Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Langholtskirkja: ÞÁ er nú orðið hægt að leika sálma Davíðs fjórhent og þruma fjórfalt halleljúaeftir efninu. Hagfræðingur YMS um áhrif 70 þúsund króna lágmarkslauna Spáir 30% verðbólgn og 26% gengislækkun innan árs HAGFRÆÐINGUR Vinnumálasam- bandsins telur að nái krafa verka- lýðshreyfingarinnar um 70 þús. kr. lágmarkslaun fram að ganga muni það valda víðtækri skriðu á vinnu- markaðnum og eftir u.þ.b. ár verði áhrifin þau að almennar launahækk- anir verði a.m.k. 23%, verðbólga verði 30%, gengislækkun um 26%, skammtímavextir 35% og kaupmátt- arrýmun um 7%. Jón Sigurðsson, hagfræðingur Vinnumálasambandsins, hefur sent frá sér athugun á afleiðingum þess að lágmarkslaun verði ekki lægri en 70 þúsund krónur á mánuði án þess að tekið sé tillit til annarra launa- breytinga eða breytinga á langtíma- vöxtum, sköttum, tekjutengingum og slíku. Eftirspurnarsprenging „Afleiðingin verður kollsteypa vegna ofhitunar í hagkerfinu og mik- il almenn kjaraskerðing," segir í greinargerð hagfræðingsins. „Veru- leg röskun verður á framleiðni, vinnuháttum, launakerfum og lífs- kjörum. Hækkun lágmarkslauna ein sér mun ekki valda þessu út af fyrir sig heldur viðbrögð og styrkur ann- arra launþegahópa og sú eftirspum- arsprenging sem af hlýst.“ Auk þess sem að ofan greindi um launabreytingar, gengi, verðbólgu- og vaxtastig, telur Jón að innflutn- ingur muni aukast um 23%, en vegna óvissuþátta spáir hann ekki minnk- andi atvinnuleysi þrátt fyrir þenslu sem af hækkununum muni hljótast. ímyndað augnablik eftir u.þ.b. ár Forsendur athugunar hagfræð- ings VMS er sú að sýnt er ímyndað augnablik um það bil ári eftir að „kauphækkanaskriðan tekur að falla. Reynt er að sýna besta hugsanlegt ástand frá sjónarmiði kröfugerðar launþegahreyfingarinnar. Miðað er við að aðrir launþegahópar sýni þá sanngirni að heimta ekki jafnmikla hækkun og tekjulægstu hóparnir fá.“ Ennfremur segist Jón Sigurðs- son miða við að aðgerðir ríkisstjórnar jafni óæskileg áhrif skatta, tekju- tenginga o.s.frv. og að fyrirtæki velti verðhækkunum ekki umsvifalaust út í verðlagið. Jón Sigurðsson telur að fara muni af stað skriða sem einkennist af mikilli eftirspurnarþenslu sem leiti öll að erlendum gjaldeyri enda sé enginn sérstakur vöxtur í hagkerfmu að öðm leyti til að mæta henni. Af hljótist flókið samspil með víxlverk- unum og misgengi af ýmsu tagi sem feli í sér að launabreytingum fylgi aukinn innflutningur sem kalli á gengisbreytingar sem leiði af sér verðhækkanir en í kjölfar þeirra komi vaxtabreytingar og síðan launabreyt- ingar og svo aftur koll af kolli með samdrætti í hagvexti og minnkandi kaupmætti. Forsenda að bónuskerfi hverfi í athugasemdum Jóns kemur einn- ig fram að meðal þess sem hann legg- ur til grundvallar er að bónuskerfi og þess háttar verði lögð niður og að fyrstu þjálfunar-, námskeiða og starfsaldursþrep í launakerfi hverfi. Hann segir að ekki sé vafí á mjög harkalegum viðbrögðum allra ann- arra launþega skömmu á eftir, þ.á m. þeirra fjölmennu hópa sem fyrir höfðu 70-80 þús. í mánaðarlaun. Jón Sigurðsson fullyrðir að breyt- ingarnar muni bitna harðast á lág- tekjufólki. „Lífskjör þess verður því að bæta með öðrum hætti, á lengri tíma með mörgum stöðugum en smærri skrefum en hér er lýst. Stór stökk virðast beinlínis andstæð hags- munum lágtekjufólksins.“ í greinargerðinni er áréttað að niðurstöður athugunarinnar séu vita- skuld umdeilanlegar og að reynt hafi verið að sýna þá lágmarksaftur- för sem það hafi í för með sér að rasa um ráð fram í þessum efnum. „Aðrar sambærilegar niðurstöður um breytingar hagstærðanna eiga einnig rétt á sér,“ segir í greinargerð Jóns Sigurðssonar. VW Passat kynntur HEKLA frumsýnir nýja kynslóð Volkswagen Passat á íslandi um helgina. Bíllinn kom á markað í Evrópu síðastliðið haust. Hérlendis verður hann í fyrstu boðinn með 1,6 lítra vél, 100 hestafla. Staðal- búnaður í bílnum er m.a. ABS- hemlalæsivörn, tveir líknarbelgir og rafdrifnar rúður að framan. Verð á Passat 1,6 er 1.690.000 krónur. Bíllinn verður kynntur í húsa- kynnum Heklu á Laugavegi milli 12-17 í dag og 13-17 á morgun. NÝ kynslóð VW Passat verður kynnt í dag og á morgun hjá Heklu. íMámskeið um hreyfingar barna Óbein tengsl hreyfi- og vitsmunaþroska Hermundur Sigmundsson NÁMSKEIÐ á vegum fræðslunefndar íþróttasambands íslands um hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfi- truflanir barna hófst í dag og stendur yfir helgina í íþróttamiðstöðinni í Laug- ardal. Fyrirlesarar á nám- skeiðinu eru sérfræðingar í hreyfingarfræði og hreyfi- þroska við íþróttafræði- deild háskólans í Þránd- heimi í Noregi. Einn þeirra er Hermundur Sigmunds- son en hann vinnur að doktorsverkefni á sviði hreyfitruflana og mun flytja fyrirlestra um mögu- legar ástæður og afleiðing- ar skerts hreyfiþroska. - Hvað er hreyfingar- fræði? „í kringum árið 1970 fóru menn fyrst að huga að hreyfingarfræði sem sérgrein innan sálarfræði. Einn af upphafs- mönnum hennar er prófessor H.T.A. Whiting en hann er einn fyrirlesara á námskeiðinu. Hreyf- ingarfræði má skipta í þtjá hluta; stjórn hreyfínga en þar er leitast við að skýra hvers vegna börn eiga misjafnlega auðvelt með að stjórna hreyfingum sínum, hreyf- inám, hvernig hreyfingar lærast, og hreyfíþroska sem háður er erfðum og umhverfi." - Er algengt að hreyfiþroski barna sé ónógur? „Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið í Noregi og víð- ar í Evrópu hafa 6-10% barna ekki nægan hreyfiþroska. Ekki veit ég til að hreyfiþroski barna hafi verið rannsakaður hérlendis en ef hlutföllin eru svipuð og í Noregi þurfa 535 börn í Reykja- vík á hjálp að halda vegna skerts hreyfiþroska." - Hvers konar áhrif hefur skertur hreyfiþroski? „Takmarkaður hreyfiþroski barna getur haft keðjuverkandi áhrif. Börn læra að standa upp- rétt á aldrinum 9 til 16 mánaða. Ef barnið nær að standa upprétt 16 mánaða þá fer það ekki að ganga fyrr en í fyrsta lagi tveim- ur mánuðum síðar og síðan koll af kolli. Þegar skólaganga hefst og barnið er á eftir hvað hreyfi- þroska varðar er líklegt að sjálfs- öryggi og sjálfsmynd skerðist. Það getur haft þær afleiðingar að það nær ekki fullum félagslegum þroska. Algengt er að barninu sé strítt af skólafélögum og þegar barni líður illa á það oft erfitt með að einbeita sér að námi. Óbein tengsl eru því á milli hreyfiþroska og vitsmunalegs þroska." - Hvernig má stuðla að eðli- legum hreyfíþroska? „Ef börn hafa góða hreyfígetu eykst sjálfsöryggi þeirra en hreyfiþroski snýr fyrst og fremst að áreiti og umhverfi. Ábyrgð uppalenda er mikil en þeir eiga að hvetja börnin til að samhæfa fínar hreyf- ingar með því að þjálfa þau í þroskaleikjum, til dæmis að klappa sam- an höndum, teikna, raða kubbum og fleira. Grófar hreyfingar eru einnig mjög mikilvægar svo sem að klifra og hoppa. Ifyrirlesari á námskeiðinu, Au- drey van de Meer, hefur komist að því með viðamiklum rannsókn- um að komabörn geta stjórnað hreyfingum sínum betur en áður var talið.“ - Um hvað snýst doktorsverk- efni þitt? „Þar leitast ég við að skilgreina vandamál barna með hreyfitrufl- ► Hermundur Sigmundsson er fyrirlesari á námskeiði um hreyfiþroska barna sem stend- ur yfir um helgina. Hann er fæddur í Reykjavík 20. júlí 1964 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984. íþróttakennaraprófi frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni lauk hann árið 1988 og mastersnámi í íþrótta- fræði með áhersiu á hreyfi-. þroska frá háskólanum í Lev- anger í Noregi árið 1992. Árin 1992-1993 var hann fram- kvæmdastjóri íþróttamiðstöðv- arinnar á Laugarvatni og kenn- ari við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Frá 1993 til 1995 kenndi hann íþróttafræði við háskólann í Heiðmörk í Noregi en sumarið 1995 hóf hann dokt- orsnám við háskólann í Þránd- heimi. Hermundur er í sambúð með Moniku Haga, íþróttakenn- ara og sjúkraþjálfunarnema, og eiga þau þriggja ára dóttur. anir og reyni að finna leiðir til úrbóta. Ég hef sérstaklega rann- sakað átta ára börn með skertan hreyfiþroska og hef komist að því að þau hafa hreyfiþroska á við fimm ára börn. í daglegu tali eru þau kölluð klunnar en slík börn eiga til dæmis erfitt með að klæða sig í föt og reima skóna. Þau eru einnig þremur árum á eftir hvað sjónskyn varðar, t.d. eiga þau erfitt með að þræða nál- ar og þeir sem eru rétthendir eiga í mun meiri vandræðum með að nota vinstri höndina en börn með eðlilegan hreyfiþroska. Hjá klunn- um' er hreyfiskyn einnig lakara, þeir verða að nota sjónina meira til að stjórna höndunum en heil- brigð börn. Öll þessi atriði má fyrst og fremst rekja til lítillar þjálfunar." - Hvernig stendur ísland í samanburði við önnur lönd? „Fremstir á sviði hreyfingar- fræði standa Hollend- ingar, Bretar og Bandaríkjamenn. I Noregi er vakning fyrir hreyfingarfræði en þó er sums staðar enn notast við úreltar kenn- ingar sem ekki eru byggðar á rétt- um forsendum. Á íslandi er hreyf- ingarfræði alls ekki sinnt nægi- lega og notast er við úreltar kenn- ingar. Setja þyrfti fjögurra ára gömul íslensk börn í kembipróf til að kanna hreyfigetu þeirra því það hefði fyrirbyggjandi aðgerðir í för með sér. Mér finnst þó jákvætt að farið er að kenna ungbarna- sund hérlendis og ungum börnum býðst nám í íþróttaskólum en bet- ur má ef duga skal.“ Tæp 10% barna hafa skertan hreyfiþroska í t I I I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.