Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 37 MINNINGAR RUT GUÐMUNDSDÓTTIR + Rut Guðmunds- dóttir fæddist á Helgavatni í Þverárhlíð 7. júlí 1911. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 28. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensáskirkju 7. janúar. „Mínir vinir fara flöld feigðin þessa heimtar köld." Þessar ljóðlínur eft- ir Bólu-Hjálmar koma æ oftar í huga minn þegar vinir mínir kveðja einn af öðrum eftir því sem lífdag- ar mínir verða fleiri. Nú er hún Rut mín elskuleg dáin. Þó mér verði fyrst í huga að biðja henni guðsblessunar og hún megi fara í friði, þá situr ekki aðeins söknuðurinn eftir, heldur og líka sár tregi yfir því að hafa ekki ræktað vináttuna betur. Ys og þys hversdagsins með öllu sínu fári leiðir mann á glapstigu augna- bliksins, sem verður æ íjarlægara því mikilsverðasta í mannlegum samskiptum. Ég átti eftir að ljúka erindi mínu við hana Rut. Ég skrif- aði á jólakort til hennar og sagðist ætla að koma. Ætti við hana er- indi. Nú er það of seint. Hún er farin. Sátt við guð og menn og í von um að hitta aftur ástvini sína. Eiginmanninn, hann Halldór Þor- steinsson, sem dáinn er fyrir nokkrum árum og soninn Birgi sem lést langt um aldur fram síðastlið- ið haust. Rut Guðmundsdóttir var fædd og uppalin á Helgavatni í Þverár- hlíð í Borgarfirði. Þegar hún minntist á bæinn sinn, nafnið á honum „Helgavatn", var eins og manni birtist ævintýri þar sem ekki væri allt sagt. Huliðsheimur bernsku hennar og æsku. Vatnið, fjöllin, óbyggðirnar, byggðin öll með sínum fyrirheitum var henn- ar. Og það entist ævina út. Á æskuárum Rutar var þjóðin að rísa úr öskustónni. Ungmenn- afélögin og sú hreyfing sem þeim fylgdi var að setja svip sinn á þjóð- lífið. Hvítárbakkaskóli í Borgar- firði var stofnaður. Síðan komu héraðsskólarnir einn af öðrum. Rut ásamt öðru æskufólki í Borgarfirði og vítt og breitt um landið flykkt- ist í þessa skóla til náms. Fyrst fór Rut í Hvítárbakkaskóla, síðan í héraðsskólann í Reykholti. Þarna kynntist hún ungum Austfirðingi, Halldóri Þorsteinssyni frá Stöðvar- firði. Kynni þeirra urðu löng og farsæl. Þau giftust og settust að á Akranesi. Þau eignuðust tvo syni, Sigurð og Birgi. Halldór vann lengst af sem vélvirki í skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi. Þau voru sæmdarhjón og settu svo sannarlega svip sinn á bæjarlífið. Það var mikill sjónar- sviptir að þeim, þegar þau tóku sig til og fluttu burt, fóru til Reykjavíkur ásamt tveim öðrum íjölskyldum, þeim Sigurði Guð- mundssyni og Ásu Gísladóttur, Halldóri Bachmann og Jóhönnu Arnmundsdóttur ásamt börnum þeirra. Hús þeirra Sigurðar og Halldórs Bachmanns var alltaf kallað Kreml og er svo enn í dag. Rut og Hall- dór Þorsteinsson bjuggu í verka- mannabústað þarna beint á móti. Innan þessa þríhyrnings blómstr- aði stærsta kommaklíkan á Skaga. Þarna voru bæjar- og þjóðmálin rædd og heimsmálin krufin. Það var verið í bæjarstjórn og nefndum bæjarins, leikfélaginu, kirkjukórn- um, Rein félagsheimili sósíalista var byggt upp úr gömlum bílskúr þar sem félagslíf blómstraði. Bíó- sýningar á loftinu í verkamannabú- staðnum, þar sem börnin úr nágrenninu kyntust hinum upp- rennandi kvikmynda- heimi í litlu herbergi undir súð heima hjá Rut og Halldóri. Nokk- ur þessara barna hafa markað sér braut á listasviðinu. Það þótti tíðindum sæta þegar Rut og Halldór héldu veislu á heimili sínu til heiðurs sovéskum listamönnum sem komu til íslands í boði MÍR og skemmtu Ak- umesingum í troðfullri Bíóhöllinni. Það var engin lognmolla yfir þessu fólki. Það hafði heyrt heimsklukk- una glymja og það þorði að vera eins og heimssýn þess birtist þeim. Rut var heilsteypt kona, hlé- dræg og mjög stillt. Það kom sér áreiðanlega vel í samvistum við hinn ákaflynda eiginmann og ekki síður í gegnum öll hennar veik- indi. Hún mátti dvelja langtímum saman á Vífilsstöðum og öðrum sjúkrastofnunum frá litlu drengj- unum sínum og eiginmanni. Og allt bar hún með sinni einstöku ró og æðruleysi. Hún var greind svo af bar, vel menntuð og víðlesin. Listræn var hún, stundaði um tíma málaralist og prýða myndir eftir hana bæði heimili hennar og ann- arra. Hún var ein af þeim sem skrifaði, þó hún flíkaði því ekki. Þó eru nokkur ljóð og smásögur til eftir hana á prenti. Þegar þau hjón voru á Akranesi stofnuðum við nokkrir vinir og kunningjar bókmenntaklúbb sem ennþá er við lýði. Þar tókum við fyrir bókmenntir af ýmsu tagi, lás- um og fjölluðum um þær. Eitt sinn tókum við verk Guðmundar Böðv- arssonar fyrir og átti Rut að sjá um þá kynningu. Þá bauð hún Guðmundi að koma og vera með okkur. Þau voru af sama meiði, skyldmenni og Borgfirðingar bæði. Hún talaði um Guðmund og síðan lásum við upp ljóð eftir hann og hann las ljóð sín fyrir okkur. Þetta var eftirminnilegt kvöld, ég hafði aldrei hitt Guðmund fyrri. Ég gleymi aldrei augum hans, dökkum og hlýjum. Eftir þetta taldi ég hann meðal vina minna. Sonardóttir Rutar, Soffía Auður Birgisdóttir, er bókmenntafræð- ingur og ég veit að Rut þótti mjög vænt um að hún skyldi helga sig þessum fræðum. Soffía tók saman stóra bók með sögum eftir íslensk- ar konur. Ég las þessa bók og þótti mikið til um þetta afrek Soff- íu. Ég hafði notað þessa bók mikið til gjafa og þá helst til kvenna og að lokum var ég búin að gefa mína bók líka. Þá var þessi bók uppseld svo ég átti enga. Um þetta leyti kom ég til Rutar og við fórum að tala um bókmenntir og ég óskaði henni til hamingju með sonardótt- urina og bókina sem hún hafði unnið að og væri nú uppseld og að ég væri bókarlaus. Sem betur fer hefur þessi bók verið endurút- gefin. Þá stóð Rut upp og náði í bók sem hún átti og gaf mér hana. Ég var mjög hissa og átti dálítið erfitt með að taka við bókinni, en það varð svo að vera, en ég hét henni því að í stað þessarar bókar skyldi ég færa henni bók eftir mína dóttur. Það var erindið sem ég átti ólok- ið við hana. Að við tækjumst í hendur yfir verkum dóttur og son- ardóttur okkar, sem höfðu brugðið ljósi yfir líf og störf íslenskra kvenna í bókum sínum. Rut var kynsæl kona. Synir hennar tveir hinir mætustu menn hvor á sínu sviði. Barnabörnin vel menntuð og búin að hasla sér völl í ýmsum greinum og langömmu- börnin sum hver komin vel á legg. Rut og Halldór voru mikið úti- vistarfólk og lágu oftast í tjaldi. Stundum langtímum saman, oft uppi í Borgarfirði, stundum á Þingvöllum og víðar. Oft við veið- ar í ám og vötnum. Ég og fjöl- skylda mín eigum margar skemmtilegar minningar af sam- vistum við þau. Við Hítárvatn, Fáskrúð og Haukadalsá, þar sem glatt var á hjalla, sagðar voru sögur, farið með kviðlinga frums- amda eða eftir einhverja snillinga. Börnin mín gleyma seint kvöld- húminu við Hítarvatn í hópi þess- ara góðu vina. Margs er að minnast og margs er að sakna, en mest er þó að þakka. Að hafa átt þessa mikil- hæfu konu að móður, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu. Og við hin sem áttum vináttu hennar um svo langan aldur þökkum af alhug og biðjum guð að blessa hana um tíma og eilífð. Öllum aðstandend- um sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi. Svo viðkvæmt er lífið, sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann alsheijardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á pðanna fund, það geislar af minninp þinni. (Fr. St. frá Grímsstöðum.) Hún Rut Guðmundsdóttir frá Helgavatni, vinkona mín, er búin að fá hvíldina. Þegar ég hugsa um hana renna minningarperlurnar fram, hver af annarri. Allar glitra þær skært af gleði og skemmtileg- heitum, Rut var svo skemmtileg, vel heima í bókmenntum og listum, nærri sama hvar borið var niður í bundnu eða óbundnu máli, alls staðar var hún heima. Það var mikil menning á heimili þeirra Rutar og Halldórs Þorsteinssonar, þar ríkti einnig gleði og góðvild enda bæði málsvarar þeirra er minna máttu sín í þjóðfélaginu. Á heimili þeirra var oft margt um manninn þvf þau voru afar gestrisin, mjög félagslynd og vin- mörg. Rut var mjög heilsutæp á fyrstu búskaparárum þeirra og þurfti að dvelja á Vífílsstöðum, en sem betur fer náði hún sæmilegri heilsu. Rut bar sig alltaf vel og maður gleymdi því oft að hún gekk ekki heil til skógar. Við hjónin höfum margs að minnast, bæði í ferðalögum og á heimilum okkar. Rut var vel hag- mælt og sendi hún mjög skemmti- leg ljóðabréf til vina sinna og fékk þá kannski til baka eitthvað í létt- um dúr, allt var í gleði gert. Þegar ég sit hér í skammdeginu og minnist Rutar minnar þá birtir, því svo bjart og skært er um allar minningar um hana. Rut var list- feng og fékkst við að mála fagrar myndir. Áður en hún fór að Iæra að mála ætlaði hún að afsanna að það þyrfti lærða listmálara til að mála abstrakt. En myndin sem hún málaði þannig var sú alerfiðasta sem hún málaði. Mikið hlógum við báðar að þessu tiltæki hennar. Það var skemmtilegt að vera með þeim Helgavatnssystrum sem ég kynntist. Allar unnu þær góðum bókum. Góðan málsvara átti Lax- ness í Rut frá fyrstu tíð og það áttu fleiri höfundar sem núna eru mikils metnir. Ég vissi að hún kunni marga kafla úr bókum Lax- ness. Rut var hetja í mótlæti og sorg, bæði er hún missti systkini og mann, en sárust var sorgin er son- ur hennar, Birgir, lést fyrir fáum mánuðum langt um aldur fram, þá var lífsbikar hennar tæmdur. Bestu þakkir fyrir samfylgdina, kæra vinkona. Öllum aðstandendum Rutar vottum við hjónin samúð okkar. Ásgerður Gísladóttir. ARNY MAGNEA HILMARSDÓTTIR + Árný Magnea var fædd í Vík- um á Skaga 14. mars 1944, en ólst upp á Hofi í Skaga- hreppi. Hún lést á heimili sínu í Hafn- arfirði 3. janúar síðastliðinn. Árný Magnea var dóttir hjónanna Hilmars Árnasonar og Sól- veigar Aðalheiðar Magnúsdóttur. Eftirlifandi eig- inmaður Árnýjar Magneu er Guð- steinn Hróbjartsson. Börn þeirra eru Hróbjartur Hilmar og Aðalbjörg. Utför Árnýjar Magneu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukk- an 10.30. Ótrúlegt en satt, Madda, frænka okkar, er dáin. Enginn veit hver er næstur, sem betur fer. Þegar dóttir Möddu hringdi í mig til að láta mig vita að mamma sín væri búin að fá hvíld- ina kom yfir mig viss Iéttir fjöl- skyldunnar vegna. Því að horfa upp á sinn nánasta vera að deyja er ekki hægt að lýsa með orðum. Ég held að öllum þeim sem þekktu Möddu beri saman um það að hún var blíð og góð kona sem vildi öllum vel. Dóttir mín, tíu ára gömul, sagði við mig þegar ég sagði henni frá því að Madda frænka væri dáin: „Mamma, nei, ekki uppáhalds- frænkan mín, hún sem var alltaf svo góð við mig.“ Ekki hefði ég getað trúað því þegar Madda sat yfir móður sinni á dánar- beði í apríl 1996 að hún myndi kveðja þennan heim innan nokkurra mánuða. Blíðan sem hún sýndi móður sinni þarna var stórkostleg og ógleymanleg. Síðast sá ég Möddu í júní 1996. Þá voru þau hjónin að koma af ættarmóti og komu við hjá mér á heimleið. Ég sé enn fyrir mér myndina af Möddu í þessari heimsókn, hún var svo falleg, í svo fallegri blússu sem fór henni svo einstaklega vel eins og hún væri sniðin á hana. Ég gæti skrifað miklu meira en það er af svo mörgu að taka og læt hér því staðar numið í skrifum um þessa góðu konu, hana Möddu frænku. Minning hennar er skýr í huga okkar. Við þig, elsku Alla mín, vil ég segja. Þú ert búin að standa þig eins og hetja og ég veit að þú gerir það áfram. Ég veit sjálf hvað þú ert að ganga í gegnum og kannski getum við yljað okkur við það að nú eru mæður okkar saman. Kæru Steini, Hilmar og Alla. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar. Guð veri með ykkur. Sólveig Eiðsdóttir. GUNNAR BJÖRNSSON + Gunnar Björnsson fæddist á Vakursstöðum í Vopna- firði 21. maí 1904. Hann lést í Landspítalanum 19. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 30. desember. Þegar við kveðjum Gunnar frænda, eins og við alltaf kölluðum hann, koma fyrst upp í hugann myndir frá æsku þeirra systkina Gunnars, mömmu og Kalla á Ref- stað í Vopnafirði, því svo ljóslif- andi voru frásagnir mömmu af líf- inu þar, umhverfí og fólki að okk- ur fannst við hafa verið þátttak- endur í öllu. Þar var Dórhildur, hálfsystir þeirra, sem þau dáðu öll, Benjamín föðurbróðir þeirra, Gunna föðursystir, Gulla gamla og fleiri. Mamma sagði okkur margar sögur af leikjum þeirra systkina og störfum og alltaf dáðist hún að bræðrum sínum, Gunnari, eldri bróður, og Kalla sem var yngstur. Þegar mamma og pabbi byijuðu búskap sinn í Víðikeri var Gunnar frændi vetrarpart hjá þeim við að smíða innréttingar í nýja bæinn þar. Það var mikið tilhlökkunarefni þegar von var á Gunnari og Möddu í heimsókn í Víðiker því þau komu oft við í Bárðardal á ieið sinni í Vopnafjörð. Einu sinni komu þeir bræður báðir saman með konur sínar og mikið þótti okkur til koma þegar þau komu öll svona falleg og skemmtileg. Seinna þegar sú elsta okkar fór í skóla í Reykjavík var heimili Gunnars og Möddu hennar annað heimili. Það var vissulega mikil- vægt fyrir unga sveitastúlku að fá að njóta þeirra fríðinda að eiga frænda í bænum sem átti þar að auki yndislega konu og börn. Amma Rannveig var líka á heimil- inu og er ekki örgrannt um að yngri systurnar hafí öfundað elstu systur af þeim forréttindum að fá að kynnast móðurfólkinu. Þegar fjölskylda okkar fluttist suður á land sáumst við oftar. Það var alltaf jafn gaman og fræðandi að heimsækja Gunnar og Möddu á heimili þeirra á Langholtsvegin- um. Þar var tekið á móti gestum með hlýju og glaðværð. Það er minnisstætt hvað heimili þeirra var fallegt og þar leið öllum vel. Gunnar hafði góða frásagnargáfu og sagði skemmtilega og ljóslif- andi, bæði frá nýju og gömlu. Þau hjónin höfðu yndi af góðri tónlist og bókmenntum. Eftir að foreldrar okkar fluttust til Reykjavíkur og bjuggu í Eikju- vogi, rétt hjá heimili Gunnars og Möddu, var mikill samgangur þar á milli. Það veitti foreldrum okkar mikla gleði að geta hitt þau svo oft og vinátta þeirra var mikil og góð. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna þegar Madda kvaddi svo óvænt. En börn þeirra og tengda- börn reyndust Gunnari eins vel og best verður á kosið og Gunnar bjó einn á heimili sínu á meðan kraft- ar leyfðu. Gunnar var alla tíð einstaklega fallegur maður og glæsilegur. Hamn var mikill náttúruunnandi og veiðimaður og hlýtur það að hafa verið honum mikils virði að eiga sinn eigin sumarbústað til að njóta eftir langan vinnudag. Þetta er lítil kveðja frá systur- dætrum með þakklæti fyrir sam- fylgdina. Við og fjölskyldur okkar vottum börnum Gunnars og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Hildur, Sigrún, Rannveig og Áslaug Káradætur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.