Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Tpul (VUOUR.. ÉG Ufí. \ I eiNFALOLCQA BKK/ \ FARA ÖF/HBO ÞÉR. i WÚlATieAHP/ 'AS TANO/ i, Grettir > HVERN/SVA^. , > ^TEFNU/VtOTJp^yÖN? ( BQ GLEÍMDI þVi' HVAJ? \/lp) Vv_^€TLUOUM AE> HlTTASTyJ TSVO AD HUN HBFUZ t ÍSKEMMTSBíZtiltolu- ) ((PoT^ 1 u 1 ^ Fw 0 O JL TT L3) r//// •:< ^ §111 \ 0 lTm FAVfe. 9-2i Tommi og Jenni Smáfólk SEE? IT'S AH AUTOGRAPHEP JOE 5HLAB0TNIK BA5EBALL.. I don'tthink 50, CHARLIE BR0UJN..THI5 ISN'T JOE'S SléNATURE.. { IT'5 A 'N \F0R6ERYj_j 7/“/good\ 7 VöRIEFy THEY CHEATED A LITTLE KIDIAN INNOCEHTJRUSTlNé, HERO U)0R5HIPPIN6 LITTLE KID.. 1æÉÍ tjk iíi & Sérðu? Þetta er Ég held ekki, Þetta er fölsun! hornabolti áritaður af Kalli Bjarna ... Hamingjan sanna! Jóa Snögga. Þetta er ekki rit- hönd Jóa Snögga... Þeir snuðuðu lítinn strák! Saklausan, trú- gjarnan, hetjudýrk- andi smástrák ... MIG! Leigumiðlun hf. og Malbikun hf. Frá Krístni Snæland: NOKKUR umræða er í gangi vegna fyrirhugaðra breytinga á húsa- leigumarkaði á höfuðborgarsvæð- inu. Breytingamar eru þær að Reykjavíkurborg, R-listinn hyggst stofna Leigumiðlun hf. sem reki leiguíbúðir borgarinnar og setji upp markaðsverð sem leigugjald. (Enda sagði borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í Mbl. 17. jan. sl. „Húsaleiga í íbúum borgarinnar er langt undir markaðsverði." Eins og það væri eitthvert vandamál.) Jafnframt em viðraðar ómótaðar hugmyndir um húsaleigubætur. Ráðstafanir borgarinnar eru sagðar gerðar vegna þess- að eftirspurn eftir leiguíbúðum borgarinnar sé of mikil. Ástæðan er vitanlega sú að æ fleiri ráða hvorki við kaup á íbúð né leigu á markaðsverði. Þetta sýnist því frekar kalla á að borgin fjölgi þeim íbúðum sem leigðar eru á sanngjörnu verði, en það leiðir, sé framboð nægjanlegt, til lækkun- ar á leigu almenna markaðarins. Vinnubrögð R-listans í þessu máli em röng enda mótast þau af hug- myndum einkavæðingar og fijáls- hyggju. - Trúlega við mikla ánægju þeirra fáu hávaðamanna innan Sjálfstæðisflokksins sem aðhyllast þær hugmyndir. Til þess að koma húsnæðismál- um almennings í skynsamlegt horf þarf að fjölga leiguíbúðum í opin- berri eigu uns nægjanlegt framboð er, en auk þess þarf að koma mál- um svo að öll húsaleigu á frjálsa markaðnum sé gefín rétt upp. Þá er raunhæft að fara að ræða, ekki aðeins húsaleigubætur, heldur hús- næðiskostnaðarbætur, sem koma þá jafnt til allra hvort sem þeir búa í eigin húsnæði eða leigja. Húsa- leigubótakerfi einstakra sveitarfé- laga er aðeins fálm þess sem er að drukkna í vandanum en ekki lausn hans. Svíar greiða húsnæðis- bætur jafnt til eigenda sem leigj- enda. Þær taka mið af fjölskyldu- stærð, tekjum, íbúðarstærð og upp- hæð leigu en einnig vegna eignar- íbúða, af vaxtakostnaði, afborgun- um og öðrum fastakostnaði vegna íbúðarinnar. Við erum órafjarri þeim stað- reyndum sem gera svona kerfi framvæmanlegt. Þangað til svo verður ætti R-listinn að halda sig við að fjölga leiguíbúðum borgar- innar og halda leigu þeirra sann- gjarnri en kynda ekki undir okur- leigu fijálsa markaðarins svo sem nú virðist stefnt að. Það er heldur ekki verkefni R-listans að koma á húsnæðisbótum, það þarf að gera á landsvísu. Nú er við hæfi að gera fyrirspurn til borgarstjóra. í grein- inni í Mbl. 17. jan. sl. stendur. „Það er ekki hægt að bæta stöðugt við nýjum íbúðum til að mæta þörf- um nýrra leigutaka." Borgarstjóri vinstrimanna segir þetta, en hvers vegna? Og hver hefur ákveðið að það sé ekki hægt? Mér finnst R-listinn vera á villi- götum. Margir kusu hann áreiðan- lega til þess að kjósa gegn hlutafé- lagsvæðingu SVR og þá annarra borgarstofnana og fyrirtækja. Sumir muna enn skopleikinn með SVR sem fór í hring og beit í skott- ið á sér. Nú stefnir R-listinn í nýjan skopleik með Malbikunarstöðina. Því spyr ég. Hefur verið rætt við starfsmannafélag borgarinnar um hlutafélagsáformin? Hefur verið rætt við starfsmenn Malbikunar- stöðvarinnar um þessi áform? Á það að verða hlutverk nýs og öruggs meirihluta sjálfstæðismanna eftir næstu borgarstjórnarkosningar að breyta Malbikunarstöðinni aftur í venjulegt borgarfyrirtæki. Sjálfstæðismönnum hlýtur að vera skemmt. R-listinn er ekki að skjóta sig í löppina, hann er að skjóta sig í hausinn. KRISTINN SNÆLAND leigubílsstjóri. Forsetaembættið í útflutning Frá Kristni Soffaníasi Rúnarssyni: UMRÆÐAN um forsetaembætti okkar íslendinga hefur aukist mjög og hitnað samfara kosningunum sem fram fóru síðastliðið sumar. Ég er í þeim hópi sem telur forsetaembætt- ið vera valdalausa tignarstöðu og tel að of mikið sé rætt um afglöp þeirra sem gegni þessu embætti og þeirra sem ættu að gegna því. Bæði í fjöl- miðlum, á alnetinu og á hinu sígilda kaffihúsaspjalli. Því fínnst mér það góður kostur að setja embættið bara í útflutning til þeirra sem hafa ekk- ert að gera, menn gætu keypt sér stólinn í takmarkaðan tíma og sagst vera forsetar íslands á meðan og kæmi það sér líklega vel fyrir þá/þær sem kaupa sér embættið að vera búin að vera forsetar í fyrri tíð. Þá er markhópurinn auðjöfrar í ein- hveijum stórríkjanna fjær okkur, tii dæmis furstaríkjunum eða Ameríku. Þá gætum við kannski eignast for- seta sem er mælandi á einhveijum öðrum málum en Norðurlandamál- um s.s. hebresku eða grísku. Þessi útflutningur myndi líka skila miklum aurum í þjóðarkassann og þá erum við líka búin að minnka umræðuna um fjárútlát til forsetans og embætt- isins. Þá væri loksins hægt að leyfa íslendingum að labba um og skoða Bessastaði, þar sem forsetinn væri líklega úti að skoða landið okkar. Þar værum við að tala um meiri peninga í ríkissjóð og ættu þá allir að vera ánægðir. Ég er viss um að margir auðjöfrar og furstar hefðu mikinn áhuga á að skoða landið okkar og því ekki að leyfa þeim að þykjast stjórna því í leiðinni? Höfundur er hlutlaus gagnvart forseta vorum og sjálfu embættinu. KRISTINN SOFFANÍAS RÚNARSSON, soffísnerpa.is Hlíðarvegi 5, Grundar- fírði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.