Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Reglur um vörumerkingar á umbúðum á Evrópska efnahagssvæðinu Ráðherra biður um upp- lýsingar frá EFTA GUÐMUNDUR Bjarnason, um- hverfisráðherra, hefur skrifað Birni Friðfinnssyni, eftirlitsfulltrúa hjá Eftirlitsstofnun EFTA, með fyrir- spurn um hvort mögulegt sé að kom- ast hjá því að taka upp ítrustu regl- ur EES um vörumerkingar á umbúð- um matvæla á næsta ári. í Morgunblaðinu á þriðjudag var haft eftir framkvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna að íslensk stjórnvöld vildu ganga lengra en Eftirlitsstofnun EFTA krefðist og að Björn Friðfinnsson hefði sagt að ESA myndi sætta sig við hillumerk- ingar í verslunum ef íslensk eftirlits- yfirvöld létu sér það nægja. „Við erum búnir að vera að glíma Rekstrar- gjöld Vatnsveitu 4,7% hærri HEILDARTEKJUR Vatnsveitu Reykjavíkur fyrir árið 1997 eru áætlaðar 777 milljónir að meðtöld- um vaxtatekjum. Rekstrargjöld að meðtöldum afskriftum eru áætluð 686 milijónir og er það 4,7% hærra en áætluð niðurstaða ársins 1996. Gert er ráð fyrir að verja 222 millj- ónum til eignabreytinga á árinu. í ræðu borgarstjóra við fyrri um- ræðu um fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar kom fram að gert er ráð fyrir að tekjur aukist um rúm 11% á milli ára og munar þar mest um hækkun á vatnsgjaldi sem kemur til framkvæmda á næsta ári. Ennfrem- ur hefur fjölgun fasteigna áhrif þar á. Sagði borgarstjóri að meiri áhersla væri lögð á endurnýjun heimæða, dreifi- og stofnæða sam- fara því að meðalaldur kerfisins hækkar. Kappkostað yrði að ljúka tengingu við Grafarvog og verður á árinu 1997 komið á tengingu, sem býður upp á viðunandi öryggi á vatnsveitunni. -----» ♦ ♦-- Kvartað undan lúsarlyfi TÖLUVERT af kvörtunum hefur borist Borgar Apóteki þess efnis að lúsarlyfíð Nix fargi ekki nit lúsar- innar og beri því ekki árangur sem skyldi, að sögn Vigfúsar Guðmunds- sonar, lyfjafræðings hjá apótekinu. í notkunarleiðbeiningum kemur fram að ein meðferð dugi venjulega til að farga nit og lús. „í sérleyfa- skrá sem almenningur hefur ekki aðgang að, stendur að lyfið drepi um það bil 70% nitarinnar. Því hef ég ákveðið að mæla með notkun annarrar tegundar sem drepur nit- ina aiveg,“ sagði Vigfús. Hjörleifur Þórarinsson, lyfjafræð- ingur hjá Glaxo á íslandi, sem flyt- ur inn lyfið segir engar kvartanir hafa borist þeim vegna lélegs árang- urs af notkun lyfsins. „Lyfið er mjög vel rannsakað og prófað og hefur hlotið samþykki heilbrigðisyf- irvalda." Fyrir sumum iyfjum myndar lúsin þol, að sögn Hjörleifs, en þar sem Nix er nýkomið á markað er ólík- legt að svo sé í því tilfelli. við að kanna allar leiðir til þess að þurfa ekki að binda okkur svona við þessi ákvæði EES-samningsins,“ sagði Guðmundur Bjarnason við Morgunblaðið í gær. „Það hefur staðið yfir í má segja 3 ár og við höfum á meðan gefið nýja fresti. Við höfum m.a. iátið kanna hillumerkingarmálið sérstak- lega í Brussel og hvort hægt væri að gefa út upplýsingabækling og dreifa honum með vörunum og sam- kvæmt upplýsingum sem ég fékk á fundi í Brussel í nóvembermánuði með fulitrúa okkar og starfsmönnum ráðuneytis og hollustuverndar. var það niðurstaðan að við mundum ekki sleppa með neitt af þessum hug- ÁRLEGT tjón vegna eldsvoða í heimahúsum yfir jól og áramót er talið nema 20 til 40 milljónum króna, að því er fram kom á fundi Brunatæknifélags íslands um for- varnir vegna bruna yfir hátíðirn- ar í gær. Á fundinum var meðal annars fjallað um íkveikjur vegna rangr- ar notkunar rafbúnaðar, þar sem fram kom m.a. að þjá Rafmagns- eftirliti ríkisins eru skráð 18 til- vik um bruna út frá sjónvarpi á tímabilinu 1990 til 1995. REKSTRARTEKJUR Reykjavíkur- hafnar árið 1997 eru áætlaðar 760 milljónir og er það um 5% hækkun frá áætlaðri útkomu ársins 1996. Rekstrargjöld eru áætluð 540 millj- ónir, sem er um 9% hækkun frá áætlaðri útkomu ársins 1996. Sagði borgarstjóri við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar að hækkunin stafaði af miklum við- haldsverkefnum í húseignum og hafnarvirkjum en einnig þurfi að ráðas't í gatnagerð vegna lóðaút- hlutana árið 1996. I tekjuáætlun fyrir Reykjavíkur- myndum; við ættum engrar undan- komu auðið. Þess vegna er þessi ákvörðun mín tekin að tilkynna að við munum taka upp þessar merking- ar á næsta ári,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að frétt Morgunblaðs- ins af málinu hefði komið flatt upp á sig og menn í umhverfisráðuneyt- inu. „Þannig að ég hef þegar beðið um upplýsingar frá Birni Friðfinns- syni. Eg hef skrifað honum og hef beðið hann að upplýsa málið og hans viðhorf til þess því ef Eftirlitsstofn- unin sér á þessu einhveija möguleika er það svo sem ekki gert í mína þágu að vera að gerast „kaþólskari en páfinn", eða að ganga lengra en þörf væri á, því að við höfum verið * Arlegt tjón 20-40 milljónir Haukur Ársælsson hjá RER benti meðal annars á að fólk skyidi huga að rafdrifnum jóla- skreytingum sinum og sýna aðgát höfn árið 1997, er gert ráð fyrir svipuðum vöruflutningum um höfn- ina en að samdráttur verði í útflutn- ingi sjávarafurða vegna breytinga á flutningakerfi Eimskipafélags Is- lands. Því er áætlað að tekjur af vöruflutningum hækki um 1% þrátt fyrir að miðað sé við að gjaldskrá hækki um 4%. Borgarstjóri sagði að miðað væri við sama aflamagn og aflaverðmæti og á síðasta ári. Einnig væri reiknað með að skipa- ferðir yrðu svipaðar og á liðnu ári en að tekjur hækkuðu í samræmi við gjaldskrárhækkanir. Þjónustu- að reyna að finna ásættanleg skil- yrði og aðferðir til að geta áfram haft þessa vöru. Við bíðum eftir svari frá Birni." Guðmundur sagði að í þessu máli vöknuðu líka spurningar um neyt- endasjónarmið. „Ég man ekki betur en Neytendasamtökin hafi nýlega verið með einhveijar ályktanir um það að upplýsingar á vöruumbúðum hér væru í mesta ólestri og verið að kenna okkur um í því efni. Ég hélt ég væri að þjóna hagsmunum neytenda en ekki gagnstætt en ef svo er ekki þarf kannski að skoða viðhorf ýmissa innlendra aðila til málsins, en ég hef sem sagt verið að reyna hitt.“ í meðferð sinni á þeim. Hann fjall- aði meðal annars um hættu á íkveikju vegna rangrar með- höndlunar á rafbúnaði, t.d. rangt val á jólaseríum og yfirlestun á tenglum og fjöltenglum. Skipta skal um perur, sem springa eða brotna í seríum, hið fyrsta sökum hættu á að aðrar perur ofhitni. Fulltrúar Slökkviliðs Hafnar- fjarðar fjölluðu síðan um eldvarn- ir og eldsvoða yfir hátiðarnar og fjallað var sömuleiðis um forvarn- ir á Keflavíkurflugvelli. gjöld hækka með breyttri gjaldskrá og aukinni þjónustu vegna nýs dráttarbáts. 10% tekjuhækkun Sagði borgarstjóri að tekjur af húseignum og lóðum hækki sam- kvæmt áætlun um 10% á milli ára og er það mest vegna aukinnar útleigu. Húsnæðið í Faxaskála og í Hafnarhúsi hafi verið endurnýjað á undanförnum árum og væri nú í fullri útleigu á hærri leigu. Að sögn borgarstjóra gekk úthlutun lóða vel árið 1996 og koma þær til leigu Framkvæmdir á Nesjavöllum Samið um greiðslu útlagðs kostnaðar BORGARRÁÐ og Landsvirkjun hafa undirritað samning, sem felur í sér að Landsvirkjun skuldbindur sig til að endurgreiða Hitaveitu Reykjavíkur % hluta útlagðs kostn- aðar vegna undirbúnings virkjunar- framkvæmda á Nesjavöllum á tíma- bilinu 12. september 1996 til 1. mars 1997, að hámarki 40 milljónir ef ekkert verður af fyrirhugaðri byggingu álvers Columbia Ventures hér á landi. Ef til þess kemur að Landsvirkjun greiði Hitaveitu Reykjavíkur útlagð- an undirbúningskostnað og borgar- yfirvöld ákveða síðan fyrir 1. mars 2003 að nota á einhvern hátt vinn- una skal endurgreiða Landsvirkjun þá ljárhæð sem hún hefur greitt. Ef ákvörðunin er tekin fyrir 1. mars 2001 endurgreiðist öll fjárhæðin, en ef ákvörðunin er tekin á tímabilinu 1. mars 2001 - 1. mars 2003 lækk- ar fjárhæðin sem ber að endurgreiða þar til réttur Landsvirkjunar til end- urgreiðslu fellur niður 1. mars 2003. Ef rafmagnssamningur milli aðila öðlast gildi eigi síðar en 1. mars árið 1997 eða þann dag annan sem aðilar kunna að verða sammála um, skal samningur þessi falla úr gildi á gildistökudegi rafmagnssamn- ingsins. Falli samningur Landsvirkj- unar og Columbia Ventures frá 6. desember 1996 úr gildi fyrir 1. mars 1997 skal Landsvirkjun heim- ilt að segja upp samningnum við borgaryfirvöld. Skal Landsvirkjun þá greiða Hitaveitu Reykjavíkur 2A hluta alls útlagðs kostnaðar Hita- veitunnar vegna undirbúnings fram- kvæmdanna á Nesjavöllum frá 5. september 1996 til þess dags, sem Landsvirkjun segir samningum upp, þó að hámarki 40 milljónir. árið 1997. I ræðu borgarstjóra kom fram að í áætlun um fjármagnsstreymi væri gert ráð fyrir 60 millj. í tekjur af gatnagerðargjöldum. Afborganir af langtímalánum væru 6 millj. og til framkvæmda yrði varið 310 millj. Mestu yrði varið til olíuhafnar í Örfirisey eða 133 millj. en ráðgert sé að taka nýja bryggju í notkun árið 1999. Sagði hann að gengið hafi á tiltækt land við lóðaúthlutan- ir árið 1996. Þess vegna hafi verið ákveðið að veija um 100 millj. til landgerðar, mest í Vesturhöfn. * Avallt hætta á eldsvoðum í heimahúsum yfir jól og áramót HAUKUR Ársælsson hjá Rafmagnseftirlitinu leiðbeindi á fundi Brunatæknifélags um íkveikjuhættu. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar árið 1997 Rekstrartekjur Reykjavík- urhafnar hækka um 5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.