Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 15
Dagbók
■ Þrjár vörusýningar verða
haldnar í París í janúar- og
febrúarmánuði. Húsgagna-
sýning verður haldin á Porte
de Versaille svæðinu dagana
9.-13. janúar. Sýningin tekur
mið af daglegum þörfum
fólks í nútímasamfélagi og
til að gera hana aðgengilegri
er henni skipt í nokkra hluta.
Sýningin SEHM 97 verður
sýnd dagana 24.-27. janúar
næstkomandi, en þar er um
að ræða íjórar sýningar á
drengja- og herrafatnaði á
um sextíu þúsund fermetra
sýningarsvæði. Þarna er
sýndur fatnaður frá yfir
1.700 vörumerkjum á vor-
og hausttískunni 1997.
Þá verður alþjóðleg land-
búnaðarsýning haldin í París
dagana 23. febrúar til 2.
mars. Sýningunni er skipt í
§óra hluta og tekur bæði til
landbúnaðarvara, landbún-
aðartækja, tækja og tækni
til svína- og fuglaeldis og
erfðafræði, heilsu og fóðurs
fyrir nautgripi, sauðfé og
geitur.
Þeir sem hafa áhuga á að
afla sér frekari upplýsinga
um sýningarnar geta snúið
sér til verslunardeildar
franska sendiráðsins í Aust-
urstræti 14.
-Þýskt eöalmerki
Bílheimar ehf.
■0-
Sœvarhöföa 2a Sími:525 9000
VIÐSKIPTI
Stjórnunarfélagið í sam-
starf við Berkeley-háskóla
STJÓRNUNARFÉLAG íslands
hefur tekið upp samstarf við Uni-
versity of California, Berkeley,
um miðlun fræðslu fyrir stjórn-
endur í íslensku viðskiptalífi.
Samstarfið er í því fólgið að pró-
fessorar frá Berkeley koma hing-
að til lands og halda námskeið
fyrir íslenska stjórnendur. Sam-
kvæmt upplýsingum Árna Sigfús-
sonar, framkvæmdastjóra félags-
ins skapar þetta samstarf einnig
virkari tengsl við aðrar fræðslu-
stofnanir, sem U.C. Berkeley er
í samstarfi við og auðveldar
stjórnendum aðgang að sértæku
og vönduðu fræðsluefni sem ekki
er grundvöllur fyrir að bjóða hér
á landi.
Einn viðurkenndasti
viðskiptaháskólinn
U.C. Berkeley er einn af viður-
kenndustu viðskiptaháskólum
heims. Háskólinn hefur í auknum
mæli á undanförnum árum leitað
samstarfs við viðurkennda
fræðsluaðila, og stuðlað að auknu
samstarfi á milli þeirra. U.C. Ber-
keley er t.d. í samstarfi við New
York Institute of Finance, sem
Stjórnunarfélagið hefur einnig
starfað með.
Með samstarfinu við Berkeley
er gert ráð fyrir að enn sterkari
sambönd náist t.d. við þessa
þekktu fræðslustofnun í New
York.
Þá hóf Stjórnunarfélagið á síð-
asta ári samvinnu við Manage-
ment Center Europe um nám-
skeiðahald. MCE er einn stærsti
endurmenntunaraðili fyrir stjórn-
endur í Evrópu, heldur námstefn-
ur sínar aðallega í London, Bruss-
el og París. Þetta samstarf verður
enn eflt á þessu ári og þann 14.
janúar kemur Geoffrey A. Christ-
iansen hingað til lands á vegum
MCE. Hann leiðbeinir á nám-
stefnu sem miðar að því að kenna
stjórnendum að virkja hópinn -
sem einu leiðina til að auka sam-
keppnishæfnina.
Stjórnunarfélagið hefur lagt
kapp á að bjóða þessar námstefn-
ur á mun lægra verði, en þær
kosta í Evrópu eða Bandaríkjun-
um. Þannig hefur tekist að bjóða
hvern námstefnudag á um fjórð-
ungi þess verðs sem það kostar
fyrir íslenska stjórnendur að
sækja námstefnurnar í Evrópu,
að frátöldum kostnaði við ferðir,
gistingu, uppihald og vinnutap.
Utlit er fyrir að þetta hagstæða
verð geti einnig boðist vegna
námstefna frá Berkeley, þótt pró-
fessorarnir komi langt að til að
flylja íslendingum fróðleik sinn.
A þessu ári er unnið að undir-
búningi námskeiða fyrir stjórn-
endur sem prófessorar frá U.C.
Berkeley munu halda á vegum
Stjórnunarfélagsins hér á Iandi.
Þegar hefur verið ákveðið að
halda hér fjórar námstefnur n.k.
haust.
Opel Corsa
auöveldar attt
Helmingur
Finna and-
vígur aðild
aðEMU
Helsinki. Reuter.
TÆPLEGA helmingur Finna er
andvígur aðild að efnahags- og
myntbandalagi Evrópu (EMU)
samkvæmt skoðanakönnun.
Könnunin sýndi að 45% voru
andvígir EMU, en 36% studdu
finnska aðild. Um fimmti hver var
óákveðinn samkvæmt könnuninni,
sem rannsóknarstofnunin Talo-
ustutkimus Oy gerði fyrir Euro-
oppalainen Suomi, samtök stuðn-
ingsmanna ESB.
íbúar í sunnanverðu Finnlandi
eru hlynntari EMU en þeir sem
búa norðar í landinu. Helmingur
kaupsýslumanna styður EMU, en
32% eru á móti, 42% skrifstofu-
fólks eru hlynntir en 39% andvígir
og 51% verkamanna eru andvígir
en 29% hlynntir.
Karlar eru hlynntari aðild en
konur: 42% karla eru hlynntir að-
ild en 41% andvígir og 48% kvenna
eru andvígar andvígar en 29%
hlynntar.
• Finna stÆ - hún er SVO UCtt
• Kcmpa hensín - hún eyðir SVO litlu
• Koma öllufynr - hún er svo rúmfjód
• Tulu samun - hún er SVO hljóðlát
Komdu og keyr'ðana
Opið um heljyinafrú kl. 14 til 17