Morgunblaðið - 16.01.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.01.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 25 ERLEMT_________ Slysin ógna flug- vélaiðnaðinum Ciller sýknaf spillingu TYRKNESK þingnefnd hefur vísað frá síðustu þremur spill- ingarákærunum á hendur Tansu Ciller, aðstoðarfor- sætisráðherra Tyrklands, en hún hafði ver- ið sökuð um að hafa auðg- ast með óeðli- legum hætti er hún var for- sætisráðherra í þrjú ár frá 1993. Átta af 15 nefndarmönn- um, allt stjórnarliðar, fundu enga sök hjá henni en sjö full- trúar stjórnarandstöðunnar vildu vísa máli hennar til hæstaréttar. Búist er við, að sama niðurstaða verði á þingi. Það var íslamski Velferðar- flokkurinn, sem upphaflega sakaði Ciller um spillingu, en nú hefur hann snúið við blaðinu enda kominn í stjórn með flokki hennar. • • Okuhraðinn eykst ÖKUHRAÐINN á þýsku hrað- brautunum hefur aukist mikið síðustu 15 árin og einkanlega þar sem engar hraðatakmark- anir gilda. Þar var meðalhrað- inn 134 km á klst. 1995 en 120 km 1981. Einn af hveijum sex ökumönnum fer hraðar en 155 km. Rannsókn á „eiturbyrlun“ HAFIN er rannsókn á því í Frakklandi hvort Marc Mollet, fyrrum yfirmaður lyfjaverslun- ar frönsku ríkisspítalanna, hafi gerst sekur um „eiturbyrlun", að hafa vitandi vits dreift hættulegum vaxtarhormónum á árunum 1984 til ’86. Þessir hormónar, sem unnir voru úr heiladingli látins fólks, voru bannaðir 1985 en grunur leikur á, að gamlar birgðir hafi verið notaðar áfram í sparnaðarskyni þótt ástæða væri til að ætla, að hormónarnir gætu valdið Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómi. Hann svarar til kúariðu í naut- gripum. Af 50 dvergvöxnum börnum, sem fengu þessa hormóna, eru 40 látin. Washington. Reuter. EINN af frammámönnum Boeing- verksmiðjanna bandarísku sagði í fyrradag, að hætta væri á, að upp- gangurinn í flugvélaiðnaðinum stöðvaðist ef ekki yrði gripið til að- gerða til að auka flugöryggi. Charles Higgins, aðstoðarforstjóri öryggisdeildar Boeings, sagði á ráð- stefnu um flugöryggi í Washington, að yrði áfram sami vöxtur og nú í flugumferð og flugslysum, mætti búast við flugslysi í viku hverri árið 2205. Sagði hann, að jafnvel þótt öryggismálin yrðu alls staðar komin í sama horf og nú er í Bandaríkjun- um, þá mætti gera ráð fyrir slysi á hálfsmánaðarfresti. Það hefur sýnt sig, að þegar mik- il slys verða, fækkar flugferðum fýrst á eftir og Higgins sagði, að slys í hverri eða annarri hverri viku gæti haft þau áhrif, að fólk hætti að treysta flugvélum og þá tæki stöðn- unin við í flugvélaiðnaðinum. Ráðstefnan var á vegum George Washington-háskólans og sérstakrar þingnefndar, sem stofnuð var eftir að flugvél frá Trans World Airlines fórst í fyrrasumar með 230 manns. Higgins sagði, að tveir þriðju flestra slysa á síðustu fimm árum hefðu stafað af því, að flugmennimir hefðu misst stjórn á vélunum, til dæmis í vondum veðrum, eða flogið á þrátt fýrir að hafa stjóm á vélun- um. Þá er átt við, að flogið sé utan í fiöll eða fjallshlíðar eða brotlent í aðflugi að flugvelli. Fram kom á ráð- stefnunni, að verið væri að auka þjálf- un flugmanna til að þeir gætu betur bmgðist við óvæntum atburðum og verið er að búa flugvélar tækjum, sem vara flugmenn við fjöllum, sem stund- um sést ekki til vegna veðurs. Samræmingar þörf Carol Hallett, forstjóri U.S. Air Transport Ass., sagði, að samræma þyrfti reglugerðir um allan heim og koma í veg fyrir, að menningar- og lagalegur munur bitnaði á flugörygg- inu. Nefndi hún sem dæmi, að væri flogið frá New York til Frankfurt, væri farið um sex flugumsjónarsvæði þar sem töluð væru mörg tungumál og munurinn á mælieiningum, regl- um um umhverfisvernd og annað væri eftir því. Njósnir í íran YFIRVÖLD í íran segjast hafa handtekið sex menn í norðvest- urhluta landsins fyrir að hafa njósnað fyrir ónefnt, erlent ríki. Skýrði fréttastofan IRNA frá þessu en í fyrra sagði hún, að afhjúpaðir hefðu verið nokkrir njósnahringir á svæðinu. Bað gyðinga afsökunar JEAN-Pascal Delamuraz, efna- hagsráðherra Sviss, baðst í gær afsökunar á því að ’nafa lýst bótakröfum gyðinga á hendur svissnesku stjórninni sem „fjárkúgun". Hefur Alheimsráð gyðinga fallist á afsökunar- beiðnina. Gyðingar segja, að svissneskir bankar hafi hagn- ast vel á viðskiptum sínum við nasista, sem hafi komið miklu gulli fyrir í þeim. Því hafi þeir aftur rænt að stórum hluta og oft af fórnarlömbum Helfarar- innar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.