Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 21 Leikfélag Reykjavíkur hundrað ára á morgun Hátíðardagskrá allt afmælisárið LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR verður hundrað ára á morgun, 11. janúar, en afmælið verður haldið hátíðlegt allt þetta ár með ýmsum hætti. Leikfélag Reykjavíkur er eitt eista starfandi menningarfélag á Islandi, stofnað er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuð- ust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðn- aðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinberu leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykja- víkur starfaði síðan óslitið í Iðnó þar til í maí 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist loks í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkur- borg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur. A blaðamannafundi sem haldin var vegna afmælisins sagði Vigdís Finnbogadóttir, formaður afmælis- nefndarinnar, að Leikfélag Reykja- víkur væri undirstaðan undir ís- lenska leikmenningu. „Leikfélagið var fyrsta íslenska atvinnuleikhúsið og má segja að það sé einsdæmi í veröldinni að það skuli hafa verið hægt að reisa atvinnuleikhús á einni nóttu eins og hér var gert. Leikfé- lagið var undirstaðan undir stofnun Þjóðleikhússins og undir leikmenn- ingu í landinu yfirleitt og á þessum tímamótum horfum við björtum augum til framtíðarinnar." Islensk verk, afmælisrit og fleira Fyrsti liðurinn í afmæiisdag- skránni var frumsýning á uppfærslu Kristínar Jóhannesdóttur á leikrit- inu Dómíitó eftir Jökul Jakobsson í gærkvöld. Á afmælisdaginn verður nýr söngleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson og Gunnar Reyni Sveinsson frumsýndur en hann byggist á ljóð- um Tómasar Guðmundssonar skálds og heitir eftir bók hans, Fögru ver- öld. Á sunnudaginn verður svo efnt til hátíðardagskrár í Borgarleikhús- inu sem Vigdís Finnbogadóttir, for- maður afmælisnefndar, mun stýra. Þar verður tilkynnt um úrslit í leik- verkasamkeppni sem leikfélagið efndi til í tilefni af afmælinu, en í hana bárust 24 handrit. Meðal annarra viðburða sem tengjast afmælinu er útgáfa afmæl- isrits þar sem skráð verður saga leikfélagsins. Ritið kemur út í lok ársins, en höfundar eru Eggert Þór Bernharðsson og Þórunn Valdi- marsdóttir, sagnfræðingar. í tilefni af aldarafmælinu verða eingöngu frumsýnd íslensk leikverk á þessu ári, öll ný nema fyrrnefnt verk Jök- uls Jakobssonar sem var frumsýnt í Iðnó árið 1972. Auk Fögru verald- ar má nefna leikritið Völundarhús eftir Sigurð Pálsson og Ástarsaga 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur. Þótt leikfélagið hafi verið stofnað 11. janúar árið 1897 var fyrsta sýn- ingin ekki fyrr en 18. desember það ár í Iðnó. í tiiefni af því hefur leikfé- lagið sent borgarstjórn bréf um að það fái leyfi til að haida eina sýn- ingu í Iðnó 18. desember næstkom- andi. Þar mun verða leikið eitt af þeim leikritum sem voru hvað vin- sæjust á fyrstu árum félagsins. í kjallara leikhússins hefur verið sett upp sýning sem sýna á brot af hundrað ára sögu leikfélagsins. Bún- ingum, leikmunum og leikmyndum hefur verið komið fyrir í krókum og kimum kjallarans svo að skoðun sýn- ingarinnar gæti orðið mikil ævintýra: ganga, eins og segir í kynningu. í bílakjallara Borgarleikhússins getur maður síðan gleymt sér í völundar- húsi minninganna; Iðnóbrandarar, hnallþórur og leikhússkran í miklum mæli og ieikhúsgetraun að auki. Sýningin verður opnuð 11. janúar og hægt verður að skoða hana und- ir leiðsögn. Inngangur er úr miða- sölu og aðgangur ókeypis. Gefið verður út frímerki með mynd af Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu á árinu og íslandsbanki hefur gefið út dagatal í samvinnu við Leikfélagið með myndum af ýmsum brautryðjendum íslenskrar leiklistar. Morgunblaðið/Kristinn HALLDOR Gunnlaugsson hengir upp ljósmyndir fyrir sýninguna. Bestu blaðaljósmyndirnar BLAÐAMANNAFÉLAG íslands og Blaðaljósmyndarafélags Is- lands standa fyrir sýningu á bestu blaðaljósmyndum nýliðins árs í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýningin verður opnuð formlega laugar- daginn 11. janúar kl. 14 ogþá verða veitt verðlaun fyrir bestu myndir í hverjum efnisflokki og jafnframt útnefnd „Blaðaljós- mynd ársins 1996“. í tilefni af 100 ára afmæli Blaðamannafélags íslands á þessu ári er ljósmyndasýningin veglegri en áður, því auk bestu blaðaljós- mynda liðins árs verður á sýning- unni úrval þekktra fréttaljós- mynda frá liðnum árum og ára- tugum. Má þar nefna m.a. myndir margra af helstu blaðaljósmynd- urum landsins frá fyrri árum. Alls er á þriðja hundrað ljós- myndir á sýningunni, þar af um 120 í samkeppninni um bestu myndir nýliðins árs. Á fimmta hundrað myndir bárust í keppn- ina að þessu sinni en efnisflokkar á sýningunni eru: Fréttamyndir, íþróttir, skop, portrett, daglegt líf og myndraðir. Sýningin í Gerðarsafni verður opnuð almenningi kl. 15 á laugar- dag og opin daglega nema á mánudögum fram til 2. febrúar. Loftbólstraður sóli frá tábergi að hæl Fæturnir eru grunnur aö vellíöan okkar! arav Fítness heilsuskór stuðla að heilbrigðu og óþreyttu baki Táj>rip sem örvar blóðrásina Laut fyrir hæl sem veitir stuðning Stamur innsóli Microcellu sóli, sem dregur úr þreytu og virkar dempandi. Ilstuðningur sem hvílir Ekta korkblanda STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN nniuins MFninA * kriwri iinmi Ionpskórinn r r INGÓLESTORGI 5% staðgreiðsluafsláttur • Póstsendum samdœgurs! Steinar Waage, Domus medica, sími 551 8519 • Steinar Waage, Kringlunni, sími 568 9212 Toppskórinn, við Ingólfstorg, sími 552 1212 0 R I G I N A L Levrs STOR E ÚTSALAN HEFST I DAG KL. 10.00 MIKILL AFSLÁTTUR - í nokkra daga - LEVI’S BÚÐIN - LAUGAVEGI 37 - REYKJAVÍK - S. 561 8777 - RÁÐHÚSTORGI 9 - AKUREYRI - S. 461 1858

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.