Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 37 LISTIR BÓKMENNTIR Ljóðasafn TREASURES OF ICELANDIC VERSE ljóð eftir 32 skáld. Ami Sigurjónsson valdi. Ljósmyndir og hönnun: Lárus Karl Ingason. Prentun: Prentsmiðjan Oddi. Mál og menning, 1996 136 siður. Verð kr. 2.490. í ÞESSARI laglegu bók er 61 ljóð eða Ijóðabrot eftir 32 íslensk skáld; hvert ljóð og ensk þýðing þess - valin af Áma Siguijónssyni - em saman í opnu ásamt ljósmyndaskreytingum eftir Láras Karl Ingason. Elsta skáld- ið er Jónas Hallgrímsson en þau yngstu Gyrðir Elíasson og Sjón. Sum kvæðin era allþekkt og góð sýnishom af ljóðlist viðkomandi skálda en önnur era síður kunn, og fer valið greinilega að einhveiju leyti eftir því hvað hefur verið til af þýðingum. Þýðendumir sem koma að ljóðunum era fimmtán talsins, íslenskir og er- lendir, og æði ólíkir. Meðan sumir Laglegt ljóðasafn Lárus Karl Ingason Ámi Sigurjónsson kappkosta við að heimfæra ljóð- in frá orði til orðs, þannig að línumar líti sem líkast út í báð- um tungunum, reyna aðrir frek- ar að fanga anda og heim ljóð- anna og ná þeir gjaman betra flugi í þýðingunum. Þannig nær Jakobína Johnson á athyglis- verðan og leikandi hátt að yfir- færa andann í kvæðum Jónasar og Steingríms Thorsteinssonar, á meðan þýðendur samtímans reyna frekar að heimfæra text- ann frá orði til orðs, oftast með ágætum árangri, en stirðlega á stundum. Náttúrakvæði era áberandi, um landið og dýr, og er það meginþema Ijósmynda Lárasar Karls í bókinni, en auk þess að eiga allar myndimar sá hann um hönnun bókarinnar. Þetta er þriðja bók Lárasar Karls, sem starfar sem aug- lýsingaljósmyndari, en fyrri bækumar vora Straumar (1992) og A Taste of Iceland (1995). Lárus stillirýmist einni eða tveimur litlum myndum á hveija opnu, myndum sem kallast á við efni viðkomandi ljóðs og era þetta ákaflega fjölbreytileg myndbrot. Svart- hvítar og kontrastmiklar mynd- ir; landslagsmyndir í panórama- formi; blóm og fuglar sem skor- in era út, og er oftast byggt á einfaldleika, formum í landi eða stökum dýram. Við Storm Hannesar Hafstein er þannig annarsvegar stillt upp bláleitri litmynd af öldu sem lemur á kletti og hinsvegar svarthvítri mynd af hestum sem híma í snjókófi undir dimmbrenndum himni. Margar síður bókarinnar era sérlega hreinlegar, einsog sú með Haustmyndum Snorra Hjartarsonar, þar sem útklippt mynd er af haustlaufum en Láras Karl er óhræddur við að láta lofta vel um orð og myndir. Stundum jaðrar við að myndimar séu of sætleg- ar og vinna þá frekar á móti kvæðun- um, einsog þar sem blásin er biðu- kolla við Tímann og vatnið Steins Steinarr og tengist myndin hughrifum ljóðsins ekkert. En eins og náttúra- myndimar fara oft vel við ljóðin, þá virkar oft tvímælis að myndskreyta með mannamyndum; hokinn dorg- veiðimaður á lítið sameiginlegt við andann í Vetrardegi Stefáns Harðar Grímssonar þar sem „Á mjóum fót- leggjum sínum/ koma mennimir eftir hjaminu/ með fjöll á herðum sér“, og brosandi piltur hefur lítið að gera með Maímorgunljóði Gyrðis. Ljósmyndir bókarinnar koma úr ýmsum áttum, einhverskonar einkenn- isstíl er ekki fyrir að fara; þær era flestar ágætar, en einstaka virðast þó á einhvem hátt gamaldags, einsog þokufilter á ijöramyndum og yfirlýst mynd af reiðmönnum. Þetta er lagleg bók og ágætt lítið sýnishom íslenskrar ljóðlistar. Hönn- unin er gerð af ríkri formrænni tilfinn- ingu og kunnáttu þar sem kappkostað er við að ljóð og myndir njóti sín og vinni saman og prentunin er einnig ágætlega af hendi leyst. Einar Falur Ingólfsson Ekkert beinlínis eins og hún hafði ætlað BOKMENNTIR Skáldsaga DAGBÓK STEINSINS eftir Carol Shields, Ólöf Eldjám þýddi. Utg. Mál og menning 1996. 286 bls. HÉR er sagt frá lífshlaupi kan- adískrar konu, Daisy Goodwill, sem var fædd iaust eftir siðustu alda- mót. Fyrsti kaflinn er magnaður þegar lýst er aðförum móður henn- ar, hinnar akfeitu Mercy, við að gera búðing handa manninum sín- um, ala telpuna og gefa upp öndina. Föðurnum hafði ekki verið kunn- ugt um að konan átti von á barni og verður hálf gramur út í látna eiginkonu sína, hann getur ekki tekið á sig uppeldi telpunnar — enda lýst í fyrstu sem hálfgerðum kjána, og nágrannakonan Clarent- ine Flett tekur barnið. Hún skilur við mann sinn með einu kveðjuorði og fer í burtu með barnið og sest að hjá syni sínum. Þar elst Daisy upp næstu ellefu árin. Þá er faðir hennar orðinn frægur fyrir minnis- varða sem hann gerði í sektarkennd og trega vegna konu sinnar og afræður að taka dótturina til sín. Hann er kominn í góð efni og kjána- bragurinn sem var á honum í fyrstu af honum strokinn eða kannski virkjaður þannig að honum gengur nú flest í haginn. Daisy er liðlega tvítug þegar hún giftist óreglupésa og dekurdreng og þau fara í brúðkaupsferð til Evrópu. Ekki tekst betur til en svo að brúðguminn dettur fullur út um hóteglugga og deyr. Brúðurinn snýr heim, enn hrein mey. Allmörgum árum síðan ákveður Daisy að heimsækja son fósturmóð- ur sinnar. Þau giftast í einum hvelli og eignast þijú börn og segir svo frá samlífi þeirra hin næstu ár og Daisy eftir að hún er orðin ekkja. Sagan ætti að vekja forvitni meðal annars vegna þess að aðal- persónan hefur lifað alla þessa öld með þeim breytingum sem hafa orðið. Hvað varðar lífsháttu, lífsvið- horf, stöðu kvenna, almennar þjóð- félagsbreytingar, að ekki sé nú minnst á tæknibyltingar. Hvaðeina. Carol Shields er ekki umfram um það. Hún gerir lítil skil umhverfinu öðru en því sem Daisy hrærist í og þær skírskotanir til þjóðfélagsmála sem vikið er að fannst mér afar laustengdar og oft yfirborðslegar. Þetta á kannski einmitt að vera það; saga Daisy og hennar fólks en maður skyldi ætla að það ætti að vera hægt að lesa margt fleira út úr því sem þau hrærast í. Mér fannst galli að háskólanámi söguhetjunnar á sínum tíma, þegar ekki var sjálfsagt að stúlkur mennt- uðu sig, eru ekki gerð skil. Þetta er því afleitara að oft má sjá og skilja að Daisy er litrík persóna sem vill fara sínar leiðir og ekki láta ráðska með sig. En gerir það samt þegar allt kemur til alls. Víst er þessi saga fjörlega skrifuð en þetta kynduga tilgangsleysi sem einkennir hana gerir að verkum að hana skortir dýpt. Ég á ekki við að það sé endilega galli að höfund- urinn sé ekki með boðskap. Jafnvel umhverfisleysi og þjóðmálaþróun get ég svo sem sætt mig við. En höfundurinn er í einhverri fjarlægð frá sögupersónunni Daisy. Skrifar hana utan frá hvað svo sem líður lýsingum sums staðar á sálarlífi hennar. Ég hef ekki lesið bók eftir Carol Shields áður en á bókarkápu eru taldar upp nokkrar viðurkenningar sem Shields hefur hlotið. Jafnframt er lesanda sagt að sagan bijóti flest lögmál skáldsögunnar nema það að vera skemmtileg og spennandi. Um margt get ég tekið undir að bókin sé skemmtileg í lestri, einkum í fyrrihlutanum, og það er margt frumlega gert í henni. Samt þurfti ég nokkrar atlögur á seinni kaf- lana, þar var stundum eins og höf- undur væri að verða hálflúinn. Hann tekur svo flugið í lokaköflun- um sem verða í senn dramatískir og fyndnir og uppátektarsemi höf- undar tekst vel. Þar er eins og fjar- lægðin hafi líka minnkað milli höf- undar og Daisy. Ólöf Eldjárn þýddi bókina og virðist það vera vel af hendi leyst og ber vitni góðum tökum á ís- lensku. Jóhanna Kristjónsdóttir „Gefin fyrir drama þessi dama“ Ein sýning eftir fyrir jól SÍÐASTA sýning fyrir jól á leikritinu „Gefin fyrir drama þessi dama“ eftir Megas í Höfðaborginni í Hafnarhús- inu verður fimmtudaginn 12. desem- ber kl. 20.30. „Upphaflega var áætlað að sýna hámark 20 sýningar en nú eru komn- ar 23 sýningar á verkinu og viðtökur verið svo góðar að ákveðið hefur verið að halda sýningum áfram eftir áramót," segir í kynningu. Sigrún Sól leikur öll hluverkin í sýningunni og Hörður Bragason org- anisti hannaði hljóðmynd og tekur þátt í sýningunni. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdótt- ir, leikmynd og lýsingu hannaði Eg- ill Ingibergsson og búninga gerði Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Aðrar sýningar í Höfðaborginni eru „Safnarinn" eftir John Fowles og barnaleikritið „Rúi og Stúi“. Þess- ar sýningar halda einnig áfram eftir áramót. Afmælisútgáfa í takmörkuðu upplagi, aðeins 100 stk í boði 5.000 afmælisafsláttur Nilfisk Silverf Jubil M Nilfisk Silver /rúnix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420 MODEL I LÚXUS- ÚTFÆRSLU, FRAMLEIDD í TILEFNI 90ÁRA AFMÆLIS NILFISK Nilfisk Silver FYRIRLIGGJANDI: GÚLFSLÍPiVÉLAR • RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR - STEYPUSAGIR - HRJERIVÉLAR - SAGARBLÖD - Vönduö tramleiðsla. STEINAR WAAGE Mikið úrval af töskum og veskjum. Hanskar, spariskór, stígvél og gjafakort SKOVERSLUN Domus Medica og Kringlunni BRUNO MAGLI andiamo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.