Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 41
MINNINGAR
SIGURJON
JÚNÍUSSON
+ Sigurjón Jún-
iusson fæddist í
Sandgerði 23. sept-
ember 1964. Hann
lést á heimili sinu i
Sandgerði hinn 1.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Júníus Guðnason, f.
13. júni 1943, og
Regína Ragnars-
dóttir, f. 24. mai
1945. Sigurjón átti
þijú systkini, tvo
bræður, Ragnar
Geir, f. 9. júlí 1963,
og Tryggva Rúnar,
f. 5. október 1969, og eina syst-
ur, Önnu Mariu, f. 22. desember
1974.
Siguijón átti einn son, Stefán
Henning, f. 23. febrúar 1989.
Barnsmóðir Siguijóns er Ásta
Rán Sigurðardóttir. Stefán og
Ásta Rán búa erlendis. Eftirlif-
andi sambýliskona Siguijóns er
Bára Magnúsdóttir, f. 9. apríl
1958.
Siguijón vann hjá Skipaaf-
greiðslu Suðurnesja síðastliðin
átta ár.
Útför Sigurjóns fer fram frá
Hvalsneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Mig langar með fáum orðum að
minnast hans Sigga mágs míns.
Við fengum þær sorglegu fréttir
1. janúar að Siggi væri dáinn. Ég
ætlaði ekki að trúa mínum eigin
eyrum, því ég, Tryggvi og Sandra,
dóttir okkar, vorum hjá Sigga og
Báru kvöldið áður og áttum þar
góðar stundir og biðum spennt eft-
ir nýju ári. En það byrjaði hjá okk-
ur með þessum hræðilegu fréttum.
Ég vil minnast þessa góðhjartaða
manns með því að rita niður nokkr-
ar línur um hann. Siggi var mjög
barngóður og öll börnin í fjölskyld-
unni voru mjög hænd að honum.
Hann talaði mjög mikið um son
sinn, hann Stefán sem býr ásamt
móður sinni erlendis, og hann beið
alltaf spenntur eftir að fá hann á
sumrin, því sonurinn var honum
allt. Alltaf var stutt í brosið hjá
þessum lífsglaða manni og alltaf
gat hann gert gott úr öllu.
Elsku Siggi, þín verður sárt sakn-
að og við munum sjá til þess að
Sandra muni alltaf eftir þér, og
eins hann Stefán þinn. Ég bið góð-
an Guð að geyma þig og um leið
að styrkja okkur öll hin.
Meðan veðrið er stætt
berðu höfuðið hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él
glitrar lævirkjans Ijóð
upp við ljóshvolfin björt og heið.
Þó steypist í gegn
þér stormur og regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð
þá stattu fast og vit fyrir víst:
Þú ert aldrei einn á ferð.
(Höf. ók.)
Vertu sæll að sinni, elsku Siggi
minn.
Þín mágkona,
Sigrún Lína Ingólfsdóttir.
Nú er elskulegur bróðir minn
farinn og hans verður sárt saknað.
Ég minnist þess ætíð hvað hann
var yndislegur við mig og son minn
og hvað var alltaf stutt í fallega
brosið hans. Ég vil fá að þakka
fyrir þann tíma sem við fengum að
hafa hann og hvað við vorum sam-
rýnd síðustu árin. Það leið varia sá
dagur að við hittumst ekki eða
töluðum saman í síma. Og öll kvöld-
in sem við spiluðum saman eru
ógleymanleg, því þú varst alltaf svo
hress og skemmtilegur að manni
leið alltaf vel nálægt þér.
Elsku Siggi minn, nú kveð ég
þig að sinni.
Þín systir
í þennan helga Herrans sal
vort hjarta leitar griða skal,
því úti heijar heift og stríð,
en hér er eilíf blíðutíð
í þennan helga Herrans sal
úr heimsins glaumi bera skal
vor böm að skærri skírnarlind,
að skapist þau í nýrri mynd.
(M. Joch.)
Mig langar að minn-
ast mágs míns með
fáeinum orðum. Þegar
mér var tilkynnt um lát
hans, varð ég sem löm-
uð.
Hver gat tekið líf þessa yndislega
drengs? Sem öllum vildi vel og allir
etskuðu. Siggi var alltaf hrókur alls
fagnaðar og alltaf var gaman að
vera þar sem hann var. Siggi minn,
alltaf birti í eldhúsinu hjá okkur
Ragga þegar þú komst í hádeginu,
þá var glatt á hjalla. Það verður
ekki oftar sem þú bankar á eldhús-
gluggann og segir: Eruð þið ekki
glöð að sjá mig? og fórst að hlæja.
Og ef Agnes og Regína, frænkur
þínar voru heima, hafðir þú gaman
af því að segja: Á ekki að koma
og kyssa Sigga frænda? með stríðn-
isglampa í augum.
Margs er að minnast úr sumarbú-
staðaferðum okkar og mætti skrifa
um það heila bók, en nú höfum við
aðeins minningarnar eftir sem
munu ylja okkur um ókomin ár.
Elsku Siggi minn ég, þakka fyrir
að hafa fengið að þekkja þig í sex-
tán ár og bið góðan guð að taka
vel á móti þér.
Láttu, Guð, vakna lífs á trú,
léttu sorg af barmi,
ástvini hans hugga þú
þerraðu tár af hvarmi. _
(Ásta Hansdóttir)
Blessuð sé minning þín. Þín mág-
kona
Andrea.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Siggi frændi, blessuð sé
minning þín. Við þökkum þér allt.
Þínar frænkur,
Agnes Ósk og Regína.
Nýarsdagur 1997 var runninn
upp. í Sandgerði var veðrið óvenju-
fallegt, stillt og bjart. Undir hádeg-
ið sást til sólar, sem kryddaði feg-
urð þessa fyrsta dags ársins. En
skyndilega þyrmdi yfir.
Voðafregn barst á öldum ljósvak-
ans. Ungur maður í Sandgerði hafði
verið stunginn til bana þennan
morgun.
Fregnin barst eins og eldur í sinu,
hann Sigurjón Júníusson var dáinn.
Hann var fórnarlamb óskiljanlegs
harmleiks. Hvað er að gerast í okk-
ar fámenna landi, þar sem grimmi-
legt ofbeldi vex frá ári til árs? Er
ekki mál að linni?
Undanfarin tíu ár var Siguijón
starfsmaður minn hjá Skipaaf-
greiðslu Suðurnesja, brosmildur
gæðadrengur sem lífgaði umhverfið
með glettni sinni og góðu skapi. í
raun hafa leiðir okkar Siguijóns
legið saman mun lengur. Hann var
jafnaldri og skólabróðir dóttur
minnar, Jóhönnu, og við faðir hans,
Júníus, vorum nánir samstarfsmenn
til margra ára í slökkviliði Sand-
gerðis. Þannig tengjast vináttubönd
í litlu bæjarfélagi og íbúarnir verða
nákomnari hver öðrum. Nú þegar
ungur maður í blóma lífsins er
kvaddur á braut svo óvænt, samein-
umst við í sorginni.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar og
samstarfsmanna Siguijóns hjá
Skipaafgreiðslunni, sendi ég ykkur,
Bára, Regína, Júníus, Stefán litli
og aðrir aðstandendur, innilegar
samúðarkveðjur, og bið um styrk
og Guðs blessun ykkur til handa.
Blessuð sé minning Siguijóns
Júníussonar.
Jón Norðfjörð.
Elsku Siggi okkar.
Að vakna á nýársmorgun við
þessi hörmulegu tíðindi var mjög
sárt. Við áttum margar góðar
stundir með þér. Við munum alltaf
minnast stundanna sem þú áttir
með Brynjari okkar. Hann hélt allt-
af mikið upp á þig. Stundimar sem
við áttum með þér og Báru fyrir
jólin mun alltaf ylja okkur um hjart-
arætur. Þú varst alltaf svo hress
og kátur og það var gott að tala
við þig. Söknuður okkar er mikill.
Elsku Bára, Stefán, Baddi, Reg-
ína, Ragnar, Tryggvi, Anna María
og aðrir ættingjar, megi Guð
styrkja ykkur og varðveita í þessari
miklu sorg.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Anna, Bjarki og Brynjar Örn.
t
Eiginmaöur minn,
SVANÞÓR JÓNSSON
múrarameistari,
Hraunbæ 103,
Reykjavik,
lést 8. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigrföur Þorsteinsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
BERGUR ÖRN EYJÓLFS,
Norður-Vík,
Vík i Mýrdal,
sem lést 30. desember sl., verður jarð-
sunginn frá Skeiðflatarkirkju laugardag-
inn 11. janúar nk. kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim sem vildu minnast hans,
er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Guðlaug M. Guðlaugsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR SIGFÚSSON
húsasmíðameistari
frá Gröf á Höfðaströnd,
til heimilis i Safamýri 50,
Reykjavik,
lést miðvikudaginn 8. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Bára Sigrún Björnsdóttir,
Birna Sigurðardóttir,
Sigurður Birkir Sigurðsson,
Pétur Þór Sigurðsson,
Freyr Baldvin Sigurðsson,
Una Sigurðardóttir,
Sigfús Jón Sigurðsson,
Ása S. Þrastardóttir,
Jónína Bjartmarz,
Steinunn Jónsdóttir,
Ólafur Gislason,
Ragnheiður Einarsdóttir,
Zophanías Þorkell Sigurðsson, Guðrún ívars,
Alma Sigurðardóttir, Magnús Æ. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
áður Meðalholti 15,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð
þann 1. janúar, verður jarðsungin frá
Háteigskirkju mánudaginn 13. janúar
kl. 13.30.
Guðmundur Jensson,
Skúli Jensson,
Ólafur Jensson
Brynja Rannveig Guðmundsdóttir,
Elfn Guðmundsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir,
Ari Ólafsson,
Björg Ólafsdóttir
Sigríður Þorkelsdóttir,
Hafsteinn Skúlason,
Magnús Jóhannsson,
Böðvar Magnússon,
Karitas Ólafsdóttir,
og aðrir œttingjar.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTRÚN SÆMUNDSDÓTTIR
frá Brautarhóli,
Biskupstungum,
sem andaðist 4. janúar, verður jarð-
sungin frá Skálholtskirkju laugardaginn
11. janúar kl. 14.00.
Jarðsett verður að Torfastöðum.
Rútuferð verður frá BSÍ kl. 12.00 sama
dag og frá Fossnesi, Selfossi, kl. 13.00.
Ragnar Ragnarsson,
Steinunn Jóhannsdóttir,
Alfreð Jónsson,
Kristbjörg Sigurjónsdóttir,
Kjartan Runólfsson,
Eiríkur Sigurjónsson,
Jón Sœmundur Kristinsson,
Bjarni Kristinsson, Oddný K. Jósefsdóttir,
Berglind Sigurðardóttir, Jóhann B. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigurjón Kristinsson,
Margrét Kristinsdóttir,
Hrefna Kristinsdóttir,
Kærar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginkonu minnar og frænku okkar,
LÁRU STEFANÍU JÚLÍUSDÓTTUR,
Austurbraut 5,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíð-
ar, Grindavík.
Guð blessi ykkur öll.
Helgi Jónsson,
Sigriður Elentfnusdóttir, Sigurður Sverrir Witt
og aðrir ástvinir.
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
RANNVEIGAR
GUÐJÓNSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Seljahlíð,
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólk-
inu í Seljahlíð.
Pálína Júlfusdóttir, Andrés K. Guðlaugsson,
Þórunn J. Júlfusdóttir, Kristján Örn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Anna María.