Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Miðbæjarskólinn formlega afhentur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri afhenti í gær formlega Mið-
bæjarskólann fyrir starfsemi Fræðsl-
umiðstöðvar Reykjavíkur og Náms-
flokka Reykjavíkur. Umfangsmiklar
endurbætur sem fram hafa farið á
húsinu og húsgögn og annar búnaður
fyrir stofnanimar kostuðu 133 millj-
ónir króna, eða um 3,5 milljónum
króna meira en gert var ráð fyrir í
upphaflegri áætlun. Húsinu er skipt
nokkurn veginn til helminga milli
stofnananna, en Námsflokkamir
höfðu áður stærri hluta til umráða.
Hluti af starfsemi þeirra hefur því
flust í nýtt húsnæði í Mjódd.
Guðmundur Pálmi Kristinsson,
yfirmaður Byggingadeildar Reykja-
víkurborgar, segist mjög ánægður
með að áætlunin hafi staðist svo vel
sem raun ber vitni. „Það hefur hing-
að til verið mjög erfitt að láta kostn-
aðaráætlanir um viðhald gamalla
húsa standast, því margt óvænt get-
ur komið upp. Það kom reyndar í ljós
í Miðbæjarskólanum að pípuiagnir
vom orðnar lélegar svo við urðum
að endurnýja þær, en við höfðum
ekki gert ráð fyrir því.“
Húsið var byggt 1898 og var á
sínum tíma stærsta hús á landinu
fyrir
og að mörgu leyti talið fyrsta nútíma-
bygging á íslandi. Lagfæringamar
vora allar gerðar í samráði við Húsa-
friðunamefnd ríkisins, enda er ytra
útlit byggingarinnar og hluti innrétt-
inga friðuð. Páll V. Bjamason varð-
veisluráðgjafi var til ráðgjafar um
endurnýjunina. Framkvæmdir hófust
í júní 1996.
Mikið í húfi við Iagfæringarnar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri segir að mikið hafi verið í
húfi við lagfæringarnar, enda Mið-
bæjarskólinn elsti barnaskóli í
Reykjavík sem varðveittur er. „Það
var reyni að gera endurbæturnar
allar í anda hússins, bæði hvað varð-
ar litaval og útfærslu. Þessar lagfær-
ingar vora orðnar tímabærar. Árið
millj.
1974 tók ég stúdentspróf frá
Menntaskólanum við Sund, sem þá
var til húsa í Miðbæjarskólanum, og
þá var byggingin þegar í niðurníðslu.
Það var umdeild ákvörðun á sínum
tíma að taka húsið til þessara nota,
en yfir því hefur alltaf svifið andi
menntunar og mannúðar og hann
mun haldast."
Sigrún Magnúsdóttir, formaður
fræðsluráðs, segir að sagan muni
sanna það að réttar ákvarðanir hafi
verið teknar um notkun skólans og
sjálf verði hún sannfærðari um það
með hverjum degi. „Við könnuðum
ýmsa möguleika á húsnæði, en viss-
um það jafnframt að þörf var orðin
á endurnýjun Miðbæjarskólans. Það
er varla hægt að fínna annað hús
sem tengist jafnmörgum Reykvík-
ingum á mismunandi aldri og þetta.
Við vildum halda lífi í húsinu, og það
hefur tekist.
Stærsta stofnun landsins
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur er
stærsta stofnun landsins, ef taldir
eru allir skólar í umsýslu hennar.
Starfsmenn eru um 2.300 samtals,
en þar af munu fímmtíu vinna beint
hjá stofnuninni. Skólakerfíð veltir um
ijórum milljörðum króna árlega en
fjórtán þúsund börn eru í grannskól-
um borgarinnar.
Námsflokkar Reykjavíkur vora
stofnaðir í Miðbæjarskólanum árið
1939 og hafa verið þar af lengst af
síðan. Tvisvar þurftu þeir að flytjast
þaðan, fyrst meðan á hernáminu stóð
og næst meðan Menntaskólinn við
Sund hafði aðsetur í húsinu. Guðrún
Halldórsdóttir, skólastjóri Náms-
flokkanna, segist vera vön því að
skólinn deili húsinu með öðram. „Við
voram reyndar ekkert hress með að
fá Fræðslumiðstöðina að nábúa á
sínum tíma, því okkar rými minnkaði
við það. í staðinn fengum við annað
húsnæði í Mjódd og það hefur gefist
vel en aðsóknin er það mikil að okk-
ur vantar enn meira pláss.“
Saiiiningair
gerður uin
Helguvík-
urdeiluna
RAFIÐNAÐARSAMBANDIÐ og
rafverktakar við verksmiðju SR-
mjöls' í Helguvík hafa samið um
að vinna við nýraflagnir í verk-
smiðjunni verði í ákvæðisvinnu og
hafa undirritað samning þar sem
kveðið er á um að allar deilur varð-
andi málið verði látnar niður falla
og að afturvirk leiðrétting launa
verði greidd ekki síðar en 1. febr-
úar.
Samkomulag var undirritað á
fundi verktakanna, rafiðnaðar-
mannanna og Rafiðnaðarsambands
íslands seint í fyrrakvöld.
Ekki innheimt
þjónustugjöld
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins buðu rafverktakar upp
á tvo kosti til lausnar deilunni.
Annaðhvort yrði verkið mælt upp
eða þá að sá kostnaður sem áætlað
var að yrði við að láta mæla verk-
ið upp yrði látinn renna til rafvirkj-
anna sem starfa hjá fyrirtækjun-
um. Rafverktakar áætluðu þann
kostnað um 500 þúsund krónur.
Af hálfu rafíðnaðarmannanna
og RSÍ var því tilboði hafnað og
samið um uppmælingu. Hins vegar
er því, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins, lýst yfír af hálfu
RSÍ við samningsgerðina að ekki
verði innheimt þjónustugjöld af
rafverktökunum vegna uppmæl-
ingar á þessu verki.
Meðaltal í sambæri-
legum verkum
í samningi aðilanna segir að
vegna ýmissa annmarka, m.a.
vegna hönnunar raflagna verk-
smiðjunnar, hafi verið erfitt að
koma við ákvæðisvinnu fyrr en á
síðustu stigum. Á þeim forsendum
séu aðilar sammála um að við verk-
ið verði greidd laun eins og hafa
verið að meðaltali í mælingu í sam-
bærilegum verkum.
20% vinnu greidd utan
ákvæðisvinnu
Þá náðist samkomulag um að
20% þeirrar vinnu sem greitt hafí
verið fyrir við undirritun samnings-
ins skuli því skoðast sem endurbæt-
ur og ekki teljast til nýlagningar í
ákvæðisvinnu.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður RSÍ, sagði við Morgunblað-
ið, aðspurður hve mikinn kaupauka
um sé að ræða fyrir rafvirkja, að
um það sé erfitt að dæma og velti
á tímakaupi viðkomandi, afköstum
og skipulagi vinnunnar. „Það er
erfitt að segja hvað menn hafa út
úr mælingu en gegnumsneitt er
ekki óeðlilegt að menn hafi 20-30%
kaupauka," sagði Guðmundur.
Könnun Áfengisvarnaráðs og Gallup
á áfengisneyslu ungmenna
Færri drekka en
þó eykst neyslan
KÖNNUN á áfengisneyslu íslenskra
ungmenna sem Gallup á íslandi vann
fyrir Áfengisvarnaráð leiðir í ljós að
hópur þeirra sem alls ekki neyta
áfengis hefur stækkað og að þau
byrja nú nokkra seinna en áður að
neyta áfengis. Hins vegar hefur
neysla þeirra sem drekka á annað
borð heldur aukist. Forsvarsmenn
Áfengisvamaráðs telja því niður-
stöðurnar bæði góðar og slæmar.
Könnunin var gerð í apríl 1996
og var úrtakið 1.500 einstaklingar
12-24 ára. Nettósvörun var 78,2%,
sem telst mjög góð svörun, að sögn
Einars Einarssonar, sem kynnti nið'-
urstöðumar fyrir hönd Gallups.
Tæp 63% ungmenna á aldrinum
12-24 ára, sem spurð voru árið 1996,
höfðu einhverntíma neytt áfengis en
hlutfallið í sama aldurshópi í sam-
bærilegri könnun frá árinu árið 1994
var tæp 75%. Þegar ungmennin voru
spurð hvenær þau hefðu neytt
áfengis í fyrsta sinn svöraðu 50%
þeirra því til að þau hefðu byrjað
16-17 ára að aldri en árið 1994
höfðu 45% byijað 14-15 ára. Þannig
virðist ljóst að upphaf neyslu er að
færast ofar og það þykir Jóhannesi
Bergsveinssyni, yfirlækni og stjórn-
armanni í Áfengisvarnaráði, jákvætt
þar sem reynslan sýni að því yngra
sem fólk er þegar það byijar að
drekka, því meira drekki það.
Algengast er að ungmenni drekki
fyrst sterkt áfengi. Rúm 50% hófu
áfengisneyslu sína á sterku áfengi,
en það er lækkun um 8% frá 1994.
Bjórinn kemur þar næst á eftir, en
rúmlega 38% drukku hann fyrst.
Veraleg aukning hefur orðið á
neyslu bjórs frá árinu 1994 þegar
neyslan var um 26%. Tæplega 9%
ungmennanna drakku hins vegar
fyrst léttvín og rúmlega 7% landa.
Landaneysla
minnkar
Neysla á landa virðist dragast
mikið saman. Þannig segjast rúm-
lega 20% ungmennanna sem spurð
vora nú hafa drakkið landa einhvern
tíma á sl. ári en 1994 var það hlut-
fall tæplega 32%. Þá var meðaltals-
neysla af landa á mann 1,52 flöskur
en er samkvæmt nýju könnuninni
1,1 flaska á mann. Þannig hefur
heildameyslan á landa minnkað en
sé aðeins litið á þá sem neyta landa,
má sjá að þeir drekka tiltölulega
meira af honum en áður, eða um
7,41 flösku á mann á móti 6,09
flöskum árið 1994. Alexander Alex-
andersson, deildarstjóri hjá Áfengis-
varnaráði, segir augljóst samhengi
milli hertra viðurlaga við bruggun
og sölu á landa árið 1995 og minnk-
andi neyslu nú. **
Færri drekka bjór nú en 1994 en
meðaltalsneysla þeirra sem á annað
borð drekka hann er rúmar 104
flöskur á ári en 1994 var meðaltals-
neyslan 86 flöskur.
Morgunblaðið/Þorkell
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhendir Gerði G.
Óskarsdóttur fræðslustjóra og Guðrúnu Halldórsdóttur, skóla-
stjóra Námsflokkanna, lyklavöldin í Miðbæjarskólanum.
Arni hættur hjá
Apple-umboðinu
ÁRNI G. Jónsson, framkvæmda-
stjóri Apple-umboðsins, lét af störf-
um í gær. Hann segir engan fyrir-
vara hafa verið á brotthvarfi slnu
frá fyrirtækinu, en skýringanna sé
að leita í því að það sé fjölskyldufyr-
irtæki og gengið hafi verið framhjá
sér við ákvarðanir. Grímur Laxdal,
forstjóri, hefur tekið við fram-
kvæmdastjórn og Ólína Laxdal við
starfí aðstoðarframkvæmdastjóra.
Ámi hefur starfað hjá Apple-
umboðinu í 16 ár og gegnt starfí
framkvæmdastjóra frá 1989. „Þessa
ákvörðun mína má rekja til ágrein-
ings um stefnu og ábyrgð. Eg kaus
að hætta og það varð að samkomu-
lagi að ég fengi laun í þijá mánuði.“
Árni sagði að óráðið væri hvað
tæki við hjá sér.
Apple-umboðið er að 90% í eigu
Radíóbúðarinnar, en eigendur henn-
ar eru Grímur Laxdal, forstjóri og
framkvæmdastjóri Apple, og fjöl
skyjda hans.
Ólína Laxdal, sem gegnt hefur
starfi starfsmannastjóra í rúm 5 ár,
hefur tekið við starfí aðstoðarfram-
kvæmdastjóra. Hún sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að starfslok
Árna væru samkomulagsatriði og
aðdragandi þeirra trúnaðarmál.
Endurbætur
133
VSI hafnaði vinnustaða-
samningi við P & S
VSÍ hafnaði því á fundi með
VMSÍ,_ Samiðn, Rafiðnaðarsam-
bandi íslands og Landssambandi
verslunarmanna að gera sameig-
inlegan vinnustaðasamning fyrir
hönd Pósts og síma hf. við félög-
in. Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, segir að
um hafí verið að ræða nýjan
þátt í eldri deilum félaga póst-
manna og verslunarmanna um
til hvors félagsins beri að telja
starfsmenn Pósts og síma í skrif-
stofustörfum.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambands ís-
lands, sagði að landssamböndin
hefðu á þessum fyrsta fundi eft-
ir að hluti Pósts og síma gekk í
VSÍ lagt fyrir sameiginlegan
samning sem venjulegan vinnu-
staðasamning með það í huga
að standa á sama hátt að málum
og gert væri hjá ÍSAL þannig
að undirritaður yrði einn samn-
ingur þar sem kveðið yrði á um
t.d. orlof, tryggingar, vaktir og
veikindarétt. VSÍ hefði hins veg-
ar hafnað að ræða málið á þess-
um forsendum.
Þórarinn V. Þórarinsson sagði
að VSÍ hefði fallist á að Póstur
og sími fengi aðild að samtökun-
um með því skilyrði að fyrirtæk-
ið sjálft annáðist samninga á því
sviði þar sem um væri að ræða
öll þau störf sem mögulega gætu
fallið að starfssviði Landssam-
bands verzlunarmanna. VSÍ og
fyrirtækið væru „eins og lús
milli tveggja nagla“ í deilum
Póstmannafélagsins og samtaka
verslunarmanna um til hvort
þeirra skuli telja umrædd störf.
Andlát
GUIDO BERNHOFT
GUIDO Bemhöft stór-
kaupmaður er látinn á
96. aldursári. Guido
fæddist 16. júlí árið
1901 í Kirkjuhvoli í
Reykjavík.
Foreldrar hans voru
hjónin Kristín Þorláks-
dóttir Johnson og Vil-
helm Georg Theodór
Bemhöft tannlæknir.
Guido starfaði hjá Ó..
Johnson & Kaaber þar
til hann stofnaði
ásamt frænda sínum
Ólafi Hauki Ólafssyni
heildverslunina H. Ól-
afsson og Bernhöft, 2. janúar árið
1929 og starfaði Guido hjá fyrir-
tækinu til ársins 1988.
Guido var ætíð virk-
ur í starfi Frímúrara-
reglunnar. Hann átti
sæti í sóknarnefnd
Dómkirkjunnar og var
þar gjaldkeri. Hann var
virkur félagi í Félagi
íslenskra stórkaup-
manna og í Félagi ís-
lenskra frímerkjasafn-
ara. Þá var hann einn
stofnenda Golfklúbbs
Reykjavíkur.
Eiginkona hans Jó-
hanna ‘ María Möller
lést 24. september árið
1983. Böm þeirra eru Örn, Ragnar
Vilhelm og Kristín.
£
I
I
:
I
i
i
i
i
i
i