóttir kona Vals vekur strax upp í huganum ensku og þýsku ávörpin Lady og gnádige Frau, svo hófstillt og kyrrlát er framkoma hennar, nærvera, orðafar, og þó er þessi hljóða nærvera, það sem hugs- að er í þögninni, ómissandi aflgjafí í spjallinu við mann hennar." Laufey átti bamaláni að fagna, Valgerður kona Ingimundar Sigfús- sonar sendiherra og Valur, banka- stjóri íslandsbanka, eru bæði í fremstu röð sinnar kynslóðar. Þau höfðu mikið ástríki af móður sinni og guldu henni það ríkulega; þriðja barnið missti hún á fyrsta ári. Hún hafði lengi verið heilsuveil, en nú hefír hún fengið bata. Það er lögmál lífsins að gömul kona deyr, en það er saknaðarefni að sjá á bak sumum samferðamönn- um. Mér og börnum mínum finnst tómlegt nú. Bjarni Jónsson. Tengdamóðir mín, Laufey Árna- dóttir, var afar víðsýn og umburðar- lynd kona, sem hafði næma tilfinn- ingu fyrir umhverfí sínu. Ég kom ungur inn á heimili þeirra Vals Gíslasonar, leikara, og var frá upp- hafi og jafnan síðan vel tekið. Hún hafði til að bera einstakt jafnaðar- geð og það var alltaf gott að vera í návist hennar. Ung að árum dvaldi Laufey í Þýzkalandi og náði þá góðum tök- um á þýzkri tungu. Eftir að við Valgí, dóttir hennar, fluttum til Þýzkalands til annarra starfa, var mér það sérstakt fagnaðarefni, að tengdamóðir mín þáði boð okkar um að heimsækja fornar slóðir. Hún dvaldi hjá okkur í nokkra mánuði og endurnýjaði gömul kynni m.a. við vinkonu þeirra Þóru systur hennar frá því fyrir stríð. Synir mínir tveir áttu öruggt at- hvarf hjá ömmu sinni. Þeir tengd- ust henni báðir sterkum böndum, sem voru þeim mikils virði. Að leiðarlokum er mér þakklæti í huga fyrir hlýlegt viðmót alla tíð. Mér þótti vænt um hana og ég sakna hennar mjög. Ingimundur Sigfússon. Það er undarleg tilfinning nú við lát móðursystur minnar Laufeyjar Árnadóttur að þurfa horfast í augu við erfið þáttaskil í lífi fjölskyldu minnar, en Þóra móðir mín, systir Laufeyjar, lést í október sl. Það verður tómlegt að koma ekki oftar á Reynimel 58, en þar bjuggu Laufey og Valur Gíslason leikari maður hennar nær allan sinn bú- skap. Þetta hús hefur verið fasti punkturinn í lífi þriggja kynslóða, og að hluta þeirrar fjórðu í lífi af- komenda Árna Eiríkssonar leikara og Vilborgar Runólfsdóttur. Vilborg kom þessu húsi upp með dugnaði og dyggri hjálp sonar síns Gunnars í byijun seinni heimsstyijaldar og var það ekki lítið afrek fyrir konu komna yfír miðjan aldur að byggja íjölbýlishús með sex íbúðum fyrir sig og fjölskyldu sína. Allar götur síðan hafa ýmsir afkomendur henn- ar átt athvarf í þessu húsi, þijú af ijórum börnum hennar, 10 af 12 barnabörnum og sum barnabörnin byijuðu sinn búskap í þessu sama húsi, einnig hafði amma Vilborg atvinnurekstur (saumastofu) í hús- inu um tíma. Til tólf ára aldurs bjó ég í þessu húsi og aftur eftir að ég varð fullorðin, þá ásamt Þóru dóttur minni þegar hún var barn og fram á unglingsár. Það var gott að eiga Laufey í húsinu bæði á góðum stundum og erfíðum og var heimili þeirra Vals mitt annað heim- ili alla tíð. I fjórum íbúðum af sex bjó fjölskyldan í sátt og samlyndi og samskipti á þann hátt og fjöl- skyldutengsl svo sterk að stundum held ég að við frændsystkinin höf- um ekki verið alveg viss á fyrstu árum ævi okkar í hverri íbúðinni við áttum heima, svo náin voru samskiptin innan þessa húss. Laufey var einstaklega Ijúf, góð og vönduð kona. Framkoma henn- ar, fas og líf hennar allt einkennd- ist af hógværð, látleysi, góðvild og fórnfýsi. Hún helgaði líf sitt Val og fjölskyldunni og fórst það starf einstaklega vel úr hendi. Á heimili þeirra Vals kynntist ég leiklist, ég fór í leikhúsið með þeim allt frá því ég var lítil hnáta og á seinni árum fórum við Laufey oft saman í leik- hús og ræddum leiklist. Það var gaman að hlusta á hana segja frá gamalli tíð og þeirri virðingu sem hún bar fyrir þessari list. Nú er sá tími liðinn og kemur ekki aftur, en síðustu árin var Laufey ein orðin eftir af fjölskyldunni í fjölskyldu- húsinu. Með henni genginni er eins og hoggið sé á ljúf tengsl við fortíð- ina. Ég mun ætíð minnast Laufeyj- ar frænku minnar með virðingu, hlýju og ómetanlegu þakklæti fyrir allt sem hún gaf mér. Vilborg Bjarnadóttir. Óhjákvæmilega fylgir því að eld- ast að þurfa að sjá á eftir flestum þeim er höfðu mótandi áhrif á æsku- og uppvaxtarár manns. Ein af þeim konum var Laufey Árna- dóttir. Allt frá því að við Valgerður dóttir hennar, þá 5 ára gamlar, tókumst í hendur og ákváðum að verða vinkonur var ég sjálfsagður gestur á heimili Laufeyjar og Vals Gíslasonar leikara. Við vinkonur vorum óaðskiljanlegar og gengum út og inn á heimilum hvor hjá ann- arri. Á heimili Valgíar vinkonu minnar ríkti slík ást og virðing að það hlutu allir að skynja. I minning- unni er það mér sem ómetanlegur fjársjóður að hafa átt þau hjón að. Franskt máltæki segir: „Leitið konunnar". í því felst að að baki sérhvers mikilhæfs manns standi sterk og gáfuð kona. Slík kona var Laufey. Fáar konur hef ég þekkt, sem studdu mann sinn jafnvel og Laufey. Hún tók þátt í starfi hans af lífí og sál. Hún skapaði þann frið á heimilinu, sem Valur þurfti til að móta þau óteljandi hlutverk, sem þjóðin síðan fékk að njóta gegnum árin af fjölum leikhúsanna. Sjálf hefði Laufey, dóttir Árna Ei- ríkssonar, sem var meðal bestu ís- lensku leikara, án efa getað orðið góð leikkona. Þeir hæfileikar komu vel í ljós í leiftrandi frásögnum hennar og ríkri kímnigáfu. Minnis- stæð er einnig rödd Laufeyjar sem var svo þýð og endurspeglaði þá miklu fágun, sem einkenndi allt hennar fas. Hún var hefðarkona á heimsvísu. Það hlaut öllum að líða vel í návist hennar. Fyrir nokkrum vikum féll Þóra systir Laufeyjar frá. Nú nákvæm- lega einum mánuði eftir útför henn- ar er Laufey til grafar borin. Valgí vinkona mín hefur misst mikið en á milli þeirra mæðgna ríkti mikill kærleikur. Ég sendi æskuvinkonu minni Valgí, Val bróður hennar og fjöl- skyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Laufeyjar. Hafi hún þökk fyrir allt. Drífa. í dag er kvödd einstök kona, Laufey Árnadóttir. Að góðum ís- lenskum sið vil ég minnast hennar með nokkrum kveðjuorðum og þakka henni fyrir alla þá hlýju og elsku, sem hún sýndi mér og fjöl- skyldu minni á lífsleiðinni. Laufey Árnadóttir var gift föður- bróður mínum, Val Gíslasyni, leik- ara. Sem bam að aldri kynntist ég Laufeyju í gegnum frænda minn og síðar enn betur er ég átti því láni að fagna að vera mikið á heim- ili þeirra þegar ég var við nám í Verzlunarskóla íslands. Umhyggja hennar og góðvild var með þeim hætti, að hún gerði líf og tilveru þeirra sem umgengust hana betri og bjartari. Það duldist engum er dvaldi á heimili Laufeyjar og Vals, að hún var hin styrka stoð fjölskyld- unnar. Með yfirlætisleysi og bros á vör mætti hún samferðafólki sínu og lagði öllum gott til. Án nokkurs vafa var það mesta lífslán Vals frænda míns að kynnast og kvæn- ast Laufeyju Árnadóttur. Laufey hafði sérstakan áhuga og skilning á lífsstarfí Vals, leiklist- inni. Efldi hún Val til dáða og veitti honum það skjól sem slíkum lista- manni er nauðsynlegt, ef góður árangur á að nást. Laufey var dótt- ir hins þekkta leikara og kaup- manns, Árna Eiríkssonar, þannig að segja má að leiklistin hafí verið stór hluti lífs hennar. Sótti Laufey leikhús allt til þess er hún féll frá. Fyrir rúmu ári heimsótti ég Lau- feyju á heimili hennar. Tók hún á móti mér af mikilli rausn að venju. Þótt um mikinn hátíðisdag væri að ræða í lífí hennar dvaldist hún ein heima þennan dag. Það var ógleym- anleg stund að sitja með Laufeyju og ræða um liðna tíð. Var víða komið við. Mikil frásagnargleði og skýr hugsun einkenndi framsögu hennar og viðræðustíl. Duldist ekki að talað var af þekkingu og víðsýni og ekki skorti gamansemina þegar fjallað var um hinar spaugilegu hliðar tilverunnar. Á erfiðum tíma í lífi móður minn- ar reyndist Laufey henni einstak- lega vel. Sýndi henni ómetanlega ástúð og umhyggju. Fyrir það og langa samfylgd þakkar móðir mín, Matthildur Guðmundsdóttir, sér- staklega. Laufey Árnadóttir er kvödd með söknuði og þakklæti. Minningin um góða konu mun varða veginn. Guðmundur H. Garðarsson. Að kveðja góðan vin hinstu kveðju er ávallt erfitt, en kveðju- stundin verður mun auðveldari, þegar viðkomandi lætur aðeins eftir sig fagrar og góðar minningar. Söknuðurinn verður ljúfsár, þegar minningar frá liðnum árum sækja á hugann. Laufey var dóttir Árna Eiríkssonar, en hann var einn af frumheijum íslenskrar leiklistar og átti dijúgan þátt í eflingu listgrein- arinnar hér í höfuðborginni fyrstu áratugi þessarar aldar. Laufey var listelsk smekkkona og bar heimili hennar þess glöggt vitni, en leiklistin átti framar öðrum listgreinum hug hennar og hjarta. Ung giftist hún leikaranum Val Gíslasyni, sem átti eftir að verða einn af máttarstólpum íslenskrar leiklistar, sem mikið reyndi á, þegar söðlað var yfir úr áhugaleikhúsi í atvinnuleikhús með tilkomu Þjóð- leikhússins. Valur Gíslason var traustur maður, frábær leikari og mikill leiðtogi hinnar ungu leikara- stéttar. Laufey reyndist eiginmanni sínum sá lífsförunautur sem allir listamenn væru sæmdir af. Hún dáði mann sinn, hvatti hann og studdi og ég minnist orða Vals, þegar hann sagði mér, að Laufey hefði verið hans besti gagnrýnandi og að henni ætti hann farsælan leikferil sinn fremur öðrum að þakka. Laufey og Valur, það var svo sjálfsagt að nefna þau saman, löðuðu að sér ungt fólk í leikhúsinu og við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim snemma á starfsferli mínum. Þessi kynni leiddu til vináttu, sem haldist hefur æ síðan og skal nú þökkuð. Samskiptin við þessi heiðurshjón höfðu þroskandi áhrif á þá sem þeim kynntust og ég met afar mik- ils allan þann fróðleik um líf og list sem ég varð aðnjótandi í návist þeirra. Um leið og ég kveð þessa sæmd- arkonu bið ég að hið eilífa ljós megi lýsa henni. Blessuð sé minning Laufeyjar og Vals. Þau hvíli í friði. Gunnar H. Eyjólfsson. Það var fyrir 14 árum að Valur Gíslason komst svo að orði í viðtali við Jóhannes Helga rithöfund: „Það var af tilviljun, ef nokkuð er þá tilviljun, að ég fór að reyna að leika, og gerði mér þá enga grein fyrir til hvers það mundi leiða. Nú veit ég að sá dagur er ég steig mín fyrstu spor á leiksviðinu var mikill heilladagur og um leið örlagaríkur þáttur í lífí mínu. Og sú braut sem ég lagði þá út á hefur svo sannar- lega fært mér mikla ánægju og lífs- fyllingu. Það var líka tilviljun að ég í fyrsta sinn hitti og kynntist Laufeyju, konunni minni. Það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.