Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 29

Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 29 Barnavemd og kynferðisbrot ÞEGAR barna- verndamefndir meta hættu sem börnum getur hugsanlega staf- að af tilteknum aðilum sem hafa einhverja sögu um ofbeldi, er ekki hægt að gera skörp skil milli dæmdra og grunaðra manna, því eins og sagði fyrr starfa refsi- kerfið og barnavernd- arkerfið á gerólíkum forsendum og þar á sér stað gerólík ákvarð- anataka. Barnavemd- arstarf gengur nánast alltaf út á að meta heildarmynd, raða saman ýmsum upplýsingum um fjölskyldu eða ein- staklinga og draga ályktanir um það hvaða áhrif heildarmyndin hef- ur á stöðu tiltekinna barna. Þegar verið er að meta þetta ræður ekki úrsiitum hvort aðilar hafa verið dæmdir fyrir refsiverðan verknað heldur hvernig barnaverndaryfir- völd meta gerðir manna og áhrif þessara gerða á böm. Viðbrögð refsikerfisins geta ekki leitt til þess að barnaverndaryfirvöld dragi sig í hlé né létt af þeim ábyrgð á því að taka á málum út frá eigin for- sendum. Hér sem endranær er þó oft um ákveðið samspil að ræða milli þess- ara tveggja kerfa. Ef einhver hefur verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum má hugsa sér að dóminn sé hægt að nota sem hjálpartæki til að meta áframhald- andi hættu, t.d. geta verið í dómi ýmsar upplýsingar um brotamann- inn, svo sem eins og um geðrann- sókn og fleira. Ef meintur brota- maður er aftur á móti ekki ákærður eða dæmdur er mál oftast mun óljósara. Það er óhjákvæmilegt að segja að því óljósara sem málið er því erfiðara er að draga ályktanir og lýsa yfir hættuástandi. Þá er ljóst að því alvarlegri og víðtækari aðgerða sem barnaverndarnefndir grípa til þess öruggari upplýsingar þurfa að liggja fyrir um að hætta sé á ferðum. Hlutverk barnaverndarnefndar er að meta hættuna - er dæmdur eða grunaður kynferðisbrotamaður í tilteknu máli hættulegur öðrum? Þetta er frumforsenda þess að byija megi á barnaverndarmáli. Barna- verndarnefndir verða að geta sagt að telja megi svo góðar líkur á því að hætta stafi af til- teknum aðila og að hættan beinist að til- teknum bömum þann- ig að þetta réttlæti aðgerðir á grundvelli barnaverndarlaga. Að- gerðirnar beinast þá að því að vernda þessi tilteknu börn sem talin eru í hættu en ekki almennt að því að hafa hemil á meintum brotamanni. Því verður ekki svar- að hér og nú hversu langt nútímafræði eru komin í þá átt að draga ályktanir um að gera megi ráð fyrir, með svo og svo miklum líkum, að þeim sem fremur eitt kynferðisbrot sé hætt við að fremja annað. Þó má nefna hér fáein almenn sjónarmið. í fyrsta lagi virðist varla vera til Hlutverk barnaverndar- nefndar er að meta hættuna, segir Hrefna Friðriksdóttir í þriðju grein sinni. nokkur hópur afbrotamanna sem almennt hefur verið tengdur jafn- mikið við hættuna á endurteknum brotum og þeir sem fremja kynferð- islegt ofbeldi gegn börnum. Þetta sést á því hversu mikið er talað um rannsóknir á þessum aðiium, t.d. um hvatir þeirra og bakgrunn, hversu oft sjást smíðaðar kenningar um einhvers konar viðvarandi veilu og hversu mikið er talað um alls kyns meðferð fyrir þennan hóp, lyfjameðferð, vönun eða sálfræði- meðferð til að lækna aðila af „veil- unni“. í öðru lagi má benda á að sums staðar í heiminum er búið að setja sérstaka löggjöf sem er réttlætt með því að samfélagið eigi að njóta verndar gegn áhættunni af endur- teknum afbrotum þessara brota- manna. í flestum ríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku hafa t.d. á undan- förnum árum verið sett lög um sér- staka skráningu kynferðisbrota- manna og upplýsingar til almenn- ings um dvalarstað dæmdra kyn- ferðisbrotamanna. Það eru í raun- inni engin rök fyrir slíkri lagasetn- ingu önnur en einhvers konar al- menn viðurkenning á hættu á því að þessir aðilar brjóti af sér oftar en einu sinni. Leggja ber áherslu á að hér er einungis um að ræða upplýsingar um dæmda menn og að upplýsingagjöf virðist almennt vera í höndum lögreglu. Það er líka ljóst að þó við mynd- um telja nægilegan fræðilegan bak- grunn fyrir hendi til að styðja okk- ur í því að meta einstaklinga hættu- lega, verður að fara varlega við setningu reglna af þessu tagi. Var- úðin verður t.d. að felast í því að flokka hættuna. Allir þeir sem ein- hvern tíma hafa verið grunaðir eða jafnvel dæmdir fyrir eitthvað géta ekki verið jafnhættulegir - og hætt- an er t.d. líka háð því hversu ná- lægt þeir standa börnum hveiju sinni. Þá er almennt sérstök ástæða til að fara varlega þegar verið er að spá fyrirfram um líklega hættu, eða að ætla mönnum að þeir hafi verið eða muni ætíð verða barnaníð- ingar. Einnig er nauðsynlegt að gera ríkari sönnunarkröfur eftir því sem gripið er til harðari eða alvar- legri aðgerða. Að auki verður alltaf að fara varlega í að skerða frið- helgi manna almennt og í þessum málum þarf að íhuga vandlega í hvert sinn hvernig hægt er að vinna mál þannig að það valdi sem minnstri röskun fyrir alla hlutaðeig- andi. Að síðustu er mjög brýnt að einskorða sig ekki við einhver tiltek- in reglukerfi i þeirri trú að með því skapist fullkomið öryggi, heldur þarf að líta á heildarmynd og sjá hvernig hægt er að skerpa ábyrgð hvers og eins í því að treysta sem best hættulaust umhverfi barna. Þetta erum við vonandi að gera í dag og munum halda áfram og reyna að gera betur. Niðurlag Þegar upp koma alvarlegir at- burðir í samfélaginu er eðlilegt að því sé velt upp hvort eitthvað hafi mátt gera til að koma í veg fyrir atburðina. Það má vera að reglum megi breyta og að með einhveiju móti sé hægt að tryggja börn betur en gert er í dag. Það er þó hvorki auðvelt né einfalt og lagareglur munu aldrei vera annað en hjálpar- tæki í leit okkar að fullkominni barnavernd. Höfundur er lögfræðingur Bamaverndarstofu. Hrefna Friðriksdóttir Byggðakvóti KVÓTAMÁL eru nú sem oftar í brennidepli í umræðu landsmanna, enda þjóðþrifamál. Nú er kominn tími til að ræða rétt okkar til auð- lindarinnar í framtíð- inni. Með kvótalögunum hefur náðst að halda þjóðarflórunni gang- andi í gegnum mestu skerðingu þorskafla- heimilda frá upphafi. Þarf ekki að tíunda það að afleiðingar minnk- andi þorskveiða við landið hafa leikið sum byggðalög grátt og sum hver eru hreinlega að leggjast af. Hvað gerist svo þegar ákveðið verður að stórauka þorskveiðar vegna ört vaxandi þorskstofna? Fá þá þeir sem eiga kvótann alla aukn- inguna? Það getur engan veginn verið rétt. Ef þannig verður að farið kallast það þjófnaður og jandráð. Ég hélt að stjórnvöld hefðu verið að friða þorskinn en ekki að búa til fleiri og stærri út- gerðir um alla framtið á kostnað fólksins í landinu. Þó að útgerðir hafi keypt kvótann til að halda veili meðan á þessum hremmingum stóð á það ekki að þýða að þær fái allar auknar veiðiheimildir frítt í vasann til að braska hugsanlega með síðar. Rétt skal vera rétt. í upphafi skal endinn skoða, standa skal vörð um lýðræð- ið. Eg er ekki að tala um það að skerða á nokkurn hátt þann kvóta sem útgerðir nú þegar hafa, held- ur að lögleiða byggðakvóta og auknar veiðiheimildir fari til sveitarfélaganna. Einar Ó. Steinsson Hvað gerist þegar þorskveiðar aukast á nýjan leik, spyr Einar Ólafur Sveins- son, og hvetur stjórn- völd til að endurskoða stjórnun fiskveiða. Byggðakvóti sem hvorki er selj- anlegur né leigjanlegur heldur veið- anlegur og vinnanlegur á þeim stöð- um sem honum er úthlutað og allir mega veiða þangað til þeim kvóta er náð. Að sjálfsögðu þyrftu kvótaeig- endur að fiska sinn kvóta fyrst áður en þeir byija að fiska byggðakvótann. Stjórnvöld ættu að endurskoða stjórnun fiskveiða við landið og alþingi íslands að sýna þjóðinni þá ábyrgð sem hún á skilið þegar auka á við veiði- heimildirnar. Höfundur er sjómaður. Aukinn stuðn- ingur við kvik- myndagerð ÚTHLUTUN styrkja úr Kvik- myndasjóði 22. jan- úar síðastliðinn var hin hæsta í sögu sjóðsins. Við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1997 var veitt meira fé til sjóðsins en áður. í þeirri ákvörðun Alþingis felst viðurkenning á gildi kvikmyndagerð- ar fyrir íslenska menningu. Hún er einnig til marks um, að það er mikils met- ið, sem vel er gert á þessu sviði. Á síðastliðnu ári átti ég þess kost að ræða við forystumenn tveggja fjölþjóðlegra sjóða, sem veitt hafa rausnarlega styrki til íslenskrar kvikmyndagerðar á undanförnum árum. Voru það annars vegar fulltrúar Norræna kvikmyndasjóðsins og hins vegar Eurimages, evrópska sjóðsins, sem starfar undir handaijaðri Evrópuráðsins. Hjá báðum þessum aðilum kom fram mikil trú á getu íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Varð mér einnig betur ljóst eftir samtöl við þá, að aðstæður þeirra, sem starfa að kvikmyndalist hér, eru að ýmsu leyti erfiðari en jafn- framt meira ögrandi en í sam- keppnislöndum okkar um styrki úr sjóðum á Norðurlöndum eða annars staðar í Evrópu. Af þessu leiðir, að það orð fer af íslenskum kvikmyndagerðarmönnum, að þeir séu framtakssamari og djarf- ari við fjáröflun á alþjóðavett- vangi en starfsbræður þeirra ann- ars staðar. Staðan gagnvart erlendum sjóðum Af þessum viðræðum réð ég, að aukning á framlagi íslenska ríkisins til Kvikmyndasjóðs myndi af hinum erlendu aðilum verða því til stuðnings, að íslenskir kvik- myndagerðarmenn nytu áfram stuðnings úr þessum fjölþjóðlegu sjóðum, enda stæðust verkefnin kröfur þeirra. Er ég þeirrar skoð- unar, að forráðamenn Norræna kvikmyndasjóðsins líti ekki síst til þess, að framlagið til Kvikmynda- sjóðs hækkar um 25 milijónir króna í ár. Hið opinbera framlag íslands til norræna sjóðsins byggist á samningum um hann og er að sjálfsögðu staðið við þær skuld- bindingar. Nokkrar umræður hafa orðið um það á undanförnum árum, að íslendingar legðu ekki nóg af mörkum til Eurimages. Vandinn i því efni er sá, að ekki er um það samið með skuldbind- andi og formlegum hætti, hve hátt framlag ríkja til þess sjóðs skuli vera. íslendingar hafa smátt og smátt verið að auka fjárveitingar sínar til Eurimages og hefur það komið í hlut Kvikmyndasjóðs að standa undir þeim skuldbinding- um. Hef ég látið þau boð berast til forráðamanna Eurimages, að ekki sé unnt að láta óvissu ríkja um það, hve hátt framlag íslands skuli vera til að tryggt sé, að ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn sitji þar örugglega við sama borð og aðrir. Eftir orðsendingaskipti liggur nú fyrir, að greiði Ísland 500 þúsund franska franka eða 6 milljónir króna árlega til sjóðsins hafi það fullnægt skyldum sínum. Er að því stefnt, að það markmið náist á ár- inu 1998, en í ár greiðum við 400 þús- und franka til Euri- mages. Þessar staðreyndir eru dregnar fram hér til að staðfesta, að aukin fjárveiting til Kvikmyndasjóðs er ekki aðeins til þess fallin að styrkja beint íslenska kvikmynda- gerðarmenn á heima- vígstöðvum heldur einnig til að styrkja stöðu þeirra gagnvart erlendum sjóðum. Skai þá jafnframt minnt á, að þátttaka okkar í Media-áætl- un Evrópusambandsins, sem fylg- ir aðildinni að Evrópska efna- hagssvæðinu, hefur flutt mikið fjármagn inn í landið, meðal ann- ars til kvikmynda. Ahugi á kvikmyndum Kvikmyndasafn íslands, sem starfar undir handarjaðri Kvik- myndasjóðs, fluttist nýlega til Með auknum fjárveit- ingum til Kvikmynda- sjóðs hefur stuðningur ekki aðeins verið efldur heima fyrír, segir Björn Bjarnason, heldur einn- ig gagnvart fjölþjóðleg- um kvikmyndasjóðum. Hafnarfjarðar á grundvelli samn- ings milli menntamálaráðuneytis- ins og Hafnarfjarðarbæjar. Þegar safnið hefur komið sér þar endan- lega fyrir og fengið Bæjarbíó til notkunar, verða þáttaskil í starf- semi þess og fyrir alia áhugamenn um kvikmyndalist í landinu. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að endurskoðun kvik- myndalaga. Er þar meðal annars litið til skipulags á stjórn Kvik- myndasjóðs, aðferða við úthlutun úr honum, stöðu Kvikmynda- safnsins og úrræði til að tryggja sjóðnum öruggar tekjur. Er það von mín, að það takist að ná sæmilegri sátt um frumvarps- texta, sem síðan verði lagður fyr- ir Alþingi. íslendingar eru meðal þeirra þjóða, sem hvað best sækja kvik- myndasýningar. Framboð ís- lenskra kvikmyndahúsa er einnig með því mesta, sem þekkist. Er ánægjulegt, að í allri þeirri hörðu samkeppni hafi íslensk mynd, Djöflaeyjan, dregið að sér flesta áhorfendur á síðasta ári. Hvernig sem á málið er litið er óhætt að fullyrða, að af opinberri hálfu hafi að undanförnu verið sýndur töluverður áhugi á fram- gangi kvikmyndamála í landinu. Mestu skiptir þó, að áfram hafí menn sköpunargáfu og þraut- seigju til að framleiða íslenskar kvikmyndir, sem nái til áhorfenda jafnt heima fyrir og í öðrum lönd- um. Höfundur er menntsunálaráðherra. Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.