Morgunblaðið - 10.01.1997, Page 27

Morgunblaðið - 10.01.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 27 AÐSENDAR GREINAR Um efnahagsfor- sendur fjárlaga Á AÐFANGADAG birtist í Morgunblaðinu athugasemd frá Kristni H. Gunnars- syni, alþingismanni, þar sem meðal annars er komið inn á almenn- ar forsendur fjárlaga, einkum hvað varðar tekjur ríkissjóðs á ár- inu 1997 sem hann telur vanáætlaðar. At- hugasemdir Kristins gefa tilefni til nánari umfjöllunar um stefn- una í ríkisfjármálum og efnahagsforsendur fjárlaga fyrir árið 1997. 1. Stefnan í ríkisfjármálum Eins og fram hefur komið voru fjárlög fyrir árið 1997 afgreidd með afgangi, í fyrsta sinn um margra ára skeið. Þetta er mikils- verður árangur eftir langvarandi hallarekstur undanfarinna ára, jafnt í góðæri sem hallæri. Sem betur fer hefur almennur skilning- ur farið vaxandi á nauðsyn þess ekki einungis að stöðva skulda- söfnun ríkisins heldur beinlínis að greiða skuldirnar niður, enda virð- ist býsna almenn samstaða um þetta markmið á Alþingi, sama hvar í flokki menn standa. Á árunum 1988-1993 gekk ís- lenski þjóðarbúskapurinn í gegnum einhveija mestu efnahagslægð sem gengið hefur yfir á þessari öld. Á þessu árabili varð alls enginn hag- vöxtur enda hrikti mjög í stoðum atvinnulífsins sem leiddi til aukins atvinnuleysis og minnkandi kaupmátt- ar heimilanna, einkum á árunum 1988-1990 þegar verðbólga var um og yfir 20% á ári. Við þessum erfiðu að- stæðum brugðust stjómvöld með marg- víslegum aðgerðum, einkum í ríkisfjármál- um með skattalækk- unum og auknum út- gjöldum. Aðgerðirnar tengdust yfirleitt gerð kjarasamninga og var ætlað að treysta stöð- ugleika í efnahagsmál- um. Á gjaldahlið vom framlög til vegamála stóraukin til þess að vega á móti minnkandi framkvæmdum á vegum einkaaðila og hamla þannig gegn vaxandi at- vinnuleysi. Á ámnum 1993-1994 var síðan virðisaukaskattur af mat- vælum lækkaður og aðstöðugjald fellt niður, en hvort tveggja kom fram í lægra vöruverði til neyt- enda. Á árunum 1995-1996 vom lífeyrisiðgjöld launþega undanþegin tekjuskatti, en það jafngildir allt að 1,5-1,7% lækkun á tekjuskatts- hlutfalli einstaklinga. Jafnframt var dregið úr tekjuskerðingu við út- reikning barnabóta á árinu 1996. Þótt þessar aðgerðir hafi kostað aukinn halla og skuldasöfnun hjá ríkissjóði vora þær taldar réttlætan- legar við þessar erfiðu efnahagsað- stæður, enda ríkti almenn sátt um þær milli stjómvalda og aðila vinnu- markaðarins. Upp á síðkastið hefur verulega rofað til í íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur hefur tekið við sér og er nú orðinn meiri en í flestum ríkjum Evrópu. Fjárfesting hefur tekið kipp, ekki einungis vegna framkvæmda við stækkun álvers heldur einnig vegna aukinnar bjartsýni í atvinnulífinu og lægri vaxta. Á sama tíma hefur verðlag haldist stöðugt, atvinnuleysi minnkað og kaupmáttur launafólks aukist sem aftur hefur leitt til veru- Við teljum það tekju- mat, segir Bolli Þór Bollason, sem liggur að baki fjárlaga raunhæft. legrar aukningar í neysluútgjöld- um_ heimilanna. Á sama hátt og leitað var til ríkissjóðs um fjárframlög þegar erfiðleikar steðjuðu að efnahags- lífinu þarf nú að nýta efnahags- batann til þess að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og skila ríkissjóði með afgangi hið fyrsta. Það er öruggasta leiðin til að tryggja áframhaldandi stöðugleika í efna- hagsmálum. Það er því ekki að ósekju að forsætisráðherra, Davíð Oddsson, hafi í áramótaávarpi sínu talið bætta stöðu ríkissjóðs og lækkun skatta meginverkefni stjórnvalda á sviði ríkisfjármála á næstu árum. 2. Efnahagshorfur og forsendur fjárlaga Þessi meginsjónarmið voru höfð að leiðarljósi við afgreiðslu fjárlaga nú fyrir áramótin. Óhjákvæmilegt Bolli Þór Bollason reyndist að hækka útgjöld nokkuð frá fjárlagafrumvarpi, meðal ann- ars vegna nýrra laga um Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins, aukinna framlaga í Lánasjóð íslenskra námsmanna og til sjúkrahúsa, brú- ar- og vegaframkvæmda vegna Skeiðarárhlaups o.fl. Á móti vegur nokkur hækkun tekna, ekki vegna breyttra þjóðhagsforsendna fyrir árið 1997 því þær eru taldar svipaðar og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Hækkun tekjuáætlunar fyrir árið 1997 má fyrst og fremst rekja til aukinna tekna á árinu 1996, einkum tekju- skatts einstaklinga sem endur- speglar meiri tekjubreytingar á síð- asta ári en áður var reiknað með. Jafnframt hækkaði tryggingagjald af sömu ástæðum, auk þess sem ýmis innflutningsgjöld hækkuðu umfram fyrri áætianir. Aftur á móti var talin ástæða til að lækka tekjuáætlun virðisaukaskatts þar sem hann reyndist skila minni tekj- um á árinu 1996 en gert hafði verið ráð fyrir. Meginskýringin á þessari þróun er að fjárfestingar fyrirtækja hafa aukist verulega, en það skilar sér ekki í virðisauka- skatti fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Sérstök athygli er vakin á því að í forsendum fjárlaga er ekki gert ráð fyrir aukinni veltu og umsvifum vegna nýrra stóriðju- framkvæmda á Grundartanga, enda liggja á þessari stundu ekki fyrir endanlegar ákvarðanir um þær framkvæmdir. Verði hins veg- ar af þeim er talið að þær geti skilað 1-1'/2 milljarðs króna við- bótartekjum í ríkissjóð á heilu ári vegna aukinnar veltu og tekna í efnahagslífinu. 3. Eru tekjur ríkissjóðs stórlega vanáætlaðar? I fyrrnefndri athugasemd frá Kristni H. Gunnarssyni kemur fram það mat að tekjur ríkissjóðs árið 1997 „... séu vantaldar um allt að 1,2 milljörðum króna miðað við forsendur fjárlaganna." Verði af stóriðjuframkvæmdum við Grundartanga telur hann að tekj- urnar „... gætu numið allt að 5 milljörðum króna samkvæmt mati okkar sérfræðinga. Samtals gætu því vanáætlaðar tekjur ríkissjóðs numið ríflega 6 milljörðum.“ Það er nauðsynlegt að gera nokkrar athugasemdir við þessa útreikninga. I fyrsta lagi er rétt að benda á að tekjuáhrif hugsan- legra stóriðjuframkvæmda eru stórlega ofmetin hjá Kristni, að mati sérfræðinga fjármálaráðu- neytisins. Við okkar mat er byggt á upplýsingum Þjóðhagsstofnunar um efnahagsleg áhrif þessara framkvæmda. Enda þótt alltaf gæti óvissu í slíkum útreikningum teljum við útilokað að hún geti þre- til fjórfaldað tekjuáhrifin á einu ári. í öðru lagi teljum við það tekju- mat sem liggur til gmndvallar ijár- lögunum raunhæft, miðað við for- sendur ijárlaganna eins og þær voru metnar í Iok síðasta árs. Hitt er augljóst að efnahagsforsendur geta alltaf breyst og þarf ekki að fara lengra en aftur til síðasta árs til að finna glöggt dæmi um slíkt. Þá breyttust efnahagsforsendur það mikið að hagvöxtur er talinn hafa orðið að minnsta kosti 5‘/2% í stað 3% eins og gert var ráð fyrir í forsendum ijárlaga. Þetta frávik kom fram í meiri tekjum ríkissjóðs en áætlað hafði verið á fjárlögum. Hér verður reynslan einfaldlega að skera úr um hvort matið er réttara. Að gefnu tilefni er hins vegar rétt að taka sérstaklega fram að ekki er gert ráð fyrir að sú ákvörð- un Alþingis að hækka ekki per- sónuafslátt um áramótin komi fram í auknum tekjum ríkissjóðs á árinu, enda er þegar ákveðið að þessir fjármunir verði nýttir til lækkunar skatta á einn eða annan hátt. Höfundur er skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis. Faraldur í uppsiglingu FARALDUR af lungnakrabbameini er framundan hjá konum á Islandi, ungum kon- um. Aðdraganda þessa faraldurs er að leita fyrir um 20 til 25 árum þegar reyk- ingar kvenna tóku stökk upp á við. Þá var lungnakrabbi svo til óþekktur hjá kon- um. Nú er lungna- krabbi í Danmörku tíðari hjá konum held- ur en körlum. Það stefnir í sömu átt núna hér á landi, og það sem skelfilegt er, við fáum þennan faraldur yfir okk- ur þó konur hætti strax reykingum Mannauður okkar, segir Þorsteinn Njálsson, fer forgörðum. því aðdragandi krabbans er 15-20 ár. Konur, takið ykkur á, hættið reykingum, gerið tóbaksbindindi að mannréttinda- og kvennabaráttu. Nú stöndum við frammi fyrir nýjum faraldri og aðdrag- anda hans. Reykingar ungs fólks og ungl- inga aukast hraðfara. Þetta unga fólk kemur til með að fá sjúkdóma á fertugsaldri, sem aðrir sem ekki reykja fá á sjötugsaldri. Margt af þessu unga fólki kemur til með að deyja úr krabbameini. Mannauður okkar og menntun fer forgörð- um, börn þessa unga fólks horfa á bak foreldrum sínum fyrir aldur fram. Unga fólkið leitar fyrirmyndar víða i þjóðfélaginu, hjá foreldrum, hljómlistarfólki, tískufólki, í kvik- myndum, auglýsingum, sjónvarpi og víðar svo eitthvað sé nefnt. Allir sem tilheyra þessum hópum bera ábyrgð, látið til ykkar taka. Trúðu að þú sért fyrirmyndin. Höfundur er keknir og formadur tóbaksvarnanefndar. Þorsteinn Njálsson Barnaskóútsala Inniskór frá 490 cmácVAr 1 bláu húsi kuldaskór frá 1990 DluablS.UL v/Fákaten UTSALA herra- GARÐURINN Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.