Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hækkun nokkurra þátta í vísitölu neysiuverðs
og vísitölunnar í heild, síðustu 12 mánuði
6 % 7
1. Búvörur háðar verðlagsgrundvelli
2. Vörur og þjón. háð opinb. verðákv.
3. Innfluttar mat- og drykkjarvörur
4. Áfengi og tóbak
5. Innflutt: Nýr bíll, bensín og varahi.
6. Húsnæðiskostnaður
7. Innlendar vörur alls (liðir 1,2 og 4)
8. ALLS
9. Innflutttar vörur alls (1.3,5,6 og 7)
10. Innlendar vörur aðrar en í 1. og 2.
11. Aðrar innlendar mat- og drykkjarv.
12. Innfluttar vörur aðrar en í 3. og 5.
13. Önnur þjónusta
Breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1995
Þróun eftir
ársfjórðungum
VISI-
TALAN170
175 180
Hlulfallsl.
breyting á
milli árslj.
Reiknuð Breyting
breyting síðustu
áeinuari 12mán.
1. ársfjórðungur 1995 172,1
2. ársfjórðungur 1995 172,2
3. ársfjórðungur 1995 173,8
4. ársfjórðungur 1995 174,5
1. ársfjórðungur 1996 175,4
2. ársfjórðungur 1996 176,7
3. ársfjórðungur 1996 178,0
4. ársfjórðungur 1996 178,3
0,6% 2,6% 1,5%
0,1% 0,3% 1,3%
0,9% 3,7% 1,8%
0,4% 1,5% 2,0%
0,5% 2,0% 1,9%
0,7% 3,0% 2,6%
0,8% 3,2% 2,4%
0,1% 0,6% 2,2%
0,2% 0,7% 1,9%
1. ársfj. 1997, SPA: 178,6
6,6%hækkun
búvara 1996
ÚR VERIIMU
Danska ráðgjafarfyrirtækið Matcon
Gefur íslenzkum fisk-
iðnaði slaka einkunn
Stjórnun slök og nýting tækja og starfsfólks of lítil
BÚVÖRUR háðar verðlagsgrundvelli
voru sá þáttur vísitölu neysluverðs
sem hækkaði hlutfallslega mest á
síðastliðnu ári. Þær auk bifreiða- og
bensínkostnaðar, húsnæðiskostnaðar
og vöru og þjónustu sem háð er opin-
berum verðákvörðunum réðu 1,4%
af 2% heildarhækkun vísitölunnar á
síðasta ári, það er frá janúarmánuði
1996 til jafnlengdar 1997.
Þetta kemur fram í janúarhefti
Hagtalna mánaðarins sem Seðla-
banki Islands gefur út. Búvörumar
hækkuðu um 6,6%, vörur og þjón-
usta háðar opinberum verðákvörð-
unum hækkuðu um 3,8% og hús-
næðiskostnaður um 2,6%.
Fram kemur að til þess að átta
sig betur á verðbólgunni að baki
þessum tölum, sé til dæmis hægt
að reikna hana út án liða sem ein-
kennst hafi af miklum verðsveiflum.
Séu búvörur og bifreiðar ásamt
bensíni og varahlutum undanskildar
þá sé hækkun vísitölunnar á
framangreindu tímabili 1,6%. Þá sé
einnig hægt að nálgast undirliggj-
andi verðbólgu með því að útiloka
þá þætti sem ekki lúti markaðsöfl-
unum fyllilega, þ.e. liðina búvörur
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur sent
tveimur bifreiðaumboðum, Bifreiðum-
og landbúnaðarvélum og Honda-
umboðinu, athugasemdir vegna aug-
lýsinga fyrirtækjanna sem birst hafa
að undanförnu.
Að sögn Siguijóns Heiðarssonar,
lögfræðings hjá Samkeppnisstofnun,
hafa Bifreiðar- og landbúnaðarvélar
auglýst bíla á kaupleigukjörum, þar
sem gefnar eru upplýsingar um
kaupverð, útborgun, mánaðar-
greiðslur í 36 mánuði og lokaafborg-
un. Hins vegar vantar heildarupp-
hæðina sem þarf að greiða ef gengið
verður að þessum greiðslukjörum.
Skýrt er kveðið á um í reglum Sam-
keppnisstofnunar frá árinu 1995 að
háðar verðlagsgrundvelli, áfengi og
tóbak og vörur háðar opinberum
verðlagsákvörðunum. Að þessum
liðum frátöldum sé hækkun vísi-
tölunnar 1,5%.
Áhrif aukins launakostnaðar
minni en ætla mætti
Þá segir í Hagtölunum að af þessu
sjáist að enn séu lítil merki um að
aukning innfiutnings á síðasta ári
hafi kynt undir verðbólgu. Áhrif auk-
ins launakostnaðar hafí verið minni
en ætla mætti og það séu utanað-
komandi þættir, eins og hækkun
bensíns, eða þættir háðir opinberum
verðákvörðunum hafí lagt stærri
skerf til verðbólgu á síðasta ári en
innlend eftirspurn.
Þá segir: „Rétt er að undirstrika
að þar með er ekki sagt að sú mikla
aukning eftirspurnar sem átt hefur
sér stað á síðasta ári geti ekki falið
í sér ógn fyrir verðstöðugleika. Miðl-
un áhrifanna á sér hins vegar fyrst
og fremst stað í gegnum gengis- og
launaþróun. Á meðan launabreyting-
um er stillt í hóf og gengisstöðug-
leika ekki ógnað er ekki að búast
við miklum verðhækkunum."
þessar upplýsingar þurfi að koma
fram. Siguijón sagði sambærilegar
auglýsingar hafa birst frá Honda-
umboðinu.
Fyrirtækin hafa fengið ákveðinn
frest til að senda inn athugasemdir.
Ef þau halda áfram að auglýsa á
þennan veg og svara ekki athuga-
semdum getur Samkeppnisráð lagt
bann á birtingu auglýsinganna.
Þess er skemmst að minnast að
Samkeppnisstofnun komst að þeirri
niðurstöðu fyrir skemmstu að aug-
lýsingar Brimborgar um fjármögnun
nýrra bíla væru villandi, en þar voru
einungis veittar upplýsingar um
mögulegar mánaðarlegar afborganir
af nýjum bílum.
ÍSLENZKUR fiskiðnaður fær held-
ur slaka einkunn hjá danska ráð-
gjafarfyrirtækinu Matcon. Stjórnun
fyrirtækjanna er í mörgum tilfellum
talin slök, vonlítið sé að ætla sér
arðbæran rekstur frystihúsa í litlum
sjávarplássum og verðmyndun á
fiski upp úr sjó sé ekki nægilega
tengd afurðaverði. Framleiðslustýr-
ing sé ekki góð, nýting tækja og
fjárfestingar allt of lítil, nýting vin-
nutíma starfsfólks sé slök og miðlun
upplýsinga alit of lítil. Þá telur ráð-
gjafarfyrirtækið að það sé ókostur
fyrir íslenzku frystihúsin að selja
afurðir sínar gegn um stóru sö-
lusamtökin.
Skýrsla Matcon er samin að beiðni
nefndar um starfsumhverfi og fram-
tíðarmöguleika fiskvinnslu, en
danska fyrirtækið hefur áður unnið
að ráðgjöf fyrir nokkur íslenzk sjáv-
arútvegsfyrirtæki.
Stjórnendur oft óhæfir
Skýrslan dregur framtíðarmögu-
leika frystihúsa í smærri sjávar-
plássum í efa. „Staðsetning frysti-
húsa á slíkum stöðum getur verið
vandamál í sjálfu sér og menn verða
að spyrja sig hvort mögulegt sé að
reka fyrirtækin þar með hagnaði. Á
slíkum stöðum eru stjórnendur oft
illa menntaðir og standa veikir gagn-
vart starfsfólki vegna nálægðar og
ættartengsla. Æðstu stjómendur
eru oft óhæfir vegna skorts á þjálf-
uðu og menntuðu fólki. Fram-
kvæmdastjórnin er oft stöðnuð
vegna skorts á drífandi samstarfsað-
ilum.
Fiskvinnsla, sérstaklega á áður-
nefndum stöðum, er í harðri sam-
keppni við sjófrystingu. Að okkar
mati er landvinnslan aðeins arðbær,
sé möguleiki á vinnslu í verðmestu
pakkningarnar. Það er erfitt að
keppa við frystitogara í blokkar-
framleiðslu, en framleiðsla verð-
TENGSLARÁÐSTEFNA starfs-
menntaáætlunarinnar Leonardo da
Vinci um evrópsk samvinnuverkefni
í fiskiðnaði verður haldin á Hótel
sögu 31. janúar til 1. febrúar nk. Á
ráðstefnunni verða staddir 25 starfs-
menn Leonardo-áætlunarinnar frá
17 Evrópulöndum ásamt 15 öðrum
gestum úr fiskiðnaði í Evrópu. Gert
er ráð fyrir að um 80 manns sæki
ráðstefnuna.
Áætlanir Evrópusambandsins verða
kynntar á ráðstefnunni, einstök verk-
efni og netsamstarf ásamt styrkmögu-
leikum samvinnuverkefna í fískiðnaði.
Ráðstefnugestir kynna nýjar verkefna-
hugmyndir og verður þeim skipt í
hópa eftir einstökum sviðum fískiðnað-
arins þar sem verkefnaáætlanir verða
mótaðar í meginatriðum. Þá mun
starfsfólk Leonardó-áætlunarinnar
skipa sér á borð frá hveiju landi og
geta ráðstefnugestir leitað til þeirra
eftir ráðgjöf við leit að þátttakendum
og við að skilgreina á hvemig verkefn-
ið nýtist í þátttökulöndunum. Á seinni
degi ráðstefnunnar verður unnið frek-
ar úr verkefnahugmyndum og verður
veitt ráðgjöf við umsóknagerð. Um-
sóknarfrestur í Leonardo-starfs-
menntaáætlunina er 1. apríl nk.
Tölvubankar opnir
Á ráðstefnunni mun Fjórða
mætra afurða getur skilað hagnaði,"
segir í skýrslunni.
Aldrei hagnaður
Þá segir þar, að í allri sögu Mat-
con hafi starfsmenn þess aldrei rek-
ist á ríkis- eða bæjarfyrirtæki, sem
hafí skilað hagnaði. Áhrifin af af-
skiptum ríkis og bæjarfélaga af
rekstri frystihúsanna séu þau, að
veikari stjórnendur en ella verði sett-
ir yfir fyrirtækin. Með því móti verði
hagsmunir ríkis og bæja teknir fram
yfir hagsmuni fyrirtækjanna, en það
ætti miklu fremur að vera á hinn
veginn. „Slakur stjórnandi velur sér
slaka undirmenn, sem gæta þess að
öllum líði vel. En það sem þarf er
sterkur stjórnandi, sem lætur vin-
skap og ættartengsl lönd og leið og
Iætur arðsvonina ráða ferðinni."
Matcon bendir á að nýting vélbún-
aðar í frystihúsum á íslandi sé að-
eins 40 til 60% en þyrfti að vera 85%
eða meira. Jafnframt kemur fram
að í danskri fiskvinnslu séu 9,4%
greidds vinnutíma matar- eða hvíld-
arhlé, en 15,4% hér og er þá miðað
við ákveðin tímamörk. Hins vegar
sé það algengt að 10 mínútna hlé
verði 14 til 16 mínútur.
Selja oft á lægra verði
Matcon metur einnig frammistöðu
sölusamtakanna: „Það hefur verið
sagt að íslenzku sölusamtökin fái
hærra verð fyrir fiskinn í Bandaríkj-
unum en önnur Norðurlönd. Við
höfum enga nákvæma vitneskju um
getu íslenzkra sölusamtaka til að
ná hærra verði en önnur. Margþætt
sölusamtök virðast í fyrstu hafa
marga kosti. Markaðssetning getur
verið sameiginleg, en það leiðir til
lægri kostnaðar og nokkurs styrk-
leika.
Sölusamtökin geta unnið vel og
kröftuglega, en við höfum fremur
kynnzt hinu gagnstæða. Föroya
rammaáætlun Evrópusambandsins
vera með kynningarbás og í tengsl-
um við hana og Leonardo-áætlunina
verða opnir tölvubankar þar sem
gestum gefst kostur á að kynna sér
þátttakendur og verkefnishugmynd-
ir.
Jafnframt verður kynnt á ráð-
stefnunni samstarfsverkefni um
þjálfun i fiskiðnaði, European Quality
Fish Network, og verða fulltrúar frá
sjö löndum á staðnum og veita þeim
upplýsingar sem áhuga hafa á að
gerast aðilar að verkefninu.
Verkefni um námsgagnagerð
Meðal þeirra verkefnishugmynda
sem kynntar verða á ráðstefnunni
er námsgagnagerð á tölvutæku
formi, ætlað nemendum í fiskvinnslu
og starfsfólki og viðskiptavinum fisk-
verkunarfyrirtækja. Þar er fjallað um
meðferð fisks og gæði, almenna
umgengni við fiskvinnslutæki hrein-
læti o.s.frv. Ennfremur er fjallað um
vinnslurásir og verkunaraðferðir, s.s.
öryggisbúnað fískvinnslutækja, nýj-
ustu tækni, notkunarleiðbeiningar og
viðhald og viðgerðir fiskvinnslu-
tækja.
Þátttaka á ráðstefnunni er ókeyp-
is og munu ráðstefnugestir snæða
saman hádegis- og kvöldverð á með-
an á henni stendur.
Fiskasöla og Frionor selja oft á
lægra verði en beztu fyrirtækin og
vel rekin fyrirtæki fara oft út í að
selja afurðir sínar sjálf. Þannig ná
þau hærra verði og lækka kostnað.
Einn af annmörkum sölusamtak-
anna er sá, að þau setja oft mikið
magn á markaðinn í einu.
Ókostur að selja gegn um
sölusamtökin
í heimsóknum okkar í íslenzk
frystihús höfum við komizt að þeirri
niðurstöðu að sala í gegn um sölu-
samtökin sé ókostur. Fulltrúar sölu-
samtakanna leggja oft mikla áherzlu
á gæðastjórnun án þess að taka
kostnaðinn með í dæmið. Fram-
leiðslustýring miðast einnig mikið
við þarfir sölusamtakanna hveiju
sinni, í stað þess að taka mið af
nauðsyn fyrirtækjanna til að ná
hagnaði.
Það er nauðsynlegt að skilja að
fiskkaup, framleiðsla og sala afurða
verður að miðast við að arðsemi sé
af rekstrinum og enginn einn þess-
ara þátta má ráða ferðinni. Okkur
er kunnugt um ljölda dæma þess,
ekki aðeins á Islandi, þar sem sölu-
deildirnar hafiatekið ráðin af fram-
leiðendum með þeim afleiðingum að
fyrirtækin hafa nærri orðið gjald-
þrota.
Eigi samvinnan milli framleiðenda
og sölusamtakanna að verða árang-
ursrík, verða framleiðendur að fá
að selja afurðir sínar á hæsta mark-
aðsverði, einnig framhjá sölusam-
tökunum. Þá munu sölusamtökin
einnig vaka betur á verðinum."
Hvað framtíðina varðar bendir
Matcon á nauðsyn þess að bæta
menntun í sjávarútvegi. Nauðsyn-
legt sé að leggja meiri áherzlu á
hagnað og bæta stjórnun fyrirtækj-
anna og taka þá vankanta sen nefnd-
ir hafa verið til gagngerrar endur-
skoðunar.
Lítil sjósókn
vegna veðurs
VONSKUVEÐUR gekk yfir landið í
gær og fyrradag og því lítið tilefni
til sjósóknar. Samkvæmt upplýsing-
um frá Tilkynningaskyldu íslenskra
skipa voru aðeins 117 skip á sjó í
gær. Öllu verra veður var fyrir suð-
ur- og suðvesturlandi en spáð var
og gaf skip á leið um Faxaflóa upp
níu vindstig um hádegisbilið í gær-
Flest þeirra skipa sem höfðu til-
kynnt sig á sjó í gær lágu annað-
hvort í vari eða héldu sjó og þannig
lágu mörg loðnuskip í vari inn á fjörð-
um fyrir austan. Gert er ráð fyrir
að veðrið gangi að mestu niður í dag
þó víða verði allhvasst.
-----» ♦ ♦----
Hátt verð
á ýsunni
MJÖG hátt verrð hefur verið á ýsu
að undanfömu vegna langvinnrar
brælu og mikillar eftirspurnar, Á
fískmarkaði Suðurnesja hefur verið
verið mjög hátt undan farnar tvær
vikur en sló öll met í gær, þegar
verðið fór yfir 200 krónur á kílóið
að meðaltali og fór hæst í 226 krón-
ur. Selt var af bátnum Vini ÍS 8 sem
var með eins til ljögurra daga gamla
ýsu. Verðið var á bilinu 195,67 krón-
ur upp í 220,25 eftir því hve ýsan
var gömul. 1.700 kíló lentu í sjó í
brælunni á landleið og fór það illa
með fiskinn. Engu að síður seldist
sú ýsa á 166,80 krónur að meðaltali.
Auglýsingar bílaumboða koma enn til
kasta Samkeppnisstofnunar
B&L og Honda-umboð-
ið fá athugasemdir
Ráðstefna um
þjálfun og ný-
sköpun í fiskiðnaði