Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 63
MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 63 Er séra Sigurður Ægisson var prestur á Djúpavogi var hann eitt sinn spurður, hvort hann vígði allt- af skírnarvatnið áður en barn væri fært til skírnar. „Nei, ég er steinhættur því,“ svaraði klerkur. „Hvernig stendur á því?“ spurði viðmælandinn. Eg vígði bara lækinn.“ Eitt sinn kom séra Pálmi Matthíasson, er þá var prestur í Glerárþorpi á Akureyri, inn á myndbandaleigu þar í bæ. Eigandi leigunnar, kallaður Benni, tók al- úðlega á móti presti enda höfð- ingjadjarfur vel. Er séra Pálmi hafði verið um stund í myndbandaleigunni tók hann allt í einu að humma og hósta við einn rekkann. Gengur þá Benni til hans og spyr, hvort eitthvað sé að. Nei, ekki var það nú, hélt séra Pálmi, en honum lík- aði hins vegar ekki að sjá allar þessar bláu myndir er þarna voru á boðstólum. Bað hann því Benna að vera svo góðan að hætta út- leigu slíkra mynda, en Benni hélt að þetta væri nú í lagi; myndirnar væru aðeins fölbleikar, lítið um manndráp í þeim og þær fjölluðu aðallega um elsku til náungans. „Og það skal ég segja þér, Pálmi minn,“ bætti Benni við, „að þessar myndir hafa bjargað fleiri hjóna- böndum en þú og séra Birgir til samans.“ Við þessu átti séra Pálmi ekk- ert svar. Ungur drengur í Njarðvík sótti ávallt sunnudagaskólann hjá séra Þorvaldi Karli Helgasyni þegar hann var prestur þar. Var strákur ánægður með prest sinn og fór í einu og öllu eftir því sem gera átti í kirkjunni. Síðan bar svo til að séra Þor- valdur Karl fór í ársleyfi og leysti ónefndur prestur hann af. Hélt strákur sem fyrr í sunnudagaskól- ann, grunlaus um fjarveru séra Þorvaldar, og hugði að þar yrði jafn gaman sem fyrr. Þegar piltur kom heim að nýju spurði móðir hans, hvort ekki hefði verið gaman í kirkjunni. „Nei, það var hundleiðinlegt," svaraði strákur miður sín, „Jesús er í fríi.“ Séra Pétur Þ. Ingjaldsson, próf- astur á Skagaströnd, lést nú í sumarbyrjun, þá áttatíu og fimm ára. Hann var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og einstaklega vin- sæll á meðal sóknarbarna sinna. Einhveiju sinni jarðsöng séra Pétur aldraðan mann, sem ekki væri í frásögur færandi nema sök- um þess, að nokkrum vikum síðar jarðsöng hann einnig dótturson hins látna. Líkræðuna yfir dóttur- syninum hóf séra Pétur þannig: „Jæja, og þá höldum við áfram þar sem frá var horfið." Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir var fyrir skömmu að gifta. Hafði hún gleymt að skrifa hjá sér nafn brúðgumans og var henni því tals- verður vandi á höndum þegar nefna þurfti nafn hans. Hallaði hún sér því að honum og spurði: „I hvers nafni eruð þér?“ Brúðguminn hváði, skildi ekki spurninguna. „Herra, í hvers nafni eruð þér?“ endurtók séra Irma. Þá heyrðist hátt í brúðguman- um: „Ég er hér í Jesú nafni.“ Lokaorðin á svo séra Sigurður Arnarson, prestur í Grafarvogi: Mér varð aldeilis á í messunni laugardag einn sumarið 1995. Ég var þá staddur í ónefndri kirkju úti á landi, þeirra erinda að gifta þar vinkonu mína og hennar heitt- elskaða, og var margt um manninn í kirkjunni þennan fallega sumar- dag. Um morguninn hafði ég skrifað útfararræðu, en ég átti að jarð- syngja í fyrsta skipti tveimur dög- um síðar og kveið því dálítið sem vonlegt var. Skemmst er frá því að segja að giftingarathöfnin gekk vel framan af. Þegar leið á athöfnina fór ég hins vegar að leiða hugann æ meira að líkræðunni og fannst sem hún þarfnaðist einhverra lag- færinga við. Sennilega hefur bless- uð líkræðan haldið mér í slíkum heljargreipum, því áður en þessari annars yndislegu giftingarathöfn lauk, gekk ég til brúðhjónanna og mælti hátt og skýrt: „Og svo í lokin langar mig til þess að óska ykkur innilega til hamingju með útförina." Sem betur fer tóku allir þessu mismæli í góðri kímni. • Bókarheiti er Þeim varð aldeilis á ímessunni, 195 bls. Höfundar eru Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Leiðbeinandi verð er 2580 kr. PIONtER PIONEER PIONEER PIONEER PIONEER PiONEER Cö niOMEER Mpct Kpldu TheArtof Entertainment JL fJL vOr UyVW%/Www hliómflutningstæki á Islandi f 'Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs í desember 1995 N 460 A • Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 6ÍI) > Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni ■ Geislaspllari: Einfaldur „Slot ln“ • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN) 49.900 <N160 ■ Magnari: 2x35w (RMS, 1kHz, 6Q) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni ■ Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“ > Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvískiptir 35w (DIN) N760 • Magnari: 2x100w (RMS, 1kHz, 8Q) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Tekur irijpwfflt • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Þrískiptir 100w (DIN) < N 260 • Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 6Q) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“ • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvfskiptir 70w (DIN) N8-1 A ■ Magnari: 2x35w (RMS, 1kHz,) fram, 1x55w (RSM, 100Hz) > Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur • Segulbandstæki: Einfalt „Slot ln“ • Hátalarar: Tvískiptir, auk bassa w39.900, tir. - - ll.; ....■J N60> ■ Magnari: 2x30w (RMS, 1kHz, 6£2) ■ Útvarp: FM/AM, 30 stöðva minni • Geislaspilari: »ihl>f>'ifct>ITTEl • Segulbandstæki: Tvöfalt ■ Hátalarar: Tvískiptir 30w (DIN) B R Æ Ð U Umbo&smerm um lond allt Reykjavík: Byggt og Búið Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi.Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal Vestfirðlr: Gcirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafver, Bolungarvík.Hljómborg, ísafiröi. Noröurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Ðlönduósi. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lóniö Þórshöfn. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavfk. greiðir í Umhverfissjóð Verslunarinnar UMHVERFISSJÓÐUR VERSLUNARINNAR r "Engin konaer eins þess vegna írawlem BALI mikiá úrval at undirfotnoöi. Útsölustaðir: akranes:hjAallý • AKUREYRI: ISABELLA • EGILSSTA0IR: 0KKAR A MILU • GARÐABÆR: SNYRTIHÖLLIN • HAFNARFJÖRÐUR: HB-BÚÐIN • HÚSAVÍK: ESAR • HÖFN HORNAFJÖRÐUR: TVÍSKER • ÍSAFJÖRÐUR: SNYRTIHÚS SÓLEYJAR • KEFLAVlK: SMART • KÓPAV0GUR: SNÓT • REYKJAVlK: ÁRSÓL, DEKURHORNIÐ, VERSL. FLIP, SNYRTIV. GLÆSIBÆ, SÓLBAÐST. GRAFARVOGS, HELENA FAGRA • STÓRAR STELPUR • SELF0SS: TÍSKUHÚSIÐ • SIGLUFJÖRÐUR: GALLERÍ HEBA • STYKKISHÓLMUR: HEIMAH0RNIÐ • VESTMANNAEYJAR: NINJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.