Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 36
V 36 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR EFNI: Fundargerð 1356 fundar Flugráðs, haldinn 20. desember 1996. Einn kafli fundargerðarinar fjallar um „meðferð mála frá loft- ferðaeftirliti í dómskerfinu“. Segir þar m.a. svo, nokkuð stytt: „Vatnalendingamál, þar sem um ítrekaða storkun var að ræða, jafnvel fyrir framan starfsmenn Flugmálastjórnar og kallaðir til fulltrúar fjölmiðla til frásagnar. ^ Lögmaður okkar taldi nauðsynlegt að sannreyna afbrotið. í síðara hliðstæðu máli sem fór til dóm- stóla var ekki sakfellt og var niður- staða dómara að umrædd snerti- lending á vatni hefði verið hluti af aðflugi inn á flugbrautina í Mosfellsbæ. í svonefndu Skeiðar- ársandsmáli voru margir taldir hafa flogið undir 500 feta lág- markshæðinni en ein kæra barst. í dómum um þessi mál er ekki tekið á snertilendingu landflugvéla við yfírborð vatns og sjávar.“ Þarna koma fram að okkar mati dylgjur og beinlínis rang- færslur, allar það alvarlegar að ^ við teljum að með því að láta slíkt standa óbreytt í fundargerðum Flugráðs sé það bæði ráðinu til vansa og ómaklega sé nú enn einu sinni vegið að æru okkar þriggja sem stóðum í þessum málum. Auk þess með svona bókun tekur Flug- ráð sér dómsvald og kveður upp aðra dóma en Héraðsdómur Reykjavíkur. Skal nú nánar fjallað um hvert atriði: 1) Bókað er: „um ítrekaða storkun var að ræða, jafnvel fyrir framan starfsmenn Flugmála- stjómar“. (hér eftir nefnd FMS). Sannleikurinn er: Upphaf málsins er kæra Skúla Jóns Sigurðarson- ar, starfsmanns FMS, á flugi sem hann varð vitni að á Þingvalla- vatni 3. september 1995. Hann segir svo í kæru sinni m.a.: „ég trúði ekki mínum eigin aug- Vatnabrun er hvergi •• bannað, segir Orn Johnson, sem ritar Flugráði fyrir hönd þriggja flugmanna. um .. . þegar hún snerti vatn- ið... stóðu vatnsgusurnar hátt undan og út frá báðum aðalhjólum og að mér fannst stélinu líka (!). Mér fannst flugvélin ætla að fara í vatnið. Byggt á langri reynslu minni á meðferð og afkastagetu flugvéla og á rannsóknum flug- slysa, álít ég hafið yfir allan vafa, að þarna hafí ekki munað nema hársbreidd að flugvélin steyptist fram yfír sig í vatnið ... stór- hættulegt, ... gáleysislegt, víta- vert athæfí, ... dreg í efa andlegt heilbrigði og dómgreind flug- manns.“ Svona lá þá kæra fyrir, vitnið var í 4 km fjarlægð og það ítrekar eigin ágæti og kunnáttu og setur fram fullyrðingar sem vom alrangar, eins og stélhjólsg- usurnar. Lýsir það vel óáreiðan- leika vitnisins og jafnvel fákunn- áttu þess í eðlisfræði flugvéla. Flugmanni varð nú ljóst, að hans eigin lýsing af flugi þessu fyrir dómi mætti sín lítils gegn embættismanninum með alla þessa gífurlegu reynslu. Myndi þar í engu gilda nein rök né eðlis- fræði. Honum varð því Ijóst að nauðsynlegt yrði að kalla á þekkt- an „fulltrúa fjölmiðils“ (Ómar Ragnarsson) og fá hann til þess að taka upp á filmu svona snerti- lendingar til þess að hafa þær skjalfestar, svo ekki stæðu orð gegn orði fyrir framan dómara málsins. í framhaldi af þessu komu síðan tveir fulltrúar Geimferða- stofnunar Bandaríkjanna (NASA) til landsins, fyrst á kostnað okkar flug- mannanna (fengum við kostnaðinn dæmdan okkur síðar) og báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur og það var ein- göngu vegna þeirra og þessarar kvik- myndar sem við vor- um sýknaðir í málinu. Þessum mönnum, svo og nokkrum starfs- mönnum Flugmála- stjórna Bandaríkj- anna og Englands, auk fjölmargra flug- manna víða um heim og hérlendis, eigum við sigur okkar að þakka. Við flugmenn vorum því ekki „ítrekað að storka starfsmönnum FMS“ og flugmaðurinn vissi ekki af veru Skúla Jóns á vatninu. Til gamans má geta þess, að annar þessara NASA-manna, Mr. Thom- as Yeager, mun líklega veita FMS faglega ráðgjöf um endurbætur á Reykjavíkurflugvelli vegna hættu á vatnabruni þar! 2) Bókað er: „sannreyna af- brotið“. Orðið afbrot á ekki við hér. Menn eru saklausir þar til sekt er sönnuð og við vorum sýkn- aðir eins og margoft hefur komið fram. Við flugmennirnir erum ekki afbrotamenn, heldur saklausir þol- endur og teljum að þarna hafi átt að standa t.d. „að skoða hvort lög hafí verið brotin“. 3) Bókað er: „í síðara máli... var niðurstaða dómara að umrædd snertilending á vatni hafí verið hluti af aðflugi inná flug- brautina“. Hér er alrangt farið með og óskiljanlegt af hveiju svona er bókað. í dóminum segir orðrétt: „lenti flugvél sinni í bæði skiptin í framhaldi af lágflugi sínu ... og verður að líta svo á að það lágflug hafi verið nauðsynlegt vegna lendinganna.“ Hvergi er einu orði minnst á snertilend- ingu á vatni, enda ekki ákært vegna slíks. Með þessari ákæru var veg- ið harkalega að starfsöryggi atvinnu- flugmanns. 4) Bókað er: „ein kæra barst“. Sannleik- urinn er að tvær kærur höfðu borist og verður þeim nú fylgt hart eftir en á öðrum vettvangi. 5) Bókað er: „að í dómum um þessi mál er ekki tek- ið á snertingu landflugvéla við yfirborð vatns og sjávar.“ Eins og áður er líst var ekki tekið á því í síðara málinu, en því er svo sann- anlega öfugt farið með fyrra mál- ið. Mætti ætla að FMS hafí aldrei lesið þann dóm, eða hún sé vísvit- andi að reyna að halda upplýsing- um frá Flugráði, en dómurinn snerist alfarið um snertingu land- flugvélar við vatn. Dómurinn er uppá 5 síður, auk þess sem einn dómaranna skilaði til dómsforseta 9 síðna greinargerð, eingöngu um vatnabrun. Erlendu vitnin, verk- fræðingarnir frá NASA, gáfu þetta álit fyrir dóminum: „Telja flug ákærða ekki hættulegt og ekki raska öryggi flugvélarinnar.“ Samdóma komast 3 dómarar að eftirfarandi niðurstöðu: „ ... ekki hættulegt þegar vanur flugmaður er við stjórn vélar ... telja verð- ur ósannað að ákærði hafí raskað öryggi flugvélarinnar eða stofnað farþega sínum eða vélinni í svo verulega hættu sem við er miðað í tilvitnuðum ákvæðum hegningar- laga og gr. 3.1.1 í flugregl- um ... og ber þá að sýkna ákærða af sviftingarkröfu“. Sem sagt, 3 Opið bréf til Flugráðs Örn Johnson dómarar skila samtals 14 blaðsíð- um sem eingöngu fjalla um þetta mál og svo segir fundargerðin „ekki tekið á“ málinu! Þetta er sögufölsun. Okkur þykir nú full- ljóst orðið, að það henti FMS ekki að sannleikurinn komi fram í fund- argerðum Flugráðs. FMS lét höfða þrjú mál á hendur okkur og tap- aði þeim öllum, allt á kostnað skattgreiðenda og hlýtur þetta að vera erfið staða fyrir svona stofn- un. Þess má líka geta að lögmaður tveggja flugmannanna (fyrra mál- ið) skrifaði FMS bréf fyrir þeirra hönd, dagsett 18. nóvember 1996. Þar segir meðal annars: „Umbjóð- endur mínir eru hinsvegar frið- semdarmenn og vilja að sjálfsögðu ljúka máli í sátt og samlyndi. Því er það, að umbjóðendur mínir óska eftir formlegri afsökun Flugmála- stjórnar vegna (ærumeiðandi) ummæla framkvæmdastjórans (loftferðaeftirlits) svo og vegna hinnar ótímabundnu sviftingar til að starfa í loftfari.“ Svar hefur ekki borist enn. Þessar málshöfð- anir FMS á hendur okkur komu okkur verulega á óvart, enda vatnabrun hvergi bannað og er jafnvel sýningaratriði erlendis, en þeim mun ánægjulegri voru sý- knudómarnir þrír. Ljóst er að aldr- ei verður friður hér um þessi mál nema að FMS leyfi vatnabrun sem hluta af listflugi og að stofnunin hlutist til um að breytt verði regl- um um lágmarksflughæð og fari þar eftir einróma samþykkt aðal- fundar í Félagi íslenskra einka- flugmanna í des. sl. og teknar verði upp USA/England/Kanada reglur og gerum við hér með þess- ar 2 tillögur til Flugráðs, FMS til eftirbreytni. Flugráði til upplýsingar, þá eru því miður fleiri kærumál í farvatn- inu. Við treystum því að Flugráð vilji „hafa það sem sannara reyn- ist“ í fundargerðum sínum og þessar leiðréttingar verði því látn- ar koma þar fram. Höfundur er einkaflugmaður. Óstöðugleikinn í öll- inn „stöðugleikanum“ EINN mesti dragbítur íslensks samfélags í dag er óheyrileg yfír- bygging þess og mætti að skað- lausu minnka hana stórlega, eink- um sökum þess að öll arðvænleg starfsemi fær þrifíst án hennar. Það er ekki yfírbyggingin eða op- inberi þátturinn, eins og sumir virðast álíta, sem viðhaldið hefur þeirri „velmegun“ sem hér ríkir. Heldur má rekja hana til auðlinda lands og sjávar og þeirra sem innt hafa af hendi hefðbundin störf. Og það má segja að tími sé kom- inn til að þeir sem raunverulega hafa haldið þessu samfélagi uppi fái þann heiður sem þeim ber. En þeir sem telja sig hafa skipt sköp- um eða „stjórnað“ og vilja eigna sér heiðurinn, líti um öxl og átti sig á staðreyndum. Það var lögð fram sú alkunna klisja á sínum tíma að nú ætti þjóðin að standa saman í að vinna bug á efnahags- vandanum, en þegar upp var stað- ið varð reyndin önnur. Fyrir árið 1980 var verðtrygging orðin að veruleika, ofan í það voru fryst laun, fram var sett fijáls álagning, fjárfestingarfélög og sjóðir tóku að blómstra á meðan heimilin börðust í bökkum. Lántökur og fjármagnskostnaður heimilanna var verðtryggður. Ávöxtun eða innkomnar tekjur þeirra sem áttu kost á að hagnýta sér ástandið, spruttu ekki af arðvænlegum Er með réttu hægt að segja, spyr Þorsteinn Ólafsson, að „þjóð“ búi við fjárhagslegt sjálfstæði og stöðug- leika, fi/rr en heimilin sem hún samanstendur af búa við slíkt? hagnaði vel rekinna fyrirtækja, heldur á því að einstaklingar og heimili borguðu brúsann. Og síðan var niðurskurðarhnífnum beitt og tekið ofan fyrir feitu risunum sem hagnast höfðu á ástandinu og biðl- að til erlendra fjárfesta sem ein- hverra hluta vegna gætu séð sér hag í því að fjárfesta í öllu saman. Þetta var meðal annars gert til að komast hjá að fé það sem safn- ast hafði á fárra hendur, rynni til „vesalinganna" á ný. Þvílíkur rekstur og þvílíkt virðingarleysi við þá sem báru hitann og þung- ann af öllu saman. Hingað til hefur verið látið í veðri vaka að fólkið kæmi til með að njóta góðs af því sem það hef- ur lagt að mörkum, en slíkt eru orðin tóm. Og þeir sem mökuðu krókinn vilja ekki sleppa því fjár- magni sem safnast hefur og heimta meira og þrautalendingin á þá að vera sú að skera niður og veita erlendu fjármagni inn í landið. Niðurskurður krefst engr- ar snilli, aftur á móti reynir á hæfni þegar stækka þarf þjóðar- kökuna. Erlent fjármagn er gott út af fyrir sig og sú samkeppni sem því gæti fylgt. En hvert runnu möguleikar þjóðarinnar af uppsöfnuðum sjóðum og þeim lof- orðum að fólk hefði eitthvað með sín mál að gera, eftir allt tilstand- ið? Eða væri ekki ráð að fólkið hefði hönd í bagga með ráðstöfun þess fjármagns sem safnast hefur fyrir þess tilstuðlan? Ákveðnir aðilar virðast geta hagnast á óförum annarra. En ef fyrirtæki og sjóðir bera arð geng- ur slíkt treglega til heimilanna, og þá í formi lækkunar verðs, hærri launa eða annars konar úr- bóta, eins og dæmin sanna. Og þessir aðilar eru ekkert að flýta sér, þar sem t.a.m. þáttur eins og laun eru aðeins kostnaðarliður í þeirra augum. Og fjármagnsgeir- inn lætur sér á sama standa á meðan hann fær sitt, og getur sótt rétt sinn með „lögum" sem þinglýstur eigandi að eignum landsmanna og selt þær á uppboði fyrir kostnaði ef hlutaðeigendur standa ekki í skilum. Eins og ég ræddi um áðan er ekkert að erlendri fjármögnun. Ég vil aðeins benda á að ef íslenskir fjármagns- og framkvæmdaaðil- ar standa ekki vörð um hagsmuni heimil- anna, af hveiju ættu erlendir kollegar þeirra eitthvað frem- ur að gera slíkt? Eða eins og allir vita þá byggjast markmið slíkra fjárfesta á hag- kvæmni og hag- kvæmni eingöngu, t.a.m. „ódýru vinnu- afli“, ódýrri orku eða öðrum þeim kostum sem gefa von um hagnað. Málin snúast ekki um „rétt og rangt“, heldur gróða og tap. Og útkoman verður sam- kvæmt venju að almenningi er sagt að sitja og standa eftir þörf- um. Ég er ekki að segja að þess- ir aðilar beiti óprúttnari aðferðum en gengur og gerist og þaðan af síður „ólöglegum“. Heldur að í þessu felast aðferðir nútíma við- skipta og alveg óþarfi að blekkja sjálfan sig í því sambandi. Og dæmin hafa sýnt og sannað að hagsmunir slíkra aðila og hags- munir fólksins fara sjaldnast sam- an. Það er afkoma heimilanna sem hafa verður í huga. Sigur á efnahagsvanda þjóðar og stöðug- leiki er ekki staðreynd fyrr en sá sigur hefur skilað sér til heimil- anna og að þegnarnir eigi þess kost að fara með sín mál sjálfir. Þannig að í stað þess að möguleik- arnir lægju fyrir erlendum fjár- magnsaðilum eða umfangsmikl- um sérhagsmunaaðilum hérlend- is, að fjármagna, t.d. í nýsköpun. Yrði ekki nema sanngjarnt að fólkið sem skóp efnahagsbatann nyti ávaxta erfiðis síns, og þá ekki í formi svikinna óverð- tryggðra launa og verðtryggðra lána á bakið, heldur með raunverulegri hlut- deild. Og uppsafnaðir sjóðir svo sem líf- eyrissjóðir, yrðu nýtt- ir í arðvænlegan rekstur og til upp- byggingar. En slíkt yrði miklu skynsam- legra í þjóðhagslegum skilningi og nýttist betur til öryggis í hús- næðismálum og til efnahagslegrar afkomu í framtíð- inni. í stað þess að liggja á sjóðun- um með ómarkvissar fjárveitingar í huga eða ávöxtun erlendis. Og veita síðan fólkinu sem skóp sjóð- ina, og sjóðirnir eru fyrir, úr þeim, en sem hefur ekki ráð á slíkum munaði sökum óhagstæðra kjara og erfiðra þjóðfélagsaðstæðna. Ja, þvílík hagfræði. Hvað viðkem- ur öryggi á efri árum, þá eru betri kjör og bætt afkoma besti lífeyririnn þar sem fólk getur skapað sinn lífeyri sjálft og hefur þá ráð á að greiða meira til sjóð- anna ef með þarf. En fjármála- rekstur heimilanna og fjármála- umsvif þeirra sem láta að því liggja að þeir séu að þjónusta fólkið virðist eiga orðið fátt sam- eiginlegt. Vel reknir sjóðir og fyr- irtæki eru nauðsynlegir þættir. En ef „blómlegur" rekstur þeirra byggist og þrífst á lélegri afkomu heimilanna þjónar slík starfsemi ekki lengur tilgángi sínum og er ekki vel rekin. Höfundur stnrfar að nýsköpun og ritstörfum. Þorsteinn Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.