Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Alberto Fujimori Perúforseti hótar skæruliðum Tupac Amaru hörðu Segist munii uppræta samtökin Lima. Reuter. ALBERTO Fujimori, forseti Perús, hét því í gær að uppræta Tupac Amaru-hreyfinguna en skæruliðar úr henni hafa enn 73 menn í gísl- ingu í japanska sendiráðinu í Lima, höfuðborg landsins. Sagði hann, að hreyfingin yrði ekki látin komast upp með gíslatökuna refsingar- laust. Fujimori sagði á fréttamanna- fundi, að enn væru við lýði einangr- aðir hópar Tupac Amaru-skæruliða og yrðu þeir eltir uppi einn af öðrum en talið er, að virkir félagar í hreyf- ingunni séu ekki nema um 260. Vinsældir Fujimoris stafa ekki síst af þeim árangri, sem hann hefur náð í baráttunni við Tupac Amaru og Hinn skínandi stíg en sú hreyf- ing hefur verið mjög atkvæðamikil í manndrápum og hryðjuverkum. Perúska lögreglan hefur verið að þrengja að skæruliðunum í sendi- ráðinu síðustu daga og meðal ann- ars hefur hún lokað öðrum út- gönguleiðum úr því en aðaldyrun- um. Þá eru lögregluþyrlur oft á sveimi yfir húsinu. Vara við blóðbaði Skæruliðarnir hafa svarað þess- um aðgerðum með því að kalla Hægriöfgamaðurinn Le Pen í Pale Lofar Bosníu-Serba Pale. Reuter. FRANSKI hægriöfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen hrósaði í fyrradag leiðtogum Bosníu- Serba sem ættjarðarvinum í heimsókn til höfuðstöðva þeirra í Pale. Hann sagði umheiminn hafa misskilið þá. „Ég flyt ykkur kveðjur fran- skra föðurlandsvina," sagði Le Pen. Sagði hann, að fjölmiðlar hefðu dregið upp ranga mynd af Serbum í Bosníudeildunni og beinlínis líkt þeim við djöfla. Raunveruleikinn væri allt annar og málstaður þeirra rangtúlkað- ur. Því hefði hann kynnst frá fyrstu hendi í heimsókninni til Pale. Momcilo Krajisnik, einn þriggja fulltrúa í forsætisnefnd Bosníu, fagnaði ummmælum Le Pens og sagði þau jafngilda and- legu hressingarlyfi. í Bosníustríðinu voru Bosníu- Serbar ákaft fordæmdir af vest- rænum ríkjum fyrir þjóðhreinsun á múslimum og Króötum. Þá skutu hersveitir stjórnarinnar í Pale á og tóku franska liðsmenn friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í gíslingu og notuðu þá sem skjöld fyrir hugsanlegar loftárásir á skotmörk þeirra. Reuter PETAR Stoyanov, nýr forseti Búlgaríu, kynnti í gær aðstoð- armannalið sitt á fyrsta blaðamannafundinum eftir að hann tók við embætti. Stjórnarmyndun í Búlgaríu víðs fjarri Sofíu. Reuter. PETAR Stoyanov, nýjum forseta Búlgaríu, tókst í gær að miðla þannig málum milli stríðandi póli- tískra fylkinga, að þær héldu áfram viðræðum, en ekkert þokaði í samkomulagsátt um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Stjórnarandstaðan efndi síðdeg- is í gær til mótmælaaðgerða átj- ánda daginn í röð, gegn áformum sósíalista, arftaka kommúnista, til að mynda nýja stjórn og til að krefjast þess, að tafarlaust verði boðað til nýrra kosninga. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því að forsetinn feli sósíalistum sem stærsta flokknum á þingi að Reuter TVEIR menn úr sérsveitum perúsku lögreglunnar skammt frá japanska sendiráðinu með fréttamenn á hælunum. Skæruliðar hafa haft sendiráðið á sínu valdi í 38 daga. Fujimori „einræðisherra“, sem sé að undirbúa innrás í sendiráðið og blóðug átök. Skoruðu þeir á mann- réttindastofnanir að koma í veg fyrir það. Fujimori neitar að setjast að samningaborði með skæruliðunum fyrr en þeir hafa fallið frá kröfu um, að 400 félagar þeirra í perúsk- um fangelsum verði látnir lausir. Meðal gíslanna í japanska sendiráð- inu er Pedro, bróðir hans. mynda nýja stjórn, en stjórnarand- staðan hefur hótað hörðum mót- mælaaðgerðum og allsherjarverk- falli geri Stoyanov það. Leiðtogar andstæðu þingfylking- anna hittust að máli á tveggja klukkustunda löngum fundi hjá for- setanum í gær, en engin niðurstaða fékkst. Ivan Kostov, formaður Bandalags lýðræðisafla, helzta flokks stjómarandstöðunnar, sagð- ist ekki sjá neitt vit í frekari viðræð- um. Leiðtogi sósíalista, Georgi Par- vanov, lagði jákvæðara mat á gagn- semi fundarins, en sagði flokk sinn ekki ætla að hvika frá áformum sínum um ríkisstjórnarmyndun. Alan Clark snýr aftur London. Reuter. ALAN Clark, fyrrverandi vam- armálaráðherra bresku stjóm- arinnar og annálaður flagari, hefur snúið aftur til þátttöku í stjómmálabaráttu. Var hann í fyrrakvöld valinn sem fram- bjóðandi íhaldsflokksins í kjör- dæminu Kensington og Chelsea eftir harðvítuga baráttu. Clark sagðist margsinnis hafa iðrast þess að hafa hætt á þingi fyrir kosningarnar 1992. Kjördæmið, sem nú hef- ur valið hann sem þingmanns- efni sittj er eitt af öruggustu vígjum Ihaldsflokksins. Clark hefur þótt svallsamur og eitt sinn flutti hann ræðu á þingi „ekki fyllilega ódrukk- inn“ eins og hann kemst að orði í æviminningum sínum. Þar lýsir hann einnig fjölda kynlífssigra, m.a. játar hann að hafa dregið eiginkonu dóm- ara á tálar og seinna átt í ást- arsambandi við tvær dætur hennar. Dúman samþykkir fj árlag'afrnmvaipið Moskvu. Reuter. DÚMAN, neðri deild rússneská þingsins, samþykkti fjárlagafrum- varp stjórnar Borís Jeltsíns í gær- kvöldi. Forset- inn hélt sig í húsi fyrir utan Moskvu í gær og ræddi við Anatolí Tsjúbajs skrif- stofustjóra sinn, en í þing- inu magnaðist þrýstingur á forsetann að segja af sér vegna þrálátra veik- inda. Frumvarpið var samþykkt með 245 atkvæðum gegn 90 og 17 þingmenn sátu hjá. Efri deild þingsins, Sambandsráðið, þarf einnig að samþykkja frumvarpið. Stjórnin hafði samþykkt að auka útgjöld á ýmsum sviðum í því skyni að fá stjómarandstöðuna Jeltsín til að samþykkja frumvarpið. Kommúnistar, sem eru helstu fjandmenn Jeltsíns á þinginu, höfðu neitað að styðja það nema stjórnin væri reiðubúin að greiða vangoldin laun og eftirlaun. Rúss- neska ríkið er stórskuldugt við milljónir manna. „Brennandi löngun“ Sergei Jastrzjembskí, blaðafull- trúi Jeltsíns, sagði í gær að forset- inn hefði mikinn hug á að snúa aftur til vinnu, en gæti það ekki enn vegna heilsu sinnar. Jeltsín er nú að reyna að ná sér af lungna- bólgu, sem leiddi til þess að leggja þurfti hann á sjúkrahús aðeins tveimur vikum eftir að hann sneri aftur til starfa eftir hjartaaðgerð. Það er ljóst að forsetinn hefur mikla og brennandi löngun til að gegna öllum sínum skyldum hið fyrsta," sagði Jastrzjembskí. Osennilegt er að þessi orð dragi úr vangaveltum um að Jeltsín sé veikari en af er látið frekar en heimsókn hans til Kremlar á mið- vikudag. Lebed sektaður um rúblu Rússneskur dómstóll úrskurðaði í gær í meiðyrðamáli, sem Anatolí Kulíkov innanríkisráðherra höfðaði gegn Alexander Lebed, fyrrverandi yfirmanni rússneska öryggisráðs- ins. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að Lebed hefði svert mann- orð Kulíkovs með því að saka hann um að hagræða bókhaldi varðandi Tsjetsjníju. Lebed var gert að greiða eina rúblu í miskabætur. Ein rúbla hefur tífalt minna verð- gildi en íslensk króna. Blaðið, sem birti ummælin, Argumentí í faktí, fór hins vegar ekki jafn vel og Lebed út úr mál- inu og var gert að greiða 100 milljónir rúblna (um 1,2 milljónir króna) í bætur. Brotthvarf ísraelshers frá hernumdu svæðunum Deilt um tryggingar af hálfu Bandaríkjanna DaiiIam París. Reuter. HAFT var eftir Yasser Arafat, forseta sjálfsstjórnar Palestínu- manna, í gær að hann hefði feng- ið tryggingu frá Bandaríkjunum og evrópskum ríkjum um að honum væri mögulegt að semja um brott- för ísraelshers frá herteknu svæðunum. Áður hafði for- sætisráðherra Israels, Benjamin Netanyahu, full- yrt að hann hefði tryggingu Bandaríkjamanna fyrir því að ísra- elar einir gætu skilgreint hvernig brottflutningi frá þremur borgum á Vesturbakkanum yrði háttað. Arafat Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins staðfesti í síð- ustu viku orð Netanyahus en Le Monde birti viðtal við Arafat þar sem hann sagði að samkvæmt samningum ísraela og Palestínu- manna yrði að semja um brott- flutning herliðsins við Palestínu- menn. „Það er skýrt nefnt í Ósló- ar-2 samkomulaginu og einnig er á það minnst í tryggingum sem við höfum fengið frá Bandaríkja- mönnum og Evrópumönnum.“ í blaðinu segir að Arafat hafi ekki viljað gefa neitt nánar upp um innihald bréfanna en það vitn- ar í „afar trausta heimild" sem fullyrði að ekki leiki neinn vafi á því að þetta sé staðfest. Samkvæmt bandarískum skjöl- um sem fylgja Hebron-samkomu- laginu á brottflutningurinn sem kveðið er á um í sjálfstjórnarsamn- ingnum frá 1995, að hefjast í mars á þessu árið og ljúka um mitt næsta ár. Landnemabyggðum má ekki fjölga í viðtalinu við Le Monde ræddi Arafat einnig landnemabyggðir ísraela og þá yfirlýsingu Netanya- hus að engin skjöl hefðu verið undirrituð sem meinuðu ísraelum að koma á fót fleiri landnema- byggðum á herteknum svæðum. „Það er rangt. Rísi nýjar land- nemabyggðir eða stækki þær sem fyrir eru, munum við ekki standa aðgerðarlausir hjá. Ekki heldur þjóðir heims ef um er að ræða brot á samningum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.