Morgunblaðið - 16.01.1997, Side 25

Morgunblaðið - 16.01.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 25 ERLEMT_________ Slysin ógna flug- vélaiðnaðinum Ciller sýknaf spillingu TYRKNESK þingnefnd hefur vísað frá síðustu þremur spill- ingarákærunum á hendur Tansu Ciller, aðstoðarfor- sætisráðherra Tyrklands, en hún hafði ver- ið sökuð um að hafa auðg- ast með óeðli- legum hætti er hún var for- sætisráðherra í þrjú ár frá 1993. Átta af 15 nefndarmönn- um, allt stjórnarliðar, fundu enga sök hjá henni en sjö full- trúar stjórnarandstöðunnar vildu vísa máli hennar til hæstaréttar. Búist er við, að sama niðurstaða verði á þingi. Það var íslamski Velferðar- flokkurinn, sem upphaflega sakaði Ciller um spillingu, en nú hefur hann snúið við blaðinu enda kominn í stjórn með flokki hennar. • • Okuhraðinn eykst ÖKUHRAÐINN á þýsku hrað- brautunum hefur aukist mikið síðustu 15 árin og einkanlega þar sem engar hraðatakmark- anir gilda. Þar var meðalhrað- inn 134 km á klst. 1995 en 120 km 1981. Einn af hveijum sex ökumönnum fer hraðar en 155 km. Rannsókn á „eiturbyrlun“ HAFIN er rannsókn á því í Frakklandi hvort Marc Mollet, fyrrum yfirmaður lyfjaverslun- ar frönsku ríkisspítalanna, hafi gerst sekur um „eiturbyrlun", að hafa vitandi vits dreift hættulegum vaxtarhormónum á árunum 1984 til ’86. Þessir hormónar, sem unnir voru úr heiladingli látins fólks, voru bannaðir 1985 en grunur leikur á, að gamlar birgðir hafi verið notaðar áfram í sparnaðarskyni þótt ástæða væri til að ætla, að hormónarnir gætu valdið Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómi. Hann svarar til kúariðu í naut- gripum. Af 50 dvergvöxnum börnum, sem fengu þessa hormóna, eru 40 látin. Washington. Reuter. EINN af frammámönnum Boeing- verksmiðjanna bandarísku sagði í fyrradag, að hætta væri á, að upp- gangurinn í flugvélaiðnaðinum stöðvaðist ef ekki yrði gripið til að- gerða til að auka flugöryggi. Charles Higgins, aðstoðarforstjóri öryggisdeildar Boeings, sagði á ráð- stefnu um flugöryggi í Washington, að yrði áfram sami vöxtur og nú í flugumferð og flugslysum, mætti búast við flugslysi í viku hverri árið 2205. Sagði hann, að jafnvel þótt öryggismálin yrðu alls staðar komin í sama horf og nú er í Bandaríkjun- um, þá mætti gera ráð fyrir slysi á hálfsmánaðarfresti. Það hefur sýnt sig, að þegar mik- il slys verða, fækkar flugferðum fýrst á eftir og Higgins sagði, að slys í hverri eða annarri hverri viku gæti haft þau áhrif, að fólk hætti að treysta flugvélum og þá tæki stöðn- unin við í flugvélaiðnaðinum. Ráðstefnan var á vegum George Washington-háskólans og sérstakrar þingnefndar, sem stofnuð var eftir að flugvél frá Trans World Airlines fórst í fyrrasumar með 230 manns. Higgins sagði, að tveir þriðju flestra slysa á síðustu fimm árum hefðu stafað af því, að flugmennimir hefðu misst stjórn á vélunum, til dæmis í vondum veðrum, eða flogið á þrátt fýrir að hafa stjóm á vélun- um. Þá er átt við, að flogið sé utan í fiöll eða fjallshlíðar eða brotlent í aðflugi að flugvelli. Fram kom á ráð- stefnunni, að verið væri að auka þjálf- un flugmanna til að þeir gætu betur bmgðist við óvæntum atburðum og verið er að búa flugvélar tækjum, sem vara flugmenn við fjöllum, sem stund- um sést ekki til vegna veðurs. Samræmingar þörf Carol Hallett, forstjóri U.S. Air Transport Ass., sagði, að samræma þyrfti reglugerðir um allan heim og koma í veg fyrir, að menningar- og lagalegur munur bitnaði á flugörygg- inu. Nefndi hún sem dæmi, að væri flogið frá New York til Frankfurt, væri farið um sex flugumsjónarsvæði þar sem töluð væru mörg tungumál og munurinn á mælieiningum, regl- um um umhverfisvernd og annað væri eftir því. Njósnir í íran YFIRVÖLD í íran segjast hafa handtekið sex menn í norðvest- urhluta landsins fyrir að hafa njósnað fyrir ónefnt, erlent ríki. Skýrði fréttastofan IRNA frá þessu en í fyrra sagði hún, að afhjúpaðir hefðu verið nokkrir njósnahringir á svæðinu. Bað gyðinga afsökunar JEAN-Pascal Delamuraz, efna- hagsráðherra Sviss, baðst í gær afsökunar á því að ’nafa lýst bótakröfum gyðinga á hendur svissnesku stjórninni sem „fjárkúgun". Hefur Alheimsráð gyðinga fallist á afsökunar- beiðnina. Gyðingar segja, að svissneskir bankar hafi hagn- ast vel á viðskiptum sínum við nasista, sem hafi komið miklu gulli fyrir í þeim. Því hafi þeir aftur rænt að stórum hluta og oft af fórnarlömbum Helfarar- innar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.