Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 45

Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 45 AFMÆLI Grímur Gíslason, fréttamaður Ríkisút- varpsins og veðurat- ; hugunarmaður á 5 Blönduósi, fyrrum | bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, er 85 ára í dag, 10. janúar 1997. Þykir mér hlýða að minna ^ölmennan ætt- boga, vini hans víðs vegar og samhetja á ýmsum vettvangi fyrr og síðar, á merkisaf- k mæii hinnar ernu sem til hans þekkja I munu útvarpshlustendur taka undir heillaóskir með þökk fyrir áheyrilegan flutning vel saminna fréttapistla hans frá Blönduósi. Starfsdagur Gríms er ærið lang- ur orðinn. Vakandi auga hefur hann enn með fréttnæmum at- burðum í héraði sínu. Dag hvern á nokkurra stunda fresti nema um blánóttina fylgist hann með veðri j og vindum veðurþjónstu og lands- k mönnum til gagns og gamans. Það * er ekki öllum treystandi að sinna veðurathugunum af árvekni, þolin- mæði og nákvæmni, en athugun- um á Blönduósi hefur Grímur innt af hendi með heiðri og sóma í hartnær tvo áratugi. Grímur Gíslason fæddist í Þórormst- ungu í Vatnsdal í Austur- Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson bóndi þar, síðar í Saurbæ í Vatnsdal, og kona hans, Katrín Grímsdóttir frá Syðri- Reykjum í Biskups- tungum. Eiginkona Gríms er Sesselja Svavars- dóttir frá Akranesi, dóttir Svavars Þjóð- björnssonar og konu hans, Guð- rúnar Finnsdóttir. Börn þeirra Gríms og Sesselju eru fjögur, Sig- rún í Saurbæ, Katrín á Steiná í Svartárdal, Sæunn Freydís í Reykjavík og Gísli Jóhannes á Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi, tápmikið dugnaðarfólk. Grímur Gíslason stundaði á unga aldri nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og Bændaskólanum á Hvanneyri, en að því loknu vann hann að búi foreldra sinna uns hann hóf búskap þar á móti þeim árið 1942. Tveimur árum síðar tók hann við allri jörðinni og bjó þar til 1969, tvö síðustu árin í félags- búi við dóttur og tengdason, Sig- rúnu og Guðmund Guðbrandsson. Árið 1967 urðu einnig þau þátta- skil í lífi Gríms og Sesselju að þau fluttu til Blönduóss og hafa því senn átt þar heima í 20 ár. Hóf Grímur störf hjá Kaupfélagi Hún- vetninga, fyrst fulltrúi, síðar gjald- keri. Fátt eitt verður talið í stuttu afmælisávarpi af því, sem Grímur tók sér fyrir hendur og tók að sér samtímis önnum við búskap um áratuga skeið. Hann var í stjórn- um ungmennafélaga og sam- banda í sýslunni, gjaldkeri og stjórnarformaður Sjúkrasamlags Áshrepps, formaður Búnaðarfé- lags Ashrepps í rúm tuttugu ár, í stjórn Búnaðarsambands Aust- ur-Húnvetninga, hreppsnefnd Ás- hrepps og oddviti. Þá starfaði Grímur að skólamálum, í skóla- nefndum og byggingarnefndum. Þjóðmálaáhugi hans og baráttu- þróttur nýttist í stjórn Fram- sóknarfélags Austur-Húnvetn- inga um áratuga skeið og var þá Grímur formaður lengst af. Þá nýttust starfskraftar hans bóka- safnsmálum í héraði. Hann var í stjórnum hestamannafélagsins Neista þar í sýslunni, Hrossa- ræktarsambands sýslunnar og Hagsmunafélags hrossabænda. En hestamaður hefur Grímur ver- ið um sína daga, fjölfróður og vísast ráðsnjall í félagsmálum hestamanna sem annars staðar. Á Blönduósi hefur Grímur einn- ig tekið þátt í félagsmálum, t.d. verið í sóknarnefnd Blönduós- kirkju og formaður kirkjukórsins, en afmælisbarnið var frá fyrstu tíð söngmaður góður og mikill áhugamaður um eflingu sönglífs heima fyrir og annars staðar. Fleira mætti telja, en hér verð- ur látið staðar numið. í Húna- vöku, riti Húnvetninga, birtist sumarið 1995 skemmtilegt og fróðlegt 20 blaðsíðna viðtal við Grím Gíslason eftir Unnar Agn- arsson á Blönduósi. Grímur grein- ir þar frá æskuárum, skólagöngu, félagslífi í Vatnsdal og Húna- vatnssýslu, sveitarstjórnarstarfi, þrætugjörnum Vatnsdælingum, sinni ágætu íjölskyldu, skógrækt og búnaðarfélagi, sönglífi, Blönduósi, samvinnumálum og stjórnmálum. Síðustu orð Gríms í viðtalinu eru sem hér segir: „En ég er fæddur til þess að nota kraftana og njóta lífsins og ég ætla að halda því áfram eftir því sem auðnan ræður.“ Megi svo verða, en héðan að sunnan sendum við Jóhanna kona mín, systurdóttir Gríms, hjartanlegar afmælisóskir með þökk fyrir dýrmæt kynni um langan tíma, ég þriðjung aldar, en hún ævilöng. Munu margir samfagna þeim Sesselju í dag og samheldnum afkomendum þeirra. Þór Jakobsson veðurfræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar PARAMÓT Norðurlands vestra í tvímenningi var haldið á Hótel Læk ( á Siglufirði 5. janúar sl. Þátt tóku 15 pör, þar af fjögur gestapör frá nágrönnum okkar á Akureyri. Spil- aður var Barómeter, íjögur spil á milli para, allir við alla. Mótið fór vel fram og varð þátttakendum bæði til ánægju og skemmtunar. Hlutskörpust urðu Olafía Þorvalds- dóttir og Sigurður Jón Gunnarsson frá Bridsfélagi Siglufjarðar, en þau ieiddu mótið nær allan tímann og sigi-uðu örugglega. Lokastaða efstu para: ÓlafíaÞorvaldsd. - Sigurður J. Gunnarsson 58 n Soffía Guðmundsd. - Stefán Ragnarsson 41 '■ Ragnhildur Gunnarsd. - Gissur Jónasson 39 Sólborg Þórarinsdóttir - Bjöm Friðriksson 33 Stefanía Sigurbjörnsd. - Ásgr. Sigurbjöms. 28 Bridsfélag Sigluljarðar þakkar starfsfólki og eigendum Hótel Lækjar á Siglufirði fyrir veittan stuðning við mótshaldið, svo og gestum fyrir þátttökuna. Er það von manna að mót þetta verði betur sótt á komandi ári af hálfu spilara á Norðurlandi vestra. Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Þriðjudagskvöldið 7. janúar var spilaður tvímenningur og urðu úr- slit þessi: Svala Vignisdóttir - Ragna Hreinsdóttir 197 Jónas Jónsson - Guðmundur Magnússon 191 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 190 Kristján Kristjánss. - Ásgeir Metúsalemss. 185 GRÍMUR GÍSLASON p i p i 9 9 9 9 9 4 Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins f Hafnarstræti 1, ísafirði, þriðjudaginn 14. janúar 1997 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Fjarðargata 14, efri hæð, Þingeyri, þingl. eig. Sólveig S. Guðnadótt- ir og Viktor Pálsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Fjarðarstræti 32, 0101, a.e., Isafirði, þingl. eig. Heiðrún Rafnsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingársjóður ríkisins. Mánagata 6A, 0201, isafiröi, þingl. eig. Ólafur Ásberg Árnason, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins húsbréfadeild. Mjallargata 6A, 0101, Isafirði, þingl. eig. Þórir G. Hinriksson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Bæjarsjóður Isafjarðar. Planhús (vélsmiðja), Suðureyri, þingl. eig. Gunnhildur Hálfdánardótt- ir og Guömundur Karvel Pálsson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á ísafirði og Þróunarsjóður, atvinnutryggingadeild. Pollgata 4, 0304, isafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðar, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Pollgata 4, 0401, ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðar, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Skálavík ytri, Reykjafjarðarhreppi, N-ís., þingl. eig. Geir Baldursson, Herdís Rósa Reynisdóttir og Kristján Garðarsson, gerðarbeiöendur Byggingarsjóður ríkisins húsbréfadeild og Stofnlánadeild landbúnað- arins. Túngata 15, 2. h. t.h., Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarð- arbæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sýslumaðurinn á Isafirði, 9. janúar 1997. Uppboð á lausafé Eftirtaldir munir verða boðnir upp á Hafnar- götu 9, Stokkseyri, þriðjudaginn 21. janúar 1997 k. 14.00: Flæðilína framleidd af Eðalstáli, Kópavogi, og Sjöteck loðnuflokkari. Bifreiðin VT-769, Ford Cargo 0711, árgerð 1985. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 9. janúar 1997. Stangaveiðimenn ath. Nýtt námskeið í fluguköstum hefst nk. sunnu- dag í Laugardalshöllinni kl. 10.20 árdegis. Nýjar SAGE II stangir. Kennt verður 12. og 26. janúar og 2. febrúar. Þetta verður aðeins þriggja daga námskeið. K.K.R. og kastnefndirnar. Málverk - gömlu meistararnir Fyrir fjársterka aðila leitum við að góðum verkum gömlu meistaranna, t.d. Kjarvals, Jóns Stefánssonar, Gunnlaugs Scheving, Kristínar Jónsdóttur og Jóhanns Briem. Höfum einnig kaupanda að góðri hafnarmynd eftir Gunnlaug Blöndal, t.d. frá Reykjavíkur- höfn eða Siglufirði. Vinsamlegast hafi samband við Gallerí Borg í síma 552 4211. Opið virka daga kl. 12-18. BORG sími 552 4211. Kópavogsbúar - opið hús Opið hús er á hverj- um laugardegi milli kl. 10-12 í Hamra- borg 1, 3. hæð. Bæjarfulltrúarnir Bragi Mikaelsson og Guðni Stefánsson verða gestir í opnu húsi á morgun, laug- ardaginn 11. janúar. Allir bæjarbúar vel- komnir. Heitt kaffi á könnunni. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Nú geta allir lært að syngja, laglausir sem lagvísir Hóptfmar/einkatímar Byrjenda- og framhaldsnámskeið: Námskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa. Söng- kennsla í hóp. Þátttakendur fá grunnþjálfun í raddbeitingu, réttri öndun og ýmsu fleiru sem hjálpar þeim að ná tökum á söngröddinni. Söngsmiðja fyrir hressa krakka: Söngur, tónlist, leikræn tjáning. Aldursskipt námskeið frá 5 ára aldri. Einsöngur: Klassík og dægurtónlist. Kvennakórinn Kyrjurnar: Stjórnendur: Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir og Sigrún Grendal. Rokk/jass/blues I vetur kennir kanadíska söng- konanTena Palmervið skólann. Frábær söngkona, sem unnið hefur til fjölda verðlauna fyrir söng sinn. Sönghópur Móður Jarðar: Stjórnandi: Esther Helga Guð- mundsdóttir. Kórhópur, sem flytur „Gospel“-tónlist og ýmsa létta tónlist, heldur sjálfstæða tónleika og syngur viö ýmis tæki- færi. Óskum eftir fólki með reynslu í söng og nótnalestri. Kennsla hefst 20. janúar. Innritun er hafin í síma 561 2455 virka daga frá kl. 13-18. Söngsmiðjan ehf., Hverfisgötu 76, Reykjavík. I.O.O.F. 12= 1781018ASÁ.R. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. Frá Guðspeki- félaginu l.ngólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 Föstudaginn 10. janúar 1997: í kvöld kl. 21.00 flytur Birgir Bjarnason erindi: „Hver er ég“, í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu kl. 15.30. í félaginu fer fram fjölbreytt og fordómalaus fræðsla og iðkun með sjálfsrækt að markmiði. Erindi, umræður, hugleiðing, hópnám, hugræktarnámskeið og bókaþjónusta eru opin almenningi endurgjaldslaust i allan veturinn. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.