Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 23 Mezzo er auðvitað stór hluti af mínu lífi og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að hljómsveitin eigi aldrei eftir að hætta Sjálandi, Stoneleigh, Sauvignon Blanc, árgerð 1995. Aðspurður kveðst Frissi hafa fengið áhuga á gítarleik barnung- ur: „Ég var fimm ára þegar mér varð starsýnt á plastgítar í leik- fangabúð og linnti ekki látunum fyrr en hann hafði verið keyptur handa mér,“ segir hann. „Þegar ég var tíu ára fór ég í Hljóðfæraversl- un Sigríðar Helgadóttur og keypti kennslubók í gítarleik eftir Ola Gauk og kann ég honum ævinlega bfcátu þakkir fyrii- það veganesti, sem dugði mér vel fyrstu árin. En þegar ég var sextán ára gerði ég mér grein fyrir að ég kæmist ekki lengra nema með því að fara í al- varlegt gítarnám og læra nótna- lestur. Ég fór þá í Tónskóla Sigur- sveins, þar sem ég nam klassískan gítarleik í 7 ár, og lauk burtfarar- prófi 1982.“ j- Ég heyrði einu sinni aðþú hefð- ir verið svo upptekinn af gítarleikn- um og áhugasamur sem unglingur að þú hefðir oft hlaupið heim í frí- mínútum til að æfa þig? „Það getur vel passað. Þar hefur eflaust sagt til sín þýska iðjusemin og samviskusemin. Ég er Þjóð- verji í föðurættina." Friðrik hefur á orði að humar- halarnir séu einstaklega Ijúffengir og blaðamaður tekur undir það og kveðst ekki hafa bragðað annað eins lostæti í háa herrans tíð. „Ég gef þessum stað 9,2 í einkunn," segir Friðrik og við höldum áfram að rifja upp ferilinn: „Sem unglingur hlustaði ég á þessa hefðbundnu popptónlist, en allt breyttist eftir að ég heyrði fyrst í Chick Corea og síðan í áður- nefndum A1 DiMeola. Eftir það fór áhuginn að beinast í æ ríkara mæli að „fusion músík“, eða það sem kallað er „bræðings-djasstónlist" og aðrir áhrifavaldar á þessu sviði voru Larry Carlton og Pat Met- haney. Af klassískum gítarleikur- um hlustaði ég mest á John Willi- ams og lærði talsvert af því. En Mezzoforte er byggð á þessum fusion-grunni og það sem dró okk- ur saman var sameiginlegur áhugi á þeiiTÍ tegund tónlistar og metn- aður til að reyna að búa til svona tónlist sjálfir og flytja hana óað- finnanlega. Og þó ég segi sjálfur frá held ég að okkur hafi orðið vel ágengt í þeim efnum. Mezzoforte er virt hljómsveit í þeim „kerðs- um“ sem hlusta á „fusion músík“, þótt tónlistin hafi kannski ekki fengið þann hljómgrunn hjá al- menningi, sem mér finnst hún eiga skilið. En þó er það alveg skiljan- legt. Þessi tónlist gerir talsverðar kröfur til hlustandans og menn þurfa að „læra“ að hlusta á hana, svona svipað og er með djass- músík, enda er hún af sama meiði.“ - Verður þú áfram í Mezzoforte, þrátt fyrir búsetu í London og áukin verkefni þar? „Ég vona að það verði hægt að púsla því saman. Mezzo er auðvit- að stór hluti af mínu lífi og ein- hvern veginn hef ég á tilfinning- unni að hljómsveitin eigi aldrei eft- ir að hætta. Að við verðum að spila saman, með einum eða öðrum hætti, þangað til við förum í gröf- ina.“ Friðrik hefur komið víðar við í íslensku tónlistarlífi og nefnir sér- staklega ánægjulegt tímabil með hljómsveitinni Stjórninni. „Það var reynsla sem ég hefði ekki vilj- að missa af. Að kynnast þessari hlið á íslenskri skemmtanamenn- ingu var bæði skemmtilegt og lær- dómsríkt, og sú reynsla nýtist mér jafnvel í því sem ég er að gera úti í London," segir hann. /Med tó/f gítara í farteskinu Við fáum okkur fersk jarðarber, Grand Marnier í eftirrétt og ég spyr Frissa hvort hann eigi marga gítara og hvort einhver einn þeirra sé í meira uppáhaldi en annar? „Ég nota tólf gítara að staðaldri í upptökunum. Suma dagana þarf ég að taka þá alla með mér því ég veit þá ekld fyrirfram hvað ég á að spila. I sumum tilvikum þarf ég að prófa mig áfram með þá þar til upp- tökustjórinn er ánægður. Uppá- haldsgítarinn minn þessa stundina er nýi klassíski Sambora gítarinn minn. Það er mikil sál í honum. Eins finnst mér gaman að spila á gamlan Gretche gítar sem ég eign- aðist ekki alls fyrir löngu. Hann er frá sjötta áratugnum og í anda Chet Atkins. Mjög skemmtilegt hljóðfæri." Friðrik upplýsir að á döfinrn sé vinna við nýja hljómplötu með Mezzoforte, sem ráðgert sé að komi út á næsta ári. Þá kveðst hann stefna að því að gefa út geisladisk með slökunartónlist á þessu ári, en hann hefur í auknum mæli snúið sér að tónsmíðum í þeim anda og gaf reyndar út spólu með slökun í tali og tónum á síðasta ári í sam- vinnu við Helgu Sigurðardóttui-. Hann segir að jógaiðkunin hafi aukið áhuga sinn á andlegum mál- um, sem meðal annars komi fram í þeirri tónlist sem hann er að semja um þessar mundir. I þessu sam- hengi nefnir hann einnig að hann hafi nú fest ráð sitt og ætli að kvænast unnustu sinni, Steindóru Gunnlaugsdóttur, í ágúst á þessu ári. Að fengnum þeim upplýsingum taldi blaðamaður réttast að segja „amen eftir efninu“ þótt margt fleira hafi borið á góma undir þessu ánægjulega borðhaldi með Friðrik Karlssyni í Humarhúsinu. Musterísríddarinn UNDANFARIN misseri hefur komið út grúi leikja sem byggjast á tölvuunnum kvik- myndum og sumir svo umfangsmiklir að kalla mátti gagnvirkar kvikmynd- ir. I samkeppninni reyndu menn að ganga æ lengra og margir minnast leiksins Phantasmogoria, sem var á ellefu geisladiskum. Reyndar var sá leikur sönnun þess að umfang og innihald voru tvennt ólíkt; þótti held- ur klénn leikur og ekki mjög gagnvirkur. A síðustu mánuðum hafa síðan komið út allgóð tilbrigði við kvik- myndaleiki þar sem byggt er á teiknimyndum en ekki leikarastóði. Þannig komu út á síðasta ári tveir fyrir- taks leikir þeirrar gerðar, Toonstruck og Broken Sword, sem kallaðist Circle of Blood vestan hafs, og gerður er að umtalsefni hér. Broken Sword segir í stuttu máli frá Bandaríkja- manni, George Stobbart, sem er í leyfi í París. í upphafi sögunnar situr hann fyrir utan kaffihús og nýtur lífsins, þegar illúðlegur trúður kemur aðvífandi og leikur á falskt dragspil. Trúðurinn grettir sig framan í Stobbart og eltir síðan eldri mann með skjalatösku inn á veitingahúsið. Ekki líður á löngu þar til trúðurinn kemur hlaupandi út af veitingahúsinu, hefur skipt á dragspilinu og skjalatöskunni, og skömmu síðar kveður við mikil sprenging; dragspilið var vítisvél sem sprengdi gamla manninn í tætlur. Franska lögregl- an kemur á staðinn og áður en varir er Stobbart flæktur í dularfullt sakamál sem snýst meðal annars um leyni- skjal hinnar fornu Musterisriddarareglu. Fimmaurabrandaraflaumur Af tillitssemi við væntanlega kaupendur verður sagan ekki rakin lengra, en mikið er eftir, því það er margra daga verk að komast í gegnum leikinn; að sögn framleið- enda tekur að minnsta kosti um fimmtíu tíma að leysa leikinn og það er ekki fjarri lagi; reyndar held ég að tím- arnir hafi verið allmiklu fleiri, eða í það minnsta fleiri en ég kæri mig um að rifja upp. Myndvinnsla er hreint fyrirtak í Broken Sword og allar hreyfingar teiknimyndanna sérdeilis eðlilegar, þ.e. miðað við teiknimyndafígúrur. Persónurnar sem Stobbart kynnist í glímunni við leyndarmál Musteris- riddaranna, kannski réttara að kalla það leyndarmál fjársjóðs Musterisriddaranna, eru hver annarri sér- kennilegri og spaugilegri. Hægri hönd hans í París er Teiknaðir ævintýraleik- ir haí'a sótt í sig veðrið síðustu misseri. Árni Matthíasson brá sér á slóð geðveikra trúða og Musterisriddara til að mynda ljósmyndarinn leyndar- dómsfulli, Nico, en einnig þarf að glíma við írsk ungmenni, þrjóska og illa lundaða geit, franskan leynilög- regluþjón sem talar með hræðilegum hreim, götusala í Sýrlandi og svo mætti lengi telja. Flestallir virðast telja sig mikla húmorista og úir og grúir af orðaleikjum og pínlegum at- hugasemdum. Það verður reyndar þreytandi þegar á líður; fimmaura- brandarar eru ágætir til síns brúks en ekki gott að sitja undir endalausum aula- húmor. Einfalt er að stýra Stobb- art um skjáinn, ekki þarf nema benda með músinni og þegar kemur að hlut sem hægt er að taka upp eða gera eitthvað við breytist bendillinn, sem sparar handavinnu. Þrautirnar í leiknum eru mis erfiðar, sem vonlegt er, sumar full ein- faldar, en aðrar kalla á lang- tíma heilabrot. Sagan sjálf er flókin og skemmtileg og ekki skemmir að fræðast má um reglu Musterisriddar- anna, sem er bráðfróðleg viðfangs. Meðal atriða sem auðvelda leikinn er að nota má bendilinn til að kanna hluti í stað þess að þurfa að taka þá upp og skoða sér- staklega eða hlusta á eða lesa lýsingu á þeim. Nefna má að þægilegt er að „tala“ við þá sem Stobbart hittir; nóg er að velja um hvað á að tala og Stobbart sér um fram- haldið. Hljóðrás Broken Sword er sérstaklega vel heppnuð. Áhrifshljóð skapa viðeigandi andrúmsloft, hvort sem verið er á ferð í París, þar sem heyra má dúfnakurr og bílaumferð í fjarska, á Sýrlandi, Spáni eða í Skotlandi. Tónlistin er líka snar þáttur í að skapa rétt andrúmsloft og tekur mið af því hvar í heiminum Stobbart er staddur hverju sinni; inn í hefðbundna kvikmyndatónlist bland- ast sýrlenskir tónar eða flamencostemmning eftr því sem við á. Broken Sword undirstrikar að hefðbundnir ævin- týraleikir hafa fráleitt látið undan síga. Teiknimyndin er kjörinn miðill fyrir tölvuleik, eins og sannast í leikn- um og fleiri álíka leikjum sem komið hafa út á síðustu mánuðum, og þegar menn eru orðnir leiðir á að horfa á óskýr myndskeið úr b-myndum er kærkomið að skemmta sé við að rekja slóð Musterisriddara í frá- bærri grafík. Broken Sword krefst að minnsta kosti 66 MHz 486DX, tvegga hraða geisladrifs, 8 MB innra minnis, 30 MB rými á hörðum disk, SVGA-skjákorts og músar. Opið um helgina frá 13-17 BILAHUSIÐ Sævarhöföa 2 • Sími 525 8020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.