Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 10

Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 10
10 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ - FRETTIR Aðalfundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins var settur í gær Núverandi fiskveiðistefna „hróplegt óréttlæti“ Morgunblaðið/Kristinn AÐALFUNDUR miðstjórnar Alþýðubandalagsins, sem frestað var i haust vegna veikinda for- manns, hófst í gær og stendur til morgundags. MARGRÉT Frímannsdóttir for- maður Aiþýðubandalagsins vék meðal annars að „hróplegu órétt- læti“ núverandi stefnu í fiskveiði- málum á aðalfundi miðstjómar flokksins í gær. „Ég get ekki orða bundist vegna þeirrar gríðarlegu eignatilfærslu sem nú á sér stað i sjávarútvegi," sagði hún. Einnig varpaði formaðurinn fram þeirri spurningu hvort best yrði barist fyrir friði innan eða utan NATO og sagði jafnframt að Islendingar yrðu að halda vöku sinni og fylgj- ast með málefnum Evrópusam- bandsins. „Við verðum að taka afstöðu til þeirra með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Það mun aðeins leiða til ófamaðar að stinga höfðinu í sandinn og segja að málið sé ekki á dagskrá... Evrópu- sambandið er orðið mun upptekn- ara en áður af sínum innri málefn- um og fyrirhugaðri aðild ríkja í Mið- og Austur-Evrópu. Þessar ástæður hafa gert að verkum að staða EFTA-ríkjanna er mjög veik gagnvart Évrópusambandinu. Möguleikar þeirra til að hafa áhrif em nær engir, en það þýðir meðal annars að stór hluti af íslenskri lagasetningu er í höndum annarra ríkja. Þar með höfum við afhent forræði okkar í mjög mikilvægum málaflokkum sem er óþolandi fyrir sjálfstæða þjóð,“ sagði hún. Raka saman auðæfum Fundur miðstjórnarinnar er haldinn undir yfirskriftinni Fjöl- skyldan - kjörin - umhverfið, en Margrét vék jafnframt að sjávarút- vegsmálum í setningarræðu sinni. „Ég ætlaði ekki að fjalla um sjávar- útvegsmál að þessu sinni, en get þó ekki orða bundist vegna þeirrar gríðarlegu eignatilfærslu sem nú á sér stað í sjávarútvegi. Ranglætið sem er fylgifiskur þeirrar stefnu sem rekin er í fiskveiðimálum er hróplegt. Fáir einstaklingar eru að raka saman auðæfum á kostnað annarra - ekki aðeins einstaklinga og fyrirtækja, heldur heilu byggð- arlaganna. Arðurinn af sameigin- legri auðlind okkar rennur í vasa fárra manna ... Það er alveg ljóst að við getum ekki sætt okkur við að arðurinn af sameiginlegri auð- lind okkar safnist á fárra manna hendur," sagði hún. Þá vék formaðurinn að breyttri heimsmynd. „Er einhver von til þess að hemaðarbandalagið NATO lagi sig að breyttum tímum og leggi áherslu á afvopnun, friðar- gæslu; baráttu gegn sölu vopna og miðlun tækniþekkingar á sviði efnavopna og kjarnorkuvopna?“ Einnig spurði Margrét: „Höfum við trú á að Atlantshafsbandalagið geti breyst? Við þurfum að ræða þessi mál og taka afstöðu til þeirr- ar þróunar sem nú á sér stað. Meta á hvern hátt við getum best barist fyrir friði í heiminum. Gerum við það með því að standa utan allrar starfsemi NATO eða eigum við að taka þátt í einhverjum hluta EKRUSMÁRI 17 í KÓPAVOGI Opið hús - Opið hús Nýtt 104 fm raðhús á einni hæð auk bílsk. til sölu. Verð 11,9 millj. Helga og Jósef hafa opið hús um helgina milli kl. 14-17. Verið velkomin. Ársalir ehf. - fasteignasala Lágmúla 5, 108 Reykjavík, SÍmi 533-4200, 892-0667, 567-1325. starfseminnar og reyna að koma okkar áherslum og sjónarmiðum á framfæri þar? Þetta þarf að ræða af hreinskilni, meðal annars hvort við eigum að senda þingmenn okk- ar á þingmannafundi NATO og taka þátt í samstarfi þjóða í þágu friðar.“ Félagshyggja, jöfnuður og kvenréttindi í einni sæng? Fulltrúar vinstri flokkanna og Kvennalista ávörpuðu aðalfund miðstjórnarinnar að ávarpi form- annsins loknu. Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokks- ins, spurði hvort ekki væri tíma- bært að láta 60 ára stríði lokið og semja frið í dögun nýrrar aldar. Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalista, varpaði fram þeirri spurningu hvað væri stjómun í anda jafnaðarstefnu og sagði skorta málefnalega umræðu í þessu samhengi. Jóhanna Sigurð- ardóttir, formaður Þjóðvaka, sagði að orka jafnaðarmanna hefði í ára- tugi farið í að reisa múra sundr- ungar í stað þess að byggja brýr. Nú riði á að einblína.á það sem sameinaði eina, öfluga hreyfingu jafnaðarmanna. Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, fulltrúi Grósku, nýrra samtaka jafnaðar- og félags- hyggjufólks, benti á að múrar sem áður aðskildu þjóðríki, atvinnu- og fræðigreinar, hryndu hver af öðr- um og hið sama hlyti að geta gilt um stjórnmálaflokka. „Sleggjur, hamrar, meitlar, þjalir. Allt kemur að gagni. Síðan má nýta stórvirk- ari vinnuvélar til starfans, Gróska er slíkt tæki,“ sagði hann. GULLSMÁRI 5 í KÓPAVOGI Opið hús - Opið hús Ný gullfalleg 3ja herb. íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi til afh. strax. Sölusýning um helgina milli kl. 14-16. Verið velkomin. Ársalir ehf. - fasteignasala Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 533-4200, 892-0667, 567-1325. ísafjörður Oboðinn gestur í barnarúmi ísafiröi. Morgunblaðið. FJÖLSKYLDA ein á ísafirði fékk heldur óskemmtilega heimsókn árla morguns í vikunni. Um kl. 6.30 um morguninn vöknuðu hús- ráðendur við að sjö ára barn þeirra sagði mjög ölvaðan mann vera sofandi í rúmi sínu. Fóru húsráð- endur, sem sváfu á neðri hæð hússins, þegar upp í herbergi barnsins, sem er á annarri hæð og blasti þá við þeim öldauður maður í rúmi barnsins. Að sögn lögreglunnar á ísafirði mun hinn óboðni gestur hafa kom- ið inn um dyr á þvottahúsi sem húsráðendum hafði láðst að læsa. Ljós var þar innandyra og mun það hafa ýtt undir heimsókn mannsins. Maðurinn mun hafa ráfað um húsið og síðan haldið upp á aðra hæð og inn í barnaher- bergið. Þar mun hann hafa dottið um leikföng og barnið vaknað við hávaðann, skelfingu lostið. Þar sem húsráðendum tókst ekki að vekja hinn óboðna gest var lög- regla kölluð til. Náði hún að vekja manninn og fékk hann að sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar. Er hann vaknaði óskaði hann eftir að fá að hitta húsráðendur og baðst afsökunar á framferði sínu. Lög- reglan hefur lagt fram kæru á hendur manninum. Að sögn lögreglunnar hafa heimsóknir sem þessar verið tíðar undanfarin misseri og vill hún því hvetja húsráðendur að læsa hibýl- um sínum að næturlagi sem og að læsa bifreiðum sínum. „Við búum ekki lengur í sveitasamfé- lagi og því verða allir að hafa varann á sér,“ sagði lögreglumað- ur í samtali við blaðið. -----» ♦ ♦----- íslandsbanki gefur út þingvíxla ÍSLANDSBANKI hóf útgáfu á nýrri tegund skammtímaverðbréfa í síðasta mánuði. Bréfín eru skráð á Verðbréfaþingi íslands undir heitinu þingvíxlar íslandsbanka. Þessir víxlar henta einkum stórum stofnanaíjárfestum sem, vegna ákvæða í samþykktum eða ann- arra reglna, kaupa nær eingöngu verðbréf skráð á Verðbréfaþingi, að því er segir í frétt frá Islands- banka. Skráðir á Verðbréfaþingi Þingvíxlar Islandsbanka eru gefnir út í föstum fjárhæðum: 5, 10 og 50 milljónum króna. Víxl- arnir eru vaxtalausir, óverð- tryggðir og gefnir út til 90 daga í senn. Gert er ráð fyrir að gefinn verði út nýr flokkur einu sinni í mánuði. Víxlarnir eru framseljan- legir og engar hömlur eru á endur- sölu þeirra. Víxlarnir eru skráðir á Verð- bréfaþingi íslands og fara öll við- skipti með þá í gegnum það. Öllum er fijálst að kaupa víxlana, t.d. með endursölu í huga. Verð þeirra tekur mið af verði ríkisvíxla og markaðsaðstæðum á hveijum tíma en sama bil er milli kaup- og sölukröfu á þingvíxlunum og á ríkjsvíxlum. íslandsbanki er með viðskipta- vakt á þingvíxlunum og tryggir þannig greiðsluhæfni þeirra. Við- skiptavaktin miðast við að íslands- banki sé ávallt reiðubúinn til að kaupa fyrir að lágmarki 500 millj- ónir króna fram til klukkan 14 á hveijum virkum degi. EINBYLISHUS I HAFNARFIRÐI Til sölu vandað hús á eftirsóttum stað við Sævang. Aðalhæð 146 fm.- tvær stofur, fjögur herbergi, eldhús og bað. 56 fm. rúmgóður kjallari. Byggt 1954fstækkað 1970. Suðursvalir. Allt i mjög góðu ástandi. Fagurt útsýni til sjávar yfir óbyggt hraunsvæði. Skipti á minni eign í Hafnarfirði koma til greina. Opið í dag frá kl .11-17. Arni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. 5521150-5521370 LÁRUS Þ. VALDIMRRSSQrj, FRAMKVÆMOAST JORI JÓHAKHIÞÓROARSOIU, HRL. LÖGGILTUR FASTEIGAIASALI. Nýjar eignir á fasteignamarkaðinum - til sýnis og sölu Einbýlishús í sérflokki. Steinhús með um 160 fm íbúð, 6 herb., á aðalhæð. Á jarðhæð eru um 40 fm innb. bílskúr. Mikið húsrými til margskonar nota. Stór ræktuð lóð á útsýnisstað í Skógahverfi. Nánarí upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Skammt frá Hótei Sögu Stór sólrík 4ra herb. íbúð, 112,2 fm nettó, í suöurenda. Mikið endurnýjuð laus fljótlega. Vmsæll staður, gjafverð. Lítið einbýlishús - vinsæll staður Járnklætt timburhús á steinkjallara með um 3ja-4ra herb. íbúð. Endurbætt. Langtímalán 4 mlllj. Skipti möguleg á kvótalausri jörð, helst á Vestfjörðum. Útborgun aðeins kr. 500.000. Nýendurbyggð. 2ja herb. risfbúð í reisulegu steinhúsi, skammt frá Hlemmi. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Dugmiklir, fjársterkir athafnamenn óska eftir verslunarhúsnæði við Laugaveg-Bankastræti-nágrenni. Byggingarlóð eða gamalt hús til niðurrifs eða endur- eða viðbyggingar kemur til greina. Rétt eign verður greidd við kaupsamning. Allar upplýsingar trúnaðarmál. • • • Opið í dag kl. 10-14. Fjöldi fjársterkra kaupenda Margskonar eignaskipti. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 l i l \ I 1 : í í R 1 , i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.