Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hallgerður Ragna Helga- dóttir fæddist á Litla Búrfelli í Austur-Húnavatns- sýslu 25. febrúar 1926. Hún lést á Héraðssjúkrahús- inu Blönduósi 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hansína Guðný Guðmunds- dóttir, d. 18. desem- ber 1972 og Helgi Þorsteinn Björns- son, d. 7. nóvember 1930. Systkini Hallgerðar voru þijú, Hildur Helga, f. 25. maí 1920, d. 22. janúar 1988, Krist- ín, f. 20. nóvember 1921, og Guðmundur Jón- bjöm, f. 26. júlí 1927, d. 14. desem- ber 1951. Hinn 29. júní 1947 giftist Hall- gerður eftirlifandi manni sinum Sva- vari Pálssyni. Böm Hallgerðar Rögnu og Svavars em: Særún Bryiya, f. 4. október 1947, Páll, f. 7. júní 1950, og Guðmundur Helgi, f. 14. janúar 1962. Bamabörnin em sex og eitt barnabarnabam. Útför Hallgerðar fer fram frá Blönduóskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku amma mín. Nú ert þú búin að kveðja þetta líf og farin á einhvem góðan stað þar sem þér líður vel. Samt ert þú enn hér í huga mínum því ég mun geyma allar þær góðu minningar sem ég á um þig. Mér þótti alltaf mjög gaman að heimsækja þig og afa á Blöndu- ósi. Oftast þegar við komum beiðst þú í eldhúskróknum og afi var búinn að baka pönnukökur handa okkur. Um leið og við vorum sest vildir þú fá að vita um allt sem við höfðum verið að gera og alltaf varst þú búin að senda afa út í Vísi að kaupa ís. Oft sátum við einar í eldhúskrókn- um að spjalla meðan hinir voru inni að horfa á sjónvarpið. Þessi samtöl vom mér mikils virði og margt fór okkar á milli sem enginn annar fékk að vita. í öllum heimsóknum mínum svaf ég hjá þér, annað hefði ég ekki tekið í mál. Þegar ég var fimm ára kom ég í fyrsta skipti ein til ykkar og það var æðislegt því þú og afí dekruðuð við mig allan tímann. Eftir þá ferð fór ég að koma af og til ein og dvelja í einhvem tíma til að vera hjá ykkur. Gerði ég það í mörg ár. Eitt atvik er mér mjög minnis- stætt, en þetta gerðist í einni af mín- um sumarferðum til ykkar. Þetta var þegar ungamir í tijánum í garðinum vom rétt skriðnir úr eggjunum og auðvitað fylgdist þú vel með þeim. Eina nóttina hrekk ég upp við ein- hver læti og þú ert horfín úr rúminu. Þegar ég lít svo út um gluggann sé ég þig hlaupandi, æpandi um í nátt- kjólnum með kúst á eftir einhveijum ketti sem hafði reynt að veiða ftigl- ana. Þá hló ég líka enda em nú ekki allir sem hafa séð ömmu sína svona útlítandi. Þetta er aðeins lítið brot af öllum þeim minningum sem ég á um þig og þrátt fyrir þennan missi get ég huggað mig með öllum þessum minn- ingum. Elsku amma, nú kveð ég þig og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég met það mjög mikils. Guð geymi þig, elsku amma mín. Rakel Jónasdóttir. Nú er komið hátt á fimmta áratug- inn frá því ég kynntist vinkonu minni, HaUgerði Helgadóttur, eða Gerði eins og hún var nefnd í daglegu tali, sem þá var lagleg ung kona í blóma lífs- ins með blik í augum. Hún átti þá eiginleika í ríkum mæU að laða fram hlátur, gleði og gaman hjá því fólki sem hún umgekkst daglega. Ég þakka þessari vinkonu minni fyrir aUar eftirminnilegu sólskinsstundim- ar sem aldrei bar skugga á. Á ævi- braut hennar skiptust á skin og skúr- ir eins og hjá svo mörgum í þessu jarðlífí en frá Gerði stafaði alltaf hlýju og glaðværð á hveiju sem gekk. Gerður var leiðtogi í saumakíúbbn- um okkar hér á Blönduósi. Þegar svo bar undir að hún mætti ekki til leiks vantaði aðal gleðigjafann í samkvæm- ið. Sama gilti um þau ferðalög sem klúbburinn eftidi til. Þá var Gerður ómissandi foringi. Síðustu æviárin var Gerður heilsu- tæp og dvaldi langtímum á sjúkra- stofnunum. Á þeim ámm heyrðist hún aldrei kvarta yfír örlögum sínum en sló þess í stað á léttari strengi eins og henni var svo tamt. Við sem eftir lifum söknum góðrar konu. Gerður átti indælan eiginmann, böm og bamaböm sem bám hana á höndum sér. Sendi ég Svavari og þeim öllum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi vinkona mín Gerður hvfla í friði. Jóninna Steingrímsdóttir. HALLGERÐUR RAGNA HELGADÓTTIR RAÐAUGi YSINGAR Námsaðstoð Framhaldsskólanemi á 1. ári óskar eftir að- stoð við heimanám í stærðfræði og við- skiptagreinum einu sinni til tvisvar í viku. Vinsamlegast sendið umsóknir til afgreiðslu Mbl. merktar „Námsaðstoð" fyrir 1. feb. nk. w Endurhæfingarmiðstöð Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa. Um er að ræða hlutastöðu á miðtaugakerfissviði og stöðu á geðsviði. Þroskaþjálfi óskast í hlutastöðu á sambýli fatlaðra, Hlein. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og deild- arstjórarnir Svava á miðtaugakerfissviði og Helga á geðsviði í síma 566 6200. Samkeppni um leikhúsverk í tilefni hundrað ára afmælis Leikfélags Reykjavíkur 11. janúar 1997 var efnt til sam- keppni um leikhúsverk. Dómnefnd hefur nú lokið störfum. Úrslit hafa verið tilkynnt og viðkomandi höfundum veitt verðlaun. Dómnefnd biður aðra þátttakendur í sam- keppninni um að vitja handrita sinna til Leik- félags Reykjavíkur, Borgarleikhúsinu við Listabraut í Reykjavík fyrir 15. febrúar 1997. Þarverða þau afhent gegn dulnefni höfundar. Leikfélag Reykjavíkur þakkar góða þátttöku og óskar höfundum gæfu og gengis. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Ólafsvegi 3, Ólafsfirði, fimmtudaginn 30. janúar nk. kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Aðalgata 32, Ólafsfirði, þinglýst eign Konráðs Þ. Sigurðssonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Kirkjuvegur 4, efri hæð, Ólafsfirði, þinglýst eign Svans Jóhannsson- ar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins og íslandsbanka hf. Kirkjuvegur 13, Ólafsfirði, þinglýst eign Ragnars Þórs Björnssonar og Kamillu Ragnarsdóttur eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Kirkjuvegur 18, efri hæð, Ólafsfirði, þinglýst eign Grétars Hólm Gísla- sonar eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Ólafsvegur 36, Ólafsfiröi, þinglýst eign Davíðs Gígja, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Ólafsfirði, 22. janúar 1997. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Björn Rögnvaldsson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Engihlíð 18, 3. hæð t.h., Snæfellsbæ, þingl. eig. Jökull Smári Barkar- son, geröarbeiðandi Byggingarsjóður verkmanna, föstudaginn 31. janúar 1997 kl. 11.30. Engihlíð 22,1. hæð t.v., Snæfellsbæ, þingl. eig. Snæfellsbær, gerðar- beiðandi Ingvar Helgason hf., föstudaginn 31. janúar 1997 kl. 11.00. Fiskimjölsverksmiðja, (Hausthús), ásamt tilh. vélum, tækjum og áhöldum, Snæfellsbæ, þingl. eig. Bjarni Magnússon, þrotabú, gerðar- beiðendur Fiskveiöasjóöur Islands og Landsbanki Isiands, föstudag- inn 31. janúar 1997 kl. 13.00. Fiskimjölsverksmiðja, mjölgeymsla og lifrarbræðsla, ásamt tilh. vél- um, tækjum og áhöldum, Snæfellsbæ, þingl. eig. Bjarni Magnússon, þrotabú, gerðarbeiðendur Fiskveiðasjóður íslands og Landsbanki Islands, föstudaginn 31. janúar 1997 kl. 13.30. Háarif 13, 2. hæð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Jón Bjarni Andrésson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, föstudaginn 31. jan- úar 1997 kl. 15.30. Hjallabrekka 4, Snæfellsbæ, þingl. eig. Snæfellsbær, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður verkamanna og Vátryggingafélag íslands hf., föstudaginn 31. janúar 1997 kl. 12.00. Skólabraut 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Bjargey Magnúsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, innheimtumaður ríkissjóðs, Landsbanki (slands og Lífeyrissjóður Vesturlands, föstudaginn 31. janúar 1997 kl. 14.30. Snæfellsás 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Davíð Óli Axelsson, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins og Samvinnusjóður Islands hf., föstu- daginn 31. janúar 1997 kl. 15.00. Sýslumaðurinn i Stykkishóimi, 24. janúar 1997. Viljið þið styrkja sambúð ykkar? Námskeið um hjónaband og sambúð í Hafn- arfjarðarkirkju. Leiðbeinendur séra Þórhallur Heimisson og Halla Jónsdóttir. Skráning og upplýsingar í síma 555 1295. Framsóknarvist Verður haldin á morgun, sunnudaginn 26. janúar kl. 14.00 í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Verðlaun verða veitt. Aðgangseyrir kr. 500. Kaffiveitingar innifaldar. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Reykjavíkur Sjálfstæðismenn í Hlíða- og Holtahverfi Hittumst í veitingasal nýja Sundanestis við Sæbraut kl. 17.30 f dag, laugardag. Björn Bjarnason, menntamálaráöherra spjallar við gesti. Síðan verður haldið á þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Valhöll uppúr kl. 19.00. Stjórnin. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. [• i itáfi i= Hallveigarstíg 1 • sími 561 4330 Dagsferð 25. janúar Skiðagöngunámskeið fellur nlður Dagsferð26. janúar kl. 10.30 Raðganga Útivistar. 2. áfangi, Bæjarsker-Stafnnes. GPS námskeið 27. og 28. janúar kl. 20.00. Loksins GPS námskeiö. Kennt á tækin, rétt notkun korta við leið- arval. Komiö með eigin GPS tæki. Námskeiöið er haldið í samvinnu við Björgunarskóla Landsbjargar. Verð kr. 2000, öll námsgögn innifalin. Skráning á skrifstofu Útivistar. Allir velkomnir. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist Hvítasunnukirkjan Ffíadelfía Sameiginlegri bænaviku krist- inna safnaða lýkur í Fíladelfíu- kirkjunni í kvöld kl. 20.30. Ræðu- maður sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiöir söng. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÓRKINNI6 - SlMI 568-2533 Öðruvfsi sunnudagsferðir 26. janúar 1997 kl. 10.30. 1. Skíðaganga út íbláinn. Farið verður á hagstætt skíðagöngu- svæði í nágrenni höfuðborgar- svæðisins. Fararstj. Bolli Kjart- ansson. 2. Óvissufjallganga Fararstjóri velur gott fjall til að ganga á. Mætið vel búin. Fararstjóri: Jón- as Haraldsson. Brottför frá BSl, austanmegin og Mörkinni 6. Heimkoma um kl. 16.00. Verð 1.000 kr. Þorraferð og þorrablót f Freys- nesi 8.-9. febrúar. Fá pláss laus. Miðar á skrifstofu. Ferðafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.