Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 15 25 milljarðar í verkleg- ar framkvæmdir 1997 Áætlað er að heildarfjárfesting Landsvirkjunar á árunum 1996-2000 nemi 24 milljörðum króna ef fyrirhugað- ar stóriðjuáætlanir ganga eftir Pepsico stofnar fyrirtæki New York. Reuter. PEPSICO hyggst aðskilja 11 milljarða dollara veitingahúsa- starfsemi sína og koma á fót nýju fyrirtæki sem getur ein- beitt sér að drykkjarvöru- og skyndibitaumsvifum. Deildirnar sem verða að- skildar eru Taco Bell, Pizza Hut og KFC, eða Kentucky Fried Chicken. Pepsico í heild fékk þriðjung tekna sinna frá þessum þremur deildum í fyrra að sögn sérfræðinga. Eurotunnel slapp án skaða London. Reuter. EUROTUNNEL hefur full- vissað fjárfesta um að kostn- aðurinn vegna eldsvoðans í Ermarsundsgöngunum í nóv- ember muni ekki bitna á end- urfjármögnun fyrirtækisins og vöxt þess í framtíðinni. „Stjómin telur að eldsvoðinn muni ekki hafa veruleg áhrif á afkomu fyrirtækisins þegar til lengri tíma er litið og að ekki verði nauðsynlegt að endur- skoða áætlunina um að endur- skipuleggja fjármál þess,“ segir í yfirlýsingu Eurotunnel. Eurotunnel sýndi fram á að þrátt fyrir eldsvoðann hefði farþegum fjölgað verulega og að útlitið í ár væri uppörvandi. Forvextir á Italíu ekki lægri í 20 ár Róm. Reuter. ÍTALÍUBANKI hefur lækkað forvexti í 6,75% úr 7,50% vegna nokkurrar verðbólgu og hafa þeir ekki verið lægri í 20 ár. Lækkunarinnar hafði verið beðið með eftirvæntingu á fjármálamörkuðum og er ríkis- stjórn Romanos Prodis forsæt- isráðherra léttir vegna mikillar vaxtabyrði. Um leið hafa seðlabanka- vextir í skiptum við aðra banka verið lækkaðir í 8,25% úr 9%. Þetta er þriðja vaxtalækkun á sex mánuðum og hafa for- vextir ekki verið lægri síðan í september 1975. Síðasta lækkun varð 23. október sl. 4.000 sagt upp hjá Kodak New York. Rcuter. EASTMAN KODAK mun leggja niður 4.000 störf í ýms- um löndum á næstu 12 til 18 mánuðum að sögn talsmanns fyrirtækisins. Kodak hefur nýlega skýrt frá því að fyrirtækið hafí orðið að veija 256 milljónum dollara til endurskipulagningar á síð- asta ársfjórðungi. Talsmaðurinn sagði að aðal- lega yrði sagt upp starfsfólki utan Bandaríkjanna. Að hans sögn munu nýráðningar á þeim sviðum fyrirtækisins, sem eru í vexti, líklega vega á móti uppsögnunum og ríflega það. Starfsmannafjöldi fyrirtæk- isins ætti því ékki að breytast að sögn talsmannsins. Starfs- menn Kodaks voru 96.000 í árslok 1995. EF FYRIRHUGAÐAR stóriðju- áætlanir ganga eftir er áætlað að heildarfjárfesting Landsvirkj- unar á árunum 1996-2000 verði um 24 milljarðar. Þar af yrði framkvæmt fyrir 8,5 milljarða á árinu 1997. Á næstu dögum verða auglýst útboð á vegum Lands- virkjunar vegna framkvæmda við Sultartangavirkjun og Há- göngumiðlun. Þetta kom meðal annars fram í erindi Agnars Olsen hjá Landsvirkjun á ráðstefnu um verklegar framkvæmdir 1997 sem Samtök iðnaðarins og Félag vinnuvélaeigenda stóðu fyrir í gær. Áhrif Skeiðarárshlaupsins á framkvæmdir Að sögn Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra er áætlað að verja 7,5 milljörðum til vegamála á ár- inu. Kostnaðarsömustu fram- kvæmdirnar verða á Skeiðarár- EKKERT lát hefur verið á hækkun hlutabréfa í mörgum félögum á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaðnum það sem af er þessu ári og nemur hækkun þingvísitölu hlutabréfa nú um 5,1% frá áramót- um. Áhugi fjárfesta hefur að undan- förnu mjög beinst að samgöngu- fyrirtækjum, fyrirtækjum í verslun og þjónustu, en síður að sjávarút- vegsfyrirtækjum,^ Þannig hafði vísitala verslunar og þjónustu hækkað í gær um tæp 16% frá áramótum og vísitala flutninga um tæp 8%. Á sama tíma hafði vísi- tala sjávarútvegs hækkað um lið- lega 2%, en þessar upplýsingar er jafnan að finna í viðskiptayfirliti Verðbréfaþings sem birtist í Pen- ingamarkaði Morgunblaðsins. Umtalsverðar hækkanir hafa orðið á bréfum stóru félaganna á sandi, 750 milljónir, og í Hval- fírði, 600 milljónir. Áhrifa frá hlaupinu á Skeiðarár- sandi gætir á fleiri stöðum því Póstur og sími hf. ætlar að leggja nýjan ljósleiðara um sandinn síðar á þessu ári, því að ljósleiðarinn sem þar er slitnaði í hlaupinu á síðasta ári. Nýi ljósleiðarinn verður bæði sterkari og lagður það djúpt að hann myndi þola flóð af sömu stærð og flóðið í fyrra. Bergþór Halldórsson hjá Pósti og síma hf. sagði að að öllum líkindum yrðu færri verkefni boðin út hjá Pósti og síma í ár vegna lagningar ljós- leiðara um landið heldur en undan- 5,1% hækkun á hluta- bréfavísitölu frá því í byrjun ársins þinginu, íslandsbanka, Flugleiða og Eimskips. Hlutabréf í bankan- um voru lengi vel á síðari hluta sl. árs seld miðað við gengið 1,80, en tóku skyndilega kipp í byijun ársins og voru seld miðað við 2,15 í gær, sem er um 17,5% hækkun frá áramótum. Þá hafa Flugleiða- bréfin náð sér á strik á ný því viðskipti áttu sér stað á genginu 3,22 í gær og hefur það hækkað um 5,2% frá áramótum. Á sama hátt voru bréf í Eimskip seld í gær á genginu 7,90 og hafa því hækk- að um 7,9% á tímabilinu. Gengi hlutabréfa í fjárfest- ingarsjóðum eins og Eignarhalds- farin ár. „Ekki hefur verið gengið endanlega frá fjárfestingarheim- ildum og framkvæmdaáætlunum hjá fyrirtækinu fyrir 1997 en síð- ustu ár hefur 1-2 milljörðum ver- ið varið til verklegra framkvæmda á ári hveiju og búast má við að um svipaða tölu verði að ræða í ár.“ 1,1 miHjarður í skólabyggingar Á vegum byggingardeildar Borgarverkfræðings er áætlað að veita rúmum tveimur milljörðum í nýbyggingar og tæplega 500 þúsundum í viðhald og viðgerðir á félagi Alþýðubankans, Samvinnu- sjóðnum og Þróunarfélagi íslands hefur ennfremur tekið verulegan kipp á þessu ári. Hefur gengi Samvinnusjóðsins t.d. hækkað í viðskiptum um 23% frá áramót- um. Einhlítar skýringar fást ekki á þessum hækkununum hjá verð- bréfafyrirtækjunum. Ljóst er að þá eftirspurn sem þrýst hefur verði bréfanna upp má að einhveiju leyti rekja til hlutabréfasjóðanna sem hafa mikið fé umleikis vegna gríð- arlegrar sölu bréfa í desember- mánuði. Þá er bent á að vænting- ar séu á markaðnum um góða útkomu í ársuppgjörum fyrirtækj- anna eftir síðastliðið ár. Á móti er hins vegar bent á að áhrifa af væntanlegum kjarasamningum virðist enn ekki farið að gæta á markaðnum. eldra húsnæði borgarinnar. Þar af verður 1,1 milljarði varið til fræðslumála, aðallega vegna fyrir- hugaðrar einsetningar grunn- skóla. Holræsaframkvæmdir verða stærsti útgjaldaliðurinn í verkleg- um framkvæmdum 1997 hjá emb- ætti gatnamálastjóra en áætlaður kostnaður vegna verklegra fram- kvæmda á vegum Gatnamála- stjóra verður um tveir milljarðar í ár. Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins verður 1,6 milljörðum varið til verklegra framkvæmda árið 1997 en auk þess eru skuldbindingar Framkvæmdasýslunnar vegna verka sem þegar eru hafin um 1,2 milljarðar. Á vegum Siglingamálastofnun- ar verða hafnarframkvæmdir í 39 höfnum á árinu og er áætlaður framkvæmdakostnaður vegna þeirra 760 milljónir króna í ár. Sony og Murdoch í bandalag? Tókýó. Reuter. SONY hyggst reyna fyrir sér sjón- varpsmálum og kaupa hlut í sam- eignarfyrirtæki News Corp fyrirtæk- is fjölmiðlakóngsins Rupert Murdochs og japanskra aðila að sögn fremsta fjármálablaðs Japans. Sérfræðingar segja að viðræður Sonys við Murdoch um aðild að jap- önsku sjónvarpsbandalagi hans geti orðið til þess að japanski rafeinda risinn breytist í samþætt margmiðl- unarfyrirtæki. Þeir segja að með hjálp Sony muni hið nýja gervihnattafyrirtæki Murdochs standa betur að vígi en tveir keppinautar þess og að fram- undan sé hörð barátta á japönskum fjölmiðlamarkaði. ------*—*—*----- Raytheon sigrarítil- boðsstríði New York. Reuter. GENERAL MOTORS hefur skýrt frá þeirri ætlun sinni að selja flugvéla- deild sína, Hughes Aircraft, Ray- theon Co. fyrir 9.5 milljarða dollara. Þar með er lokið hörðu tilboðs- stríði, sem er mikið áfall fyrir keppi- naut Raytheon Co., Northrop Grum- man Corp. Með samruna Raytheon og Hughes Aircraft verður til nýtt risafyrirtæki á sviði eldflauga og rafeindatækni með árlegar tekjur upp á 21 milljarð dollara og 127.000 starfsmenn. EMU enn á réttri leið London. Reuter. LÍKUR á að myntbandalagi Evrópu, EMU, verði komið á fót á tilsettum tíma eru enn góðar, þótt þær hafi minnkað nokkuð á einum mánuði samkvæmt könnun Reuters á áliti sérfræðinga. Þijátíu hagfræðingar banka, há- skólamenn og pólitískir sérfræðingar tóku þátt í könnuninni og töldu að jafnaði 83% líkur á því að EMU tæki til starfa 1. janúar 1999 eins og að er stefnt. í desember voru lík- urnar taldar 86% að meðaltali, en 82% í nóvember og 80% í október. Morgunblaðið/Þorkell STEINDÓR Guðmundsson hjá Framkvæmdasýslu ríkisins og Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri fluttu erindi á ráðstefnu um verklegar framkvæmdir 1997 sem Samtök iðnaðarins og Félag vinnuvélaeigenda stóðu fyrir í gær. Þar voru kynntar áætlanir um framkvæmdir hjá ríki, borg og Pósti og síma hf. Ekkert lát á gengis- hækkun hlutabréfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.