Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Alver, ferðamennska og efnahagur SIÐUSTU vikur hef- ur orðið nokkuð snörp umræða um stóriðju, umhverfismál og efna- hagslíf. Svo sem vænta má eru skoðanir skipt- ar. Því miður gætir þess á stundum að umræðan verði nokkuð þröng og beri jafnvel af leið. Mik- ilsvert er að við getum teflt fram rökum og gagnrökum og dregið öfgalausar ályktanir af því tafli þar sem hags- munir fárra eru látnir víkja fyrir heildarhags- munum. Umræðan snertir mörg svið og óiíka hagsmuni. Um er að ræða stefnu okkar í stóriðju, ferðaþjón- ustu, landbúnaði, umhverfismálum og efnahagsmálum almennt. Hvað viljum við? Þegar tekin var á sjöunda ára- tugnum ákvörðun um byggingu ál- vers í Straumsvík á vegum sviss- neskra aðila kastaðist heldur í kekki hjá þjóðinni. Ým'sir höfðu hátt mjög og andmæltu hressilega. Deiluefnið var einkum tvennt: Fjárfesting út- lendinga innanlands og mengunar- þátturinn. Menn töluðu jafnvel um landráð vegna samnings við útlend- inga og spáðu nánast aldauða í nágrenni álversins. Reynslan af samstarfi við Alusviss hlýtur að hafa kennt okkur eitthvað. Eg hygg að þjóðin sé búin að átta sig á því að efnahagsleg ein- angrunarhyggja stenst ekki til lengri tíma lit- ið. Þá sýna rannsóknir að umhverfísáhrif ál- versins í Straumsvík eru jafnvel minni en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Samt má nú sjá greinar í blöðum með svipuðum tóni og heyrðist fyrir um 30 árum. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðli- legt því um er að ræða stefnumörkun í at- vinnumálum þjóðar okkar. Hvemig viljum við byggja atvinnu okkar upp? Með hveijum? Hvers vegna? Og hverju viljum við til kosta? í leit okkar að svörum við þessum grundvallarspumingum hljóta hagsmunir að stangast á og skoðanir að verða skiptar. Frá einhæfu atvinnulífi Með sanni má segja að auðlindir íslands séu á fjórum sviðum: Sjáv- arfang, orka, landið (með fegurð þess og gæðum) og mannauður. Lengst af höfum við nýtt okkur til velfarnaðar að mestu leyti eina þess- ara auðlinda, þ.e. hafíð og ríkidæmi þess. Atvinnulíf okkar hefur m.ö.o. verið heldur einhæft og leitt yfír þjóðina reglulegar sveiflur í efna- hagslífí með slæmum afieiðingum fyrir almenning. Þess vegna er mik- ilvægt með þjóðarheill í huga að draga úr sveiflunum, skapa stöð- ugleika í fjármálum þjóðarinnar. Það er forsenda fyrir markvissri uppbyggingu á velferð og bættum kjörum. Ein leið til þess er að efla fullvinnslu sjávarafla og til allrar hamingju er margt athyglisvert að gerast á því sviði. Framfarir verða ekki nema rækt sé lögð við mann- auðinn. Þess vegna eru framlög til menntamála og rannsókna mikil- væg fjárfesting sem skilar sér aftur til þjóðfélagsins. Dæmi um þetta eru framfarir í fullvinnslu, sókn ungra tölvufyrirtækja o.s.fi-v. Ferðaþjón- ustan er að verða ein mikilvægasta atvinnugrein okkar og færir árlega stærri hlut í þjóðarkökunni. Sú grein Efnahagsleg einangr- unarhyggja, segir Hjálmar Ámason, stenst ekki ef til lengri tíma er litið. byggir á annars vegar menntuðu fólki og hins vegar fallegri og ós- nortinni náttúru. Eftir stendur þá orkan sem öflug auðlind. Hvað eig- um við að ganga langt við nýtingu hennar í þágu þjóðarbúsins? Biðröð fjárfesta? Augljóslega stangast á hagsmun- ir orkufreks iðnaðar og t.d. ferða- þjónustu eða umhverfisþátta. Ekki Hjálmar Árnason leikur nokkur vafí á því að endalaus stóriðja fer ekki saman við uppbygg- ingu ferðaþjónustu. íslendingar tóku fyrir allnokkru þá ákvörðun að byggja hér upp að einhveiju leyti stóriðju. Gerðist það með álverinu í Straumsvík, járnblendinu á Grund- artanga, álveri á Keilisnesi svo dæmi séu nefnd. Tilgangurinn er skýr, við viljum nýta orku fallvatn- anna til að skapa þjóðinni verðmæti til efnahagslegra framfara. í raun höfum við verið að bíða eftir erlend- um fjárfestum allt frá því járnblend- ið var byggt fyrir allnokkrum árum. En þeir hafa látið á sér standa af einhveijum sökum. Nú bregður hins vegar svo við að nokkrir slíkir virð- ast standa í biðröð til að komast inn í íslenska orku. Stækkun álversins í Straumsvík, stækkun jámblendis- ins, álver á Grundartanga, magnes- íumverksmiðja á Reykjanesi, álver á Keilisnesi og jafnvel eflist nú áhugi á sæstreng til Evrópu. At- burðarásin er hröð. Allar þessar hugmyndir eiga það sammerkt að kalla á miklar virkjanir. Og þá rís spurningin: Stangast þær á við aðr- ar atvinnugreinar ? Ég hygg að mikilvægt sé fyrir okkur að marka skýra atvinnustefnu þar sem leitast verður við að fínna jafnvægi á milli ólíkra þátta: verðmætasköpunar, fjölgunar starfa, umhverfísþátta og samspils einstakra atvinnugreina. Löng bið okkar eftir erlendum fjár- festum má ekki leiða til þess að við missum sjónar á heildarhagsmunum þegar bónorðin berast. Og hvað vilj- um við ganga langt? Sæstrengur til Evrópu? Óðfluga dregur úr offjárfesting- um í sjávarútvegi. Tæknivæðing á því sviði hefur og leitt til þess að í þessari gömlu undirstöðugrein fækkar störfum þrátt fyrir full- vinnsluna. í landbúnaði á störfum enn eftir að fækka. Iðnaðurinn er í sókn og sinnir hluta nýrra starfa. Gildi þess að auka fjölbreytileika í efnahagslífi okkar er óumdeilanlegt. Þannig hygg ég að álverin tvö séu komin til að vera, hið sama trúi ég að muni verða með magnesíumverk- smiðju á Reykjanesi (350 bein störf) sem og stækkun járnblendisins. Þessir þættir munu ekki kalla á verulegar virkjanir og skapa okkur bæði störf og verðmæti í þjóðar- búið. Ég lýsi hins vegar rhiklum efasemdum með lagningu sæ- strengs til að tengjast orkukerfi Evrópu. Bæði kallar slík fram- kvæmd á verulegar virkjanir og þá skulum við líka spyija okkur hvort skynsamlegt sé að flytja orkuna úr landi nánast sem hráefni í stað þess að nýta hana skynsamlega hérlend- is. Ég fagna því áformum iðnaðar- ráðherra, Finns Ingólfssonar, um að láta fara fram hlutlæga úttekt á kostum og göllum þess að selja orku beint til Evrópu. Það eru eðlileg vinnubrögð og í framháldinu getum við svo iagt mat á þessa kosti. I mínum huga er niðurstaðan nokkuð ljós en ég fagna því að fá hlutlægar forsendur til að draga rökrétta nið- urstöðu. Hvað viljum við ganga langt? Þjóðin þarf að nýta orkulindir sín- ar til að treysta efnahagsgrunn okk- ar. Því fylgir óneitanlega einhver mengun. Þess vegna verðum við strax að taka afstöðu til þess hversu iangt við viljum ganga í stóriðjuá- formum. Falleg og ósnortin náttúra er ekki síður mikilvæg auðlind og á ugglaust eftir að verða verðmætari í framtíðinni. Þess vegna er brýnt að marka stefnu sem næst kemst því að virða ólíka hagsmuni and- stæðra auðlinda. Þjóðarhagsmunir eiga að ráða og innan þeirra þurfa að rúmast sjónarmið umhverfis- þátta, verðmætasköpunar og skyn- samlegrar nýtingar auðlinda. I því felast möguleikar okkar til að lifa hér góðu lífí til langs tíma. Höfundur er alþingismaður. Postulínsdúkkur sem eru engu öðru likar Nú er tækifæri til að prófa eitthvað nýtt. Ný námskeið í postulínsdúkkugerð að hefjast. Upplýsingar í síma 565 1564. Millý Mollý Mandý postulínsdúkkugerð. J A N U A á ekfci loger 20%-70% afdálhir MEÐAN BIRGDIR ENOAST! Frábær kaupaukatilboð BHj kaupir - Víð bæfum við! HREY VERSLANIR LAUGAVEGI 51 - S. 551-7717 - SKEIFUNN119 - S.568-1717 5% staðgreiðsluafsláttur Staðlausir stafir ENN mundar Amór Hannibalsson prófess- or stílvopnið í grein sinni í Morgunblaðinu 17. janúar sl, og held- ur áfram árásum á ís- lenska járnblendifélag- ið. Við lestur þessarar greinar komu mér í hug fleyg orð úr Völ- uspá: Æma mælir sá er æva þegir staðlausa stafi. Arnór Hannibalsson hefur mælt ærna stað- lausa stafí í rógsher- ferð sinni gegn jám- blendifélaginu, er hófst 6. nóvember með rætinni grein hans í Degi-Tím- anum. í tvígang hef ég svarað og beitt staðreyndum og rökum til að leiðrétta rangfærslur hans. Allt hefur komið fyrir ekki; prófessorinn hefur látið sem vind um eyru þjóta útskýringar mínar og leiðréttingar og höggvið í sama knérunn í frek- ari blaðaskrifum sínum. Það er því ljóst orðið að hann hefur engan áhuga á að hafa það sem sannara reynist; kýs heldur að gera endur- teknar atlögur að starfsheiðri þess fólks sem stundar störf sín í járn- blendiverksmiðjunni af alúð og samviskusemi en svíður sárt undan köpuryrðum hans og rangfærslum. Að gefnu tilefni skal enn áréttað að reykhreinsivirki járnblendiverk- smiðjunnar eru í gangi um 99% af rekstrartíma ofnanna og sýni- legt útstreymi efna frá verksmiðj- unni er því yfirleitt ekkert, að því undanskildu að streymi hreinnar vatnsgufu er viðvarandi. Einungis 1% af rekstrartíma ofnanna þarf að hleypa kísilryki beint upp um skorsteina. Öll starfsár járnblendi- verksmiðjunnar hefur slík losun kísilryks verið innan þeirra marka sem starfsleyfi verk- smiðjunnar kveður á um, eins og Hollustu- vernd hefur staðfest með úrskurði sínum 22. janúar. Kísilryk er jarðvegsbætandi efni og algerlega skað- laust, eins og margoft hefur verið bent á. Þegar Arnór Hannib- alsson notar orðið „eit- urefni“ um kísilryk gerir hann sig því sek- an um ósannindi, at- vinnuróg og alvarlega aðför að ímynd Is- lenska járnhlendifé- lagsins. Veðurfarsrannsóknir á Grundar- tanga hafa verið gerðar í fjölda- mörg ár. Verkfræðistofan Vatna- Alloft hefur mér súmað í augum, segir Helgi Þór Ingason, er ég hef ekið í gegnum reyk af sinubrunum í Kjós á vorin. skil hefur greint veðurgögn frá ár- unum 1977-1992 og sýnt fram á að norðvestan- og vestanáttir eru ákaflega sjaldgæfar á Grundar- tanga, en í þeim áttum er hugsan- legt að kísilryk berist yfir Hvalfjörð í Kjós. Líkur á að kísilryk fari upp um skorsteina járnblendiverksmiðj- unnar á sama tíma og vindur blæs úr norðvestri- eða vestri eru því afar litlar, þó slíkt hafi hent. Arnór Hannibalsson reynir að gera þessa úrvinnslu veðurgagna tortryggilega og heldur því enn fram, að „dag eftir dag“ leggi hnausþykkan og helbláan mökk frá verksmiðjunni yfir í Kjós. Vegna þessara og tengdra ummæla prófessorsins í greininni 17. janúar vil ég taka fram að ég dreg ekki í efa að lyktarskyn hans sé í góðu lagi. Ég bendi honum þó á að trúlega eru upptök þeirrar ólyktar sem hann finnur í Kjós víðs fjarri járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Ríkjandi vindáttir gera það líklegt, að ólykt frá Nesja- völlum berist iðulega yfir Kjósina. Sjálfur hef ég ekið fyrir Hvalfjörð tvisvar á dag, allflesta vinnudaga ársins, síðastliðin 5 ár. Aldrei hef ég séð þann „hnausþykka og hel- bláa mökk“ sem prófessornum verður svo tíðrætt um í greinum sínum. Hins vegar hefur mér alloft súrnað í augum, er ég hef ekið í gegnum reyk af sinubrunum í Kjós á vorin. Einnig hef ég oft á tíðum átt nokkuð erfitt með andardrátt vegna stækrar ólyktar af skarna á túnum í Kjós. Loks stingur í augun að sjá aflóga vinnuvélar, jafnvel ryðgaða rútukláfa, í túnfótum og heimreiðum á einstaka bæ í Kjós. Lyktarmengun og sjónmengun finnast því víða og ætti Arnór Hannibalsson að ná bjálkanum úr eigin auga áður en hann tekur til við að kroppa flísar úr augum ann- arra. Að lokum þetta: Opinská um- ræða um umhverfísmál er holl og nauðsynleg og járnblendifélags- menn vilja fúsir taka þátt í slíkri umfjöllun, til hagsbóta fyrir fyrir- tækið, starfsmenn þess og ná- granna. Ef árangur á að nást verð- ur sú umræða þó að grundvallast á staðreyndum, sanngirni og ærleg- um málatilbúnaði af allra hálfu. Enginn árangur næst af slíkri um- ræðu á meðan hinn „hnausþykki og helblái eiturmökkur11 fordóm- anna byrgir mönnum sýn. Höfundur er verkfræðingur. Helgi Þór Ingason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.