Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 39 Villta lífið íHöfn BOKMENNTIR Gndurminningar GÖTUSTRÁKUR Á SPARISKÓM eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Þættir úr lífi Þorsteins Viggóssonar. 206 bls. Útg. Skjaldborg. Prentun Grafík hf. Reykjavík, 1996. Verð kr. 3.480. GÓÐUR matreiðslumaður gerir krás úr hveiju sem er. Góður rithöf- undur gerir texta úr hverju sem er. Þetta eru endurminn- ingar veitingamanns, skráðar af rithöfundi. Upphaf sögunnar er á engan hátt óvenjulegt; dæmigerð lífsbarátta með ívafi af gelgju- skeiðsórum og ungæðis- hætti í litlu sjávarþorpi fyrir austan. Síðar segir frá lífinu í Kaupmanna- höfn þar sem sögumað- ur kynntist flestum blæ- brigðum borgarlífsins. Loks er svo kapítuli um undirheimalífið í Höfn sem sögumaður hlaut að hafa veður af vegna starfsemi sinnar. Að ógleymdu ástalífi sögu- manns í borginni við sundið, en það varð tals- vert fjölskrúðugra en gengur og gerist. Þetta kann að vísu að sýnast allnokkurt söguefni. Hitt vegur samt þyngra að skrásetjaranum hefur tekist að gera úr þessu spennandi frásögn. En jafnframt umhugsunar- verða. Þorsteinn ólst upp á Eskifirði, bytjaði ungur að vinna fyrir sér, fór á sjóinn, sigldi um heims- höfin, kannaði lífið í er- lendum hafnarborgum, gaf kvenfólkinu auga en lét áfengið eiga sig. Vel- gengni sína síðar á ævinni þakkar hann, meðal annars, að hann hafi alltaf verið bindindismaður á áfengi og tóbak. Eftir margan barninginn á lífsins ólgusjó hélt hann til Kaup- mannahafnar og hóf nám í mat- reiðslu. Að námi loknu reyndi hann veitingarekstur í Reykjavík en gekk illa. Rekstrarumhverfið hér heima reyndist ékki vera sérlega hagstætt. Eitt sinn skall á verkfall. Veitinga- maðurinn fékk ekki vörurnar sínar. Hann arkaði þá á fund forystunnar og upplýsti að faðir sinn væri rót- tækur og þar að auki virkur í verka- lýðsbaráttunni austur á Eskifirði. Eftir það stóðu allar dyr opnar! Á samyrkjubúinu lifum við vel. Þor- steinn hvarf aftur til Hafnar og varð þar »athafna- og ævintýramaður« eins og stendur á titilsíðu. Villta líf- ið í Höfn stundaði hann af kappi og spilaði óspart það sem Eiríkur frá Brúnum segir að dönsku stúlkurnar hafi kallað tveggja manna alkort. íslendingar vissu af hon- um og sóttu stundum staðina hans. »Ég þekki íslendinga úr hvar sem ég er staddur í heimin- um,« segir hann. »Það er eitthvað svo drýldið við yfirbragðið.« Örugg- lega rétt! Sá er einn höfuðkost- ur þessara endurminn- inga að málalengingar eru hvergi á dagskrá. Höfundurinn kann þá list að segja allt en halda sig samt við þolanlega hófstilling. Enda þótt hann segi í lokakafla að þetta sé hálfgerð klám- bók, verður það að telj- ast stórlega ýkt. Kaupmannahöfn eft- irstríðsáranna var tíðast upphafs- og endastöð íslendinga sem brugðu sér út fyrir pollinn. Næturlítið í Höfn var þá afar fjörugt, en til- tölulega öruggt miðað við það sem síðar varð. í þá daga einkenndist lífið fyrst og fremst af ósvikinni glaðværð. Lagið Wonderful Co- penhagen var þá sungið um allar jarðir. Svo kom klámbygjan með meiru, og maður finnur hvernig tónninn í bókinni þyng- ist þegar það skellur allt yfir. »Mér finnst vanta gleðina í lífið í dag,« segir Þorsteinn. Margur miðaldra íslendingur mun án efa minnast þeirra skemmtistaða sem við sögu koma í frásögn Þor- steins. Andblærinn hverfur með breyttum tímum. En endurminning- in iifir. Erlendur Jónsson. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Þorsteinn Viggósson Nýjar bækur Kona verður til UM skáldsögur Ragnheið- ar fyrir fullorðna eftir Dagnýju Kristjánsdóttur er komin út. Ragnheiður Jónsdóttir (1895-1967) samdi níu skáldsögur fyrir fullorðna á árunum 1941-1967. Þær fjalla um konur í innri og ytri átökum á miklu breyt- ingatímabili í sögu þjóðar- innar. í bókinni fjallar Dagný Kristjánsdóttir um þessar sögur í ljósi nýrra kenninga um bókmennt- ir, sálgreiningu og femínisma. Dagný fjallar einnig um viðtökurnar við skáldsögum Ragnheiðar og menningarumræðu eftir- stríðsáranna. Kona verður til er fyrsta doktorsritgerðin sem skrif- uð er um íslenskar kvenna- bókmenntir. „Þetta er vel skrifað og spennandi verk fyrir alla áhugamenn um bókmenntir,“ segir í kynn- ingu. Bókin Kona verður til hlaut tilnefningu í flokki fræðibóka til íslensku bók- menntaverðlaunanna 1996. Útgefandi er Bókmenntafræði- stofnun Háskóla íslands og Há- skólaútgáfan. Bókin er 464 blaðsíð- ur að lengd og kostar kr. 3.500. Dagný Kristjánsdóttir Sögustund hjá Ömmu „AMMA í Réttarholti“ sem er stað- sett í handverkshúsinu, Þingholts- stræti 5, býður á laugardag börnum í sögustund milli kl. 14 og 15. Höfundar sem lesa úr verkum sínum eru þau Guðrún Helgadóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Helga Möller og Úlfar Harri Elías- son. Að auki kemur Ragnar Tómas Hallgrímsson og les úr nýjustu Ragga-bókinni eftir afa sinn, Har- ald S. Magnússon. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Áhrif og völd - áhrifa og valda vegna? BÓKMENNTIR Ævif c ri11 HERRAFORSETI - ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON eftir Pálma Jónasson. Útg. bókaforlagið Una Reykjavik 1996. 215 bls. ÞAÐ ER ekki ofmælt að nýr forseti íslands fær mikla athygli strax í upphafi starfs síns þótt bækurnar tvær sem ég hef lesið, Bessastaðabækurnar og svo þessi sem hér er skrifuð, Herra forseti — Ólafur Ragnar Grímsson, séu vitanlega afar ólíkar og bæði skráðar og gefnar út af mjög mis- munandi ástæðum. Höfundur Herra forseta, Pálmi Jónasson, segir í formálsorðum að markmið- ið sé að bregða ljósi á það helsta sem Ólafur Ragnar hefur fengist við á opinberum vettvangi og hér sé ekki um sagnfræðilega ævisögu að ræða né heldur sé reynt að túlka þá atburði sem Ólafur Ragn- ar hefur tengst. í stuttum formálsorðum Pálma er einnig tekið fram að hann taki ekki afstöðu til umfjöllunarefnis- ins, þ.e. ætlun hans er að gæta hlutleysis í hvívetna. Það má byija á að segja að mér fannst það tak- ast og það getur verið bæði kostur og galli. Kostur vegna þess að þar með verður frásögn höfundar trú- verðugri en ella, en mínushliðin gæti þó verið sú að hún verði þurr og vanti í hana safa. Bókin er um margt afar skipu- lega skrifuð og skiptist í fjölmarga kafla með undirköflum eins og Af átakavettvangi á friðarstól, venjulegur strákur að vestan, Möðruvallahreyfingin, til áhrifa í Alþýðubandalaginu, formennskan í Alþýðubandalaginu, brotist til áhrifa, umdeild embættisverk, formannsferill á enda og forseta- kosningar. Langminnstur hluti fjallar um persónuna Ólaf Ragnar utan sviðsljóssins, enda leggur höfundur beinlínis upp með að vera ekki að hnýsast í einkalíf hans, eins og það er orðað í áður- nefndum formála. Auðvitað er ég ekki að halda því fram að persóna Ólafs Ragn- ars komi ekki allskýr fram í gegn- um þessa framvindu starfa hans. Það er að segja sá metnaðarfulli og á stundum harðskeytti stjórn- málamaður sem menn töldu Ólaf Ragnar vera. Að því leyti birtast fá ný sannindi í bókinni sem menn sem hafa fylgst með þjóðmálum og pólitík vissu ekki fyrir lestur- inn. En kostur er að hafa þennan fróðleik á einum stað þó að þetta sé ekki unnið út frá sagnfræðilegu sjónarmiði. Kannski kom mér einna mest á óvart að uppgötva að ég var búin að steingleyma hvað Ólafur Ragnar sat i reynd tiltölulega skamman tíma á Alþingi sem kjörinn þing- maður og ég var líka farin að ryðga í því hvað hin endalausu sameining- armál flokka sem skilgreina sig á svokölluðum vinstri væng stjórn- mála hafa verið lengi í gangi. Eiginlega aftur úr öllu og alltaf meira og minna í sömu tóntegund- inni og sömu einlægni eða í plati. Það má lesa úr frásögninni að Ólafur Ragnar hafi ungur fengið mikinn metnað til áhrifa og valda. Aftur á móti er ekki ljóst í þess- ari bók hvað knýr hann áfram, nema þá að hafa áhrif áhrifanna vegna. Hafi hann farið út í pólitík af hugsjón og eldmóður rekið hann áfram verður það ekki lesið úr þessari bók. Pálmi er lipur penni og sam- viskusamur í skrifum sínum hér. Hann er ekki tilþrifamikill í fram- setningu en gætinn og vandvirk- ur. Það getur verið að þetta sé gagnleg bók upp á seinni tímann. En umfram allt virkaði hún eins og samantekt á fremur sjálfsögð- um hlutum, svona þegar á heildina er litið. Allmargar myndir eru í bók- inni, nafnaskrá og tilvísunarskrá. Eykur það vitanlega gildi hennar og hún er vel og kurteislega úr garði gerð. Jóhanna Kristjónsdóttir SKOVERSLUN Domus Medica og Kringlunni LIOYII SKOR FYRIR KARLMENN! Mikið og gott úrval af glæsilegum og vönduðum skóm frá Lloyd Athugið að við höfum margar tegundir af breiðum Lloyd skóm STEINAR WAAGE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.