Morgunblaðið - 10.01.1997, Page 17

Morgunblaðið - 10.01.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 17 ERLENT Njósnur- um boðin sýkna SADDAM Hussein, leiðtogi Iraks, sagðist í gær myndu sýkna njósnara sem gæfu sig fram í Ramadan-mánuðinum, en þá fasta múslimar frá sólar- uppkomu til sólarlags. Þá yrði njósnurunum einnig leyft að halda því fé sem þeim hefði áskotnast fyrir njósnir. Dag- blöð í írak sögðu ástæðu yfir- lýsingar Saddam vera játning- ar félaga í tveimur njósna- hringjum í sjónvarpi þar sem þeir sögðust hafa starfað fyrir bandarísku og ísraelsku leyni- þjónustuna. Hermaður hugðist frelsa Hebron ÍSRAELSKUR hermaður, sem kom í gær fyrir rétt vegna skotárásar á sjö Palestínu- menn á markaði í Hebron, sagðist hafa skotið á fólkið til að frelsa borgina. Hermaður- inn skaut á fólkið í síðustu viku og sagði að ætlunin hefði verið að myrða sem flesta. Zhírínovskí ber lof á Gaddafi RÚSSNEKSI þjóðernissinninn Vladimír Zhírínovskí Iýsti því yfir eftir fund sem hann átti með leiðtoga Líbýu, Muammar Gaddafí, að sá síðarnefndi væri hið nýja átrúnaðargoð fólks eftir fall kommúnismans, að því er sagði í frétt JANA. Ennfremur sagði að Zhír- ínovskí hefði látið þessi orð falla eftir að Gaddafí spáði því að Rússland, Kína og lönd arabaheimsins myndu samein- ast gegn Vesturlöndum. Forsætisráð- herra í yfirlið POUL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, var flutt- ur á sjúkrahús í fyrrakvöld eftir að hann féll í yfírlið í leik- fímisal. Ráðherrann var yfir nótt á spítalan- um en lækn- ar sögðu ástæðuna ofþomun, hann hefði reynt of mikið á sig án þess að drekka nægilegt vatn. Leikarar ráð- ast gegn Kohl Á ÞRIÐJA tug þekktra banda- rískra kvikmyndaleikara og rithöfunda hafa sent Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, opið bréf, þar sem þeir saka hann um ofsóknir á hendur Vísindakirkjunni en taka það fram að þeir séu ekki meðlim- ir hennar. Á meðal þeirra sem undirrita bréfíð eru Dustin Hoffmann, Goldie Hawn, Oli- ver Stone, Mario Puzo og Gore Vidal, en það var birt sem heilsíðuauglýsing í Internat- ional Herald Tribune. Nyrup Rasmussen. Major í Kalkútta JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, tekur í hendur verkamanna í borginni Kalk- útta i austurhluta Indlands í gær. Major er í tveggja daga ferð um Indland en með í för er um fimmtíu manna hópur frammá- manna i iðnaði og kaupsýslu. Heimsóknin er á sama tíma og Indverjar minnast þess að hálf öld er liðin frá þvi að landið hlaut sjálfstæði frá Bretum. Frá Indlandi heldur hópurinn til Pakistan og Bangladesh en ætlunin með ferðinni er að ýta undir viðskipti við bresk fyrirtæki. Þetta er síðasta stóra utanlandsferð forsæt- isráðherrans áður en gengið verður til kosn- inga í Bretlandi. (fo/í/ie HAWN ífrasie KEATON tíöe&e MIDLER Komið og reynsluakið VW Polo eða Golf hjá Heklu í dag eða á morgun. 100 fyrstu sem reynsluaka fá miða fyrir tvo á gamanmyndina The First Wives Club, sem frumsýnd er í Sambíóunum, Snorrabraut í dag. MVJiKMifflTl verður á Skuggabarnum á Hótel Borg í kvöld. Boðið verður upp á drykk. Frítt inn fýrir allar konur til kl. 1.30 Kvennaball RÚNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.