Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 23 ERLEMT Grænland þokast nærþví að verða olíuríki Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. GRÆNLAND er nú einu skrefi nær en áður að verða olíuríki, eft- ir að samningar um olíuleit, olíu- og gasvinnslu voru undirritaðir í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Samningur heimastjómarinnar við nokkur olíufyrirtæki tekur til leitar á svokölluðu Fylla-svæði, 120 kíló- metra suðvestur af Nuuk. Miklar vonir eru bundnar við svæðið og búist við að það muni gefa marg- falt meira af sér en gjöfulustu svæði Dana og Norðmanna. Samn- ingurinn kveður á um hvernig samstarfi heimastjórnarinnar og olíufyrirtækjanna skuli háttað og eins hvernig arðinum verði skipt, ef til olíuvinnslu kemur. Undirbún- ingur hefst á næsta ári, en til- raunaboranir hefjast væntanlega 1998. Það voru olíufélög frá Banda- ríkjunum og Evrópu sem kepptu um einkarétt á svæðinu, en á end- anum voru það hið norska Statoil, hollenska Phillips og danska DOP- AS sem í samvinnu við grænlenska olíufélagið Nunaoil náðu samning- um við heimastjórnina. Statoil mun sjá um sjálfar rannsóknirnar. Á áttunda áratugnum voru gerðar ýmsar rannsóknir við og á Grænlandi, meðal annars af bandarískum olíufélögum, en án þess að horfur á vinnslu þættu vænlegar. Síðan hafa orðið miklar framfarir á sviði olíuleitar og -vinnslu og svæði sem áður þóttu óvænleg til að gefa af sér olíu hafa nú reynst vera hin gjöfu- lustu. Að sögn Gert Vigh fram- kvæmdastjóra grænlensku hrá- efnastofnunarinnar, „Rástoffor- valtningen", er ekki á döfinni frek- ari leit annars staðar við Græn- land, til dæmis á eða út frá austur- ströndinni þar sem áður hefur verið leitað. Hins vegar eru vonir um að fyrirhugaðar reynsluboranir nú veki áhuga á frekari athugun- um á hafsvæðunum við Vestur- Grænland. Samið um greiðslur Samningur heimastjórnarinnar við olíufyrirtækin kveður á um að fyrirtækin greiði 2 prósent af vinnsluverðmætum upp að 500 milljónum olíutunna, en 5 prósent af því sem fer þar um fram, en 2 prósent fyrir gasframleiðslu. Þegar er til samningur heima- stjórnarinnar og dönsku stjórnar- innar um að hugsanlegur olíuágóði skiptist jafnt milli landanna tveggja. Eftir þetta skref hafa vaknað góðar vonir Grænlendinga um að þeir verði í framtíðinni olíu- þjóð á borð við Dani og Norðmenn og hugsanlega Færeyinga. MM verslanimar eru kærkomin nýbreytni fyrir vandláta neytendur , sem kjósa afbragðs hráefni á hagstæðu verði. Persónuleg þjónusta, gæðavörur, hlýlegt umhverfi og lágt verð. Fagmaður veitir ráðgjöf um meðhöndlun hráefnis. Við eigum til það sem við auglýsum - ekki bara sýnishorn fyrir verðkannanir Afgreiðslutími: Mánudaga til föstudaga frá kl. 12 til 19, laugardaga frá kl. 10 til 18 og sunnudaga frá kl. 13 til 18 MM í Hafnarfirði MM í Reykjavík Reykjavíkurvegi 68, sími 555 4737 Fákafeni 9, simi 588 3226 LAND SðkSiQRrnsi Heimsfrægir gönguskór! VERSLANIR SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425, FAXAFEN112 SÍMI 588 6600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.