Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ekkert frekan út- gáfu til fyrirstöðu I SAMTALI við Morgunblaðið sl. laugardag sagðist Robert von Bahr, eigandi BIS útgáfunnar sænsku, áhyggjufullur yfir framhaldi heildar- útgáfu fyrirtækisins á verkum Jóns Leifs, meðal annars vegna takmark- aðs áhuga Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Runólfur Birgir Leifsson, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, svaraði því til í blaðinu á sunnudag að Sinfónían væri að bíða eftir BIS, búið væri að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi, meðal annars væri búið að semja við hljómsveitina um að hafa mætti tvær upptökulotur á dag. í samtali við Morgunblaðið segist Robert von Bahr himinlifandi yfir þeim fréttum að breyttir samningar við hljómsveitina þýði að hægt sé að hafa tvær upptökulotur á dag, enda hafi hitt kallað á ýmis vandkvæði, bæði sé erfitt að fá viðeigandi hús- næði og svo sé erfitt að fá aðgang að Hallgrímskirkju til að taka upp. „Tónlist Jóns Leifs er þess eðlis að erfitt er að taka hana upp og því hefur verið dýrt að geta aðeins tekið upp hálfan þriðja tíma á dag. Þegar við bætist að erfitt er að fá inni í Hallgrímskirkju til að taka upp sér hver í hendi sér að kostnaður verður fljótt mikill við að hafa menn frá fyrir- tækinu á íslandi langtímum saman. Ef það er rétt að búið sé að breyta þessu sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við höldum áfram að taka upp.“ Bahr segist ekki vilja tala fyrir hönd Osmos Vanskás, hann verði sjálfur að segja til um það hvort hann hafí áhuga á að halda áfram. „Ég veit það þó að meðal annars það sem nú hefur verið leyst úr var Osmo þyrnir í auga við framhaldið og reyndar hefur hann sagt mér að hann hafi fundið fyrir takmörkuðum áhuga á íslandi. „Ég vona að Osmo eigi eftir að vilja vinna þetta verk áfram, að mínu mati er hann besti stjómandi sem við getum fengið til verksins.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tomas Franck leikur á Jómfrúnni TENÓR-saxófónleikarinn, Svíinn Tomas Franck, leikur á tónleikum á Jómfrúnni í Lækjargötu í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Franck hefur um margra ára skeið verið búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann leikur m.a. með Stór- sveit danska útvarpsins. Hann hefur einnig Ieikið með mörgum smærri hljómsveitium, m.a. kvint- Tomas Franck ett trompetleikarans Jens Winthers. Tomas Franck leiðir eigin kvartett og hefur gefið út þrjá geisladiska. Hann kemur hingað á vegum Nord-Jazz og Tónlistarskóla FÍH þar sem hann mun kenna á föstudag og laugardag. Með Tomasi leika Kjart- an Valdimarsson á píanó, Þórður Högnason á kontra- bassa og Einar Scheving á trommur. Fagra veröld ÆFINGAR á leikritinu „Fagraveröld" sem Karl Ágxist Úlfsson byggir á ljóð- um Tómasar Guðmundssonar eru nú vel á veg komnar, en verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 11. janúar n.k. á 100 ára afmæli Leikfé- lags Reykjavíkur. I gær komu leikstjóri og leikarar úr æf- ingabúðum á Laugarvatni, mættu í búningunum í bæinn og þá var myndin tekin við Borgarleikhúsið. Tónlist í leikritinu er eftir Gunnar Reyni Sveinsson og söngstjóri Jóhanna V. Þór- hallsdóttir söngkona. Leik- mynd og búninga sér Sigur- jón Jóhannsson um og leik- stjóri er Brynja Benedikts- dóttir. Lýsing er í höndum Lárusar Björnssonar. Meðal leikara eru Ásta Arnardóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundarson, Guðlaug El- ísabet Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Hinrík Ól- afsson, Jóhanna Jónas, Jón Hjartarson, Kjartan Guðjóns- son, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, María Ellingsen, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir, Theódór Júlíusson og Þór- hallur Gunnarsson. KYNNINGARMIÐSTÖÐ EYRÓPURANNSÖKNA Dagur Fjarvirkni og Margmiölunar verður haldinn í Þjóðarbókhlöðunni þann 13. desember kl. 9.00-15.00. Kynntar verða tvær rannsóknaráætlanir Evrópusambandsins, Fjarvirkniáætlunin (Telematics) og Upplýsingatækniáætlunin (Esprit) og fyrirhugaðir umsóknarfrestir. 9.00-9.15 Á Fiarvirkni erindi á íslandi: Þorgeir Pásson, Landspítalanum og fulltrúi íslands í Fjarvirkniáætlun Evrópusambandsns. 9.15- 10.00 Fjarvirkniáætlun Evrópusambandsins nelematicsi: Barry O’Shea, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 10.00-10.15 Kaffihlé. 10.15- 10.45 Fjarvirkniverkefni á írlandi: Dr. John O’Flaherty, The National Micoreloctronics Applications Centre - Erindið fer fram í gegnum myndsímakerfi. 10.45-11.00 Matsferlið innan 4 rammaáætlunar Evrópusambandsins: Stefanía Júlíusdóttir, Háskóla íslands og matsmaður hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 11.00-11.20 Tunaumálaverkfræði: markaðstækifæri, Þorgeir Sigurðsson, Skýrr hf. 11.20- 11.45 Fvrirspurnir. Hádeaisverðarhlé 13.00-13.15 Maramiðlun oa menntamál: Ágúst Ingþórsson, Rannóknaþjónustu Háskóla íslands. 13.15- 14.20 Maramiðlun: kynnt verður fyrirhugað útboð á sviði margmiðlunar á sviði mennta- og kennslumála innan 4. rammaáætlunar Evrópusambandsins, hr. Philippe Aigrain, frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, upplýsingatæknisviði. 14.20- 14.40 Huabúnaður fyrir kennara til nota við aaanvirka fjarkennslu: Adam Óskarsson, Verkmenntaskólanum á Akureyri. 14.40-15.00 Fvrirspurnir. Aðilar, sem hafa áhugaverð verkefni, hafa möguleika á að ræða við fulltrúa Framkvæmdastjórnarinnar. Skráning er hjá Rannsóknarráði íslands í síma 562 1320. Ástin er harðlynd - og unaðsleg TONLIST Hljómdiskar MUSICA ANTIQUA: Amor Marta G. Halldórsdóttir, sópran: Sverrir Guðjónsson, kontratenór: Camilla Söderberg, blokkflauta: Snorri Örn Snorrason, lúta: Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, viola da gamba, Steef van Oosterhout, slag- verk. Upptökustaður: Oddstofa, Skálholti júni og september 1996. Upptaka: Sveinn Kjartansson, Stafræna hljóðupptökufélagið ehf. Hljóðblöndun: Sveinn Kjartansson, Sverrir Guðjónsson, Camilla Söd- erberg og Snorri Örn Snorrason. Umsjón með útgáfu: Camilla Söd- erberg og Snorri Óm Snorrason. Útgefandi: ísdiskar — Klassís. Dreifing: Japis Klassís 102 1996. „ÁSTIN er harðlynd / þann sem stendur ekki gegn henni / nístir hún inn að beini / og særir hjarta hans“ (fyrra erindi úr retórómönsku ástarljóði í þýðingu Reynis Ax- elssonar). A þessum „tónleik- um“ er blandað „fjörugum döns- um og annarri hljóðfæratónlist saman við tregafull ástar- og drykkjuljóð". Hér höfum við í upphafi dæmi um miðaldatón- list, tvo dansa úr ítölsku 14. aldar handriti, en tónlist endur- reisnartímans er hér í fyrirrúmi; einnig er hér að finna dæmi um snemmbarokk verk. Þetta eru m.ö.o. dæmigerð verk fyrir sinn tíma, og ekki verri fyrir það, þau eru hugsuð sem skemmtitónlist og dægra- stytting hvort heldur við grímu- dansleiki við ensku hirðina í byijun 17. aldar eða í stórveisl- um höfðingja og fína fólksins, bæði fyrr og síðar. Ástarljóðin eru hugnæm, þrátt fyrir raus og barlóm. í In love, away er vínið tekið fram yfir ástina, það er jú miklu sætara en varir og augu stúlkunnar, og á öðrum stað er spurt hvað ástin færi okkur annað en sorg og tár uns hún er endurgoldin, þá hverfur öll þjáning og hjartað fyllist gleði. Og enn um stúlkuna sem svíkur elskhuga sinn, sem í ang- ist hrópar að um síðir muni hún iðrast gjörða sinna. (Lögin eru frá 16. öld eða byijun 17.). En ástin er líka lofsungin: Njótum lífsins og ástarinnar á meðan við erum ung. Margt er hér fal- lega samið fyrir hljóðfæri og raddir, jafnvel með virtúósatil- brigðum fyrir blokkflautuna. Hér leika þau Camilla Söder- berg, Snorri Örn Snorrason, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Steef van Oosterhout á gömlu hljóðfærin af mikilli list og allt við hæfí. Söngur Mörtu G. Hall- dórsdóttur og Sverris Guðjóns- sonar er bæði fallegur og viðeig- andi. Þetta er áhugaverður hljóm- diskur og mjög vandaður (textar á frummáli), ómissandi fyrir tónlistarunnendur og alvöru safnara. Upptaka og hljóðblönd- un fyrsta flokks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.