Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 28

Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vatni stökkt ágæs SKYRSLA náms- mannahreyfinganna um áhrif og afieiðing- ar breyttra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur hrundið af stað tals- verðum umræðum, eins og til var ætlast. Eitt meginmarkmið með útgáfu hennar var að efla málefna- lega umræðu um Lánasjóðinn og að- stæður námsmanna. Þetta hefur tekist. Forsætisráðherra hef- ur lýst yfir að endur- greiðslubyrði náms- lána verði lækkuð verulega og að samtímagreiðslur verði teknar upp í einhverri mynd. Vonandi verður hægt að líta þannig á að þetta sé niðurstaða málefnalegrar umræðu þar sem menn hafi rökrætt sig til farsællar lausnar. í kjölfar útkomu skýrslunnar hafa ýmsir tjáð sig. Menntamálaráðherra sýndi meðal annars þann drengskap að veita sérstakt andsvar á Alþingi til að undirstrika að hann hefði ekki tal- að um rangfærslur í lánasjóðs- skýrslu námsmanna. Bætti hann við að hann hefði aðeins sagt að ýmis atriði hennar væru gagnrýn- isverð; „skárra væri það nú ef það mætti ekki halda slíku fram, að ýmis atriði í skýrslu jafnlangri og þessari væru gagnrýnisverð.“ Taðkögglakast og rógrennuskrif Svo er eins og hlaupi ónot í ein- hveija þegar umræðan er loks far- in að lúta að málefnum og rökum. Gunnar Birgisson (GB), sem mun vera stjórnarformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna, kýs að ráð- ast að mér sem höfundi áður- nefndrar skýrslu námsmanna- hreyfinganna með fúkyrðum frem- ur en rökum á síðum Morgunblaðs- ins. Verður ekki annað séð en að Gunnari finnist óþolandi að námslánaumræður séu nú loks í farsælum farvegi. Ef markmið Gunnars er að þyrla upp ryki og láta rökin gleymast mun honum mistakast sú ætlan. Námsmenn munu ekki taka þátt í slíku taðkögglakasti og rógrennuskrifum. Málefnastaða þeirra er einfaldlega sterkari en svo. Lesendum læt ég því eftir að dæma hvort málflutningur námsmanna hafi verið þannig að „ósvífnustu áróðursmeistarar hafi reynt þá aðferð til þess að búa til þann „sann- leika“ sem þeir vilja að almenningur trúi,“ svo vitnað sé beint til greinar Gunnars. Gagnrýni sú sem að skýrslunni sjálfri lýtur er hvorki umfangsmikil né ítarleg og hrekkur af henni eins og vatn af gæs. Vatnið og gæsin Það er einkar hvimleitt við grein Gunnars hvernig hann reynir að Þetta eru ágallar, segir Dagur B. Eggertsson, sem bæta þarf úr. notfæra sér að lesendur Morgun- blaðsins hafa í fæstum tilfellum lánasjóðsskýrsluna við höndina og eru því ekki í stakk búnir til að átta sig á hversu ósvífnar fullyrð- ingar hans um efni hennar eru. Fróðlegt er að máta staðhæfingar í grein GB við niðurstöður skýrsl- unnar sem hann segist vera að gagnrýna. GB segir: „Það er ósatt að námsmönnum í lánshæfu námi hafi fækkað á gildistíma laga um LÍN.“ Ekki er gott að segja hvar Gunnar hefur rekist á þessa full- yrðingu því hana er hvergi að finna í skýrslunni. Þar segir þvert á móti: „Lánþegum hjá LÍN fækkaði úr 5.651 í 3.888 við gildistöku nýrra laga um LÍN 1992, eða um 1.763 (31%). Á fyrsta ári eftir lagasetninguna fækkaði náms- mönnum á íslandi og erlendis um liðlega 1.000.“ Og jafnframt: „Á gildistima laganna hefur aftur tek- ið að gæta fjölgunar námsmanna Dagur B. Eggertsson Samband lánþega og námsmanna meðal barnafólks r Námsmenn með börn 1990-96 3500 P - Lánþegar með börn 2^27 2.858 1990-91 1991-92 1992-93 1993-94 1994-95 1995-96 Súluritið sýnir samband milli fækkunar barnafólks í námi á íslandi og bamafólks á námslánum. Barnafólki í námi hafði fjölgað ár frá ári allt þar til lögin tóku gildi 1992. Þá fækkaði því. Þessar tölur um fjölda námsmanna með böm em tiltölulega nýkomnar fram. Til þess tíma hafði verið haldið fram að fækkun lánþega með böm benti ekki endilega til fækkunar bamafólks í námi. Þær raddir ættu nú að vera þagnaðar. Heimildir: Hagstofa Islands og LIN. í lánshæfu námi. í ljós hefur hins vegar komið að fækkunin er varan- leg í röðum barnafólks og erlendis virðist fækkunin jafnframt ætla að reynast varanleg.“ Þetta eru meginatriði málsins. Ekki deilt um tölur heldur túlkun Flest í skrifum Gunnars virðist á sömu bókina lært. Til að svara ásökunum hans um rangfærslur og missagnir er undantekningar- laust unnt að birta orðrétt það sem um viðkomandi efni segir í skýrsl- unni og stendur þá ekkert eftir ósvarað. Hann virðist annaðhvort ekki hafa kynnt sér efni hennar eða líta vísvitandi fram hjá því sem þar stendur. Athygli vekur raunar að hvorki Gunnar né aðrir hafa gert athugasemd við eina einustu tölulega staðreynd úr skýrslunni, þrátt fyrir allt tal um blekkingar og lygaspjöll. Þvert á móti byggja þeir mál sitt á sömu gögnum og í skýrslunni er að finna. Þeir vilja aðeins líta sínum augum á silfrið. Það takmárk námsmanna að orðaskaki um tölur linni virðist því hafa náðst. Enda var löngu orðið tímabært að að færa umræðuna að greiningu á grundvelli hinna tölulegu gagna og að breytingum sem gera þarf á námslánakerfinu. Þegar kemur að ályktunum og niðurstöðum virðist skýrslan, gögn hennar og greining, standa orrahríð GB al- gerlega af sér. Að horfast í augu við staðreyndir Stjórnarformaðurinn virðist eiga í hvað mestum erfiðleikum með að horfast í augu við það sem þess- ar óumdeildu tölur hafa um afleið- ingar námslánalaganna að segja. Sem fyrr er réttast að skýrslan tali þar eigin máli. „Tala barna- fólks á námslánum lækkaði úr 2.746 lánþegum árið 1991-92 nið- ur í 1.891 lánþega ári seinna. Á síðasta skólaári voru þessir lánþeg- ar 1901, aðeins 10 fleiri en fjórum árum áður. Fækkun einstæðra for- eldra var hlutfallslega mest við gildistöku laganna, úr 740 í 487 lánþega. Þeim hefur haldið áfram að fækka og eru nú 433 einstæðir foreldrar á lánum. Athygli vekur jafnframt að lánþegum fækkaði mismikið eftir kjördæmum, þvert á það sem haldið hefur verið fram. Skýringin á misvísandi upplýsing- um um það efni felst í ónákvæmri meðferð tölulegra gagna. Sam- setning námsmanna- og lánþega- hópsins hefur breyst. Hlutfall barnafólks fer lækkandi ár frá ári. Það staðfestir könnun Hagstofu íslands.“ Málflutningur stúdenta staðfestur Könnun Hagstofu íslands sner- ist um það að athuga hvort sam- band væri milli fækkunar lánþega LÍN með börn á framfæri og íjölda barnafólks sem skráð væri í nám. Af skiljanlegum ástæðum var að- eins hægt að nálgast nemenda- skrár innlendra skóla, alls 23. í skýrslunni segir: „Deilt var um það hvort fækkun lánþega með börn væri raunverulegt merki um að ekki væri lengur jafnrétti til náms eða hvort hópar sem áður voru á lánum létu það eiga sig eftir hin nýju lög. Könnun Hagstofunnar á fjölda námsmanna með börn stað- festi og skar úr um að þessi fækk- un lánþega með börn var vegna raunverulegrar fækkunar náms- manna með börn. Þetta staðfesti málflutning stúdenta þess efnis að ástæða væri til að ætla að tölur um lánþegafjölda í hópum sem óumdeilt væri að þyiítu á lánum að halda endurspegluðu jafnframt fjölda námsmanna í sömu hópum. Tölur um varanlega fækkun barna- fólks í námi eru því staðfesting á neikvæðum áhrifum laganna á jafnrétti til náms.“ Þá fækkun sem þarna um ræðir mátti meðal ann- ars lesa af súluriti því sem GB birti með skrifum sínum og kann ég honum mínar bestu þakkir fyr- ir það. Barnafólki í námi hafði Qölgað ár frá ári allt þar til lögum um LÍN var breytt. Þá fækkaði þeim verulega. Það sem meira er, fjöldi barnafólks í námi hefur stað- ið í stað allar götur síðan eða í fjögur ár! Þetta verður ekki kallað „eðlileg sveifla" einsog Gunnar virðist ýja að. Þarna er einfaldlega um að ræða fækkun fyrir áhrif vondra laga. Meginatriðin mega ekki gleymast Það sem mestu skiptir að haldið sé til haga má ekki falla i skugga tölfræði eða umræðu um áhrif og afleiðingar núverandi laga um LÍN. Endurgreiðslubyrði námslána er nú margföld á við endurgreiðslu- byrði fyrri kynslóða námslána- greiðenda og að óbreyttu munu þessar háu endurgreiðslur útiloka stóra hópa núverandi námsmanna frá því að festa kaup á eigin hús- næði. Eftirágreiðslukerfi námslána leiðir af sér óhóflega áhættu við að leggja út í kreíjandi nám þar sem hvert einasta próf er nánast einsog rússnesk rúlletta, þar sem yfirdráttarlán í bönkum standa ógreidd eftir ef eitthvað útaf bregður. Þessir ágallar eru meðal þeirra stóru ágalla sem bæta þarf úr og fer vel á því að þeir sem nú hafa varið kröftum sínum til að togast á um afleiðingar gömlu lag- anna snúi sér að sama kappi að aðkallandi lagabreytingum. Höfundur er formaður Stúdentaráðs. Einföld lausn á flóknum málum m KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib faest á Kastrupflugvelii og Rábhústorginu fttergutthliifób ■kjami málsins! ÍSLENSKA flokka- kerfið er úrelt. í árum talið er það orðið lög- gilt gamalmenni, sem óðum nálgast áttræð- isaldurinn. Ólíkt mörgum mennskum jafnaldra sínum hefur það ekki elst vel, er þreytt lífdaga og þráir dauðann. En spurning er hvort veita verði þvl líknardauða, að öðrum kosti virðist það ætla að tóra að eilífu. Á þeim árum sem liðin eru frá því að flokkakerfið komst á hefur ótrúlega lítil þróun átt sér_ stað í íslenskum stjórnmálum. Ástæða þess er þó ekki hversu gott núverandi fyrir- komulag er, síður en svo. Ástæðan fýrir því að flokkakerfið hefur ekki náð að þroskast og þróast eins og eðlilegt væri er sú að jafn- aðarmenn, hvar í flokki sem þeir standa, hafa ekki bor- ið gæfu til að starfa saman í einum stórum og öfiugum flokki. Það er þó ekki þar með sagt að svo þurfa að vera um ókomna tíð. Ungu fólki, sem í dag er að setja sig inn í stjórnmál nútímans, er með öllu ómögulegt að skilja þetta fyrir- komulag. Fyrir ein- staklinga sem fylgjast með utan frá er erfitt að sjá ástæðu fyrir því að fólk sem berst fyrir sömu hugsjónum geri það á mis- munandi vettvangi, oft gegn hvert öðru og þar með gegn sínum hug- sjónum Þeir sem hræðast tilhugsunina um öflugt samstarf jafnaðar- manna segja að málefnaágreining- ur sé það mikill að ekki sé sam- starfsgrundvöllur. Vissulega eru skiptar skoðanir í ýmsum mála- flokkum en ekki meira en svo að nauðsynlegt er hveiju stjórnmála- afli. Ungt fólk, sem aðhyllist jafn- aðarhugsjónina, hefur tekið hönd- um saman og er ákveðið í að láta draum jafnaðarmanna um sameig- inlegan baráttuvettvang rætast. Við erum ekki tilbúin til að horfa upp á óbreytt ástand og þess vegna verður stofnun Grósku, samtaka jafnaðarmanna, að veru- leika laugardaginn 18. janúar. Mikið og öflugt starf hefur verið unnið vegna undirbúnings þessa íslenska flokkakerfið er úrelt, segir Hólmfríður Sveinsdóttir, og þarf að fá langþráða hvíld. stofnfundar, m.a. með hinum sögulega „Bifrastarfundi“ í nóv- ember sl. Margir hafa komið að undirbúningnum og eru þetta ein- staklingar úr öllum stjórnarand- stöðuflokkunum jafnt sem óflokksbundnir einstaklingar. Grósku er hvorki ætlað það hlut- verk að leggja niður flokka né að vera enn einn stjómmálaflokkurinn. Gróska er aftur á móti samstarfs- og umræðuvettvangur jafnaðar- manna. Hvort Gróska verður ein- hvem tímann að stjómmálaflokki skal ósagt látið enda verður tíminn að skera úr um það. En hvað sem því líður þá hefur líklega aldrei gefist betra tækifæri en einmitt núna til þess að láta samstarf jafn- aðarmanna verða meira en orðin tóm. Bíðum ekki eftir því að aðrir geri hlutina fyrir okkur, tökum þátt í að móta þá framtíð sem við viljum búa við. Sýnum ábyrgð gagnvart sjálfum okkur og því samfélagi sem við búum í. Það geram við m.a. með því að taka þátt í að gera Grósku að öflugu hreyfíafli í þjóðfé- laginu. Jafnaðarmenn verða að hafa það hugfast að þó svo viljinn sé til staðar kemur hann aldrei í staðinn fyrir verkið. Ungt fólk hefur þegar hafið verkið og nú biðjum við um stuðning allra jafnaðarmanna. Öðravísi getur þetta ekki gengið. Veitum flokkakerfinu langþráða hvíld - hinstu hvíldina - við eigum það skilið. Sýnum viljann í verki og fjöl- mennum á stofnfund Grósku, sam- taka jafnaðarmanna í Loftkasta- lanum laugardaginn 18. janúar. Höfundur er áhugamaður um sameiningu jafnaðarmanna. Hinsta hvíld flokkakerfisins Hólmfríður Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.