Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Halldór ARSALIR hf. Lágmúla 5, 7. hæð Fasteignasala (f sími 533 4200 if I smíðum Galtalind Kóp. Nýjar 3ja og 4ra herb. íbúðir á mjög hagst. verði. Teikn- ingar og allar nánari uppl. á skrifstof- unni. Sími 533 4200 Hringbraut Hafnarf. Nýtt tvíbýi- ishús í smíðum á frábæaim útsýnisstað. Hægt að taka við íbúðunum fokheldum eða lengra komnum eftir nánara samkl. Stærri íbúðin er 233 fm m/bílskúr kr. 9,7 m. Minni ibúð 116fm kr. 7,5 m. Hrísrimi. Vönduð ný parhús á tveimur hæðum ásamt innb. bilskúr. Tilb. til innr. Verð 10,5 m. Selásbraut. Raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr til afh. tilb. til innr. eða lengra komið eftir nánara samkl. Verð 10,8 m. Einbýli Smáíbúðarhverfi. Faiiegt ein- býli á tveimur hæðum, mögul. á sér- íbúð á jaröhæð. Innb. bílskúr. Skipti mögul. á minni eign. Verð 17,9 m. Hjallabrekka Kóp. Mikið end- urnýjað einbýli ásamt bílskúr. Laust strax. Verð 11,8 m. Hlíðarhjalii Kóp. Mjög vandað einbýli á tveimur hæðum með innb. bílskúr á skjólsælum stað. Arnarnes. Eitt vandaðasta hús landsins til sölu. Ýmis eignaskipti koma til greina. Allar nánari uppl. á skrifstofunni. Sími 533 4200 Rað- og parhús Alagrandi Mjög vandað raðhús ásamt bílskúr í vesturbæ. 4 sv.herb., stofa m. arni og parketi á gólfum. Verð tilboð. Seljabraut Mjög vandað 237 fm raðhús ásamt stæði i bílskýli. Mögul. á séríbúð í kjallara. Ath. skipti á minni eign. 4ra til 7 herb. Ásbraut Kóp. Mjög falleg 4ra herb. ibúð ásamt bílskúr á frábærum útsýnisstað rétt við miðbæ Kópavogs. fbúðin er laus strax. Verð 7,9 m. Eskihlíð. Stór og rúmgóð 4ra herb. íbúð á 4. h. ásamt aukaherb. í risi. Verð tilboð. Melgerði Kóp. Mjög rúmgóð sérhæð, 4 sv.herb og mögul. á þvi 5. Parket á gólfum. Sér suður-verönd. Verð 9,2 m. 3ja herb. Alftamýri Mikið endurnýjuð íbúð. Húsið er nýviðgert og málað. Verð 6,5 m. Áhv. Bygg.sj. 3,4 m. Bragagata. Mikið endurnýjuð og falleg íbúð á 1 -hæð. Vill gjarnan skipti á stærri íbúð miðsvæðis í Reykjavík. Gullsmári KÓp. Gullfalleg íbúð á 4-hæð í lyftuhúsi. Ibúðin er mjög vandlega innréttuð. Til afh. strax. Lóð og sameign fullfrágengin. Hraunbær. Ágæt íbúð á 3. hæð. Góð sameign og aðstaða fyrir börn. Verð 6,2 m. Hrísmóar Gb. Skemmtileg ibúð á 3-hæð. Stutt í alla þjónustu og heilsurækt. Tilboð óskast. Hrísrimi. Rúmgóð 88 fm íbúð ásamt stæði í bilskýli. Lækkað verð 7,5 m. Jörfabakki. Ansi hreint góð íbúð á 2. hæð. Góð sameign. Verð 6,2 m. Atvinnuhúsnæði Höfum á skrá ýmsar gerð- ir af atvinnhúnæði Sími 533 4200 Islenski bjórkjallarinn opnaður í kvöld HINN íslenski bjórkjallari er nafn á nýjum veitinga- og bjórstað sem formlega mun verða opnaður í kvöld en hann er til húsa í kjall- ara Kringlunnar þar sem áður var skemmtistaðurinn Amraa Lú. Að sögn Benedikts Olafssonar framkvæmdastjóra Bjórkjallar- ans, sem hér stendur við einn bjórgáminn sem keyptur hefur verið, er ætlunin að þar verði boðið upp á heimalagaðan bjór, en einnig verður boðið upp á allt að 200 aðrar bjórtegundir í flösk- um frá yfir 40 þjóðlöndum. „Þá leggjum við áherslu á ódýran, góðan og fjölbreyttan mat, en Haukur Víðisson, matreiðslu- meistari mun hafa yfirumsjón með eldhúsinu," segir Benedikt. Hann segir ennfremur að markmiðið sé að skapa notalegt og rólegt andrúmsloft á daginn með snöggri og góðri þjónustu, en á kvöldin verði stemmningin meira í anda bjórkráa. Eldhúsið verður opið frá kl. 12 til 23.30, en um helgar verðu iiægt að fá pizzur til kl. 1. Islenski bjórkjallarinn er i eigu Tómasar Tómassonar. Staðurinn er rétt neðan við kaffihúsið Tommakaffi í Kringlunni, þaðan sem einnig er innangengt í hann. Bjórkjallarinn verður opinn virka daga frá kl. 12 til 1 en um helgar frá kl. 12 til 3. Þar er leyfi fyrir samtals 288 manns i sæti, en alls mega vera 560 manns inni á staðnum. Magnafsláttarkerfi á mjólkurvörum Afslátturinn á kostnað neytenda GUÐMUNDUR Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, segir að til- laga liggi fyrir fimmmannanefnd um hækkun á verði mjólkurafurða til að fjármagna afsláttarkerfi í viðskiptum með mjólkurafurðir. Ákvörðun um þetta verði ekki tek- in fyrr en nýr fulltrúi neytenda hafi verið skipaður. „Hugmynd mjólkuriðnaðarins var sú að þetta afsláttarkerfi leiddi ekki til tekjulækkunar hjá iðnaðin- um. Til þess að það mætti verða þyrfti að koma til einhverrar hækkunar. Umfjöllun í fimm- mannanefnd um þetta var hins vegar ekki iokið þegar fulltrúi ASÍ hætti í nefndinni," sagði Guð- mundur. ' Guðmundur var spurður hvort ekki væri eðlilegt að mjólkuriðnað- urinn bæri að einhveiju leyti kostnað af þessu afsláttarkerfi. Hann svaraði því til að þar með væri verið taka sjálfstæða ákvörð- un um að lækka verð á mjólkuraf- urðum. Þetta mál snerist ekki um almenna verðlækkun á mjólk held- ur um upptöku á einhvers konar magnafsláttarkerfi. Guðmundur sagðist telja það misskilning sem haft er eftir Ára Stjórnandi flugumferðarþjónustu segir nám í samræmi við fé Endurþjálfunin er ekki til málamynda ÁSGEIR Pálsson, fram- kvæmdastjóri flugumferð- arþjónustu Flugmála- stjórnar, segir ekki rétt að það eina sem gert er í þjálfunarmálum flugum- ferðarstjóra sé „til mála- mynda“ og „þjóni engum tilgangi", svo sem heim- sókn í varðskip og flug til Egilsstaða. Eða að breyt- ingar og nýmæli er varða flugumferðarstjórnina séu ,tilla kynntar". Ummæli Ásgeirs eru í framhaldi af yfirlýsingum Lofts Jóhannssonar í Morgunblaðinu 4. janúar síðast- liðinn um endurþjálfun flugum- ferðarstjóra. Ásgeir segir hafa verið unnið að uppbyggingu náms í flugum- ferðarstjórn eftir því sem fjár- munir og mannafli leyfi. „Það yrði of langt mál að rekja öll störf skólans en Loftur tók tvö dæmi um tilgangslaust starf. Hvað varðar heimsókn í varðskip var hún endir námskeiðs í sem haldið var til þess að skerpa á kunnáttu flugumferðarstjóra vegna leitar og björgunar. Flugstjórnarmið- stöðin hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem leitar- og björgun- armiðstöð á Norður-Atlantshafi og innanlands og var heimsóknin til þess að flugumferðarstjórar gætu kynnt sér búnað og vinnu- umhverfi Landhelgisgæslunnar, sem er einn nánasti samstarfs- aðili Flugmálastjórnar á þessu sviði.“ Þá segir Ásgeir að ferð til Egils- staða sem Loftur nefndi einnig sem dæmi um endurþjálfun á veg- um stofnunarinnar sé hluti af sam- starfi flugrekstrardeildar Flug- leiða og skóla Flugmálastjórnar til að auka skilning milli flug- manna og flugumferðarstjóra á starfsaðferðum og vinnu hvors annars. Loftur gagnrýndi jafnframt í Morgunblaðinu hvernig staðið væri að breytingum á vinnureglum og segir Ásgeir að í vinnuskyldu flugumferðarstjóra felist tvær klukkustundir á viku til þess að kynna sér ný vinnugögn. 1.250 lendingar erlendra véla í millilandaflugi 1996 „Núverandi fyrirkomulag á kynningu á breytingum var tekið Skúlasyni, framkvæmdastjóra ASÍ, í Morgunblaðinu í gær, að það skipti engu máli hvort fulltrúi neytenda sæti í nefndinni eða ekki þar sem svo virtist að búið væri að ákveða að taka upp þetta af- sláttarkerfi þrátt fyrir athuga- semdir fulltrúa ASI og BSRB. Guðmundur sagði að Samkeppnis- ráð hefði tekið um það ákvörðun að Osta- og smjörsalan ætti að veita ákveðinn magnafslátt af sölu þeirra mjólkurafurða sem eru utan verðlagsákvæða. Ákvörðunin hefði því verið tekin þar en ekki í nefnd- inni. Mjólkuriðnaðurinn hefði talið eðlilegt að magnafslátturinn næði til allra mjólkurafurða. Það væri verkefni fimmmannanefndar að koma með tillögu um afsláttar- kerfi á þeim mjólkurvörum sem fimmmannanefnd hefur verðlagt. Guðmundur sagði að það væru fyrir því fullgild rök að sú verslun sem keypti vörur í heildsölu í miklu magni ætti að njóti þess í verði. Þannig fyrirkomulag væri í við- skiptum með flestar matvöruteg- undir, a.m.k. þegar því fylgdi hag- ræði hjá heildsölum og væri ekki óeðlilegt að sambærilegu kerfi yrði komið á í viðskiptum með mjólkurafurðir. upp í nýju flugstjórnarmið- stöðina í júlí samkvæmt tillögum frá aðalvarðstjór- um. Þegar flugumferðar- stjóri mætir á vakt ber honum að lesa kynningar- blað sem í gildi er. Á því koma fram helstu atriði varðandi vinnufyrirkomu- lag dagsins ásamt upplýs- ingum um breytingar, nýj- ungar, ástand tækjabúnað- ar og annað sem varðar starfsemina. Að loknum lestri skal starfsmaður staðfesta með undirskrit að hann hafi skilið upplýsingar sem þar eru. Velkist flugumferðarstjóri í vafa um túlkun á nýmælum ber honum að leita skýringa hjá varð- stjóra. Því lít ég mjög alvarlegum augum þá yfirlýsingu Lofts, að hann sem starfandi flugumferðar- stjóri skuli ekki leita réttrar túlk- unar á nýmælum og breytingum ef hann er í vafa,“ segir Ásgeir Pálsson. Ónákvæmni gætti í Morgun- blaðinu í gær í frétt um tilmæli öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í þá veru að loka Reykjavíkurflugvelli fyrir stærri þotum vegna slæms ástands vallarins. Þar sagði að 1.250 vélar hafi lent á flugvellin- um í fyrra. Hið rétta er hins veg- ar að 1.250 erlendar flugvélar í millilandaflugi lentu á vellinum árið 1996. Akureyri Lítið um snjó- mokstur SNJÓMOKSTUR og hálkur varnir kostuðu bæjarsjóð Ak- ureyrar 12,5 milljónir króna á nýliðnu ári sem er meira en helmingi minni fjárhæð en nota þurfi árið 1995 í að moka snjó af götum bæjarins og sandbera þær. Alls fóru þá rúmlega 28 milljónir króna í snjómokstur og hálkueyðingu. Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur Akur- eyrarbæjar, segir að áætlað hafi verið að veija um 15 milljónum króna í þessi verk- efni á liðnu ári, en þar sem fyrri hluti ársins hafi verið hagstæður var upphæðin lækkuð nokkuð við endur- skoðun síðla sumars. Snjó- moksturinn kostaði bæinn 9,2 milljónir króna og þykir vel sloppið, en árið á undan nam upphæðin tæpum 27 milljón- um króna. Hálkueyðing Aftur á móti var óvenju- hárri upphæð varið til hálku- varna og þá einkum síðari hluta ársins. Alls fóru 3,3 milljónir { hálkuvarnir, sem einkum felast í því að sand- bera götur og gangstéttar. Árið á undan kostaði hálku- eyðingin 1,3 milljónir króna. Það sem af er þessu ári hefur áfram verið unnið að hálkueyðingu en enn sem komið er hefur ekki þurft að hreyfa snjómoksturstæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.