Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ - FRETTIR Aðalfundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins var settur í gær Núverandi fiskveiðistefna „hróplegt óréttlæti“ Morgunblaðið/Kristinn AÐALFUNDUR miðstjórnar Alþýðubandalagsins, sem frestað var i haust vegna veikinda for- manns, hófst í gær og stendur til morgundags. MARGRÉT Frímannsdóttir for- maður Aiþýðubandalagsins vék meðal annars að „hróplegu órétt- læti“ núverandi stefnu í fiskveiði- málum á aðalfundi miðstjómar flokksins í gær. „Ég get ekki orða bundist vegna þeirrar gríðarlegu eignatilfærslu sem nú á sér stað i sjávarútvegi," sagði hún. Einnig varpaði formaðurinn fram þeirri spurningu hvort best yrði barist fyrir friði innan eða utan NATO og sagði jafnframt að Islendingar yrðu að halda vöku sinni og fylgj- ast með málefnum Evrópusam- bandsins. „Við verðum að taka afstöðu til þeirra með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Það mun aðeins leiða til ófamaðar að stinga höfðinu í sandinn og segja að málið sé ekki á dagskrá... Evrópu- sambandið er orðið mun upptekn- ara en áður af sínum innri málefn- um og fyrirhugaðri aðild ríkja í Mið- og Austur-Evrópu. Þessar ástæður hafa gert að verkum að staða EFTA-ríkjanna er mjög veik gagnvart Évrópusambandinu. Möguleikar þeirra til að hafa áhrif em nær engir, en það þýðir meðal annars að stór hluti af íslenskri lagasetningu er í höndum annarra ríkja. Þar með höfum við afhent forræði okkar í mjög mikilvægum málaflokkum sem er óþolandi fyrir sjálfstæða þjóð,“ sagði hún. Raka saman auðæfum Fundur miðstjórnarinnar er haldinn undir yfirskriftinni Fjöl- skyldan - kjörin - umhverfið, en Margrét vék jafnframt að sjávarút- vegsmálum í setningarræðu sinni. „Ég ætlaði ekki að fjalla um sjávar- útvegsmál að þessu sinni, en get þó ekki orða bundist vegna þeirrar gríðarlegu eignatilfærslu sem nú á sér stað í sjávarútvegi. Ranglætið sem er fylgifiskur þeirrar stefnu sem rekin er í fiskveiðimálum er hróplegt. Fáir einstaklingar eru að raka saman auðæfum á kostnað annarra - ekki aðeins einstaklinga og fyrirtækja, heldur heilu byggð- arlaganna. Arðurinn af sameigin- legri auðlind okkar rennur í vasa fárra manna ... Það er alveg ljóst að við getum ekki sætt okkur við að arðurinn af sameiginlegri auð- lind okkar safnist á fárra manna hendur," sagði hún. Þá vék formaðurinn að breyttri heimsmynd. „Er einhver von til þess að hemaðarbandalagið NATO lagi sig að breyttum tímum og leggi áherslu á afvopnun, friðar- gæslu; baráttu gegn sölu vopna og miðlun tækniþekkingar á sviði efnavopna og kjarnorkuvopna?“ Einnig spurði Margrét: „Höfum við trú á að Atlantshafsbandalagið geti breyst? Við þurfum að ræða þessi mál og taka afstöðu til þeirr- ar þróunar sem nú á sér stað. Meta á hvern hátt við getum best barist fyrir friði í heiminum. Gerum við það með því að standa utan allrar starfsemi NATO eða eigum við að taka þátt í einhverjum hluta EKRUSMÁRI 17 í KÓPAVOGI Opið hús - Opið hús Nýtt 104 fm raðhús á einni hæð auk bílsk. til sölu. Verð 11,9 millj. Helga og Jósef hafa opið hús um helgina milli kl. 14-17. Verið velkomin. Ársalir ehf. - fasteignasala Lágmúla 5, 108 Reykjavík, SÍmi 533-4200, 892-0667, 567-1325. starfseminnar og reyna að koma okkar áherslum og sjónarmiðum á framfæri þar? Þetta þarf að ræða af hreinskilni, meðal annars hvort við eigum að senda þingmenn okk- ar á þingmannafundi NATO og taka þátt í samstarfi þjóða í þágu friðar.“ Félagshyggja, jöfnuður og kvenréttindi í einni sæng? Fulltrúar vinstri flokkanna og Kvennalista ávörpuðu aðalfund miðstjórnarinnar að ávarpi form- annsins loknu. Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokks- ins, spurði hvort ekki væri tíma- bært að láta 60 ára stríði lokið og semja frið í dögun nýrrar aldar. Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalista, varpaði fram þeirri spurningu hvað væri stjómun í anda jafnaðarstefnu og sagði skorta málefnalega umræðu í þessu samhengi. Jóhanna Sigurð- ardóttir, formaður Þjóðvaka, sagði að orka jafnaðarmanna hefði í ára- tugi farið í að reisa múra sundr- ungar í stað þess að byggja brýr. Nú riði á að einblína.á það sem sameinaði eina, öfluga hreyfingu jafnaðarmanna. Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, fulltrúi Grósku, nýrra samtaka jafnaðar- og félags- hyggjufólks, benti á að múrar sem áður aðskildu þjóðríki, atvinnu- og fræðigreinar, hryndu hver af öðr- um og hið sama hlyti að geta gilt um stjórnmálaflokka. „Sleggjur, hamrar, meitlar, þjalir. Allt kemur að gagni. Síðan má nýta stórvirk- ari vinnuvélar til starfans, Gróska er slíkt tæki,“ sagði hann. GULLSMÁRI 5 í KÓPAVOGI Opið hús - Opið hús Ný gullfalleg 3ja herb. íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi til afh. strax. Sölusýning um helgina milli kl. 14-16. Verið velkomin. Ársalir ehf. - fasteignasala Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 533-4200, 892-0667, 567-1325. ísafjörður Oboðinn gestur í barnarúmi ísafiröi. Morgunblaðið. FJÖLSKYLDA ein á ísafirði fékk heldur óskemmtilega heimsókn árla morguns í vikunni. Um kl. 6.30 um morguninn vöknuðu hús- ráðendur við að sjö ára barn þeirra sagði mjög ölvaðan mann vera sofandi í rúmi sínu. Fóru húsráð- endur, sem sváfu á neðri hæð hússins, þegar upp í herbergi barnsins, sem er á annarri hæð og blasti þá við þeim öldauður maður í rúmi barnsins. Að sögn lögreglunnar á ísafirði mun hinn óboðni gestur hafa kom- ið inn um dyr á þvottahúsi sem húsráðendum hafði láðst að læsa. Ljós var þar innandyra og mun það hafa ýtt undir heimsókn mannsins. Maðurinn mun hafa ráfað um húsið og síðan haldið upp á aðra hæð og inn í barnaher- bergið. Þar mun hann hafa dottið um leikföng og barnið vaknað við hávaðann, skelfingu lostið. Þar sem húsráðendum tókst ekki að vekja hinn óboðna gest var lög- regla kölluð til. Náði hún að vekja manninn og fékk hann að sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar. Er hann vaknaði óskaði hann eftir að fá að hitta húsráðendur og baðst afsökunar á framferði sínu. Lög- reglan hefur lagt fram kæru á hendur manninum. Að sögn lögreglunnar hafa heimsóknir sem þessar verið tíðar undanfarin misseri og vill hún því hvetja húsráðendur að læsa hibýl- um sínum að næturlagi sem og að læsa bifreiðum sínum. „Við búum ekki lengur í sveitasamfé- lagi og því verða allir að hafa varann á sér,“ sagði lögreglumað- ur í samtali við blaðið. -----» ♦ ♦----- íslandsbanki gefur út þingvíxla ÍSLANDSBANKI hóf útgáfu á nýrri tegund skammtímaverðbréfa í síðasta mánuði. Bréfín eru skráð á Verðbréfaþingi íslands undir heitinu þingvíxlar íslandsbanka. Þessir víxlar henta einkum stórum stofnanaíjárfestum sem, vegna ákvæða í samþykktum eða ann- arra reglna, kaupa nær eingöngu verðbréf skráð á Verðbréfaþingi, að því er segir í frétt frá Islands- banka. Skráðir á Verðbréfaþingi Þingvíxlar Islandsbanka eru gefnir út í föstum fjárhæðum: 5, 10 og 50 milljónum króna. Víxl- arnir eru vaxtalausir, óverð- tryggðir og gefnir út til 90 daga í senn. Gert er ráð fyrir að gefinn verði út nýr flokkur einu sinni í mánuði. Víxlarnir eru framseljan- legir og engar hömlur eru á endur- sölu þeirra. Víxlarnir eru skráðir á Verð- bréfaþingi íslands og fara öll við- skipti með þá í gegnum það. Öllum er fijálst að kaupa víxlana, t.d. með endursölu í huga. Verð þeirra tekur mið af verði ríkisvíxla og markaðsaðstæðum á hveijum tíma en sama bil er milli kaup- og sölukröfu á þingvíxlunum og á ríkjsvíxlum. íslandsbanki er með viðskipta- vakt á þingvíxlunum og tryggir þannig greiðsluhæfni þeirra. Við- skiptavaktin miðast við að íslands- banki sé ávallt reiðubúinn til að kaupa fyrir að lágmarki 500 millj- ónir króna fram til klukkan 14 á hveijum virkum degi. EINBYLISHUS I HAFNARFIRÐI Til sölu vandað hús á eftirsóttum stað við Sævang. Aðalhæð 146 fm.- tvær stofur, fjögur herbergi, eldhús og bað. 56 fm. rúmgóður kjallari. Byggt 1954fstækkað 1970. Suðursvalir. Allt i mjög góðu ástandi. Fagurt útsýni til sjávar yfir óbyggt hraunsvæði. Skipti á minni eign í Hafnarfirði koma til greina. Opið í dag frá kl .11-17. Arni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. 5521150-5521370 LÁRUS Þ. VALDIMRRSSQrj, FRAMKVÆMOAST JORI JÓHAKHIÞÓROARSOIU, HRL. LÖGGILTUR FASTEIGAIASALI. Nýjar eignir á fasteignamarkaðinum - til sýnis og sölu Einbýlishús í sérflokki. Steinhús með um 160 fm íbúð, 6 herb., á aðalhæð. Á jarðhæð eru um 40 fm innb. bílskúr. Mikið húsrými til margskonar nota. Stór ræktuð lóð á útsýnisstað í Skógahverfi. Nánarí upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Skammt frá Hótei Sögu Stór sólrík 4ra herb. íbúð, 112,2 fm nettó, í suöurenda. Mikið endurnýjuð laus fljótlega. Vmsæll staður, gjafverð. Lítið einbýlishús - vinsæll staður Járnklætt timburhús á steinkjallara með um 3ja-4ra herb. íbúð. Endurbætt. Langtímalán 4 mlllj. Skipti möguleg á kvótalausri jörð, helst á Vestfjörðum. Útborgun aðeins kr. 500.000. Nýendurbyggð. 2ja herb. risfbúð í reisulegu steinhúsi, skammt frá Hlemmi. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Dugmiklir, fjársterkir athafnamenn óska eftir verslunarhúsnæði við Laugaveg-Bankastræti-nágrenni. Byggingarlóð eða gamalt hús til niðurrifs eða endur- eða viðbyggingar kemur til greina. Rétt eign verður greidd við kaupsamning. Allar upplýsingar trúnaðarmál. • • • Opið í dag kl. 10-14. Fjöldi fjársterkra kaupenda Margskonar eignaskipti. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 l i l \ I 1 : í í R 1 , i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.