Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 43 I I I I í í I i i i i i 4 i i SVEINNA. SÆMUNDSSON ■+• Sveinn A. Sæmundsson * fæddist á Eiríksbakka í Biskupstungum 24. nóvember 1916. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 2. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 8. janúar. Haustið 1955 frétti ég að starfs- mann vantaði í fyrirtækið Blikk- smiðjuna Vog. Ég fór til að afla mér upplýsinga um málið. Þá hitti ég Svein A. Sæmundsson í fyrsta sinn, en hann var í forsvari fyrir- tækisins. Þessi fundur okkar var upphaf samstarfs sem varði í 25-30 ár. Vogur var í örum vexti þá og næstu ár. Margs er að minnast nú er við kveðjum Svein í hinsta sinn. Sveinn var mikill félagi starfs- manna sinna jafnt í vinnu sem ut- an. Hann var hrókur alls fagnaðar ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Kristjánsdóttur, sem lést um aldur fram 1980. Það voru margar ferðirnar farnar um helgar á Þingvelli, Þórsmörk og víðar. Þá var mikið sungið en Sveinn var söngmaður góður, söng í mörgum kórum. Sveinn var mikill hugsjónamaður um íslenskan iðnað. Hann var lengi í forsvari fyrir Málm- og skipasmíðasambandið, en fyrst og fremst var félag Blikk- smiðjueigenda honum hjartfólgið, en þar var hann lengi í stjórn, þar af í 10 ár formaður. Það var gaman að fylgjast með Sveini í ræðustól þegar honum hljóp kapp í kinn, en hann var sanngjarn í málflutningi sínum. Ég vék að því hér að framan að Sveinn og Bogga hefðu verið góðir félagar, það kom best í ljós þegar við hjónin áttum þess kost að fara með þeim til Danmerkur og Svíþjóðar á ráð- stefnu blikksmiða á Norðurlöndum, en í Svíþjóð var ráðstefnan haldin. Það var mikil upplifun fyrir okkur hjónin sem vorum að fara í okkar fyrstu utanlandsferð að hafa þau sem félaga. Eftir tveggja daga dvöl í Kaupmannahöfn fórum við til Jönköping í Svíþjóð á ráðstefnuna. Sveinn hélt vel á málum íslending- anna þar og var gaman að fylgjast með honum í ræðustól að tala sína skandinavísku, sem allir virtust skilja, enda fór hann létt með að setja saman vísur á því máli. Fund- armenn höfðu gaman af hans léttu lund og fijálslegu framkomu. Ég vil að lokum þakka Sveini fyrir samstarfið á liðnum árum. Ég veit að hann á góða heimkomu. Við hjónin vottum dætrum hans og þeirra f|ölskyldum okkar innileg- ustu samúð. Ingimar Sigurtryggvason. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridshátíð um miðjan febrúar SEXTÁNDA bridshátíð Flugleiða, Bridssambandsins og Bridsfélags Reykjavíkur verður sett 14. febrúar nk. kl. 19 á Hótel Loftleiðum. Dag- skrá og tímasetningar hafa nú ver- ið ákveðnar og verða sem hér segir: Tvímenningur: Mótið verður sett kl. 19 föstudag- inn 14. febrúar. Spilað verður til kl. 0.30 það kvöld. Spilamennska hefst aftur kl. 11 á laugardeginum og áætluð mótslok eru kl. 19. Monrad-barómetar, 120 pör, 4 spil milli para, 23 umferðir og því 92 spil alls. Raðað er í hveija um- ferð eftir skor, en sömu pör geta aðeins mætt einu sinni. Þátttökuskilyrði: Mótið er opið, en takmarka verður fjölda para við 120 vegna húsnæðis. Ekki er vitað að svo stöddu hve mörg erlend pör mæta til leiks, en líklegur fjöldi þeirra er 40. Það þýðir að 80 ís- lensk pör komast í mótið. Fari fjöldi skráðra para yfir það mark (sem er mjög líklegt) verður stuðst við meistarastig. Skráning: Tekið er við skráningu hjá skrifstofu BSÍ, sími 587 9360, bréfasími 587 9361. Skráningu lýk- ur föstudaginn 31. janúar kl. 17. Nauðsynlegt er að skráningu fylgi heimilisfang því keppnisgjaldið, kr. 10.000 á par, er rukkað fyrirfram. Listi yfir þá keppendur sem komast í mótið verður birtur í dagblöðunum strax eftir mánaðamót. Sveitakeppnin: Spilaðar verða 10 umferðir, 10 spila leikir og raðað eftir Monrad- kerfi. Mótið hefst kl. 13 sunnudag- inn 16. febrúar og eru spilaðar sex umferðir þann dag. Því á að vera lokið um kl. 24. Á mánudeginum hefst spila- mennskan kl. 12 og mótinu lýkur um kl. 19 með verðlaunaafhend- ingu. Skráning: Mótið er opið, en að- eins er mögulegt að koma fyrir 100 sveitum. Fyrstu 80 sveitirnar sem skrá þátttöku eiga víst sæti svo það er ekki eftir neinu að bíða. Skrán- ingu á að fylgja heimilisfang svo hægt sé að innheimta keppnisgjald- ið (kr. 20.000 á sveit) fyrirfram. Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 21. janúar var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell- tvímenningur með forgefnum spilum. 22 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spil- um á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: NS Guðmundur Vestmann - Magnús Þorsteinsson 253 Hákon Stefánsson - Reynir Grétarsson 227 Amgunnur Jónsdóttir - Bjöm Blöndal 226 AV Unnsteinn Jónsson - Guðlaugur Sveinsson 254 Gróa Guðnadóttir - Eðvarð Hallgrímsson 247 PCIbmogfúguefhi 1 - -+4 is4' iiiiuu Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 FÓTHVÍLA Ef þú vilt láta þér liða virkilega vei. INGIBJORG K. MAGNÚSDÓTTIR + Ingibjörg Katrín Magnús- dóttir fæddist í Reykjavík 16. september 1911. Hún lést á Hrafnistu 6. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 10. janúar. Elsku amma mín. Nú ert þú far- in og þar með stór hluti af sjálfri mér. Sú viska og bjartsýni sem þú hefur miðlað til mín, kemur þó ætíð til með að fylgja mér. Þær samverustundir sem við höfum átt eru mér dýrmætar og hafa skilið eftir sig góðar og hlýjar tilfínningar. Það hefur alltaf verið jafngott að koma til ykkar afa. Þegar ég var lítil stelpa voru engin takmörk fyrir upp á hveiju þið gátuð fundið til að hafa ofan af fyrir okkur krökkunum. Heimsóknir til ykkar voru eitt ævintýri og ánægja frá upphafi til enda. í seinni tíð, þegar ég hef stofnað til fjölskyldu og á mín eigin börn, hafið þið ávallt ver- ið miklir þátttakendur. Við höfum átt ykkar stuðning og þið hafið sýnt öllu því sem við höfum tekið okkur fyrir hendur mikinn áhuga. Þið hafið oft gefið okkur góð ráð, sem hafa hjálpað okkur til að tak- ast á við vandamál hversdagsins. Amma mín. Þú hefur kennt mér fjöldamargt. Sú jákvæðni, starfs- gleði og skipulagshæfni sem hafa verið einkennandi fyrir þig, er það sem ég hef einna mest reynt að tileinka mér. Ég vona að ég á mínum efri árum geti, eins og þú og afi, horft til baka yfir farinn veg og verið eins ánægð og stolt yfir árangri og upp- skeru ferðalagsins og þið megið vera. Elsku amma. Takk fyrir allt. Ég mun geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Elsku afi minn, ég, Davíð og strákarnir samhryggjumst þér inni- lega og þú mátt vita að hugur okk- ar er hjá þér. Ykkar sonardóttir, Ingibjörg. ELIN GUÐMUNDSDÓTTIR ■+■ Elín Guðmundsdóttir * fæddist á Fossi við Arnar- fjörð 30. nóvember 1894. Hún lést í Reykjavík 1. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 13. jan- úar. Elín Guðmundsdóttir er látin. Mig langar að minnast hennar sem Bolvíkings, því þar var hún og starfaði sín bestu ár. Hún var yngst stofnenda Kvenfélagsins Brautarinnar árið 1911 aðeins 16 ára. Var þá kosin ritari félagsins og var i stjórninni nær óslitið, ýmist ritari, gjaldkeri eða formaður til ársins 1938 er hún flutti til Reykjavíkur, en þá var hún kjörin heiðursfélagi. Ég kom til Bolungarvíkur 1930 þá 14 ára og gekk í kvenfélagið 18 ára. Kynntist ég þá Elínu vel, því mér fannst hún alltaf sérstök. Allt hennar fas og framkoma var þannig að manni fannst geisla af henni, þannig var hún alla tíð. Elín og eiginmaður hennar Jens Níelsson skólastjóri bjuggu á Hafnargötu 115 í Bolungarvík og þar eignuðust þau sína þijá syni, Guðmund, Skúla og Ólaf, og hljóta þeir að muna veru sína þar. Þann- ig vildi til að ég byijaði minn bú- skap í þessu sama húsi og eignað- ist þar mín fjögur börn. Elín og Jens bjuggu í Meðal- holti 15 í Reykjavík. Þangað heim- sótti ég hana nokkrum sinnum og kom ávallt fróðari af hennar fundi. Síðast hitti ég Elínu á afmælis- degi hennar er hún varð 100 ára og var ennþá jafn mikil reisn yfir henni, hún var sem drottning. Ég votta sonum hennar og af- komendum samúð og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Blessuð sé minning Elínar Guð- mundsdóttur. Ósk Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Amór SIGURJÓN Tryggvason og Friðjón Þórhallsson spiluðu mjög vel í tvímenn- ingnum á Bridshátíð í fyrra og end- uðu í 3. sæti. Gunnar Haraldsson - Hörður Haraldsson 234 Bridsfélag SÁÁ spilar öll þriðju- dagskvöld tölvureiknaða Mitchell tví- menninga með forgefniim spilum. Spilað er í Úlfaldanum, Ármúla 40 á annarri hæð, gengið inn að aftan. Laugardaginn 8. febrúar verður spilaður Silfurstigatvímenningur Bridsfélags SÁÁ, keppnisgjaldi verður stillt í hóf, allir velkomnir. Bridsfélag Reykjavíkur Fyrsta kvöldið í einskvölds spila- mennsku BR á þriðjudagskvöldum var þriðjudaginn 21. janúar. 12 pör spiluðu Howell tvímenning með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 165 og efstu pör voru: Dan Hansson - Hermann Friðriksson 197 Dúa Ólafsdóttir—Þórir Leifsson 197 Jóhann Magnússon - Kristinn Karlsson 182 Rósmundur Guðmundsson - Friðrik Jónsson 176 Pörum er gefinn kostur á að leggja 500 krónur á par í verðlaunapott á þriðjudagskvöldum. Verðlaunapottur- inn rennur síðan til efstu para sem lögðu í hann. Fyrsta kvöldið var pott- urinn 1.500 kr. og rann hann til Dans Hanssonar og Hermanns Friðriksson- ar. Bridsfélag Reykjavíkur spilar eins- kvölds tölvureiknaða tvímenninga á þriðjudagskvöldum, og byijar spila- mennska kl. 19.30. Spilurum sem eru 20 ára eða yngri er boðið að spila á þriðjudagskvöldum sér að kostnaðar- lausu. Miðvikudaginn 22. janúar byijaði 6 kvölda Aðalsveitakeppni félagsins. 22 sveitir spila 12 umferðir með Monrad- fyrirkomulagi. Staðan eftir 2 umferðir er: VÍB 49 Samvinnuferðir Landsýn 46 Roche 44 Grandi 41 Símon Símonarson 38 Eurocard 37 Gylfi Baldursson 36 Þeim, sem eru spenntir að fylgjast með stöðunni, skal bent á síðu 246 í textavarpinu. Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 14. jan- úar var spilaður tvímenningur og fóru leikar þannig: Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 198 Óttar Guðmundsson - Einar Þorvarðarson 190 Ásgeir Metúsalemss. - Kristján Kristjánss. 175 Jónas Jónsson - Guðmundur Magnússon 173 Þann 21. janúar var spiluð hrað- sveitakeppni með 7 sveitum. Úrslit urðu þannig: Sveit Kristjáns Kristjánssonar 493 (Kristján, Ásgeir, ísak, Jón Ingi) SveitAtlavíkur 474 (Jóhann, Atli, Svala, Ragna) SveitAðalsteinsJónssonar 458 (Aðalsteinn, Gísli, Kristmann, Magnús) Sveit Slðkkvitækjaþjónustunnar 406 (Þorbergur, Böðvar, Haukur, Búi) 4-------Afríka þarfnaet }pín!-------------------------x Takið þatt i <o manaoa sjaiwoöaliöastarft i verKefninu HUMANA PEOPLE TO PEOPLE1 Móeambfc - Við að kenna í íþróttaskóla fyrir götubörn - Starfa að félagemálum í barnaþorpi - Taka þátt í uppbyggingu skóla á landsbyggðinni Engrar kunnáttu er krafist, einungis áhuga og framtakssemi þar sem þess er þörfí Nauðsynlegrar kunnáttu er afíað á 5 mánaða námskeiði TDen rejsende Hojskoie í Tvind, Danmörku. öyrjað í september Í997. Eftir dvöiina ! Afríku tekur við 1 mánaða upplýsingastarf. Kynningarfundur í Reykjawík 31. janúar. Skrifið eða sendið sfmbréf eftir nánari upplýsingum. Fax OO 45 75 34 35 S>7 til Lillian Chri&ten&en/Daq Den rejsende Hjdskole íTvind, Skorkærvej 8, DK-6990 Ulfborg J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.