Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 80
<o>
AS/400
Mikið úrval
viðskiptahugbúnadar
<Ö> NÝHERJI
OPIN KERFI HF.
Sími: 567 1000
^pVectn
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Sljórnarflokkar afgreiða frumvarp um samningsveð
Óheimilt að veðsetja
aflahlutdeild skips
ÞINGFLOKKAR stjórnarflokk-
anna hafa afgreitt frumvarp um
samningsveð með ákvæði um að
óheimilt sé að veðsetja nýtingar-
réttindi í atvinnurekstri sem
stjórnvöld úthluta, svo sem afla-
heimild skips og greiðslumark
bújarðar.
En jafnframt er í frumvarpinu
tekið fram, að hafi fjárverðmæti
.það, sem umrædd réttindi eru
skráð á, (t.d. skip eða bújörð),
verið veðsett sé eiganda þess
óheimilt að skilja réttindin.frá fjár-
verðmætinu nema með þinglýstu
samþykki þeirra sem eiga veðrétt-
inn.
í greinargerð með frumvarpinu
er tekið fram að úthlutun afla-
heimilda samkvæmt lögum myndi
ekki eignarrétt eða óafturkallan-
legt forræði einstakra aðila yfir
veiðiréttindum heldur sé fyrst og
fremst um takmarkaðan og tíma-
bundinn nýtingarrétt að ræða.
Þá er í greinargerðinni lögð
áhersla á að sá sem tekur veðrétt
í veiðiskipi eða bújörð taki með
sama hætti og eigandi skipsins eða
bújarðarinnar þá áhættu, að nýt-
ingarréttindin verði skert eða af-
numin vegna almennra ráðstafana
ríkisvaldsins.
Afgreitt án fyrirvara
Frumvarpið var endanlega af-
greitt af Framsóknarflokknum í
gær án fyrirvara en frumvarpstext-
inn tók nokkrum breytingum í
meðförum flokksins. Þannig var
m.a. að kröfu Sivjar Friðleifsdóttur
tekið fram að þau réttindi sem
ekki mætti veðsetja, væru t.d. afla-
heimild og greiðslumark en áður
var vísað til þess í greinargerð.
„Það er skýrt að það er ekki
heimilt að veðsetja aflahlutdeild
fískiskipa eða greiðslumark bú-
jarða en um leið næst það fram
að ekki er hægt að færa þetta á
milli manna án heimildar veð-
hafa,“ sagði Valgerður Sverris-
dóttir, þingflokksformaður Fram-
sóknarflokksins.
Breytingarnar voru kynntar í
þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær
en ekki afgreiddar sérstaklega, að
sögn Geirs H. Haarde, formanns
þingflokksins, þar sem ekki var
um efnislegar breytingar að ræða
á frumvarpinu. Þingflokkurinn af-
greiddi frumvarpið í síðustu viku
og lýstu þrír þingmenn, þeir Krist-
ján Pálsson, Guðjón Guðmundsson
og Guðmundur Hallvarðsson, þá
fyrirvara við frumvarpið.
Endanlegi frumvarpstextinn er
eftirfarandi: „Eigi er heimilt að
veðsetja réttindi til nýtingar í at-
vinnurekstri, sem skráð eru opin-
berri skráningu á tiltekið fjárverð-
mæti og stjórnvöld úthluta lögum
samkvæmt, t.d. aflahlutdeild físki-
skips og greiðslumark bújarðar.
Hafi fjárverðmæti það sem rétt-
indin eru skráð á, verið veðsett,
er eiganda þess óheimilt að skilja
réttindin frá fjárverðmætinu,
nema með þinglýstu samþykki
þeirra, sem veðréttindin eiga í við-
komandi fjárverðmæti.“
Fullorðnir algengir
smitberar kíghósta
FLEIRI tilfelli kíghósta hafa greinst
undanfama mánuði en í mörg ár og
segir settur aðstoðarlandlæknir,
Haraldur Briem, um vægan faraldur
að ræða. Á hveiju ári greinast tilvik
kíghósta hér á landi en síðasti stóri
faraldurinn geisaði um 1960 en þá
voru skráð um 3.500 tilfelli, ein-
göngu börn. Haraldur áætlar tilvikin
frá í haust vera á bilinu 200-300.
Komið hefur í ljós að fullorðnir
smitast jafnt sem börn af sjúkdómn-
um. „Læknar hafa veitt því athygli
í auknum mæli að fullorðnir smitast
einnig. Jafnframt eru þeir algengir
smitberar þar sem sjúkdómseinkenni
þeirra eru oft mjög væg en sumir
geta borið bakteríuna án þess að
vita af því.“
Börn til sjö ára aldurs eru bólu-
sett við kíghósta. Ef bólusetja ætti
eldri aldurshópa þyrfti að sögn Har-
aldar að skipta um tegund bóluefnis
þar sem fullorðnir eru mun við-
kvæmari fyrir eftirköstum af notkun
þess efnis sem notað er.
Morgunblaðið/Ásdís
1.300 tonn
áland
NÝJA Hólmaborgin, stærsta
loðnuskip íslenska flotans, land-
aði rúmum 1.300 tonnum af
loðnu á Eskifirði um hádegisbil-
ið í gær. Þetta var fyrsta veiði-
ferð Hólmaborgarinnar eftir
gagngerar endurbætur sem
gerðar voru á henni í Póllandi
nýlega, en þá var skipið m.a.
lengt um tæpa fjórtán metra.
Loðnan veiddist á Reyðar-
fjarðardýpi og var ekki annað á
skipverjum að heyra en að vel
hefði til tekist. Þeir voru sex
daga í túrnum en í gærmorgun
var komin bræla.
Flutninga-
bíll fauk
FLUTNINGABÍLL og tengivagn af
öðrum flutningabíl fuku út af þjóð-
veginum skammt vestan og austan
við Höfn í Hornafirði í gær. Að sögn
lögreglu var mikil hálka á vegum
og gekk á með hvössu norðanroki.
Um hádegið fauk tengivagn aftan
af flutningabíl út af veginum á
Mýrum skammt vestan við Höfn.
Að sögn lögreglunnar náðist vagn-
inn upp á veginn á ný, lítið skemmd-
ur.
Þá fauk flutningabíll af þjóðveg-
inum austan við Almannaskarð og
hafnaði hann á hliðinni utan vegar.
Ökumaður slasaðist lítillega.
Lýsingskvóti skorinn umtalsvert niður í Namibíu á næsta fiskveiðiári
Seaflower Whitefish
selur tvö skip af fjórum
Ráðherrar hafna
gagnrýni ASI
Ekki tilefni
til uppnáms
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segist ekki sjá að frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um breytingar á lífeyr-
ismálum opinberra starfsmanna sé
tilefni til þess að setja kjarasamninga
á almennum markaði í uppnám.
Davíð sagðist hafa rætt þetta mál
við forystu ASÍ fyrir nokkrum dögum
og í kjölfarið hefði hann haft frum-
kvæði að því efnt var til samráðs-
fundar milli embættismanna í fjár-
málaráðuneytinu, tryggingafræð-
inga og starfsmanna Alþýðusam-
bandsins.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra segir að framlög ríkisins í hina
nýju deild sem stofnuð verður hjá
LSR, standi undir jafnverðmætum
lífeyrisréttindum og í gamla lífeyris-
kerfinu. Ríkið sem launagreiðandi sé
ekki að taka á sig nýjan kostnað
vegna fyrirhugaðra breytinga.
■ Kostnaður ríkisins/41
UMT ALS VERÐUR samdráttur
blasir við á komandi fiskveiðiári
hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækinu Seaflower Whitefish Corp-
oration Ltd. í Liideritz í Namibíu.
íslenskar sjávarafurðir hf. (ÍS)
eiga 20% hlut í fyrirtækinu á
móti 80% hlut eignarhaldsfélags-
ins FISHCOR, sem er eign nam-
ibíska ríkisins.
Kvóti minnkar um 5.500 tonn
Að sögn Benedikts Sveinssonar,
framkvæmdastjóra ÍS, er nú þegar
orðið Ijóst að úthlutaður kvóti lýs-
ings verður dreginn saman á næsta
fiskveiðiári, sem hefst um áramót.
Hefur fyrirtækið þegar gripið til
þess ráðs að selja tvo togara.
Seaflower Whitefísh hefur rekið
þijá ísfisktogara og einn frystitog-
ara ásamt fullkomnu frystihúsi.
„Við vitum að kvótinn verður dreg-
inn saman og menn eru að gera
ráðstafanir með hliðsjón af því. Það
er búið að selja tvo togara. Þá eru
tveir togarar eftir, og veltur það á
endanlegri niðurstöðu við kvótaút-
hlutunina hvort einum togara verð-
ur bætt aftur við,“ segir Benedikt
Sveinsson.
Á síðasta ári hafði Seaflower
yfir að ráða 9.700 tonna kvóta og
var hann svo hækkaður í tæplega
13 þúsund tonn á þessu ári. Nú
blasir við að kvótinn verði skorinn
niður í um 8.500 tonn á næsta ári.
„Fiskifræðingar segja þó að
útlit í hafinu sé mjög gott og nýlið-
un hafi tekist mjög vel, þannig að
vonandi er framhaldið álitlegt en
það þarf að endurskipuleggja
starfsemina miðað við þessar stað-
reyndir,“ segir Benedikt.
Færri íslendingar
Um 30 íslendingar hafa verið
við störf hjá Seaflower í yfir-
manns- og stjórnunarstöðum á
öllum skipum félagsins og í
vinnsluhúsum í landi en ljóst er
að þeim fækkar nokkuð vegna
sölu togaranna.
„Menn bíða eftir endanlegum
kvóta fyrir næsta ár til að geta
gert sínar ráðstafanir. Það virðist
þurfa að breyta þessu nokkuð
hratt,“ sagði Benedikt.
Framkvæmdastjórinn hættur
Magnús Guðjónsson sem verið
hefur framkvæmdastjóri Seaflow-
er í eitt og hálft ár er nú hættur
störfum og er á heimleið. Ekki er
búið að ráða nýjan framkvæmda-
stjóra í hans stað en Benedikt
sagðist vonast til að Islendingur
yrði fljótlega ráðinn í stöðuna.