Morgunblaðið - 10.01.1997, Page 12

Morgunblaðið - 10.01.1997, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sameinast Fóð- urvörudeild KE A og Laxá? Morgunblaðið/Kristján JAKOB Björnsson, Pálína Austfjörð Gunnarsdóttir og Sigurður Rúnar Sigþórsson með Bjarka. Tveggja mánaða drengur 15 þúsundasti borgarinn FIMMTÁN þúsundasti borgari Akureyrarbæjar er tæplega tveggja mánaða gamall dreng- ur, Einar Sigurðsson. Hann fæddist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 19. nóvember síðastliðinn og býr með foreldr- um sínum, Pálínu Austfjörð Gunnarsdóttur og Sigurði Rún- ari Sigþórssyni og Bjarka bróð- ur sínum sem er fjögurra ára í Vættargili 5. I tilefni af því að þessum áfanga var náð bauð bæjarráð hinum nýja borgara og fjöl- skyidu hans til hófs í gær. Jakob Björnsson bæjarstjóri færði Einari í heiðursskyni áletraðan silfurskjöld frá bæj- arstjórn Akureyrar ásamt * Anægju- legur áfangi bankabók með 50 þúsund króna innstæðu. Foreldrarnir voru einnig leystir út með gjöfum og stóri bróðir, Bjarki, var ekki skilinn eftir útundan, hann fékk forláta brunabíl sem umsvifa- laust var reynsluekið um bæjar- sljórnarsalinn. „Það er ánægjulegt að við höfum náð þeim áfanga að fara yfir 15 þúsund íbúa markið," sagði Jakob Björnsson bæjar- stjóri. Einkum í Ijósi þess að fólksfækkun væri úti á lands- byggðinni, en Akureyringum hefði þó heldur fjölgað á liðnu ári. Bæjarstjóri nefndi að 15 þús- undasti borgarinn hefði í raun getað verið hver sem er og á hvaða aldri sem er, en það væri einkar ánægjulegt að foreldrar þess sem reyndist vera númer 15 þúsund væru ungir Akur- eyringar sem ákveðið hefðu að byggja upp sína framtíð í bæn- um. KAUPFÉLAG Eyfirðinga eignað- ist meirihluta í fóðurverksmiðjunni Laxá undir lok síðasta árs í kjölfar hiutafjárútboðs fyrirtækisins. í framhaldinu hefur komið til um- ræðu innan KEA hvort fýsilegt væri að sameina Laxá og Fóður- vörudeild KEA og flytja starfsemi Fóðurvörudeildar út í Krossanes, þar sem Laxá er með sína starf- semi. Magnús Gauti Gautason, kaup- félagsstjóri KEA, segir þetta mál hafa komið til umræðu og tengist athugun á að færa starfsemi Fóð- urvörudeildar af vöruhafnarsvæð- inu og út í Krossanes. Hann segir málið í skoðun en engar ákvarðan- ir liggi fyrir á þessari stundu. Fóð- ui-vörudeild KEA framleiðir skepnufóður og er ársframleiðslan um 10-11.000 tonn. Árið 1995 seldi fyrirtækið fóður fyrir tæpar 360 milljónir króna. Hjá Laxá er aðallega framleitt fiskafóður. Rétt að skoða möguleika á sameiningu Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Laxár, telur rétt að skoða. möguleika á sameiningu fyr- irtækjanna, komi til þess að Fóður- vörudeildin þurfi að flytja starf- semi sína. „Starfsemi þessara fyr- irtækja er náskyld og hráefnin sem þau nota í framleiðsluna eru þau sömu þótt vinnsluaðferðirnar séu talsvert mismunandi. Árstíðasvei- flan er alltaf að minnka en er þó enn fyrir hendi. Það er mest að gera hjá okkur á sumrin en mest að gera á veturna hjá þeim, þann- ig að álagið myndi jafnast yfir árið. Hins vegar þyrfti að breyta hér og bæta ýmislegt en sá kostn- aður yrði aðeins brot af kostnaði við að byggja upp nýja verk- smiðju." Stendur á miðju vöruhafnarsvæðinu Einar Sveinn Olafsson, formað- ur hafnarstjórnar, segir að Fóður- vörudeild KEA standi inni á miðju vöruhafnarsvæðinu. Nú sé unnið við deiliskipulag svæðisins, þar sem m.a. er verið að reyna leysa lóðamál. „Við höfum keypt eignir á vöruhafnarsvæðinu til niðurrifs en mál Fóðurvörudeildarinnar er það erfiðasta sem þarf að leysa. Þetta er fyrirtæki í fullum rekstri og í tiltölulega nýju húsnæði. Hins vegar hefur verið horft til þess við skipulag og uppbyggingu Krossa- nessvæðisins að þar hafi fóðuriðn- aður olnbogarými til að þrífast." Einar Sveinn segir að unnið sé að því að meta kostnað við flutning Fóðurvörudeildar af svæðinu, þannig að hægt sé að taka afstöðu til framhalds málsins. Hann vonast til að niðurstaða þeirrar athugunar liggi fyrir í lok næsta mánaðar. Galloway-holdanautastofninn í Hrísey orðinn einn sá verðmætasti í heiminum Fyrstu lifandi kálfamir fluttir í land Arnarneshreppur. Morgfunblaðið. Morgunblaðið/Kristján FYRSTU lifandi Galloway-kálfarnir voru fluttir úr Hrísey í gær, þeir voru fjórir og fara á tvo bæi í Skagafirði. Hér er einn þeirra á bryggjunni á Árskógssandi áður en haldið var til Skagafjarðar. Grenivík Vilja samvinnu í öldrunarmálum LANDSSAMBAND kúabænda flutti í gær fjóra kálfa úr Einangr- unarstöðinni í Hrísey. Þetta eru fyrstu lifandi gripirnir af Galloway-holdakyninu sem seldir eru úr Gailoway-hjörðinni. Um er að ræða þrjú naut og eina kvígu á aldrinum eins til þriggja mánaða og fara þau á tvo bæi í Skagafirði. Einangrunarstöðin hóf starf- semi sína árið 1976 með flutningi á íslenskum kvígum þangað. Fyrstu Galioway-blendingarnir fæddust 1977 og dreifing á djúp- frystu sæði úr fyrstu nautunum hófst 1979. Síðan hefur framrækt- un á stofninum leitt til þess að þar eru nú „hreinir" Galloway- gripir eftir að ailar kýr hafa verið sæddar með innfluttu sæði koll af kolli og eru nú að minnsta kosti að sjöunda ættlið sem kallað er. Búið að panta 20-30 kálfa Af stofnun bús í landi til fram- ræktunar hefur aldrei orðið eins og til stóð. Nokkuð margir bændur hafa áhuga á að rækta Galloway- kynið og hafa þeir pantað milli 20 og 30 iifandi kálfa frá Hrísey. Það var ekki fyrr en á síðastliðnu ári að leyfi fékkst til að flytja káifa í land. Skilyrði er að foreldr- arnir séu fæddir í Hrísey. Áður höfðu verið teknir fósturvísar úr kúm í Hrísey og fæddust nokkrir kálfar í landi í kjölfarið. Svín og gæludýr úr einangrun í Hrísey hafa farið í land í nokkur ár. Verðmætasti Galloway- stofninn Landssamband kúabænda, LK, leigir einangrunaraðstöðuna af ríkinu en hefur ekki á stefnuskrá sinni að viðhalda Galloway-stofn- inum í Hrísey sem slíkum, þess vegna er mikilvægt að koma grip- um í land. Eins og sakir standa er Galloway-stofninn hér á landi einn sá verðmætasti í heiminum eftir að tók fyrir allan útflutning á Galloway-erfðaefni frá Bret- landseyjum í kjölfar kúariðunnar þar. Fyrirspurnir þar að lútandi hafa borist LK en það er háð mikl- um erfiðleikum að ná fósturvísum úr þessu kyni og hefur aðeins einu sinni áður tekist eins og að framan er getið. Aldrei hafa komið upp neinir smitsjúkdómar í hjörðinni í Hrísey. Galloway-kynið þykir með af- brigðum duglegt að bjarga sér, bæði á beit og í nýtingu á mis- jöfnu fóðri, en er ekki eins bráð- þroska og sagt er um Aberdeen Angus- og Limousin-kynin, sem nú er byrjað að nota hér á iandi. FORSVARSMENN Grýtubakka- hrepps hafa farið þess á leit við bæjarráð Akureyrar að fyrirhugað sambýli aldraðra á Grenivík verði rekið sem hluti af öldrunarþjón- ustu Akureyrar og að vistunar- pláss á Grenivík verði hluti af þeim plássum sem eru á Eyjafjarðar- svæðinu. Bæjarráð Akureyrar tók málið fyrir á fundi í gær, en sá sér ekki fært að verða við þessu erindi. Meirihluti bæjarráðs samþykkti einnig á fundinum í gær að ekki yrði orðið við erindi frá atvinnu- málaskrifstofu bæjarins þar sem spurst var fyrir um hvort vænta mætti styrks úr bæjarsjóði til greiðslu á mismun launa og at- vinnuleysisbóta við átaksverkefni Gilfélagsins við ketilhúsið í Gróf- argili, en hann er áætlaður um 800 þúsund krónur. Ráðgjafi við atvinnudeild Samþykkt var á fundi bæjarráðs að heimila félagsmálastjóra að ráða fagmenntaðan ráðgjafa til starfa á atvinnudeild Akureyrar- bæjar. Félagsmálastjóri óskaði eftir að nýta fjárveitingu til átaks- verkefna í þessu skyni, að upphæð 1.750. Bæjarráð heimilaði að ailt að 1.200 þúsund af fjárveitingu til átaksverkefna færi í þetta verk- efni. Brynju- ísmótið í íshokkíi BRYNJU-ísmótið í íshokkíi verður haldið á skautasvellinu á Akureyri um helgina 11. og 12. janúar og verður keppt í öllum unglingaflokkum. Þetta er í fjórða sinn sem Skautafélag Akureyrar heldur þetta mót í samvinnu við versl- unina Brynju, þar sem hægt er að fá hinn landsþekkta Brynjuís. Þátttakendur í mótinu verða frá öllum þeim félögum sem stunda íþróttina og verður fjöldi keppenda um 140. Nýtt íþrótta- hus vígt NÝTT og glæsilegt íþróttahús verður vígt í Skútustaðahreppi á morgun laugardag kl. 14. Byggingarframkvæmdir hófust 10. mars á síðasta á ári og var húsið afhent full- búið þann 20. desember sl., 220 dögum eftir að fram- kvæmdir hófust. Húsið er 763 m2 og 5.433 m3 að stærð og sá heimafyrirtækið Sniðill hf. um byggingu hússins. Hugsun manns SÝNING Jóns Laxdal í Gall- erí+, Brekkugötu 35 á Akur- eyri, er opin um helgina frá kl. 14 til 19. Hún ber titilinn Hugsun manns og byggist á heimspekiritum Þjóðveijans Kant. Sýningunni lýkur 19. janúar næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.