Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 43

Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 43 ) ------------------------------------ | eftir að hún varð fullorðin og gift I dr. Birni Þorsteinssyni, þá hélt hún uppi reisn heimilisins í Suðurgötu. Guðrún var mjög vel gefin og snemma sett til mennta. Hún hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík sem var sjaldgæft um stúlkur í þá daga, en þá varð hún fyrir því óláni að veikjast af berklum. Það batt enda á skólagöngu hennar og hijáði j hana í mörg ár. Þurfti hún að dvelj- i ast á heilsuhælum hér og erlendis en náði loks allgóðri heilsu. En I andinn var hress og leitað var til menntunar. Guðrún hafði mikinn áhuga á tungumálum, sérstaklega franskri tungu og bókmenntum og starfaði í franska sendiráðinu í Reykjavík um skeið. Þau Guðrún og Björn keyptu hús í Hafnarfirði eftir lát Laufeyjar móður hennar, síðar fluttu þau í Kópavog. Á báðum | stöðunum sköpuðu þau fagurt | heimili. Þeim tókst svo sannarlega , að „rækta garðinn sinn“. Þau hjón I áttu góða samleið. Björn var mikill fræðimaður, eins og alþjóð veit og studdi hún hann á marga lund. Guðrún þótti snjall þýðandi og þýddi margar bækur úr Norður- landamálum, ensku og frönsku. Hjónin urðu þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast dótturina Valgerði, sem er kennari að mennt og stund- ! ar nú framhaldsnám í myndlistar- | greinum. Hún hefur verið þeim sannkallað óskabarn. Barnabörnin þijú og fyrsta barnabarnabarnið urðu Guðrúnu til mikillar gleði. Eftir lát Björns keypti hún þjón- ustuíbúð á Kópavogsbraut 1 A og bjó sér þar fagurt heimili. Hún tók nú þátt í ýmiss konar félagsstarfi með öldruðum, m.a. tók hún að sér undirleik á píanó við vikulegar , helgiathafnir á hjúkrunarheimili aldraðra í Sunnuhlíð. Þegar við lítum yfir farinn veg hennar, er hann samtengdur lífí okkar frá bernsku. Við höfum alltaf hlakkað til afmælisdagsins hennar 3. maí, þar sem alltaf mættu manni frænkur og tryggir vinir. Nú er þessari gefandi samleið lokið um stund. Við þökkum hana af alhug og kveðjum kæra frænku með lokaerindinu úr sálmi langafa okkar, sr. Björns Halldórssonar, Á hendur fel þú honum: Mín sál því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. Við systurnar og fjölskyldur okk- ar vottum Valgerði, fjölskyldu hennar og Finnboga bróður Guð- rúnar okkar innilegustu samúð. Sigfríður og Guðný Th. Bjarnar. Ég vil minnast Guðrúnar Guð- mundsdóttur, vinkonu minnar með nokkrum orðum. Það var um klukk- an tíu sl. föstudagskvöld, að ég fann hjá mér sérstaka þörf fyrir að hringja til að fá að vita hvernig Guðrúnu liði, en það hafði aldrei verið venja mín að hringja til hennar á þessum tíma dags. Valgerður dótt- ir Guðrúnar svaraði og sagðist vera búin að panta sjúkrabíl fyrir móður sína, því henni liði mjög illa. Árla næsta morgun barst mér fregnin um andlát Guðrúnar. Þessi sorgar- fregn barst mér nokkuð óvænt, því við höfðum haft símasamband flesta morgna undanfarið og hafði Guðrún jafnan verið vel málhress, þótt hún hafi ekki verið vel frísk. Hin óvænta dánarfregn Guðrúnar var mér nokk- uð þungbær, þar sem við höfðum verið góðar vinkonur allt frá ungl- ingsárum eða meira en hálfa öld og þar hafði aldrei borið skugga á. Kunningsskapur okkar Unnu, eins og Guðrún var jafnan kölluð af sínum nánustu, hófst með kynn- um okkar beggja af stúlku á okkar reki, sem var frænka Guðrúnar. Þetta var skömmu upp úr 1930 um það leyti sem við urðum báðar að hætta skólanámi sökum veikinda, hún í Menntaskólanum í Reykjavík, ég í Kvennaskólanum. Veikindi okk- ar beggja voru berklakyns. Á þess- um árum var þessi veiki mjög út- breidd hér á landi og náði hámarki um þetta leyti. Það mun hafa verið þegar Guðrún var í þriðja bekk í Menntaskólanum, sem hún veiktist svo að hún varð að fara á Vífils- staðahæli og var hún næstu árin mjög heilsuveil og dvaldi þá ýmist á heilsuhælum eða heima og gat þá hvorki stundað að staðaldri skóla- nám né vinnu. Eina ferðina vegna heilsunnar fór Guðrún vorið 1940 til Danmerkur og dvaldi á heilsuhæli þar um sex mánaða skeið og sagði hún mér frá því einu sinni, að fyrstu nóttina hennar í Danmörku, þ.e. 9. apríl, hefðu Þjóðveijar ráðist inn í Dan- mörku. Síðar á sama ári lenti hún í öðru ævintýri, þá við heimkomuna, þar sem hún kom með Esju í Pets- amoferðinni í októbermánuði sama ár. Þótt menntaskóladvöl Guðrúnar yrði ekki löng, fékk hún samt mjög góða menntun, einkum í hljómlist og tungumálum, bæði hér á landi og erlendis, enda lögðu foreldrar hennar ríka áherslu á, að hún nyti sem bestrar menntunar eigi síður en bræður hennar, sem allir þrír luku háskólaprófum og urðu allir þjóðkunnir menn. Ég kynntist nokkuð vel æsku- heimili Guðrúnar í Suðugötu 22, það er heimili Guðmundar Finnbogason- ar, landsbókavarðar, og Laufeyjar Vilhjálmsdóttur frá Rauðará, sem hafði kennaramenntun, en heimili þeirra var alkunnugt sem sérstakt menningarheimili eins og þeir mörgu gestir, sem þar bar að garði, gætu vitnað um og sem ýmsir þeirra hafa gert á opinberum vettvangi. Hinn 29. júní 1946 giftist Guðrún Guðmundsdóttir Birni Þorsteinssyni, sem þá var nemandi í Háskóla ís- lands, en hann lauk cand. mag. prófí frá norrænu deildinni árið eftir, 1947. Haustið 1940 flutti ég út á land með manni mínum, fyrst til Bolung- arvíkur, en síðar, við stríðslokin, til Akureyrar og bjuggum við_ úti á landi í nálægt þijá áratugi. Á þess- um tíma slaknaði nokkuð á sam- bandi okkar Guðrúnar, en það slitn- aði aldrei, enda heimsótti Unna okk- ur bæði í Bolungarvík og Akureyri, ýmist ein eða með manni sínum, enda átti hún fleiri erindi til Eyja- fjarðar en að fínna okkur, þar sem hún átti þar mikinn frændgarð þar sem Munkaþverárfólkið var og fleiri. Er margra góða stunda að minnast frá þeim samfundum. Einnig hitt- umst við Guðrún jafnan þegar við vorum á ferð hér syðra og hún var heima. Eftir að ég og fjölskylda mín flutt- ist aftur til Reykjavíkur 1967, treystust vináttuböndin að nýju. Auk nábýlisins hefur þar hjálpað til að skömmu síðar stofnuðum við nokkr- ar konur það sem við kölluð bóka- klúbb þar sem reglulegir fundir eru haldnir á vetuma og lesið úr og rætt um efni tiltekinna bóka og þá einkum bækur sem hafa nýlega ver- ið gefnar út. Hefur þetta uppátæki okkar staðið óslitið í um aldarfjórð- ung. Höfum við allar haft bæði fróð- leik og skemmtun af þessum fund- um. Var Guðrún mætt á síðasta fund okkar sem var í byijun desem- ber sl. og naut sín þar sem fyrr. Heimili Guðrúnar og Björns minnti mikið á æskuheimili Guðrún- ar. Þar rikti einnig andi menningar, reglusemi og gestrisni. Frændgarður þeirra hjóna er stór og Guðrún var sérstaklega frændrækin og hafði mikið og gott samband við ættingj- ana. Bjöm var bæði stórhuga og mikilvirkur og hafði jafnan mörg járn í eldinum, ekki aðeins sem kenn- ari, heldur var hann einnig mikið í ýmiskonar félagsmálum, starfaði sem rithöfundur, ritstjóri o.fl. Setti þetta allt mikinn svip á heimilið, því Guðrún studdi mann sinn mikið í þessum málum og margan gest bar að garði, bæði innlendan og útlendan og þótti öllum þar gott að koma. Þótt starfsvettvangur Guðrúnar væri aðallega á heimilinu og í tengsl- um við það, starfaði hún ýmislegt á öðmm sviðum. Hún vann töluvert mikið að þýðingum á bókum fyrir ýmis forlög og margskonar efni og þótti hún bæði fljótvirk og velvirk á því sviði. Einnig vann hún töluvert við að spila á slaghörpu hjá ýmsum félagasamtökum og sinnti hún því töluvert til hinstu stundar. Einnig voru þau Guðrún og Björn mikið ræktunarfólk og komu sér upp görð- um með fjölbreyttum og fögrum gróðri, fyrst í Hafnarfirði og síðan í Kópavogi. Einnig höfðu þau skóg- rækt með höndum í Hafnarfjarðar- hrauni og fór dijúgur tími í það á hveiju vori. Áður en ég lýk þessum línum, vil ég sérstaklega minnast þess, að skömmu áður en Björn Þorsteinsson lést, lögðu þau Guðrún drög að stofnun styrktarsjóðs fyrir efnilega sagnfræðinga. Fljótlega eftir andlát Björns sneri Guðrún sér að því stofna sjóðinn og láta semja um hann ítarlega stofnskrá og fá stað- festingu viðkomandi stjórnvalda á honum. Hefur sjóðurinn þegar tekið til starfa og hafa nú verið veittir styrkir nokkrum sinnum úr honum. Lét Guðrún sér annt um þennan sjóð, sem er í umsjá Háskóla Islands og fylgdist vel með að réttum reglum væri fylgt við veitingar úr sjóðnum. Skömmu eftir andlát eiginmanns síns, 1986, seldi Guðrún hús þeirra í Kópavogi og fékk góða íbúð í Kópa- vogsbraut la í húsi, sem byggt var fyrir aldraða, en hefur jafnan bæði í blíðu og stríðu notið aðstoðar dótt- ur sinar Valgerðar og manns henn- ar, Ágústs Þorgeirssonar, verkfræð- ings og barna þeirra þriggja, sem öll eru uppkomin og eru myndarfólk. Svo segir í Biblíunni: Endalok vor nálgast, dagar vorir fullnuðust já endalok vor komu.“ Guðrún fann, að lífsþróttinn þvarr hægt og hægt. Ég færi fólki hennar samúðarkveðj- ur fra mér og mínu fólki og þakka samfylgdina og umfram allt vinátt- una og tryggðina. Þorbjörg Gísladóttir. Fregnin um andlát Guðrúnar Guðmundsdóttur kom eins og þungt högg þegar einskis ills var að vænta. Ég hafði hringt til hennar síðdegis fimmtudaginn 2. janúar til að óska henni gleðilegs árs, og ætluðum við að hittast í lok vikunnar. Fáeinum stundum eftir að samtalinu lauk, var hún sofnuð úr þessum heimi. Enn erum við minnt á hversu þunn er skelin sem skilur á milli lífs og dauða. Kynni mín af Guðrúnu hófust um það leyti sem ég gerðist nemandi eiginmanns hennar, dr. Bjöms Þor- steinssonar prófessors, fyrir tæpum tveimur áratugum. í því fólst ekki einungis að hlíta leiðsögn Björns í sagnfræði og skyldum greinum held- ur nánast að verða fóstursonur hans og þeirra hjóna beggja. Ég býst við að fleiri gætu sagt frá svipaðri reynslu, slík var umhyggja meistar- ans fyrir lærisveinum sínum. Þrátt fyrir andlát Bjöms rofnaði ekki sambandið við Guðrúnu, og ég hélt áfram að heimsækja hana í vist- legri þjónustuíbúð hennar við Kópa- vogsbraut. Það gerði ég ekki ein- vörðungu af skyldurækni við minn- ingu Björns, sem var mér þó mjög kær, heldur vegna þess að Guðrún hafði sjálf af miklu að miðla. Það var sönn ánægja að sitja með henni yfir tebolla og ræða um menn og málefni, þótt dijúgur væri aldurs- munur okkar. Guðrún var víðlesin í bókmenntum þjóðarinnar, hafði sjálf verið vandvirkur þýðandi skáldverka og fræðirita og hafði enn fremur frá mörgu að segja úr eigin lífí. Hún ólst upp á menningarheimili við lær- dómsiðju og kynntist þegar í æsku nafnfrægu fólki sem nú býr ekki lengur með þjóðinni nema í munn- mælum og bókum. En í frásögn Guðrúnar varð þetta fólk um stund sem ljóslifandi og nálægt þarna hjá okkur i hlýlegri stofunni. Því fór fjarri að Guðrún lifði að- eins í fortíðinni heldur fylgdist hún vel með atburðum líðandi stundar og var spurul um áhugamál viðmæl- anda síns, jafnvel um nýjustu fram- farir í tölvutækni, þótt hún að vísu viðurkenndi að hún hefði takmark- aðan skilning á þeim vísindum. Ævinlega þegar ég kom til hennar um jólin, lágu á borðinu hjá henni nýjustu ritverk íslenskra höfunda og biðu þess að verða lesin. Einnig tók hún þátt í leshópi nokkurra kvenna er komu reglubundið saman til að ræða það skáldverk sem fyrir valinu varð hveiju sinni. Þannig hélt hún áfram að auðga andann í góðum félagsskap, komin á níræðis- aldur. Margt var það sem gerði sam- verustundir með Guðrúnu notalegar, en eitt tel ég öðru framar: Hún var einstaklega umtalsfróm kona. Háð, fyrirlitningu eða áfellisdóm um ann- að fólk heyrði ég aldrei í máli henn- ar. Þá sjaldan henni mislíkaði eitt- hvað í fari samtíðarmanna sinna, dró hún jafnskjótt í land með þeirri staðhæfíngu að hún væri orðin svo gömul að ekki væri mark takandi á orðum hennar. Þar var ég henni ósammála, og mun þetta víst hafa verið eina ágreiningsefnið okkár á milli. Þvert á móti var Guðrún gott dæmi um að aldur er ekki algildur mælikvarði á elli manna. Frá því að ég birtist fyrst á heim- ili þeirra Guðiúnar og Bjöms að Hjallabrekku í Kópavogi, var hún örlát á vináttu og tryggð í minn garð. Fyrir það vil ég nú þakka að leiðarlokum. Hún hvíii í friði. Gunnar F. Guðmundsson. Guðrún starfaði með sjúkravinum Rauða kross Kópavogs í mörg ár og gegndi því ábyrgðarstarfí að spila við guðþjónustur sem haldnar eru í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð viku- lega. Og ekki aðeins spilaði hún sálmana heldur fékk hún vistmenn til að syngja með sér íslensk sönglög og gladdist innilega þegar hún heyrði viðstadda taka undir. Söng- urinn er alltaf gleðigjafi og messu- dagamir urðu vinsælustu samveru- stundirnar í Sunnuhlíð, þakkað veri Guðrúnu og tónlistinni sem hún miðlaði. Það er sjónarsviptir að henni og hennar er sárt saknað af vistmönn- um Sunnuhlíðar og af okkur sem höfum starfað með henni og notið hæfíleika hennar. Guðrún var glæsileg og gáfuð kona, framkoman fáguð og virðuleg. Hún var vel lesin, ræðin og skemmti- leg og þannig er gott að minnast hennar. Við þökkum henni innilega fyrir samvinnuna og allar ánægjulegu samvemstundirnar. Sjúkravinir Rauða kross Kópavogs. Kveðja frá Kópavogsbraut1A „Hvergi er betra að vera en á vinafundum og vist væri best að dvelja þar öllum stundum. en einn verður jafnan endir sérhverra funda. Áður en varir dregur til kveðjustunda." (ívar frá Steðja) Stórt skarð var höggvið í raðir okkar hér á Kópavogsbraut 1A, nú um áramótin, er Guðrún vinkona okkar Guðmundsdóttir féll frá. Þegar við hugsum til starfsemi í félaginu okkar, Dægradvöl, sjáum við ekki hvemig það skarð verður fyllt. 18. mars 1989, á tíu ára af- mæli Sunnuhlíðarsamtakanna, lét Soffía Eygló af hendi bankabók með tíu þúsund krónum og sagði það vera stofnfé til kaupa á píanói í salinn á 6. hæðinni. Hálfum mánuði síðar var slagharpan komin í hús, því Dægradvalarfélagar bragðust skjótt við og lögðu fram það sem á vantaði til að greiða gripinn. 1. apríl 1989 vígði Guðrún píanóið með því að leika undir einsöng Egils, félaga okkar, Bjarnasor.ar. Félagið okkar, Dægradvöl, var stofnað síðla árs 1988. Guðrún var um tíma í stjóm þess. Eins og svo margar af konun- um hér í húsinu, sá hún oft um kaffiveitingarnar á samkomum fé- lagsins. En umfram allt var hún ómissandi á hveijum fundi vegna kunnáttu sinnar í píanóleik, enda hefur hún leikið einleik og verið undirleikari fyrir einsöngvara, tví- söng og fjöldasöng á meira en 80 .skemmtifundum í félaginu okkar. Aðstandendum hennar öllum sendum við einlægar samúðarkveðj- ur héðan úr húsinu. Blessuð sé minn- ing Guðrúnar Guðmundsdóttur. Krislján G. Guðmundsson. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚINIAR FARESTVEIT, Garðatorgi 17, Garðabæ, áðurtil heimilis á Laugarásvegi 66. Steinar Farestveit, Arthur Knut Farestveit, Edda Farestveit, Gerða Farestveit, Cecilia Wenner, Dröfn Farestveit, Gunnsteinn Gislason, Þórður G. Guðmundsson, Hákon Einar Farestveit, Guðrún Farestveit. barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar SIGURJÓNS JÚNÍUSSONAR verður fyrirtækið lokað eftir hádegi í dag. Skipaafgreiðsla Suðurnesja. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, Á-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.