Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
I
FRETTIR
Breytingar
hjá Eimskip á
Austurlandi
UMBOÐ Eimskips hf. á Eskifirði,
Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði hættu
starfsemi um síðustu áramót og
heyrir þjónusta við viðskiptavini á
þessum stöðum nú undir skrifstofu
Eimskips á Austurlandi.
í frétt frá Eimskip kemur fram
að skrifstofa Eimskips á Austurlandi
hafi verið sett á laggirnar fyrir tæpu
ári og Karl Gunnarsson sé þjónustu-
stjóri félagsins í íjórðungnum.
Á Seyðisfirði hefur Sigurður Þor-
geirsson verið ráðinn starfsmaður
Eimskips en Fjörður hf. hefur hætt
umboðsmennsku fyrir félagið. Sig-
urður er fyrrverandi umboðsmaður
Eimskips á Fáskrúðsfirði. Á Fá-
skrúðsfirði er gert ráð fyrir að Sól-
borg ehf. muni samkvæmt vertaka-
samningi annast framkvæmd þeirrar
þjónustu sem nauðsynleg er á staðn-
um. Á Eskifirði mun Kristinn Aðal-
steinsson annast um framkvæmd
þjónustu félagsins.
Kaupa heilbrigðis-
þjónustu frá Islandi
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra og Marianne Jensen, heil-
brigðisfulltrúi grænlensku lands-
stjórnarinnar undirrituðu í gær
rammasamning um að styrkja og
þróa enn frekar samvinnu á sviði
heilbrigðismála á milli íslands og
Grænlands. í rammasamningnum er
meðal annars gert ráð fyrir að sér-
stök fjögurra manna samstarfsnefnd
gangi frá frekari samningum á þessu
sviði, þar á meðal um kaup Græn-
lendinga á heilbrigðisþjónustu frá
Islandi.
Ingibjörg Pálmadóttir sagði meðal
annars við þetta tækifæri að Græn-
lendingar hefðu á undanförnum
árum notið þjónustu íslenska heil-
brigðiskerfisins, en aðallega þegar
um bráðatilfelli hefði verið að ræða.
„Með rammasamningnum erum við
hins vegar að bæta við þá þjónustu
og undirbúa að Grænlendingar kaupi
einnig af okkur skurðstofu-, rann-
sóknar- og forvamarþjónustu. Auk
þess hafa þeir áhuga á að sækja
hingað starfsþjálfun og endurmennt-
un í heilbrigðisgeiranum," sagði hún.
Þá sagði Ingibjörg að fyrrnefndri
samstarfsnefnd væri einnig ætlað að
koma með nákvæman verðlista
næsta sumar yfir þá heilbrigðisþjón-
ustu sem íslendingar kæmu til með
að veita Grænlendingum. „Ætlunin
er að þeir greiði raunverulegt verð
fyrir þjónustuna og því verði ekki
lagt neitt aukagjald á hana. “
Morgunblaðið/Knstinn
VIÐ undirritun rammasamningsins. Við borðið sitja Marianne
Jensen, heilbrigðisfulitrúi grænlensku landsstjórnarinnar, og Ingi-
björg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra. Á milli þeirra stendur
Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri.
Grænlendingar hafa tekið
við stjórn heilbrigðismála
Marianne Jensen sagði við undir-
skrift samningsins að fimm ár væru
síðan Grænlendingar hefðu tekið við
yfirstjórn eigin heilbrigðismála af
Dönum, en síðan þá hefðu þeir verið
opnari fyrir samstarfi við önnur lönd.
„Rammasamningurinn er eðlilegt
framhald af því samstarfi sem við
höfum átt við íslensk stjómvöld í
heilbrigðismálum og á öðrum svið-
um,“ sagði hún. „Hann á örugglega
eftir að koma okkur til góða, enda
má ýmislegt betur fara í heilbrigðis-
þjónustu Grænlendinga. Til dæmis
mætti bæta menntun starfsfólks, svo
eitthvað sé nefnt,“ sagði Marianne
en bætti því við að Grænlendingar
hefðu nýverið sett á stofn hjúkrunar-
háskóla og hefðu fyrstu græniensku
hjúkrunárfræðingamir útskrifast
þaðan síðastliðið vor.
Fulltrúar íslands í samstarfs-
nefndinnl em Kristján Erlendsson,
skrifstofústjóri heilbrigðisráðuneyt-
isins og Davíð Á. Gunnarsson ráðu-
neytisstjóri, en fulltrúar Grænlend-
inga eru Martha Abelsen, fram-
kvæmdastjóri og Hans Christian
Fiorián'Sðrensen, yfirlæknir.
Verð bóka og blaða hefur hækkað vegna virðisaukaskatts
Búist við lægra verði
HLUTFALLSLEGT verð bóka, blaða
og tímarita hefur hækkað mikið á
íslandi á árunum 1990-1994 miðað
við meðaltal 15 landa Evrópusam-
bandsins. Árið 1990 var verð í þess-
um vöruflokki 105% yfir meðaltali
ESB-landa en 1994 161% hærra.
Skýrist þessi hækkun nær eingöngu
með álagningu virðisaukaskatts á
bækur á tímabilinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands má á hinn bóginn bú-
ast við því að verðlag í þessum flokki
lækki á íslandi í hlutfalli við lönd
Evrópusambandsins þegar verðsam-
anburður ársins 1995 verður birtur.
Hrafnhildur Arnkelsdóttir, starfs-
maður á vísitöludeild Hagstofunnar,
segir að við undirbúning nýrrar verð-
könnunar sem gildi fyrir árið 1995
hafi verið gert átak í því að endur-
bæta forsendur í verðsamanburði
bóka, blaða og tímarita.
Fyrirvari við
tölur 1994
í verðkönnuninni er stuðst við
vörulista, sem á að vera dæmigerður
fyrir hvert land. Þannig eru blöð og
bækur, sem ekki fást hér á landi,
ekki á listanum. Hrafnhildur kveðst
eiga von á enn traustari tölum í þess-
um flokki. Ákveðinn fyrirvara verði
því að setja við þær tölur sem leiða
í ljós að bækur, blöð og tímarit séu
161% dýrari hér á landi en í löndum
ESB.
Ekki reyndist unnt að fá upplýs-
ingar um verð bóka, blaða og tíma-
rita hverra í sínu lagi. Segir Hrafn-
hildur að verðsamanburður sé ekki
unninn nákvæmar en þetta. Skýring-
in væri sú að verðsamanburður yrði
jafnan ónákvæmari eftir því sem
sundurliðun væri fínni.
Morgunblaðið/Kristinn
Boeing á
Reykjavíkur-
flugvelli
BOEING 737-þota danska
flugfélagsins Maersk Air lenti
á Reykjavíkurflugvelli í gær.
Vélin kom með 60 sjóliða og
fór með jafnmarga vegna
áhafnarskipta á dönsku varð-
skipi. f umræðum um öryggi
Reykjavíkurflugvallar hefur
komið fram að sjaldgæft sé
orðið að svo stórar vélar lendi
á vellinum. Dönsku flugmenn-
irnir fengu skilaboð um þessar
umræður en vildu eigi að síður
lenda í Reykjavík fremur en
Keflavík.
Ósóttir
vinmngar
rúmar 12
milljónir
ÓSOTTIR Lottóvinningar frá
árinu 1996 nema rúmum 12
milljónum króna, en fólk hefur
eitt ár til að sækja vinninga.
Að sögn Vilhjálms Vil-
hjálmssonar framkvæmda-
stjóra íslenskrar getspár er
ekki um háar vinningsupp-
hæðir að ræða. Þessir vinn-
ingar eru samtals um nítján
þúsund og því er meðalupp-
hæð hvers vinnings rúmar
600 krónur. „Það virðist vera
nokkuð algengt að lágar vinn-
ingsupphæðir séu ekki sóttar
og gæti ein ástæðan verið sú
að margir taki ekki eftir því
að þeir hafi unnið,“ segir Vil-
hjálmur.
3 milljónir ósóttar
í Víkingalottói
Ósóttir lottóvinningar í
Víkingalottóinu á síðasta ári
eru rúmar þijár milljónir
króna hér á landi, en það eru
einnig mjög lágar upphæðir
að sögn Vilhjálms. Fyrsti
vinningurinn í Víkingalottó-
inu féll síðast í skaut íslend-
inga á árinu 1995. Sá vinning-
ur var um 39,5 milljónir króna
og voru þau heppnu ungt par
í Reykjavík.
I gær höfðu íslendingar
fengið til baka um 62% af
framlagi sínu til fyrsta vinn-
ings í Víkingalottóinu. Að
sögn Vilhjálms er það ekkert
óeðlilegt hlutfall, ekki síst ef
haft er í huga að þátttaka
íslendinga er einungis um 1%
í þessu lottói.
FÍB mótfallið
breytingu á
vörugjöldum
FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda
telur það sýna furðuleg sinna-
skipti af hálfu stjórnvalda ef verið
er að hugleiða að breyta vörugjöld-
um á bíla í þá veru að gjaldið
verði miðað við þyngd bíls, vélar-
stærð og vélarafl. Runólfur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri FÍB, segir
að hinn mikli innflutningur á not-
uðum bílum á síðasta ári hafi staf-
að af uppsafnaðri þörf á markaðn-
um fyrir dýrari gerðir bíla.
Runólfur segir að það sé mat
manna að ákveðnu hámarki hafi
verið náð á síðasta ári í innflutn-
ingi á notuðum bílum.
arstærð og vélarafl tekur úr
tengslum hvata sem menn sjá í
því að ná sem bestum innkaupum
því innkaupsverðið hefur nánast
engin áhrif á vörugjöldin,“ segir
Runólfur.
Þvert á hugmyndir sem
ráðherra hefur reifað
Dregur úr hvata
til góðra innkaupa
„Það er alrangt að koma í veg
fyrir meinsemd í tengslum við
þennan innflutning, sem felst í því
að óprúttnir aðilar hafa komið sér
hjá því að greiða eðlileg gjöld, með
því að leggja klafa á alla aðra sem
vilja flytja inn notaða bíla. Við
höfum bent á að það ætti að fækka
gjaldflokkum úr þremur niður í
tvo. Miðað verði við 30% og 40%
vörugjald og mörkin þar á milli
væru vélarstærð 2.000 rúmsenti-
metrar og stærri.
Að miða gjöldin við þyngd, vél-
Hann segir að enginn viti um
undanskotsleiðir sem kunna að
leynast í þeim hugmyndum sem
nú eru uppi í fjármálaráðuneyt-
inu. „Þetta er þvert á þær hug-
myndir sem fjármálaráðherra
hefur reifað og spurning er hvort
embættismenn í ráðuneytinu geri
þetta með vitneskju hans. Okkur
kemur þetta þannig fyrir sjónir
að ráðherrann hafi ekki verið
hafður með í ráðum. Hann hefur
talað fyrir því að dregið verði úr
neyslustýringu á þessu sviði,“
segir Runólfur.
Hann segir að verði farin sú
leið sem nú er verið að skoða í
ráðuneytinu leiði það til innflutn-
ings á minni og léttari bifreiðum
með aflminni vélum sem uppfyH'
ekki kröfur um nútímaöryggi og
beini bílkaupendum með stórar
fjölskyldur frá kaupum á bílum
sem henti þeirra þörfum.
í
«
«