Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Áætlað tap Húsnæðis-
nefndar 42 millj. árið 1998
í MÁLI Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur borgarstjóra, við fyrri um-
ræðu um fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar fyrir árið 1997 kom
fram að áætlað tap Húsnæðis-
nefndar Reykjavíkur árið 1998
væri 42 milljónir króna. 22 endur-
söluíbúðir á vegum nefndarinnar
eru nú óseldar, þar sem þær þykja
of dýrar. í borginni eru um 3.700
eignaríbúðir.
Tekjur Húsnæðisnefndar af ný-
byggingaframkvæmdum eru 6% en
3% af íbúðum sem keyptar eru af
verktökum. Hafa tekjurnar tii
þessa staðið undir rekstri nefndar-
innar. Félagslegar eignaríbúðir í
Reykjavík eru tæplega 3.700 og
sagði borgarstjóri að ýmis teikn
22 endursöluíbúðir óseldar
væru á lofti um að draga færi úr
þörf fyrir nýbyggingar í félagslega
kerfinu, en það mun koma til með
að hafa áhrif á tekjur nefndarinnar.
Of dýrar íbúðir
Áætlað tap Húsnæðisnefndar á
árinu 1997 er 11 millj. en 42 millj.
á árinu 1998. Hafa umsvif endur-
sölu íbúða farið vaxandi á undan-
förnum árum. Aukin innkaup og
endursala á eldri íbúðum, sem mikil
þjónusta fylgir mun leiða til hærri
kostnaðar. „Núna eru 22 óseldar
endursöluíbúðir á vegum Húsnæðis-
nefndar og eiga þær sammerkt að
vera í dýrari kantinum enda fylgir
þeim yfírleitt bílskýli sem torveldar
söluna," sagði borgarstjóri. „Þessar
íbúðir eru undantekningalaust í
Grafarvogi."
Þörfin könnuð
Borgarstjóri sagði að Húsnæðis-
nefnd væri að kanna þörf á félags-
legu húsnæði í borginni og að á
grundvelli þeirrar könnunar yrði
gerði fjögurra ára áætlun um bygg-
ingu eða kaup á félagslegum íbúð-
um. „Borgaryfirvöld stefna að því
að kaupa íbúðir í eldri hverfum
borgarinnar til félagslegra nota
bæði í þeim tilgangi að koma í veg
fyrir samþjöppun tiltekins íbúðar-
forms í afmörkuðum hverfum og
eins til að mannvirki eins og skólar
og leikskólar í eldri hverfum nýtist
sem best,“ sagði borgarstjóri. „í ljósi
þessarar stefnumótunar auglýsti
Húsnæðisnefnd eftir eldri íbúðum í
vissum hverfum borgarinnar árin
1995 og 1996. Fæst tilboða sem
bárust uppfylltu skilyrði sem sett
voru af hálfu nefndarinnar varðandi
stærð, staðsetningu í húsi og eigna-
skiptasamninga. Nefndin hafði held-
ur ekki árangur sem erfiði, þegar
hún bauð í eldri íbúðir, því tilboð
hennar reyndust of lág.“
Frumvarp um málefni fatlaðra lagt fram á Alþingi
Færast til sveitarfélaga
PALL Pétursson hefur lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga um breyt-
ingar á lögum um málefni fatlaðra.
Frumvarpið miðar að undirbúningi
yfirfærslu málefna fatlaðra til sveit-
arfélaga, sem ráðgert er að komi
til framkvæmda 1. janúar 1999.
Kveðið er á um, að félagsmála-
ráðherra skuli gera ráðstafanir til
að undirbúa yfirfærsluna til sveitar-
félaganna og skipi verkefnisstjórn
í því skyni. Stefnt er að því að yfir-
færsla málaflokksins komi til fram-
kvæmda 1. janúar 1999, að því
gefnu að Alþingi hafi þá samþykkt
m.a. ný lög um félagsþjónustu sveit-
arfélaga og breytingu á lögum um
tekjustofna sveitarfélaga.
Yfirfærsla málaflokksins var
rædd þegar gildandi lög um mál-
efni fatlaðra voru sett árið 1992,
en þá náðist ekki samstaða um að
ganga lengra en að kveða á um að
við næstu endurskoðun laganna,
sem skyldi vera gerð innan fjögurra
ára, yrði miðað að því að auka
ábyrgð sveitarfélaganna á málefn-
um fatlaðra.
Frumvarpið verður tekið til
fyrstu umræðu á Alþingi í dag.
Kipra í sér
augun
SÓLIN er afar lágt á lofti um
þessar mundir. Þegar létti til um
tíma í gær þurftu ökumenn að
kipra í sér augun og fella niður
sólskyggni bílanna.
Morgunblaðið/Golli
Hækkun
hámarkshraða
Felld með
yfirgnæf-
andi meiri-
hluta
BREYTINGARTILLAGA fimm
þingmanna við frumvarp ríkis-
stjómarinnar um breytingar á
umferðarlögum, sem gekk út á
að hámarkshraði á þjóðvegum
með bundnu slitlagi á íslandi
skyldi hækkaður í 110 km
hraða á klst., var felld með yfir-
gnæfandi meirihluta að við-
höfðu nafnakalli á Alþingi í
gær.
Fjörutíu og fjórir þingmenn
höfnuðu tillögunni, þrír greiddu
ekki atkvæði og fjórir af fimm
flutningsmönnum, þau Siv Frið-
leifsdóttir, Ámi Johnsen, Vil-
hjálmur Egilsson og Einar K.
Guðfinnsson, sögðu já. Fimmti
flutningsmaðurinn var Hjálmar
Jónsson, en hann sagðist hafa
sannfærzt um að hækkun há-
markshraðans yrði ekki til góðs,
og heltist því úr lestinni.
Hitaveitan
Tekjur
lækka um
77 millj-
ónir kr.
TEKJUR Hitaveitu Reykjavíkur árið
1997 eru áætlaðar 2.943 milljónir
og er það 77 milljóna króna lækkun
frá áætlun ársins 1996 en vegna
mikilla hlýinda meginhluta ársins
1996 urðu tekjur veitunnar um 270
milljónum lægri en áætlun gerði ráð
fyrir. Afgjald í borgarsjóð er áætlað
898,9 milljónir árið 1997.
í ræðu borgarstjóra við fyrri
umræðu um fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar fyrir árið 1997 kom
einnig fram að áætluð rekstrargjöld
Hitaveitunnar em 1.273 milljónir,
sem er 2,81% hækkun frá áætlun
fyrir árið 1996 og er rekstrarhagn-
aður áætlaður um 487,7 millj.
Ölkelduháls næsta
virkjunarsvæði?
Til framkvæmda á árinu er áætl-
að að veija 1.007 millj. auk 1.780
millj. til raforkuvers á Nesjavöllum
ef samningar takast um fram-
kvæmdina. Borgarstjóri sagði að
ráðgert væri að veija 30 millj. til
að bora rannsóknarholur og kanna
jaðar jarðhitasvæðanna í Mos-
fellsbæ. Einnig verða boraðar
grynnri holur í Álfsnesi og við
Minna-Mosfell. Þá verðurvarið 175
millj. til að bora tvær djúpar rann-
sóknarborholur á Ölkelduhálsi og
sagði borgarstjóri að nauðsynlegt
væri að rannsaka betur hvort svæð-
ið sé líklegt sem næsta virkjunar-
svæði veitunnar. Til áframhaldandi
uppbyggingar varmaorkuvers á
Nesjavöllum verður varið 125 millj.
og verður lokið við stækkun versins
úr 150 MW í 200 MW.
Ný aðalæð
200 millj. verður varið til fram-
kvæmda við nýja aðalæð frá Reykj-
um í Mosfellsbæ og 40 millj. til
byggingar dælustöðvar á Reykjum.
Áætlað er að ljúka því verkefni
árið 1998 en heildarverð alls verks-
ins er áætlað 440 millj. Til end-
urnýjunar á safnæðum á Reykjum
og í Reykjahlíð er áætlað að veija
40 millj. og 20 millj. verður varið
til að endurnýja stofnæð við Suður-
landsbraut, frá Sæbraut vestur fyr-
ir Langholtsveg og ljúka endurnýj-
un hennar að Grensásstöð árið
1998. Til framkvæmda við dreifi-
kerfið er áætlað að veija samtals
320 millj. Þær framkvæmdir eru í
meginatriðum endurnýjun gamalla
lagna, lagnir í nýjum bygginga-
hverfum og heimæðar í ný hús og
tenging þeirra.
Kostnaður vegna nýbyggingahverfa í Reykjavík 455 millj.
Byggingarhæfar lóðir
fyrir 450 íbúðir árið 1997
GERT er ráð fyrir lóðir fyrir 450
íbúðir verði gerðar byggingarhæfar
á árinu 1997 samkvæmt fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar. Áætlað-
ur heildarkostnaður vegna nýbygg-
ingahverfa er 455,5 milljónir og er
gert ráð fyrir að gatnagerðargjöld
nemi um 80% af þeirri upphæð eða
um 380 milljónum.
í ræðu borgarstjóra við fyrri
umræðu um fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar kom fram að í
nýja hverfinu norðan Korpúlfs-
staða, Staðahverfi, verða gerðar
byggingarhæfar lóðir við götumar
Garðsstaði og Brunnastaði og
Bakkastaði að hluta. í Staðahverfi
er gert ráA fyrir samtals 389 íbúð-
um, þar af 162 í fjölbýli, 119 í rað-
húsum og 108 einbýlishúsum. Af
þeim verða 157 byggingarhæfar á
næsta ári.
Sagði borgarstjóri að áfram yrði
haldið við gatnagerð við Sóltún
vestan Kringlumýrarbrautar og
gerðar lóðir fyrir 20 raðhús auk
157 íbúða í fjölbýli. í Víkurhverfí,
sem úthlutað var til byggingar-
meistara, er ráðgert að lóðir verði
tilbúnar fyrir 16 rað- og parhús og
65 íbúðir í fjölbýli verði byggingar-
hæfar. Lokið verði við lagningu
Vættaborgar og þar verða lóðir
fyrir 11 einbýlishús og 22 rað- og
parhús.
Nýtt þjónustu- og
verslunarhverfi
Jafnframt er áformað að veija
32 milljónum til uppbyggingar
nýrra iðnaðar- og þjónustuhverfa
og haldið verður áfram gatnagerð
í Fossaleynismýri og á Gylfaflöt.
Loks kom fram að í lok ársins yrði
hafist handa við framkvæmdir við
Hamrar Foldir
nýtt þjónustu- og verslunarhverfi um til uppbyggingar hverfisins
norðan Hallsvegar, Spöngina, og ásamt aðliggjandi götum, Mosa- og
er reiknað með að veija 52 milljón- Móavegi.