Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 54

Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ \ Martin Landau Jönathan aylorÍThomas ihdrfangant Fallfé.ójpöi^ r • i HÁSKÓLABÍÓ PORUPILTAR . - •V-k Háskólabíó Gott SLEEPERS BRAD PITT DUSTIN HOFFMAN ROBERT DENIRO KEVIN BACON JASON PATRIC Umtöluð stórmynd með heitustu stjörnunum dagsins í dag í aðalhlutverkum. Þetta er mögnuð mynd sem þú gleymir seint. Leikstjóri er Óskarsverðlaunahafinn Barry Levinson (Rain IVIan, Good Morning Vietnam). Fjórir vinir lenda á upptökuheimili eftir að hafa, fyrir slysni, orðið manni að bana. Á upptökuheimilinu eru þeir ofsóttir af fangavörðum og beittir miklu ofbeldi. Mörgum árum síðar rennur stund hefndarinnar upp. Myndin er sögð byggja á sönnum atburðum. Sýnd kl. 5, 9 og 11. MIÐAVERÐ KR. 600. B.l. 16 ÁRA. DENNIS QU BRIMBROT „Brimbrot er omissandi ★ GBDV ★ ★★’;, SVMBL AS Bylgian SYND KL. 9. ATH. BORN FJOGURRA ARA OG YNGRI FÁ FRÍTT INN. Gosi talar íslensku Dragonheart er bráðfyndin’ævintýramynd með toppleikurum um sígilda baráttu góðs og ills. Spenna og frábærar tæknibrellur. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. B. i. 12 ára I EKKI MISSA AF ÞESSARI I Splúnkuný og bráðskemmtileg leikin mynd með ísl. tali fyrir alla fjöl- ■ skylduna um ævintýri Gosa. Myndin er byggð á ævintýrinu sigilda. Leikstjórn Ágúst Guðmundsson Sýnd kl. 5 og 7. Storkostlegt kvikmyndaverk um einn merkasta rithöfund sögunnar Viö innrás Þjóöverja í Noreg hvatti Knut Hamsun landa sína til aö leggja niður vopn og síðar hélt hann á fund Hitlers. Miklifengleg sviðssetning eins umdeildasta tímabils í lífi Hamsuns.Aðalhlutverk Max von Sydow og Ghita Norby Sýnd kl. 6 og 9. HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Dreggjar dag- skrárinnar ENGIN, ekki ein einasta kvikmynd, skarar svo fram úr í dagskrá sjónvarps- stöðvanna þessa helgina að hún kalli á sérstaka viðurkenningu og gilti það sama um síðustu helgi. Trúlega stafar þessi hógværð af tillitssemi við upp- safnaðan jólabókavanda þjóðarinnar. Þeir sem eru þegar búnir að lesa Köku- bók Hagkaups þrisvar sinnum geta hins vegar glápt á eftirfarandi: FOSTUDAGUR Sjónvarpið ►21.10 Skólastrákur villir á sér heimildir í hagnýtum og rómantískum tilgangi með því að klæða sig eins og skólastelpa í ungl- ingagamanmyndinni Ein úr hópnum (Just One ofthe Girls, 1993). Frumleg hugmynd, frábær kvikmyndagerð, framúrskarandi leikur? Gettu betur. Leikstjóri Michael Keusch. ★ Sjónvarpið ►23.35 Spennumyndin Asíusambandið: Leiðin til Mand- alay (The Asian Connection: The Road to Mandalay, 1995) er áströlsk-banda- rísk og gæti verið hluti af syrpu. Umsagnir liggja ekki fyrir en John Waters leikur föður sem hyggur á hefndir eftir morð á dóttur og barna- bami. Meðal annarra leíkara eru Pat Morita og kanadíski illmennafræðing- urinn Michael Ironside. Stöð 2 ►13.00 og 00.20 Robert Townsend leikstýrir sjálfum sér sem ósköp aumum kennara í róstu- sömu blökkumannahverfi sem breytist i yfirnáttúrlegan harðjaxl þegar hann fær loftstein í hausinn í Loftsteinamanninum (Meteor Man, 1993). Maltin þykir þessi bandaríska delluhugmynd fá heldur hallærislega úrvinnslu og gefur ★ 'A, Martin og Potter gefa hins vegar ★ ★ ★ (af fimm mögulegum) og Blockbuster Video ★ ★ ‘A. Stöð 2 ^21 .00 Bandarísku gaman- þættirnir Saturday Night Live hafa um árabil getið af sér kvikmyndir og kvikmyndastjömur. Ein af persónum þessara þátta heitir Pat og er kynferð- ið á reiki. Um þessa persónu hefur verið gerð bíómyndin Svona er Pat (It’s Pat: The Movie, 1994). Myndin er 78 mínútna löng og segja Martin og Potter hana vera 60 mínútum of langa. Þau gefa ★★, Maltin gefur Kona kemurúrfelum 0, en Blockbuster Video ★ ★ ‘A. Leik- stjóri Adam Bernstein og í titilhlut- verkinu er Julia Sweeney. Stöð 2 ►22.20 Sönn ást (True Ro- mance, 1993) er enn einn ofbeldis- o g blóðsúthellingahyllingurinn „úr JOHN Sayles er dæmi um amerískan kvikmyndagerðarmann sem tekst að nýta sér þrönga stöðu formúluiðnaðarins í Hollywood til að skapa sjálfum sér listrænt svigrúm. Sem handritshöfundur B-mynda fyrir Roger Corman og fleiri aflaði hann sér flár, orðstírs, sambanda og reynslu sem gerðu honum kleift að semja og leikstýra eigin myndum um venju- legt fólk sem ekki lýtur formúlum iðnaðar heldur flóknum leikreglum lífsins sjálfs. Sayles, sem nú er 46 ára, hóf feril sinn sem höfundur skáldsagna og smásagna og myndir hans njóta innsæis, persónusköp- smiðju Quentins Tarantino". Christian Slater og Patricia Arquette gera sitt besta sem utangarðspar á villigötum en í seinni hluta myndarinnar fer öll glóra út í veður, vind og heilaslettur. Tony Scott leikstýrir með glansandi handbragði, meðal leikara eru Gary Oldman, Dennis Hopper, Brad Pitt og Christopher Walken og eru hlutverk þeirra meira og minna óunnin af hálfu Tarantinos handritshöfundar. ★ ★ Stöð 3 ►21.05 og 22.35 Engar umsagnir og litlar upplýsingar liggja fyrir um myndirnar Landamæra- kaffihúsið (Bordertown Café) og Laumufarþeginn (The Coid Equati- ons), sem gerist um borð í geimfari. Stöð 3 ►00.05 Victoria Principal ætti sem Pamela í Dallas að vera vön hjónabandsvandræðum enda er hún hundelt af fyrrum eiginmanni í sjón- varpsmyndinni Brottnám (The Abduction). Engar umsagnir. Sýn ►21.00 Skarkárinn (The Ent- ity, 1981) er nokkuð öflug og óhugn- anleg hrollvekja um unga konu sem ítrekað sætir grófum kynferðislegum árásum ills anda. Barbara Hershey leikur sannfærandi en samt trúir um- hverfið henni mátulega. Sidney J. Furie leikstjóri svífst einskis í sjokk- brögðum. Ekki fyrir börn. ★ ★ ‘A Sýn ►23.35 Sandra Bullock er trú- lega ekki mikið að flagga þátttöku sinni í Ástarlyfi nr. 9 (Love Potion No. 9,1992)enþessidellugamanmynd er þó ekki algalin. Tate Donovan leik- ur gleraugnaglám sem á engan sjans uns hann fær frygðarlyf hjá sígauna- kellingunni Anne Bancroft og þá fellur Linda Griffith og Jane Hallaren sem elskendur í Lianna. unar og samtalastíls sem er fágætur í amerískum myndum. Fyrsta sjálf- stæða mynd hans var The Return of the Secaucus Seven (1980), gegnum- lýsing á kynslóð höfundar og gerð fyrir skiptimynt. Sjónvarpið sýnir á sunnudagskvöld aðra mynd hans, Lianna (1982), næmlega frásögn af eiginkonu og móður sem uppgötvar að hún er lesbía. Eins og flestar myndir Sayles er Lianna heiðarleg og vel samin, en skortir herslumun tii að ná eftirminnilegu dramatísku risi. Nýjasta mynd Sayles, Einstirni (Lone Star) hefur að undanförnu verið sýnd í Regnboganum. Lianna ★ ★ ★ Bullock fyrir honum. Leikstjóri Dale Launer. ★ ★ LAUGARDAGUR Sjónvarpið ►21.15 Rótlaus lista- maður snýr heim á íjölskyldubúgarð- inn, væntanlega í leit að rótum í banda- rísku sjónvarpsmyndinni Heim í heið- ardalinn (Keep The Change, 1992), sem byggð er á sögu Thomas McGu- ane. Maltin segir myndina yfir meðal- lagi og vel mannaða - William L. Pet- ersen, Lolita Davidovich, Jack Palance m.a. Leikstjóri Andy Tennant. Martin og Potter gefa ★ ★ ★ 7z. Sjónvarpið ►22.55 Austurríski leik- arinn svipsterki Klaus Maria Brandau- er leikstýrir Maríó og töframannin- um (Mario und der Zauherer, 1995), sem byggð er á sögu Thomas Manns og gerist á fasistatímum um 1930. Brandauer leikur sjálfur aðalhlutverk- ið ásamt Julian Sands og Önnu Gali- enu. Engar umsagnir en lofar góðu. Stöð 2 ►21.05 Hörkutól úr hernum tekur að sér að tuska til baldna nýliða í misheppnaðri gamanmynd, Payne majór (Major Paync, 1995). Aðalhlut- verk Damon Wayans og leikstjóri Nick Castle og hefði þurft hörkutól til að tuska þá til. ★ Stöð 2 ►22.45 Sá trausti breski leik- ari Edward Woodward (The Equaliz- er) leikur einkaspæjara í sjónvarps- myndinni Harrison - Neyðarópið (Harrison: Cry of the City, 1995). Engar umsagnir. Stöð 2 ►00.20 Spennumyndin í kjölfar morðingja (Striking Distance, 1993) er frambærileg afþreying, þar sem Bruce Willis leikur fljótabátslöggu í Pittsburgh á slóð morðingja sem virð- ist eiga eitthvað óuppgert við hann sjálfan. Leikstjórinn, Rowdy Herring- ton, nær upp góðum hraða á köflum. ★ ★ '/2 Stöð 3 ►21.20 Engar umsagnir liggja fyrir um sakamálamyndina Dularfullt morð (The Midsummer Murders) en hún mun byggð á met- söiubók eftir Caroline Graham um Barnaby lögreglufulltrúa að rannsaka - ja, skyldi ekki vera - dularfullt morð. Leikara og leikstjóra ógetið. Stöð 3 ►23.20 Og þá fáum við vort vikulega framhjáhaldsdrama þar sem er Úr viðjum hjónabands (Silence Of Adultery). Kate Jackson vinnur með einhverf börn og fellur fyrir föður eins skjólstæðinga sinna. Og vel á minnst - hún er gift öðrum. Sýn ►21.00 Enskur titill vestrans Morðingi gengur laus (The Fiend Who Walked the West, 1958) er lunk- inn. Sagan - um tugthúslim sem fer að angra fólk úr fortíðinni þegar hann sleppur út - er ekki eins lunkin að sögn Maltins, sem þó segir myndina forvitnilega og gefur ★ ★ ‘A. Meðal leikara Hugh O’Brian, Robert Evans (síðar framleiðandi) og Linda Crystal. Leikstjóri Gordon Douglas. SUNNUDAGUR Sjónvarpið ► 15.05 Engar umsagnir liggja fyrir um sjónvarpsmyndina Góði konungurinn (The Good King, 1994) um prins sem vill frelsa tékk- neska konungsríkið undan harðstjórn. Leikstjóri Michael Tuchner en aðal- leikarar Stephanie Powers, Perry King og Joan Fontaine. Sjónvarpið ►22.30 - Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ►20.00 Breska leikkonan Patsy Kensit fer með hlutverk starfs- systur sinnar Mia Farrow í tveggja hluta sjónvarpsmynd um ijölskrúðuga ævi hennar og ástir, Saga Miu Farrow (Love And Betrayal: The Mia Farrow Story, 1995). Umsagnir liggja ekki fyrir en margir hafa gaman af slúðurn- iðursuðu af þessu tagi og leikstjórinn Karen Arthur er yfirleitt frekar vand- virk. Seinni hlutinn annað kvöld. Stöð 2 ►23.30 Bandaríski hasar- myndaleikstjórinn Walter Hill átti að baki einn prýðilegan vestra - The Long Riders (1980) - þegar hann gerði Geronimo (Geronimo: An Am- erican Legend, 1994) um hinn sögu- fræga höfðingja Apacheindíánanna og baráttu hans við hersveitir hvítu mannanna. A margan hátt glæsileg mynd með góðum leik Wes Studi í titilhlutverkinu, dyggilega studdum af Gene Hackman og Robert Duvall, en handrit Johns Milius er í heildina dramatískt veikbyggt. ★ ★ 'A Sýn ►23.40 Handritshöfundurinn George Gallo (Midnight Run) leik- stýrði sinni fyrstu mynd þar sem er 29. stræti (29th Street, 1991), vel leikin og manneskjuleg - og sann- söguleg - lýsing á því sem gerist í lífi manns sem vinnur stóra vinning- inn. Danny Aiello og Anthony LaPagl- ia leika við hvurn sinn fingur. ★ ★ ‘A Árni Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.