Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 60
NT ; #
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NEITANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Vegagerð
og Lands-
virkjun fjár-
festa mest
ÁÆTLAÐ er að heildarfjárfesting
Landsvirkjunar á árunum 1996-
2000 nemi 24 milljörðum króna ef
fyrirhugaðar stóriðjuáætlanir
ganga eftir. í ár er áætlað að fjár-
festingar vegna framkvæmda fyrir-
tækisins nemi 8,5 milljörðum króna.
Þetta kom fram á ráðstefnu um
verklegar framkvæmdir 1997 á
vegum Samtaka iðnaðarins og Fé-
lags vinnuvélaeiganda í gær
Vegagerð ríkisins áætlar að 7,5
milljörðum verði varið til vegafram-
kvæmda á árinu. Þar vega þyngst
brúar- og vegaframkvæmdir á
Skeiðarársandi. Hann kemur einnig
töluvert við sögu hjá Pósti og síma
hf. en leggja á nýjan ljósleiðara um
Skeiðarársand síðar á þessu ári, því
ljósleiðarinn sem þar er slitnaði í
hlaupinu á síðasta ári.
Helstu útgjaldaliðir í verklegum
framkvæmdum á vegum bygging-
ardeildar borgarverkfræðings á ár-
inu eru vegna fræðslumála, aðal-
lega vegna einsetningar grunn-
skóla.
■ 25 milljarðar/15
Morgunblaðið/Rax
Danska ráðgjafarfyrirtækið Matcon um fiskvinnsluna
Okostur að selja
gegnum sölusamtök
DANSKA ráðgjafarfyrirtækið
Matcon telur það ókost fyrir ís-
lenzk frystihús að selja afurðir sín-
ar gegnum stóru sölusamtökin.
Fyrirtækið kveðst vita fjplmörg
dæmi þess, ekki aðeins á íslandi,
að sölusamtökin hafi tekið ráðin
af framleiðendum með þeim afleið-
ingum að fyrirtækin hafi nærri
orðið gjaldþrota.
Matcon skilaði skýrslu um stöð-
una í íslenzkum sjávarútvegi til
nefndar, sem fjallar um starfsum:
hverfi og framtíð fiskvinnslu. í
skýrslunni er fundið að mörgum
atriðum í rekstri frystihúsanna.
Stjórnun er talin slök, nýting tækja
og mannafla léleg og menntun
ábótavant. Matcon metur einnig
frammistöðu sölusamtakanna og
segir meðal annars svo: „Sölusam-
tökin geta unnið vel og kröftug-
lega, en við höfum fremur kynnzt
hinu gagnstæða. Föroya Fiskasöla
og Frionor selja oft á lægra verði
en beztu fyrirtækin og vel rekin
fyrirtæki fara oft út í að selja af-
urðir sínar sjálf. Þannig ná þau
hærra verði og lækka kostnað.
Einn af annmörkum sölusamtak-
anna er sá, að þau setja oft mikið
magn á markaðinn í einu.“
Ókostur að selja gegnum
sölusamtökin
„í heimsóknum okkar í íslenzk
frystihús höfum við komizt að þeirri
niðurstöðu að sala í gegn um sölu-
samtökin sé ókostur. Fulltrúar sölu-
samtakanna leggja oft mikla
áherzlu á gæðastjómun án þess að
taka kostnaðinn með í dæmið.
Framleiðslustýring miðast einnig
mikið við þarfir sölusamtakanna
hverju sinni, í stað þess að taka
mið af nauðsyn fyrirtækjanna til
að ná hagnaði," segir í skýrslunni.
■ Gefur íslenzkum/16.
Búnaður
fyrir ÍSAL
VONT veður í gær olli því að bún-
aði til stækkunar á Alverinu í
Straumsvík var skipað upp í Hafn-
arfjarðarhöfn í stað Straumsvíkur,
þar sem flutningaskipið gat ekki
lagst þar að bryggju. Að sögn Sig-
urðar Briem, deildarstjóra inn-
kaupadeildar álversins, er búnað-
urinn til ýmissa hluta, meðal ann-
ars í hreinsistöð fyrir nýja kerskál-
ann og vegna raforkuvirkja.
Bíll niður
Óshlíðina
FÓLKSBIFREIÐ fór út af veg-
inum í Óshlíðinni í Seljadal um
kl. 16 í gær og stöðvaðist í fjör-
unni 50-60 metrum neðar. Sam-
kvæmt lögreglunni á ísafirði
missti ökumaðurinn stjóm á bíln-
um vegna hálku. Ökumaðurinn var
einn í bílnum og slapp ómeiddur.
Yinnustaðasanmingar
Viðræður
undirbún-
ar að nýju
RAFIÐNAÐARSAMBAND ís-
lands hefur tilkynnt VSI að viðræð-
ur um gerð vinnustaðasamninga
geti hafist að nýju eftir að sam-
komulag hefur tekist í deilunni í
Helguvík.
Formenn landssambanda ASÍ
áforma að hittast síðdegis á mánu-
dag til þess að undirbúa framhald
viðræðna um vinnustaðasamninga,
að sögn Guðmundar Gunnarsson-
ar, formanns RSI.
Vegna deilunnar í Helguvík sleit
RSÍ sem kunnugt er viðræðum um
vinnustaðasamninga og önnur
landssambönd mættu ekki til við-
ræðna á meðan deilan var óleyst.
■ Samningar/6
Hanes-hj ónunum hefur verið tilkynnt að brottvísun sé í bígerð
„Eins og að
verða móðir á ný“
„ÉG ER mjög þakklát íslenskum
stjórnvöldum fyrir að hafa fært mér
dóttur mína. Þetta er alveg yndis-
legt. Hér býr gott fólk,“ sagði Kelly
Helton við fréttamenn skömmu áð-
ur en hún hélt úr landi síðdegis í
gær ásamt Zenith Elaine, fjögurra
ára dóttur sinni.
Spurð um líðan sína á þessum
tímamótum sagði Kelly að sér liði
eins og hún væri orðin móðir á
nýjan leik. „Þetta er eins og að eign-
ast barn að nýju,“ segir hún. Kelly
sagði að eldri dóttir sín biði þeirra
í Bandaríkjunum og við tæki fjöl-
skyldulíf þeirra þriggja.
Ósáttur við stjórnvöld
Útlendingaeftirlitið tilkynnti
Hanes-hjónunum í gær, að verið
væri að skoða mál þeirra með brott-
visun úr landi í huga. Þeim var
gefinn frestur fram yfir helgi til
að koma athugasemdum sínum á
framfæri. Jóhann Jóhannsson yfir-
maður Utlendingaeftirlitsins segir
þessari athugun nær lokið og aðeins
sé beðið eftir mótrökum Hanes-
hjónanna, áður en endanleg
ákvörðun verður tekin. Lögmaður
Hanes-hjónanna segir að þau geti
átt yfir höfði sér allt að 20 ára
fangelsi í Arizona í Bandaríkjun-
um, verði réttað í máli þeirra þar.
Ragnar Tómas Árnason lögmað-
ur Hanes-hjónanna kveðst hafa orð-
ið fyrir miklum vonbrigðum með
meðhöndlun stjórnvalda á máli Zen-
ith Elaine Helton og kveðst þeirrar
skoðunar að réttur hafi verið brot-
inn á hjónunum. Honum virðist
kærurétturinn marklaus, þar sem
búið sé að afhenda barnið og flytja
það út áður en Hæstiréttur kveður
upp úrskurð sinn um hvort ranglega
hafi verið staðið að töku þess frá
hjónunum.
Stefán Eiríksson lögfræðingur
hjá dómsmálaráðuneytinu segir að
ákvörðun um afhendingu barnsins
hafi verið tekin að undangenginni
nákvæmri skoðun á öllum hliðum
málsins, og hafi hagsmunir barns-
ins verið hafðir í fyrirrúmi.
Vel búið að stúlkunni
Gunnar K. Gunnarsson, forstöðu-
maður fjölskyldudeildar Félags-
máiastofnunar Kópavogs, segir að
bersýnilega hafi verið vel búið að
stúlkunni meðan hún var búsett
hérlendis og að hún hafi verið vel
búin undir að hitta móður sína að
nýju.
■ Telur rétt brotinn/4
Skeiðarársandur
Vegurinn
í sundur
á 4 m kafla
VEGURINN á Skeiðarársandi varð
ófær seint í gærkvöldi rétt vestan
Skeiðarárbrúar, eftir að áin og rign-
ingarvatn höfðu brotið 4 metra
breitt og 2 metra djúpt skarð í hann.
Er Morgunblaðið hafði samband
við Vigfús Helgason lögreglumann
á Kirkjubæjarklaustri laust fyrir
miðnætti voru starfsmenn Vega-
gerðarinnar á Höfn að byija að
fylla skarðið með grófri möl. Gert
var ráð fyrir því að það tæki um
klukkutíma áður en vegurinn yrði
fær aftur.